Tíminn - 25.05.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 25.05.1975, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 25. maí 1975 Jens í Kaldalóni: Opið bréf til Sighvats Björgvinssonar, skólastjóra, ó ísafirði Guð gefi að þessar linur hitti þig, Björgvin minn, hressan og kátan, — og enda þótt ljóst sé mér, hve litilsigld geta min er, til þess að tjá þér skoðanir minar og staðreyndir allar i lifi og aðstöðu okkar Djúpbænda, og þá ekki sfzt, ef borið er saman við þá mælsku og greind, sem þú svo náðarsam- lega i vöggugjöf að hlotið hefur — vil ég þó reyna með fáeinum lín- um, að skýra fyrir þér nokkra bætti 'í tilefni greinar, er þú skrifar I blaðið Skutul 30. janúar s.l. um mjólkurmál. Ég vil þá i fyrstu dá hug þinn og hugarfar, i uphafi greinar þinnar, til Inndjúpsbænda vegna uppbyggingar og aukinnar ræktunarávegum Inndjúpsáætlunar, og var reynd- ar ekki annars af þér að vænta, jafn skýrum og vel gefnum manni, en að góðan hug bærirðu til meðbræðra þinna fyrir innan Amarnesið, og alveg er ég þér sammála um það, að nauðsyn beri til þess að efla mjólkurfram- leiðslu hér i Djúpinu, þar sem viðvarandi mjólkurskortur er i öllum vestfirzkum sjávarpláss- um um lengstan tima ársins. En aðaltilgangur minn með þessum fátæklegu linum min- um til þin, er að reyna að leiðrétta þann misskilning, sem virðist koma fram hjá þér — og mörgum öðrum — sem sé, að Inndjúps- áætlun, hafi haft einhver áhrif á þá þætti i framleiðsluháttum bænda, að stuðla að aukinni framleiðslu sauðfjárafurða á kostnað mjólkurframleiðslu. Sannleikurinn er sá, að Inndjúpsáætlun hefur engum sett skilyrði um framleiðsluhætti — og verið jafnkært að fjós yrðu byggð eins og fjárhús, og jafnvel öllu frekar, að vissu marki — heldur hefur I einu og öllu verið farið eftir frjálsu og óþvinguðu vali hvers og eins, og hver og einn hefur um það frjálst val haft, — hvora framleiðslugreinina halm kysi. M j ól k u r s k o r t u r i n n og minnkandi mjólkurframleiðsla á sér miklu lengri og afdrifaríkari sögu að baki — og ekki efa ég, að þú munir vel eftir smjörfjallinu fræga fyrirnokkrum árum, og þá lika hérna hjá okkur, sem var orðið alvarlegt vandamál, — að svo þótti vera. Og eru þau nú umskiptin snögg, — að ekki skuli vera til mjólkursopi út á graut- inn, hvað þá heldur, að hægt sé að skilja sopa til að frá rjómaskel eða skyrspón. En allt á þetta sér orsakir, eins og allir hlutir, og djúpum rótum skjóta þær rætur, til þeirra einstöku og afdrifariku kalára, sem samfellt stóðu hér i 5-6 ár, og ekkert lát var á. Og ennþá um langa framtið eiga eftirhreyt ur þessara ára eftir að segja til sin i aðstöðu og afkomu bænda hér i Djúpi. Ekki þarf þó að brýna bændur með því, að ekki reyndu þeir að bjarga sér svo sem verða mátti — þar sem um allar trissur var leitað fanga — gerðir út leiðangrar til heyskapar á eyðistaði norður i Grunnavik, suður i Dali og alla leið suður að Kalmannstjörn syðst á Reykja- nesskaga.— Hey var keypt norðan úr Eyjafirði og sunnan úr Rangárvallasýslu, og siðast en ekki sizt, austan frá Hornafirði. Allt þetta grasleysi árum saman, heykaup, að ógleymdum rándýrum áburðarkaupum, sem litið og sums staðar ekkert gras fékkst svo af, setti svip sinn i ómældum einingum á afkomu bændanna — og lömuðu huga og hönd til þeirra verkefna, sem biðu i brýnni þörf til uppbyggingar húsa og annarra óumflýjanlegra athafna, sem ávallt er framvinda til eðlilegrar búsetu á hverjum tima, enda var hér um algera kyrrstöðu að ræða i slfkum at- höfnum allt að s.l. 10 ára timabili. Það voru þvi óumflýjanleg neyðarúrræði að taka nú til hendi, ef ekki átti tilalgjörrar.auðnar að draga—og iupphafi árdaga Inn- djúpsáætlunar nutum við skiln- ings og viðsýnis landnámsstjóra sem I ferð sinni hér um slóðir — þvi glöggt er gestsaugað — hafði yfirlitið aðstæður allar. Hann taldi, að engan veginn gætu bændur hér við Djúp, án stuðnings frá þvi opinbera, staðizt þá raun, sem þegar væri að höndum borin, né, nema að siður væri, klofið þá endur- reisn i ræktun og byggingum, sem óhjákvæmilega yrði að gerast, ef nokkur von ætti að vera um búsetu hér um slóðir áfram. Þá var ekki siður, að okkur lagðist hönd að i liði þeirrar áætlunargerðar, sem Inndjúps- áætlun er i eðli sinu, þar sem var einn starfsmaður hjá Land- náminu, Jón Ragnar Björnsson, cand. agro. — og Jóhann T. Bjarnason, framkvæmdarstjóra Fjórðungssambands Vestfjarða. Sýndu þeir báðir i verki eindæma árvekni, dugnað og samvizku- semi, og var eins og þeim báðum yxi ásmeigin og áhugi við hvert skref I þeirri gerð allri. En allur þessi þáttur i tilveru liðinna ára verkaði hægt og bit- andi —og jöfnum fetum — I þá átt að kúnum fækkaði. Menn gátu frekar alið kindur á litlum heyj- um með útbeit og méli, en látið kýrnar gefa þann arð, sem þurfti, enda þótt nokkrir bændur þráuðust- við að halda kúnum i hoFfinu, og má heita, þótt skrýtið sé/það, að hér i Snæfjallahr., þar spm kalið var þó mest, var lengst haldið I kýrnar, og munu nú, að loknu þessu hallæri, verahérum það bil 60 kýr á þremur bæjum. En þar fyrir er ekki öll sagan sögð um það, hvort ekki hefði betur verið, að engin hefði sú skepnan hér uppi staðið. Það var i þessum málum, eins og fleiri að ekki er brunnurinn byrgður fyrr en I hann er dottið barnið. Hér var lítið, alltof litið aðhafzt til stuðnings bændum. Þeim voru jú lánaðir peningar að 3/4 hlutum til heykaupa, sem undan sinum blóðugu nöglum þeir skyldu alla aftur borga — að öðrum kosti sem ómagar I gröf sinni liggja, og þeirri fyrstu Inndjúpsnefnd, sem kosin var á hinum fyrsta og almenna bænda- fundi i Reykjanesi, fannst ekki taka þvi að koma á framfæri við hið islenzka rikisvald þeirri hinni þar samþykktu tillögu þess fundar, er hann fékk henni i vega- nesti, um það þeirra mikilsverða atriði, að eitthvað af Bjargráða- sjóðslánum bændanna yrði eftir- gefið að einhverju eða öllu leyti. Og svo sveif reisnin hátt yfir höfðum þriggja þeirra bænda, er þann fund sátu, að gegn þeirri til- lögu greiddu þeir atkvæði sitt. Slika umbun þoldu þeir ekki að meðbræður þeirra nytu eftir 6 ára samfelld grasleysisár. Svona ristir nú kærleiksnáðin djúpt I hugskoti sumra i garð sinna granna, og þá ekki siður, að stétt- visin situr þar i öndvegi. En sannleikurinn var sá, að það þurfti, og átti.að borga bænd- um meira fyrir mjólkina en gert var. Þar átti samfélagið, rikið, að koma til — þvi bar skylda til að taka þátt I svona hallærisárferði, og það munaði heldur ekkert um það. Það var ekki við þvi að búast, að bændur hér i Djúpi gætu fra.mleitt mjólk með aðkeyptu heyi og méli fyrir sama verð og þeim var ætlað, sem fengu eðli- legt gras af túnum sinum — og viða mokgras. Eða hvernig held- ur þú, Björgvin minn, að afkoma i vestfirzkum sjávarplássum hefði þótt, hefðu sjómennirnir þurft að kaupa fiskinn, sem þeir fluttu að landi i fimm ár samfellt fyrir lausafé, og ættu svo eftir að borga þau lán öll með þeim afla, sem eftir ætti að koma. Ég held að þeir hefðu sett punkt fyrir aftan slik vinnubrögð, og lái ég þeim ekki. En svona lagað kalla ég að láta menn deyja drottni sínum, rétt upp á hinn gamla máta. Nú er hins vegar dúllað við að setja upp einhverja staðaruppbót á hugmyndaskrána — jafnt á alla búvöru — i stað þess að ganga beint að verki og hlaupa undir bagga, þegar mest þurfti, en þá eru bara, vel að merkja, flestar kýrnar dauðar, og verða ekki endurreistar á næstunni, og sannast hér hið fornkveðna, að það er hægara að styðja en reisa. En þar á ofan, er það vitað að sumir af þeim bændum, sem hér urðu fyrir miklum skakka- föllum á kalárunum, verða annaðhvort dauðir og i jörðu grafnir eða af eðlilegum elli- ástæðum hættir búskap, svo að þeir munu annaðhvort af ellilaun- unum sinum eða af hinum grænu bökkum eilifðarinnar verða að gjalda sinar heykaupaskuldir, án staðaruppbóta á sina framleiðslu, um leið og þeir, sem fyrst og bezt komust út úr erfiðleikunum, og komust á strik i sinum jarðneska búskap — fá verðauka fyrir sina búskaparframleiðslu. Er þó ekki að þeir séu öfundsverðir, og þá allra sizt þeir, sem i uppbyggingu húsa eða annarra mannvirkja standa, með þeim of- boðslega kostnaði, sem þvi fylgir, þegar um 100 ær þarf að hafa i fullum arði til þess eins að standa undir aðeins fjárhúsa- byggingunum einum saman, og hvað skyldi þá Hafliði allur. En þetta var nú kannski útúr- dúr, og svo ég snúi mér að mjólk- inni aftur, þótt allt þetta snerti hana, þá skal ég segja þér það, að mér finnst sjálft mjólkursamlag- ið okkar ekki hafa gert nógu vel við bændur. Hér hefur út- borgunarverð til bænda á hinni svokölluðu sumarmjólk verið undanfarin ár aðeins 70% af framleiðsluráðsverði, og það gilt frá 1. april til 1. október ár hvert bókstaflega, — þótt mjólkin á þessu tlmabili væri á stundum rétt til neyzlu án nokkurrar telj- andi vinnslu, og skákað þarna i þvi skjóli, að halda þarna sér til jafns við þau mjólkurbú, þar sem kannski mest af mjólkinni fer i vinnslu. Rausnazt var þó við, á s.l. aðalfundi, að hækka þetta sumarverð upp 175% og tel ég það enga ofrausn, þótt 3/4 hlutar af kaupinu manns væru borgaðir út, og þar af dreginn flutnings- kostnaðurinn kr. 1.38 á litra, en afgangurinn geymdur langt á annað ár, eða heldurðu að verka- fólkið, já eða kennararnir, að ógleymdum þingmönnunum myndi finnast greiðslumátinn sá arna glæsilegur. Þetta þýðir nú bara það, góði maður, að ef ég legg mjólk inn núna i april fyrir 200 þús. kr., þá fær ég 150 þús. kr. útborgað, en kr. 50 þús. lána ég það sem eftir er af þessu ári, eða i 8 mánuði, — og ef eins og var á s.l. ári, ellefu mánuði af árinu 1976, eða samtals i 19 mánuði. Ef ég hefði nú vetrar- mann fyrir 50 þús. kr. á mánuði, kaupi fóðurbætir sem svarar þessari mjólkurframleiðslu, sem er um 2 tonn, á kr. 80 þús. og þann áburð, sem svarar einnig til þess heyfóðurs, sem kýrnar éta þenn- an mánuð, sem ekki væri of i lagt kr. 30 þúsund, eða samtals kr. 160 þúsund, þá getur þú nú séð hvað mjólkurframleiðslan er orðin ábatasöm atvinnugrein. En þrátt fyrir þessa 75% útborgun, er þá akkúrat, að við bændur fáum 3 kr. heilar þrjár krónur fram yfir helming þess verðs, sem mjólkurstöðin fær, ef um sölu- mjólk er að ræða. 1 annan máta er svo tekið af okkur 3% af brúttóverði allrar mjólkur f stofnsjóð Mjólkurstöðv- arinnar, og hvorki meira eða minna, er að við fáum af þvi 6% i ársvexti, arðsamt fé það! Þeir kunna karl minn að ávaxta spari- fé sitt bændurnir. 1 þriðja máta trónir svo jafnaðarmennskan i þvi hásæti þessara mála, að minnsta kosti þrir eða fjórir flutningstaxtar eru á m jólkinni að stöðvarvegg. Er okkar taxti Djúpmanna að mig minnir um það bil helmingi hærri en sá sem lægstur er. Bændur eru miklir samvinnumenn eins og þú veizt, og vilja fá olíu, bensin, og alla aðra hluti, með jöfnunarverði, svo sem frekast má verða og það er ekkert eftir til þess að þessi samvinnuhugsjón nái algerri full- komnun, nema að jafna flutnings- kostnað á mjólkurflutningi til Mjólkursamlags Isfirðinga. En þar er betra að flana ekki að neinu, eða rasa ekki um ráð fram. En staðreyndin er einnig sú, að 15% lægra verð hefir verið borgað fyrir „sumarmjólkina” þ.e. frá 1. april til 1. okt. i uppgjöri ársins —. En mörgum finnst bara að sumarið sé ekki svona langt hjá okkur. En viðast á landi hér, mun þó vera, fyrir löngu, að jafnaðar- verð er á mjólkurflutningi. Ég held nefnilega, að þegar hver einasta mjólkurlögg selzt upp svo að segja daglega, og eng- ar vinnslubirgðir safnast, — þá ætti engin vandræði að vera, að borga bændum annaðhvort hærra verðfyrir mjólkina strax, eða að borga afganginn af mjólkurverð- inu minnsta kosti tvisvar á ári, þ.e. i júli og um áramót. Ég held að afkoma bændanna hérna sé ekki það góð, að þeir hafi ráð á þvi, að lána frá 15-25% af verði afurða sinna langtimum saman. — Aðkalla afganginn af mjólkur- og kjötveröi uppbætur, er algert hugtakabrengl, þvi að uppbætur svo sem þær voru upphaflega skilgreindar, háfa ekki komið hér þessar vörur i áraraðir, en mikið frekar, og jafnvel oftast nær i langan tima, hefur vantað uppá grundvallarverðið stórar fjárhæðir. En ofan á þetta kemur svo FRAMLEIÐUM RUNTAL OFNA Umboðsmenn: Velsmiðjan Logi, Sauðárkróki. Sigurður Jónsson plpu- lagningamaður, Húsavik. OFNASMÍÐJA NORÐURLANDS H.F. Kaldbaksgötu 5, — Akureyri — Pósthólf 155. Slmi 2-18-60. rúsinan i pylsuendanum, að i gegnum m jólkurstöðina eru bændur látnir hér kaupa i stórum stil — fyrir hundruð þúsunda króna — mjólk og mjólkurvörur til að láta aðra verzla með. Þeir borga sjálfir flutningskostnað á þessa sölumjólk innan af flug- velli, og aftur vestur um firði út i Hnffsdal, Bolungavik, og Súða- vik,og taka á sig alla rýrnun, sem alltaf er nokkuð mikil á þessari vöru, og draga svo þennan kostn- að frá verði þeirra fáu mjólkur- potta, sem við framleiðum sjálfir á mjólkurfélagssvæðinu. Ég held, að það sem ég hafi minnzt á hér að framan, verki ekki sem örvun eða aflgjafi á bændur til að leggja sig fram um aukna mjólkurframleiðslu, og nokkuð betur hefði i stakkinn mátt búa til að halda i horfinu. Hitt er svo ekki siður ljóst, að slæmir vegir, og samgönguerfið- leikar hafa sitt að segja. Það vita þeir bezt, sem i þessu standa. Um niðurlag greinar þinnar get ég verið fáorður, þótt sárt þyki mér, að jafn vel skýr og greindur maður og þú ert,skulir trúa þvi, að þjóðinni sé óhagkvæmt að greiða útflutningsuppbætur á landbúnaðarvörur til annarra landa. Veiztu ekki maður, að rikið fær miklu meira i tekjur af þeim gjaldeyrisviðskiptum sem út- fluttar landbúnaðarvörur skapa, — en sem svarar þvi sem það greiðir i útflutningsbætur, miðað við, að ekkert væri út flutt af búvörum, já og skapar meira að segja með útflutningi búvöru, gjaldeyri fyrir öllum fóðurbætin- um lika. Hitt máttu ekki minnast á, jafn skeleggur baráttumaður og þú hefur alla tfð, verið verkalýðs- stéttunum til handa, að niður- greiðslurnar séu styrkur til bænda. Þar fara stjórnvöldin nefnilega i kringum ykkur, eins og kötturinn i kringum heitan grautinn. Þið látið nefnilega spila með ykkur. Niðurgreiðslurnar eru þeirrar náttúru gæddar, að það væri vel hægt að nota þær til að gefa fólkinu vöruna alla, eða svo til, bara að taka meira af þvi I skatta bæði beina og óbeina. Þá þyrfti heldur ekki að borga nema nokkrar krónur á timann á eftir. Þá færi lika útgerðin að bera sig. Þetta er hringavitleysa, sem far- ið er aftan að fólkinu með, og i kring um það, og svo kalla finir menn þetta hagstjornartæki, en svona tæki er, miklu likara tæki þvi, sem notað var I gamla daga, og spunnið var á hrosshár, og kölluð vitlausasnælda. Eða hvað heldur þú að bændum væri ekki nákvæmlega sama þótt fólkið hefði 1000 kr. á tímann, og borgaði vöru þeirra óniður- greidda eins og hún kostar fullu verði. Ég veit reyndar að þú veizt þetta manna bezt, Björgvin minn, og kannski ekki nema von, að þér ofbjóði hringavitleysan I stjórn- kerfinu —. En manstu nokkuð eftir annarri atvinnustétt, sem sótti um innflutningsleyfi fyrir sælgæti fyrir 109 milljónir króna, þegar innflutningurinn var gefinn frjáls á sælgæti, reyndar fengu þeir nú ekki alveg leyfi fyrir svo miklu i það skiptið, en þeir fluttu bara ekkert út i staðinn, ekki einu sinni ullarreyfi eða skinnbleðil, og það minntist ekki nokkur lif- andi sála á, að þeir væru að eyða gjaldeyri fyrir fánýta hluti, svo sem eins og fóðurbæti, og annað fyrir bændurna: , og sjálfsagt ekki eins mikill hagnaður heldur að selja mélið, þó það sé nú komið á 40. þúsundkrónur tonnið. En mik- ið er þetta misjafnt, Björgvin minn, hvað fólkið tekur það mis- jafnlega nærri sér, hvernig farið er með þetta dýrmæta gull okkar, sem við köllum gjaldeyri. Sumir vilja heldur borga útlendingum kaup fyrir að láta sauma á sig föt, og dönskum bændum fyrir að mjólka kýr — og fóðra féð, — en að gera þetta i landinu okkar sjálf, já og éta bara „gottið” sem við búum til sjálfir. Jæja, vinur þetta er nú orðið lengra, en i upphafi átti að vera, en það er nú svona þegar sjaldan er skrifað, þá tinist alltaf eitthvað til. En vel máttu það vita, að við bændur berum til þin hlýjan hug fyrir liðsyrði þin góð I okkar þágu, en misskilninginn hljótum við að fyrirgefa á þeim alkunnu forsendum: að skýzt þótt sklrir séu. Með beztu kveðju. Jens i Kaldalóni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.