Tíminn - 25.05.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 25. mai 1975
TÍMINN
13
Landið á menningararf, sem
stjórnvöld vilja ógjarna leggja
fyrir róða.
TUnisbiiar eru yfirleitt vin-
gjarnlegir og umburðarlyndir.
Meðal þeirra lifir fólk, sem að-
hyllist ólik trúarbrögð, i sátt og
samlyndi. Múhameðstrúarmenn
eru i miklum meiri hluta, en þar
er einnig kaþólskt fólk og mót-
mælendur. Kynþáttarigur er eng-
inn, og munur á litarfari skiptir
engu máli. En hugtök eins og
heiður og virðuleiki eru lifandi
þáttur i daglegu lifi fólks og hluti
af þvi sjálfu, jafnvel þótt það
klæðist tötrum. ölvun er ekki að-
eins brot á trúarreglu, heldur
niðurlæging og afneitun á mann-
gildi.
Af þessu má ráða, að ferðafólk
með mikil fjárráð, heimtandi sem
mestar skemmtanir, mat og
drykk, er likt ögrun við það, sem
mest er metið i Túnis. Hávaði og
fyrirgangur þessa fólks er rudda-
skapur i vitund landsmanna, þras
þess um stundvisi og skirskotun
til þess, hvað klukkan er, er ekki
fjarri ókurteisi. Gagnvart þessu
stendur Vestur-Evrópumaðurinn
skilningsvana. Hann gengur um
með fulla vasa fjár, og i krafti
þess vill hann vikja öllum siða-
reglum til hliðar og heimta hvað-
eina, sem hann girnist — finnst
jafnvel sjálfsagt, að hann geti
keypt sér álit og virðingu með
peningum sinum.
Mestur stuggur stendur fólki af
þvi, hvaða áhrif ferðamennirnir
kunna að hafa á börnin. Þau eru
ekki orðin stór, er þau komast að
raun um, að auðveldlega má hafa
peninga út úr þessum hvitu ferða-
mönnum. Þau tileinka sér sinar
aðferðir við betlið, og fyrr en var-
ir getur það siazt inn i þau, að
léttara sé að fiska eftir slikum
aurum með alls konar brellum en
stunda nám i skóla og taka siðan
upp störf með þeim lágu launum,
sem greidd eru i Túnis. En þá hef-
ur lika spillingin haldið innreið
sina, og það er æskulýðurinn,
framtiðarvon lands og þjóðar,
sem orðið hefur henni að bráð.
Enn er mannlifið hægstreymt i
Túnis. Fólk hefur nægan tima til
samvista á þann hátt, er þvi er
eiginlegt. Það eru þjóðlifsverð-
mæti, sem við höfum fyrir löngu
farið á mis við. Viðskipti eru til
dæmis annað og meira en láta af
hendi peninga fyrir einhvern hlut.
Túnisbúar spjalla fyrst um alla
heima og geima, segja skil á
sjálfum sér og gæta þess að auð-
sýna hvor öðrum fyllstu virðingu.
Loks er komið að þvi að semja um
verðið. Um það er þjarkað innan
þeirra marka, sem kurteisin leyf-
ir, og loks mætast viðskipta-
vinirnir á miðri leið — þar sem
þeir ætluðu frá upphafi að mæt-
ast. Viðskiptavinur, sem ekki
þjarkar um verðið, gerir sölu-
manninn ringlaðan, þvi að þá
Á mörkum eyðimerkurinnar og
gróðursælli svæða eru hirðingjar
að setjast um kyrrt og hefja jarö-
rækt. Hér er dóttir eins sliks hirð-
ingja, og htín er á leið I skóla, er
fram að þessu hefur verið óþekkt
fyrirbæri meðal ættingja hennar.
fjárhæð, sem hann nefndi upphaf-
lega, hafði honum aldrei dottið i
hug að taka fyrir hlutinn, sem
hann hefur á boðstólum.
Timafrekt og asnalegt, segjum
við. Dauðstirðnuð, andleg ör-
birgð, segja Túnisbúar.
Kaldranalegir og leiðinlegir lifs-
hættir, sem firra menn ánægju og
stela lifsfyllingunni.
Þegar öllu er á botninn hvolft,
erum við hér i vestan verðri
Evrópu ekki alvitrir né öllu bezt
hagað hjá okkur — að minnsta
kostieru margir alvarlegir gallar
á lifsháttum okkar, ef að er gáð.
En við erum skyggnari á öll mis-
smiði i lifi og háttum þeirra, sem
farið hafa annan veg en við. Og
vissulega eru það missmiði mörg
og sum átakanleg.
• « •
jjjfe
M
sp ’SSsKr ......
■■l
HésHíI Kgnti'ggaii w
MiStw
)AxJ $ I tó PM a
**-*”"iÉ
® íííbhkm
JÉHHI
mum'
Dýrasti stimpill
í heimi?
Það furðulega skeði núna rétt
fyrir mánaðamótin marz-aprll,
aö eintak af danska þriggja
hringja númerastimplinum
„284” sem á sinum tima var
notaður i nokkra daga i
Trangisvaag á Færeyjum var
selt fyrir 35.000,00 danskar
krónur. Stimpilinn seldi
danskur frimerkjakaupmaður
til Sviþjóðar.
Mun þetta vera hæsta verð,
sem heyrzt hefir nefnt fyrir
eintak af stimpli i heiminum.
Ekki er vitað um nema 4 eintök
af þessum stimpli, en kemur þá
ekki upp I hugann, að ekki eru
þekkt nema 8 eintök af stimpli
númer „237” sem notaður var
austur á Seyðisfirði.
Reykjavik fékk á sinum tíma,
eða 1870 númer „236” sem er
mjög sjaldgæfur, en sama er
einnig hægt að segja um stimpil
númer „238” sem var notaður I
Torshavn. Þó eru sjaldgæfastir
allra þessara stimpla „284” frá
Trangisvaag og „237” frá
Seyðisfirði. Má segja, að þá er
safna dönskum númerastimpl-
um, dreymi ekki einu sinni um
að eignast þessa stimpla.
Það þóttu þvi ekki svo litlar
fréttir, að slikur stimpill skyldi
koma á markaðinn, en þegar
hann svo seldist upp fyrir
35.000,00 danskar, eða um þaðbil
25.000 sænskar krónur var þessu
slegið upp i blöðum á Norður-
löndum.
Stimpillinn var á 8 aura
dönsku frimerki i tvilitu
tölumerkja utgáfunni og er af
sérfræðingum álitinn ófalsaður.
Það hefir hins vegar legið i
loftinu, aö þau eintök sem
þekkt eru af þessum
stimpli, séu eftirá stimpl-
anir gerðir með stimplinum,
sem er geymdur i danska
póstminjasafninu, þótt slikt
sé ekki sannað. En eins og
vitað er, gerði safnið nokkrar
eftirástimplanir af „237” fyrir
Hans Hals á simum tima, sem
varöveittar eru I safni hans hjá
islenzku póststjorninni.
Ahuginn á Færéyjum sem
söfnunarsvæði hefir aukizt
geysilega eftir að eyjarnar hófu
sjálfstæða frimerkjaútgáfu á
þessu ári, og hefir yfirleitt
gamalt efni i frimerkjafræði
eyjanna rokið upp i verði að
undanförnu. Svo langt hefir
þetta gengið, að einn helzti Fær-
eyjasérfræðingurinn, Erik
Wowern, sá er ritar frimerkja-
verðlista eyjanna, hefir nú gefið
út nýjan verðlista, i stað þess að
biða með það til ágústmánaðar
eins og venja hefir verið. Verður
að telja verðlista hans einhverja
þá beztu handbók, sem völ er á
um færeyska frímerkjafræði og
póstsögu.
Þá má einnig geta þess hér,
að Færeyingar munu taka þátt i
frimerkjasýningunni
„FrImerki-75” sem haldin
verður I Hagaskólanum 13.-15.
júnl næstkomandi, en þar munu
7 Færeyingar sýna 12 sýningar-
efni I 21 sýningarramma og er
það I fyrsta sinn er Færeyingar
taka sem heild þátt I frimerkja-
sýningu. Eru það meðlimir úr
Föroyja Filatelistfélag, sem
þarna sýna og koma 8 manns
frá Færeyjum til Islands i
hópferðaf tilefni sýningarinnar.
Verið velkomnir frændur.
Sigurður H. Þorsteinsson
NB 27 NB 32
Vörubíla
hjólbaröar
VERÐTILBOD
825-20/12 Kr. 22.470,-
825-20/14 — 26.850,-
1.000-20/14 — 34.210,-
1.000-20/16 Kr. 35.630,-
1.100-20/14 — 35.900,-
1.400-24/16 — 59.440,-
TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLAND/ H/E
AUÐBREKKU 44-46 SÍMI 42606