Tíminn - 25.05.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.05.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur'25*. maf 1975 Í'ÍMINN 3 Ættarmót niðja Katrínar Brynjólfsdóttur og Sæ- mundar Guðbrandssonar ó Lækjarbotnum d Landi NUna eru ættarmót eða niðja- mót vinsæl meðal fólksins i land- inu. Hittist þá oft fólk og hópar, sem aldrei sæjust annars. Tengja slik mót fólkið við byggðir lands- ins og skapa tengsl, sem nútima þjóöfélag hefur sundrað. Vinnu- staðurinn, skólinn, hagsmuna- hópur eða gata i borg eru algeng- ustu atriði i myndun félagslegra tengsla i nútima þjóðfélagi. Skyldleiki, sem áður hafði svo mikið að segja i þeim efnum, er nú svo til horfinn, nema innan nánustu fjölskyldu. Er þvi skemmtileg nýbreytni, að frænd- semi sé i heiðri höfð, og tengir það nútiðina fortiðinni, bæði innan hópsins og eins með tilliti til rikj- andi hefðar i sögu þjóðarinnar. Nú fyrir skömmu hittist hópur fólks i Fóstbræðraheimilinu og voru það niðjar Katrfnar Brynjólfsdóttur og Sæmundar Guðbrandssonar á Lækjarbotn- um á Landi.Áður hafði þessi hóp- ur hitzt i sumar og gefið i þvi til- efni Skarðkirkju i Landsveit raf- magnshitun, en áður hafði kirkj- an verið hituð með gasofnum. Núna lá fyrir fjölritað niðjatal, um 120 bls., sem Sverrir Sæ- mundsson hafði safnað. Með- fylgjandi myndir eru frá þessum mannfagnaði i Fóstbræðraheim- ilinu. Af Sæmundi og Katrinu Þann 14. júli 1840 voru gefin saman i hjónaband i Keldna- kirkju Sæmundur Guðbrandsson frá Lækjarbotnum og Katrin Brynjólfsdóttir frá Þingskálum. Sæmundur var fæddur 17. ág. 1815 á Lækjarbotnum, sá niundi i röð 13 barna hjónanna þar, Guð- brands Sæmundssonar og Elinar Sigurðardóttur. Frá þeim er komin „Lækjarbotnaætt”. Þessi börn þeirra náöu fullorðinsaldri: 1. Guðbrandur bóndi i Steinstóft, Holtsmúla og vfðar, f. 1802 , 2. Sigurður bóndi i Moldartungu og Skammbeinsstöðum, f.. 1806, 3. JónbóndiiHaga i Holtum, Elin, f. 1808 átti Halldór Magnússon bónda i Arbæjarhjáleigu, 5. Mar- grétf. 1810átti Jón Jónsson bónda iHátúnum áLandi. 6. Sæmundur, bóndi á Lækjarbotnum, 7. Arn- björn (Ampi) bóndi i Króktúni á Landi, f. 1816. Um Lækjarbotnaætt segir Jón Guðmundsson á Ægisiðu svo i Ættatölum sinum: „Svo margir Guðbrandar, sem hér eru taldir yfir á 35 bls., voru allir fremur grannvaxnir, ljósleitir, en sæmi- lega háir og þvi i engu falli ó- mannlegir ásýndum. Ég get þessa, ef sjá mætti, hve lengi svona ættgengi getur haldist aug- ljóslega þrátt fyrir blöndunina, en blöndunin hefur mikið á þessu timabili snúist inn í sig, i sömu ættina. Allir hafa eitthvað af sin- um.” Katrin Brynjólfsdóttir var fædd 10. júni 1817 á Þingskálum, yngst 5 barna hjónanna þar, Brynjólfs Jónssonar og Sigriðar Bárðar- dóttur. Frá þeim hjónum er kom- in „Þingskálaætt”. Börn þeirra voru: 1. Guðrún, f. 1812, fyrri kona Sigurðar Guðbrandssonar á Skammbeinsstööum, sjá hér áöur, Anna f. 1813 d. s. ár, Brynjólfur bóndi i Bolholti, f. 1814, Bárður bóndi i Efra Seli á Landi, f. 1815, 5. Katrin á Lækjar- botnum. Sæmundur og Katrin tóku við búi á Lækjarbotnum þegar árið 1840 og bjuggu þar til 1887, er Jó- hann sonur þeirra hóf þar búskap. Eitt ár, 1857—58 búa þau þó á Þingskálum eftir lát Brynjólfs, föður Katrinar, þó munu þau lika hafa haft bú á Lækjarbotnum þetta ár, þvi þar eru þá til heimil- is: Guðrún Jónsdóttir, ráðskona, Brynjólfur, Guðbrandur og Jó- hann, synir þeirra og Einar Jóns- son, vinnumaður. Fyrstu tvö bú- skaparár þeirra hjóna eru heim- ilismenn 7 á Lækjarbotnum, en slöar oftast 9—12, flestir 1853, 14. Alla tið komust þau vel af, að þvi er séð verður. Þó fóru þau ekki varhluta af harðindum, frekar en aðrir. Sæmundur tiundar 20h lausafjár áriö 1879, 17 l/2h árið 1880, lOh áriö 1881, 9h árið 1883, 9h árið 1884 og 14 l/2h árið 1885. Um „fellisvoriö” 1882 segir Jón Þor- steinsson i Holtsmúla I grein I „Skyggni” II bls. 94: ,,....Sæm- undur Guðbrandsson, bjó þá á Lækjarbotnum, og hafði margan fénað, en ekki er mér kunnugt, hvað hann missti mikið, en hann sótti hey suöur að Bjólu til Amunda (Filippussonar) og bjargaði það vist talsverðu af skepnum hjá honum.” Arið 1885 er bústofn Sæmundar þessi: 3 kvigur, 40 ær, 20 lambgot- ur, 12 sauðir, 40 gemlingar, 7 tamin hross. Sæmundur var um nokkra hrið hreppstjóri I Landmannahreppi. A þeim árum var Stóruvallalæk veitt i Vindásós og stjórnaði Sæmundur verkinu. Mun þetta framtak Landmanna ein fyrsta tilraun til að hefta sandfok á Is- landi — og tókst vel. (Sjá „Goða- stein” 1967, 2. h. bls. 35—38 Jón Árnason: Þegar Stóruvallalækur var skorinn fram). Lækjarbotnar voru stólsjörð og keypti Brynjólfur á Þingskálum jörðina eftir 1841. Við lát hans, féll jöröin I hlut Sigriðar, ekkju hans,sem aðrar fasteignir þeirra hjóna, nema Kot á Rangárvöll- um. Við fráfall Sigriðar, varð jörðin svo eign Katrinar á Lækjarbotnum. t ættatölum Jóns á Ægisiðu er þessi lýsing á þeim hjónum (Sæmundur var), „merkur mað- ur vel að efnum og vezti, þó frem- ur grannvaxinn og lotinn viö ald- ur, sem virðist loöa við marga ættmenn hans. Kona hans var Katrin Brynjólfsdóttir, geröar og rausnarkona, ljósmóðir, hún haföi tekið á móti fullum 700 börnum, þá var hið elzta 67 ára en hið yngsta á lsta ári, getiö þar á heimilinu, þvi Katrin var um það karlæg hún deyði”. Sæmundur dó á Lækjarbotnum 13. júli 1891, en Katrin dó á Lækjarbotnum 25. marz 1905 Um börn þeirra, sem urðu 16, visast til niðjatalsins. Frá vinstri: Óskar Sæmundsson Óðinn B. Jakopsson, Guðni Krist- insson og Helga Tryggvadóttir. „Nefndin”, sem sá um undirbún inginn. Frá vinstri: Runólfur Sæmundsson, Kári Þórðarson og Sæmundur Jónsson. Verzlun — íbúðarhúsnæði á Djúpavogi Húsnæðið, sem er um 100 ferm, er notað sem verzlun og ibúðarhúsnæði. Verzlunin er um 35 ferm. Ailar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni. Slmi 2-6200. Sumarbústaðalönd óskast helzt I nágrenni Reykjavikur. Vegna mikillar eftirspurnar á sumarbústaðaiöndum óskum við eftir löndum á sölu- skrá. Fasteignasalan Morgunblaðshúsinu Simi 2-6200. KARNABÆR Laugavegi 66 * Simi 2-8 1-55 FULLAR BUÐIR af nýjum sumarfatnaði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.