Tíminn - 25.05.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.05.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 25. mai 1975 Starf RITARA við Menntaskólann á Akureyri er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júni. Starfið verður veitt frá 1. ágúst. Laun eru greidd samkvæmt launakerfi rikisins. Umsækjandi verður að hafa islensku vel á valdi sinu, kunnátta i erlendum tungumál- um æskileg og leikni I vélritun og bréfa- gerð nauðsynleg. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað til skólameistara, sem veitir jafnframt allar frekari upplýsingar. Akureyri, 22. mai 1975 Tryggvi Gislason skólameistari. Leifur Breiöfjörö viö listaverk sitt. Úr iörum jaröar. É Tlmamynd GE Haeð: 240 cm. Breidd: 240 cm Dýpt: 65 cm. Hæð: 240 cm. Dýpt: 65 cm. Breidd: 175 cm. ) Breidd: 200 cm Hæð: 240 cm. Breidd: 110 cm. Dýpt: 65 cm. Hæð: 175 cti. Breidd: 110 cti. Dýpt: 65 c, í. as Vanti yður klæðaskáp - þá komið til okkar Við bjóðum vandaða og góða, íslenzka framleiðslu, sem óvallt er fyrirliggjand í mörgum stærðum. Þér getið valið um viðaróferð eða verið hagsýn Komið og skoðið - við bjóðum mesta húsgagna úrval landsins á einum stað. Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt 28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeild 28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild i. ^ » ’ ijiíJf A Hringbraut 1 2 1 \ — Sími 1 0-600 GLERMYND- LISTARSÝNING BH-Reykjavik. — Leifur Breiöfjörð opnar sýningu á verk- um sinum i Norræna húsinu laugardaginn 24. mai kl. 5 og verður sýningin opin þar daglega til 1. júni kl. 2-10. Leifur Breiðfjörð er kunnur fyrir listgrein sina, sem er gler- myndlist, en á þá listgrein hefur hann lagt stund um 9 ára skeið með þeim árangri, er verk hans sýna. Leifur er þritugur Reykvikingur, stundaði nám i frjálsri myndlist við Myndlistar- og handiðaskólann 1962-1966, er hann sneri sér að glermyndalist, og nam hana i Edinburgh um tveggja ára skeið áður en hann sneri aftur heim og setti upp vinnustofu sina að Sigtúni 7. Leifur Breiðfjörð á glermyndir I Listasafni Islands og Arkiv Museum, Lundi, og má sjá verk hans viða um land. Fyrstu einkasýningu sina hélt Leifur i vinnustofu sinni árið 1969, en hefur tekið þátt i fjölmörgum samsýningum. NÝIR AAINNIS- PENINGAR gébé—Rvik. — 1 júni I sumar koma út tveir nýir minnispening- ar hjá Ís-Spor hf., en auk þeirra eru fleiri væntancgir á þessu ári. Er hér um að ræða peninga.sem gefnir eru út I tilefni 100 ára afmælis landnáms islendinga i Vesturheimi, vegna heimsóknar Carls XVI Gústafs Sviakonungs, vegna útfærslu landhelginnar og til minningar um Viihjálm Stefánsson. 1 júni nk. kemur út minnis- peningur f tilefni 100 ára afmælis landnáms islendinga í Vestur- heimi. Peningurinn er teiknaður af listamanninum Hringi Jó- hannessyni. Upplag verður tak- markað, hámark aðeins 1000 stk. bronspeningar og 500 stk. silfur. Ekki er áætlað að slá hann í gulli. Stærð peningsinser 50 mm í þver- mál. Þegar er byrjað að taka á móti pöntunum og er ætlazt til að greiösla fylgi til staðfestingar pöntun. Verð til áskrifenda er 9.500. — silfrið og 4.500,- bronsið. 1 tilefni af opinberri heimsókn Carls XVI Gústafs konungs Svi- þjóðar til Islands 10. júni nk., verður gefinn út peningur, sem seldur verður á öllum Norður- löndum. Peningurinn, sem sleg- inn er bæði hjá Ís-Spor og Sporr- ong, er hluti af seriu „Stats- besöksmedaljerna” en i henni eru peningar vegna opinberra heim- sókna konungsins til Danmerkur, Noregs, Finnlands, Islands og Englands. Hægt er að kaupa peningana staka, eða gerast áskrifandi að allri seriunni. Hafinn er undirbúningur að minnispeningi um útfærslu land- helginnar í 200 milur, og kemur hann út eins fljótt og unnt er, eftir að formleg tilkynning verður birt af st jórnvöldum. Peningurinn er hannaður af Jens Guðjónssyni gullsmið, eins og „Landhelgis- peningurinn” frá 1972. Þá hefur Ragnari Kjartanssyni myndhöggvara verið falið að vinna að mótun minnispeninga um Vilhjálm Stefánsson, hinn þekkta Vestur-tslending, land- könnuð og rithöfund. Ekki er enn ákveðið hvenær þessi peningur verður tilbúinn, en stefnt er að út- gáfu hans fyrir nk. áramót. Verð á minnispeningnum „Forsetar Islands” hefur hækkað vegna gengisbreytinga og kostanú 8.400.- bronsið og 22.000.- silfriö. Menntamálaráðuneytið, 23. mai, 1975. Skólavist í menntaskólum Umsóknarfrestur um skólavist I menntaskólum og menntadeildum næsta skólaár er til 10. júnl n.k. Allar umsóknir um menntaskólavist i Reykjavik skulu send- ar til Menntaskólans i Reykjavlk, við Lækjargötu, en aðrar umsóknir til viðkomandi skóla. Tilskilin umsóknareyðublöð fást i gagnfræðastigsskól- um og menntaskólum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.