Tíminn - 25.05.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.05.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 25. mai 1975 TÍMINN 9 Aðstöðu og fjármagn skortir Það var siðastliðið haust að þessar aðgerðir hófust til að halda lifinu i islenzka hænsna- stofninum. Fréttir af þessari starfsemi komu i sjónvarpinu og eftir það fréttist um islenzk hænsni i Vatnsdal, Eyjafirði, Suð- ur-Þingeyjarsýslu og einni hænu á Baröaströnd, en vitað var að is- lenzk hænsni voru I öræfum og nokkuð viða i Norður-Múlasýslu. Eftir er að kanna margt i sam- bandiviðhænsnin,m.a. hvort þau eru hreinræktuð aftur I aldir. Aðstaða til þessarar starfsemi skortir algerlega á Keldnaholti. I kjallaranum er útungunarvél. Og þar eru ungarnir til húsa og hitað upp með rafmagnslömpum, þvi of kalt er i kjallaranum. CJt- ungunin hefur gengið misjafn- lega, enda eru hænsnin mjög skyldleikarætkuð. Ef til vill hefur einnig orðið einhver misbrestur á fóðri. Aðeins hefur tekizt að fá tiu lifandi unga siðan i haust. Full- orðnu hænsnin hafa fengið inni á tilraunastöðinni að Korpu, þar sem þau eru i horninu hjá sauðfé, sem er i meltingarrannsóknum. Mikil þörf er að fá hænsnahús fyr- ir þessa starfsemi. Ekkert fjármagn hefur fengizt ennþá til viðhalds hænsnsastofns- ins, en m.a. hefur verið sótt um styrk til Visindasjóðs. — Ég kvarta ekki yfir fjárveit- ingavaldinu ef um verkefni er að ræða, sem skila sæmilegum hagnaði I fyrirsjáanlegri framtið, segir dr. Stefán. — En það sem auösætt er að ekkert muni gefa af sér á næstunni, þar er erfiðast að fá þörfina viðurkennda. Það er hart að fá ekki fjárveitingu til þessara hluta. Ég sótti nýlega um að fá einn rannsóknamann i aukabúgreinar, hænsnarækt, svinarækt, hrossarækt, minka- rækt, o.fl. Islenzka svinakjötið er alltof feitt. Með tilraunum i svinarækt væri liklega hægt að ná stórkostlegum árangri með til- tölulega litlum tilkostnaði. En það litla sem gert er hér i þessum greinum er unnið án þess að hafa neitt til neins. Handhægt að ala gæsir til slátrunar sem villibráð — Við spyrjun Stefán hvort fleiri hugmyndir séru á döfinni I fuglarækt. — Þær eru nú fyrst og fremst á pappirnum ennþá. Ég hef hug á að ala upp gæsarunga til slátrun- ar, sem villibráð, en i áheldi. ís- lenzk gæs er skotin I Bretlandi og þykir herramannsmatur. Kjötið af gæsunum er ákafl. gott. Þær lifa mikið á islenzku grængresi af túnum og nýræktum. Það mætti vel fóðra þær, annað hvort með þvi að beita þeim eða gefa þeim grasköggla inni. Veigamikil rök- semd fyrir slikri ræktun er að gæsin er grasbitur og þvi þarf ekki kjarnfóður handa henni og gras getum við framleitt hér. Þarna virðast vera ákveðnir möguleikar, sem þyrfti að kanna. En þetta eru allt saman bolla- leggingar, þar sem ekkert fjár- magn er til framkvæmda. Þá er áhugi á að hlú að æðar- varpinu, með þviaðhefja tilraunir annaðhvort að Reykhólum á Barðaströnd eða i Engey. Æöar- varp fer minnkandil Ég veit t.d. um hólma út af Austurlandi, þar sem eitt sinn fengust 60 kiló af dún á ári, en nú er engin æðar- rækt. Dúntekja hefur stórminnk- að sums staðar á landinu. Og er brýnt að styðja við bakið á æðar- ræktinni sem búgrein. Hún og aðrar aukabrúgreinar auka fjöl- breytni i búskap landsmanna og renna fleiri stoðum undir hann. — Það er margt skemmtilegt og sérkennilegt við islenzkt búfé, segir Stefán Aðalsteinsson okkur ennfremur. — Það má gripa niður svo að segja hvar sem er i is,- lenzku búfé og finna sér nýstárleg rannsóknaverkefni, sem er hvert og eitt alger nýjung i visinda- heiminum, af þvi að hér er búfé einangrað frá öðrum kynjum. Við eigum t.d. samfelldasta safn af litum i sauðfé, sem nokkurs staðar er að finna. Hér fundust reglur um hvernig sauðalitirnir erfast árið 1960. Þær hafa verið prófaðar erlendis siðar, og þar fengust sömu niðurstöður. En kenningum Stefáns Aðalsteins- sonar um erfðir lita i sauðfé er lýst I viðtali Valgeirs Sigurðsson- ar við hann I Lesbók Timans 26. júni og 4. júli 1971. Nýjar reglur um litaerfðir hrossa Hvergi eru aðrir litir og i is- lenzkum hrossum og á siðastliðnu ári setti Stefán Aðalsteinsson fram nýjar reglur um erfðir á lit- um hrossa. Eru þær einfaldari en áður var talið Og virðast koma saman við það, sem þekkt er ann- ars staðar Iheiminum,en hér eru til eiginlega allir þeir litir á hrossum, sem þekkjast annars staðar. Þá hefur verið unnið að rann- sóknum á hvitum og gulum lit hjá sauðfé undanfarin 14-15 ár. Versti eðlisgallinn á hvitu ullinni eru rauðu illhærurnar I henni. Mörg þúsund fjár hafa verið rannsökuð á fjórum stöðum á landinu með tilliti hvernig hviti og guli liturinn erfast og hvað á sér stað þegar farið er að velja alhvitt fé og hvort það er öðruvisi til afurða en gula féð. Það er að sjá allt i lagi að rækta upp alhviU fé og hægt að ná upp nákvæmlega jafngóðu fé eins og þvi gula. Eftirsjá — Hver á að bera kostnaðinn? Við vikjum aftur að þvi sem rætt var um i upphafi þessa máls og biðjum Stefán að nefna okkur dæmi um gamlan landsstofn, sem hefur glatazt. — Bezta dæmið um það er frá Noregi, sagði Stefán. -Þarrækt- uðu bændur nautgripi með tilliti til afurða og náðu mjög miklum árangri i að auka afurðir: mjólk og kjöt, með þvi að afkvæma- rannsaka naut af beztu stofnum, sem til voru i landinu og nota mjög mikið þau naut, sem gáfu JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fáið þér frian álpappir með. Hagkvæmasta einangrunarefnið í flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville i alla einangrun. Sendum hvert á land sem er. whi JÖN LOFTSSON Hf7 Wk " 'ngbrout 121 . Simi 10-600 Þessi glæsti hani er frá Svinafelli i öræfum en frú hans frá Klaustursseli á Jökuldal. bezt afkvæmi. Það nautgripakyn- ið, sem bezt reyndist hefur verið notað eingöngu til sæðinga og gömlu norsku landkynin eru að verða horfin. Þau höfðu ekki sömu afurðasemi eins og þetta aðflutta kyn, en þau höfðu erfða eðli, sem var sérstakt að sumu leyti og það glatast með þeim. Þetta sérstaka eðli er raunar til I islenzkum kúm. Sérkennilegir litir og blóðflokkar eru i Islenzk- um nautgripum, hrossum og sauöfé. Og blóðflokkar fólks hér, Norðmanna, Ira og Skota eru raunar einnig sérstæðir. En þessi atriöi eru engan veginn fullrann- sökuð enn. Þaö er ákveðin eftirsjá i þvi þegar gamlir stofnar deyja út, en erfitt er að vita hver ætti að bera kostnað af að halda við þessum kynjum. 1 Bretlandi hafa verið stofnuð samtök til að vernda gamla búfjárstofna. Þeir ætla að setja upp sérstakt svæði þar sem þessir gripir verða hafðir og ræktaðir. Þessi starfsemi verður væntanlega styrkt af áhuga- mönnum og aðgangseyrir inn á svæðið rynni einnig til greiðslu kostnaðar. Upphafið að þvi að aðgerðir voru hafnar til að vernda hænsna- stofninn hér var það að FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna var að grennslast fyrir um horfna bú- fjárstofna fyrir nokkrum árum. Dr. Stefán komst að þeirri niður- stöðu við það tækifæri, að geita- stofninn islenzki væri varðveitt- ur. Ameríkani hafði þá nýlega bjargað islenzka hundastofninum frá þvi að deyja út, og loks var is- lenzki hænsnastofninn þá liklega talinn útdauður. Það reyndist þó ekki vera, en hvort hægt verður að snúa vörn i sókn mun framtið- in leiða i ljós. SJ Húsbyggjendur — EINANGRUNARPLAST Gctum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavíkursvæöið með stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. HAGKVÆM VERÐ. GREIÐSLUSKILMALAR Borgarplast hf. Borgarnesi Simi 93-7370 Helgar- og kvöldsimi 93-7355 SPrING DYNUR KM-springdýnur Framleiðum nýjar springdýn- ur, einnig eins og ' tveggja manna rúm. — Gerum við notaðar springdýnur sam- dægurs. Helluhrauni 20 Opið til 7 alla Hafnarfirði virka daga. Sími 5-30-44 Þrlr unganna, sem litiö hafa dagsins ljós sfðan hænsnaræktin hófst aöKeldnaholti. (Timamyndir Róbert) BILAVARA- ^ HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTiR i FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ Ódýrt: öxlar lientugir i aflanikerrur bretti hurðir húdd rúður o.fl. vélar gírkassar drif hósingar fjaðrir BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—-7 alla virka daga og 9—5 laugardaga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.