Tíminn - 25.05.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.05.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN I , jj* -r jjV- í. fj fíííc' Sunnudagur 25. mai 1975 Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamlo daga LXXV MásstaÐir Að þessu sinni eru , birtar myndir úr byggðasafninu i Görðum á Akranesi. Hörpuút- gáfan á Akranesi birti undir nafninu „Siðustu torfbæirnir”. Séra Jón M. Guðjónsson teikn- aöi eftir lýsingu kunnugra manna. Kvaðst hann jafnan hafa gert frumriss og sýnt heimildarmönnum, svo þeir gætu gert athugasemdir áður en fullkomlega var gengið frá myndunum. Þessir gömlu torf- bæir eru nú allir horfnir, en teikningarnar varðveitp svip þeirra. Skýringar séá7a Jóns fylgja myndunum, er hann góð- fúslega léði mér til birtingar. Bæirnir flestir i burslíastíl, gafl- ar úr tré, nema á Króssi eru þeir hlaðnir úr torfi. Myndirnar eru þessar: 1. Krossi Innri-Akraneshreppi i Borgarfjarðarsýslu til stuttu eftir 1900. A Krossi bjó fyrrum þýzkur máfður, Hans Klingen- berg, og er ætt frá honum runn- in. 2. Másstaöir i sama hreppi stóðu nokkuð fram yfir 1900. Þama eru timburþilin mörg. Alatjurtagarðar fyrir dyrum á báðum bæjum. 3. Heynes einnig i Innri- Akraneshreppi. Þar var þing- staður i aldaraðir, og kirkja af- lögð I byrjun 18. aldar. Móta sést fyrir dómhring i túninu. Þar mætti Jón Vigfússon (Bauka-Jón) þá sýslumaður Borgfirðinga á Leirá fyrir rétti og var dæmdur fyrir tóbaks- smygl á sinum tima. 4. Stóra-Fellsöxl i Skilmanna- hreppi I Borgarfjarðarsýslu til 1911. Þarna var heldur lágreist að sjá. Jón Hreggviðsson átti heima á Fellsöxl, þegar hann var hýddur fyrir snærisstuldinn. Þar bjó Bjarni Jónsson Borg- firöingaskáld á 18. öld, andrikur vel. Hafa sálmar eftir hann ver- ið I sálmabókinni. 5. Hliöarfótur i Svinadal i Hvalf jarðarstrandarhreppi. Byggingarlagið er hér fjöl- breyttara, þ.e. burstir, hóllaga torfhús og hús, sem snýr hlið- inni fram. Matjurtagarður framundan, eins og viða virðist hafa verið á sunnanverðu landinu. Norðanlands völdu menn oft garðstæði i halla móti sól, stundum góðan spöl frá bænum. Séra Jón hefur unnið þarft verk með bæjateikningum sin- um. Nyrðra vann læknir — Jónas Rafnar — það mikla tómstundaverk, að teikna grunnmyndir af öllum eða flest- öllum bæjum i Eyjafirði innan Akureyrar, áður en nýbyggingaaldan sópaði þeim burt. með öllu. Mun vera i undirbúningi að gefa teikning- arnar út. o t siðasta þætti féll umsögn um húsið i Sveinatungu niður i prentun. Þetta steinsteypuhús lét Jóhann Eyjólfsson bóndi byggja 1895. Steinsmiður var Sigurður Hansson. Tveir menn voru að mylja grjót i steinsteyp- una allt sumarið og 3 menn að flytja byggingarefni og höfðu 20 hesta i hverri ferð. Þetta mun vera fyrsta sementssteypuhúsið i sveit og var mikið um það tal- aö. En fyrsta steypuhúsiö á landinu er kalksteypuhús i Görðum á Akranesi byggt á ár- unum 1876 — 1881. Það var um skeið notað sem likhús, en siöast fyrir byggðasafnið. Stóra-Fcllsöxl Heynes

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.