Tíminn - 22.07.1975, Síða 10

Tíminn - 22.07.1975, Síða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 22. júli 1975. Sykur hefur á seinustu mánuðum verið allmikið til umræðu, bæði meðal manna og i fjölmiðlum. Hrikalegar sveiflur eru i verðlagi, og mun kiló- grammið hafa sveiflazt i verði frá um 190 krónum kilóið og upp á fimmta hundrað króna. Samvinnufélögin keyptu birgðir af sykri á heimsmarkaðsverði, sem var tiltölulega hag- stætt til að byrja með, en siðan féll sykurinn i verði og alls konar menn, „spákaupmenn” eins og þeir voru gjarn- an nefndir fluttu inn sykur á lægra verði, og sitja nú félögin uppi með sárt ennið og verða að selja sykur sinn með tapi. ,,Ekki spara sykrið” ,,Ekki spara sykrið” sögðu þeir á bátnum hjá Halldóri Laxness, en sagan var rituð i þeim tima er sykur var einn mesti munaður þessarar kolvetnafátæku þjóðar, og enn eimir af þessari efnafá- tækt, eöa efnahungri, þvi að við tslendingar erum i hópi þeirra þjóða er mest nota af sykri. Sykur hefur þvi talsvert að segja hvað varðar efnahagslega liðan okkar. Sykurinn er nefnilega i visitölunni margumræddu, hefur þar af leið- andi sin áhrif á verðbólguþróun- ina og efnahagslifið allt. 10.000 tonnaf sykri. Islenzka þjóðin notar nú um 10.000 tonn af sykri árlega. Þetta er hreinsaður sykur og hreinsunin fer fram i sérstökum verksmiðj- S YKUR VERKSA/ Stórmerkar tillögur Hinriks ( Hveragerði hagkvæmur staöur um, þar sem hráefnið er svo- nefndur „hrásykur”, en þab er heimsmarkaðsverðið á hrásykri, sem ræöur verðinu á sykrinum, sem við kaupum hjá kaupfélaginu eða kaupmanninum á horninu. Sykurhreinsunarstöðvar eru ekki til á tslandi, þrátt fyrir allt sykurhungrið hjá þjóðinni. Ekki hafa heldur heyrzt margar raddir um aö stofna til slikrar hreinsun- ar, þar til nú, að kunnur verk- fræðingur, Hinrik Guðmundsson, sem er lærður ölgerðarverk- fræðingur hefur sett fram tillögur um slika verksmiðju, sem nýta á jarðgufu eða jarðhita til sykur- hreinsunar. Hinrik var á sinum tima verksmiðjustjóri hjá Agli Skallagrimssyni, en er nú fram- kvæmdastjóri Verkfræðinga- félags tslands. Sykurhreinsun i Hveragerði Hinrik hefur af áhuga varið miklum tima á undangengnum árum til þess að draga saman staðreyndir um sykurhreinsun hér á landi. Þetta hefur verið ólaunað tómstundastarf hjá hon- um, og hefur hann nú gengið frá fræðilegum grundvelli að sykur- hreinsun og telur æskilegast að slik verksmiðja verði reist i Hveragerði og verði jarð- hiti þá notaður i stað jarðoliu sem orkugjafi við hreinsunina, en erlendar hreins- unarstöðvar nota oliu sem orku- gjafa við að hreinsa sykurinn. Hugmyndir Hinriks Guð- mundssonar hafa vakið mikla at- hygli þeirra, sem þeim hafa kynnzt, þótt þær hafi ekki verið mikið ræddar opinberlega. Á seinasta alþingi flutti Þórarinn Sigurjónsson i Laugardæium, al þingismaður Framsóknarflokks- ins I Suðurlandskjördæmi, þings- ályktunartillögu um þetta merki- lega mál, þar sem lagt er til að kannað verði, hvort rétt sé að hefja sykurhreinsun á íslandi. Við hittum Hinrik Guðmunds- son, verkfræðing að máli á dög- unum, og báðum hann að greina lesendum frá hugmyndum sinum og spurðum fyrst. Hvað er „sykur.”: þetta sem við erum að kaupa — ibúðunum á verði frá kr. 190 til kr. 400? Hinrik Guðmundsson, verkfræöingur. Hann læröi ölgerðarverkfræöi I Þýzkalandi og starfabi erlendis, meðal annars sem verkfræðingur hjá hinum frægu Tuborg-verksmiðjum í Danmörku. Hann var um tima verksmiðjustjóri hjá AGLI SKALLAGRtMSSYNI, en sfðan árið 1953 hefur hann verið fram- kvæmdastjóri Verkfræðingaféi. tslands. — Þú vilt láta slika hreinsunar- stöð risa af grunni I Hveragerði? — Mér virðist Hveragerði liggja beinast viö, þegar hug- myndin er skoðuð og úrvinnsla gagna er miðuð við það hjá mér. Staðurinn er i byggð og nálægt stærsta markaði fyrir sykur. Jarðhiti er þar nægur. Sykurinn yrði fluttur til lands- ins i lausum farmi „bulk”. Hæfilegur farmur virðist vera 2-3000 tonn. Sykrinum er mokað upp með stórvirkum tækjum og hann settur i hús. Þaðan yrði hon- um svo ekið austur I hreinsunar- Við getum sparað 70 milljónir í gjaldeyri ó jjví að hreinsa sykur með jarðvarma Sykurhreins- unarstöð kostar ekki meira en skuttogari Rætt við Hinrik Guðmundsson — Sykur er sætt kolvetni, sem framleitt er úr sykurreyr eða sykurrófum. Sykurreyr vex i hitabeltislöndum en sykurrófur er unnt að rækta á vissum stöðum á norðlægari breiddargráðum t.d. I Evrópu, I Danmörku, Þýzka- landi, Sviþjóð og Finnlandi, og reyndar viðast hvar, þar sem svipuð vaxtarskilyrði er að finna. Sykurrófur er þó ekki unnt að rækta á tslandi. Það er of kalt. Sykurreyrinn vex eins og áður sagði I hitabeltinu. Mest er ræktað af sykri á ýmsum stöðum við Karabiska hafið,. t.d. á Kúbu og viðar. Ennfremur i Suður-Ameriku og nú er lika farið að rækta hann i Afriku, I Nigeriu t.d„ en það er dálitið athyglisvert fyrir tslendinga. Vinnsla neyzlusykurs — Sykurreyr er gras, eða bambustegund. Úr þessum plönt- um er sykurinn þveginn og „inndampaður”. Sama er gert „við sykurrófur. Þær eru kvarnaðar niður og úr þeim er þveginn og dampaður sykurinn með sama hætti. Vatnið eimað frá, og eftir verður það, sem við nefnum hrásykur, en hrásykur er sú vara, er ræður sykurverðinu á heimsmarkaði. Þegar rætt er um heims- markaðsverð á sykri er átt við þennan sykur, þ.e. hrásykur. Getum við selt s jdvaraf urðir í skiptum fyrir hrásykur? Hann er siðan seldur i stórum förmum til Evrópu og til Banda- rikjanna, þar sem hann er siðan m.a. hreinsaður og seldur til neytenda, sem strásykur, mola- sykur, eða flórsykur. Neyzluþjóðirnar flytja að sér hráefni og hreinsa til neyzlu. Sykurrófur og sykurreyr er i aðalatriöum sama hráefni. Mun- ur finnst aðeins I efnafræðistof- um. Molikúl sykurs i sykurrófum er spegilmynd sömu sameinda I sykurreyr. Kisilgúr úr Mývatni notaður i sykurhreinsun — Hvað er sykurhreinsun? — Hrásykurinn er i útliti ekki óáþekkur púðursykri. Hann getur verið misjafn að gæðum. Hann er fluttur landa á milli laus I lestum skipa, eða i „bulk”, eins og það heitir á fagmáli. Honum er siðan mokað með vélskóflum og stór- virkum tækjum, rétt eins og sandi. Þessi sykur er hráefni sykurhreinsunarstöðvanna. Hon- um er mokað i verksmiðjurnar og hann er mulinn, ef hann hefur kögglazt, og siðan er hann leystur upp i vatni. Kalkupplausn er notuð til þess að fella burtu ýms úrgangsefni. Siðan er upplausnin siuð með kisilgúr, sem við væntanlega fengjum frá kisilgúr- verksmiðjunni við Mývatn. (siunarefnið) Þegar búið er að hreinsa úr- gangsefnin frá, þá er upplausnin eimuð, og við það getum við notað jarðgufu. Aðrar þjóðir verða að nota gufu, sem fengin er frá oliu- kyntum kötlum. Þegar vatnið hefur verið eimað burtu, þá krystallar sykurinn sig, og verður þá til það sem við nefnum strásykur. Eitt korn i strásykri, er einn kristall. Afgangurinn „doða” lyf — Molasykur er gerður með þvi að renna þessum kristöllum i mót og auka rakastigið það mikið að þeir binda sig saman. Ef nægjanlega vel er hreinsað, þá verða þessi kristallar hvitir, eða að hvitasykri. Þessi vinnsluhringur er siðan endurtekinnn og fæst þá meira af hvitasykri úr upplausninni. Eftir verður svo púðursykur og kandis, en sá siðastnefndi er látinn krist- allast á þræði, en margir kannast við snærisspottana, sem gjarnan eru i ómuldum kandis. Það efni, sem ekki kristallast, eða afgangurinn frá sykur- hreinsunarstöðunum er þurrkað og malað i skepnufóður og þykir mjög mikilsvert fyrir stórgripi, sem eru komnir að burði. Þetta efni er nefnt „melassi”, sem er svart, og er talið koma i veg fyrir doða. Aðalkostnaðurinn við sykur- hreinsun er hitaorka, gufa. Með þvi að nota ódýra jarðgufu við hreinsunina er fundin enn ein leið til þess að nota auðlindir Islands, jarðvarmann. Oliuverð hefur margfaldazt i heiminum, og þegar við erum aö kaupa sykur i búðunum, þá erum við að gjalda skatt, greiða sykur sem hreinsaður hefur verið með varma frá jarðoliu, sem seld er á margföldu verði. ■a

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.