Tíminn - 25.05.1975, Blaðsíða 30

Tíminn - 25.05.1975, Blaðsíða 30
U YM. IMÍT _______________________ ETei letn ,5S iHgcfautinuS 30 _______________________________________TÍMINN_________________________ Sunnudagur 25. mai 1975 Gagnkvæmt traustiö skin úr svip vinanna. Rauöur gamli er kominn til ára sinna, og honum llkar vel aöláta strákinn kemba sér. BH og Róbert heilsa upp ó hesta og krakka í Reiðskóla Fóks Vinir, ungir og aldnir.. Knapinn á hestbaki er kóngur um stund... Sumir hnakkarnir sneru ekki alveg rétt I fyrstu tilraun. teymdu þá út, kembdu þeim og gáfu þeim brauöbita og röbbuöu viö þá, áöur en þau sóttu reiötygin og lögöu á þessa vini sina. Sam- kenndin rikti á staðnum, og þaö voru gamlir skilningsrikir og llfs- reyndir gæðingar, sem báru litlu riddarana, sem kannski hafa ekki verið biinir aö læra kvæðið, en skynjaö unaöinn, sem skáldið lýs- ir svo fagurlega á þá leiö, að knapinn á hestbaki sé kóngur um stund. Snaggaralegir strákar, sem telja það næsta skrefið aö eignast sjálfir hest og temja hann og hiröa, spigspora meðal gamlingj- anna, hjálpa flnlegum dömunum á svipuöu reki til þess að leggja á, og sýna þeim hvernig á að beita kambinum með sem beztum - árangri. Þeir eru orðnir vanir og kunna þetta allt. Mjúkur flipi leitar I lltinn hlýj- an lófa eftir brauðbita, og gáskinn og glettnin skin úr stórum augun- um, þegar ekkert finnst, af þvi að fullvissan er svo sterk um, að þar hljóti að leynast brauðskorpa, eða að minnsta kosti töfrast þangað, ef nógu lengi er leitað. Hnakkarnir hagræðast á bök- unum,tilaðbyrja meðsnúa ekki allir alveg rétt, enginn þó á hvolf, en svoleiðis smámisskilningur er leiðréttur með meinleysis blóts- yrði til undirstrikunar. Svo er girt, og hert aftur til að vera viss um, að hnakkurinn snarist ekki. Þá er eftir að stíga á bak, og það er hægt að gera á margvls- legan hátt — það er alveg ljóst eftir þessa stund, sem við áttum Þau eru bersýnilega búin að gera sér grein fyrir þvi, að maður fer ekki með neinum flflaskap að hestum, krakkarnir I Reiðskóla Fáks. Við heimsóttum þau einn daginn fyrir skemmstu, og enda þótt ekki yrði mikið um samræð- ur, fengum við allglögga mynd af þvl, sem þarna gerðist I skólan- um. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning skal það tekiö fram strax f upphafi, að það var alls ekki svo, að krakkarnir vildu ekki við okkur tala. Þau voru bara svo upptekin af nostri slnu við hest- ana, að við skiptum þá engu máli. Hestamennskan og nautnin að umgangast ljúflingana átti hug þeirra allan. Hávaðalaust, fumlaust sóttu þau sér hestana inn I hesthúsin, þarna. Þetta er lærdómsatriði, eins og hvað annað. En eftir að komið er á bak, þá er nú lífið llf, maður! Og svo enn sé gripið til orða skáldsins, þá er enginn vafi á þvl, að allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð.... Mjúkur flipi leitar I litinn, hlýjan lófa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.