Fréttablaðið - 18.03.2005, Page 2
2 18. mars 2005 FÖSTUDAGUR
Reykjavíkurborg hyggst taka á sig aukinn kostnað við leikskólagöngu:
Gjaldfrjáls leikskóli í framtíðinni
SVEITARSTJÓRNARMÁL Reykjavíkur-
borg stefnir að sjö klukkustunda
gjaldfrjálsum leikskóla. Ráð-
stöfunartekjur hjóna með eitt
leikskólabarn koma til með að
aukast um 215.600 á ári miðað
við átta klukkustunda leikskóla-
dvöl barns. Áfram greiða for-
eldrar fyrir matarkostnað og
umframstundir.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
borgarstjóri segir ekki endan-
lega ákveðið hvenær breytingin
taki gildi en hún verði í fjórum
skrefum. „Fyrsta skrefið var
tekið haustið 2004 þegar fimm
ára börn fengu þrjár gjald-
frjálsar klukkustundir í leik-
skólum. Haustið 2006 tökum við
skref tvö þegar allir fá tvær
stundir gjaldfrjálsar, síðan
koma tvær stundir til viðbótar
fyrir öll börn árið 2008 og loks
þrjár stundir fyrir börn að fimm
ára aldri.“ Hún segir ekki
ákveðið hvenær lokaskrefið
verði stigið.
Meirihlutinn í borgarstjórn
hefur reiknað út að kostnaðar-
auki borgarinnar við breyting-
arnar nemi um 846 milljónir
króna á ári en verði veginn upp
með fasteignaskatti frá ríkinu
og húsaleigubótum að upphæð
um 689 milljónir króna
- gag
Breytingar hjá DV:
Jónas ráðinn ritstjóri
FJÖLMIÐLAR Jónas Kristjáns-
son hefur verið ráðinn rit-
stjóri DV. Hann mun rit-
stýra blaðinu ásamt Mikael
Torfasyni, sem hefur verið
ritstjóri þess síðan haustið
2003. Jónas tekur við starfi
Illuga Jökulssonar, sem var
ritstjóri ásamt Mikael en
hætti störfum á DV þegar
hann var ráðinn útvarps-
stjóri Talstöðvarinnar í
janúar.
„Mér líst mjög vel á þetta
starf,“ segir Jónas. „Þetta er
minn gamli vinnustaður og
ég ber miklar tilfinningar til
hans frá gamalli tíð. Þetta er
eins og að koma heim.“
Jónas er margreyndur í
blaðamennsku. Hann byrj-
aði á Tímanum sem blaða-
maður og síðar fréttastjóri.
Hann var ritstjóri Vísis og
síðan DV um áratuga skeið
áður en hann varð ritstjóri
Fréttablaðsins árið 2001.
Því starfi gegndi hann í um
eitt ár. Síðustu misseri
hefur Jónas verið útgáfu-
stjóri Eiðfaxa.
Jónas segist í stórum
dráttum sáttur við DV
eins og það sé í dag. Blað-
ið sé ólíkt öðrum dagblöð-
um á Íslandi. Það sé svolít-
ið úti á kanti og þannig
eigi það að vera. Hann
segist ekki hafa neinar
hugmyndir um að breyta
blaðinu sérstaklega. Þó
telji hann brýnt að klára
siðareglur þess og birta
þær í blaðinu. Það muni
gera blaðinu gott og
styrkja blaðamenn þess í
því sem þeir séu að gera.
- th
Deilur eru um tak-
mörkun eignarhalds
Fjölmiðlanefndin hefur ekki komist að niðurstöðu um hversu strangar tak-
markanir eigi að setja á eignarhald markaðsráðandi fyrirtækja á fjölmiðlum.
FJÖLMIÐLASKÝRSLA Fjölmiðlanefndin
sem menntamálaráðherra skipaði
síðasta haust hefur ekki enn komist
að niðurstöðu um hversu strangar
takmarkanir eigi að setja við eign-
arhald markaðsráðandi fyrirtækja
á fjölmiðlum. Almenn sátt er hins
vegar um að einhverjar takmark-
anir verði að vera.
Enn hefur ekki verið tekist á um
niðurstöðurnar, en nefndarmenn
hafa kynnt hugmyndir sínar í
nefndinni. Þær eru allt frá því að
vera hinar sömu og gert var ráð
fyrir í fjölmiðlafrumvarpinu sem
samþykkt var á Alþingi síðasta
sumar, þar sem sett var bann við
því að markaðsráðandi fyrirtæki
ætti meira en 15 prósenta hlut í
ljósvakamiðli, yfir í að hafa engar
takmarkanir. Þá hefur verið rætt
um að setja mörkin við 30 prósenta
eignarhlut markaðsráðandi fyrir-
tækja.
Horfið hefur verið frá hugmynd-
um um að setja bann við því að sami
aðili eigi ljósvakamiðil og prentmið-
il, líkt og stefnt var að í sumar.
Meðal þess sem fjölmiðlanefnd-
in mun leggja til í skýrslunni er að
þeim fjölmiðlafyrirtækjum sem
þegar búa yfir dreifikerfi verði
skylt að veita nýjum fyrirtækjum á
fjölmiðlamarkaði aðgang. Það muni
tryggja nauðsynlega nýliðun á
markaðinum.
Þá hefur verið rætt um að setja
eigi á fót stofnun sem hafa á eftirlit
með því að skilyrðum sem sett eru í
útvarpsleyfum sé fylgt eftir. Ekki
hefur verið ákveðið hvort nýta megi
stofnun sem þegar sé starfandi, líkt
og Póst- og fjarskiptastofnun eða
útvarpsréttarnefnd.
Þá verður lagt mikið upp úr því
að lög verði sett þar sem gagnsæi
eignarhalds verði tryggt. Auk þess
mun nefndin leggja það til að
tryggja megi sjálfstæði ritstjórnar
gagnvart eigendum.
Nefndin telur að með því að
styrkja stöðu Ríkisútvarpsins megi
tryggja það að ákveðin samkeppni
sé á fjölmiðlamarkaði sem leiði til
nauðsynlegrar fjölbreytni. Því telur
nefndin að Ríkisútvarpið verði að
hafa skýra og skarpa hlutdeild á
markaði.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins leggja nefndarmenn mikið
upp úr því að sátt náist um niður-
stöðurnar. Horft verði til framtíðar
í stað þess að miða niðurstöðurnar
við það fjölmiðlaumhverfi sem nú
er til staðar.
sda@frettabladid.is
■ DÓMSMÁL
FANGELSI OG SVIPTING ÖKU-
LEYFIS Hæstiréttur staðfesti í
gær dóm Héraðsdóms Reykja-
víkur um níu mánaða fangelsi
og ævilanga sviptingu ökuleyfis
manns sem var sakfelldur fyrir
ölvunarakstur og akstur án öku-
leyfis en um margítrekuð brot
var að ræða.
DEILUR UM EIGNARHLUT
Hæstiréttur úrskurðaði að eign-
arhlutur konu í búð sem keypt
var meðan á óvígðri sambúð
hennar við sambýlismann sinn
stóð yfir næmi fimmtán pró-
sentum. Hæstiréttur Íslands
staðfesti þar með fyrri dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur.
Maðurinn hélt því fram fyrir
dómi að hann ætti eignina alla
sjálfur.
Óstöðugleiki í Afganistan:
Kosningum
frestað
AFGANISTAN, AP Hamid Karzai, for-
seti Afganistans, tilkynnti í gær
að þingkosningum í landinu yrði
frestað um tvo mánuði. Sprenging
varð fimm manns að bana í
Kandahar í suðurhluta landsins,
þar sem uppreisnarmenn hliðholl-
ir talibönum vaða enn uppi.
Ákvörðunin um frestun kosn-
inganna er staðfesting á því hve
illa gengur að koma á stöðugleika
í landinu, nú þegar rúm þrjú ár
eru síðan talibanastjórnin var
hrakin frá völdum.
Condoleezza Rice, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, var í
heimsókn í Kabúl og lýsti hún því
yfir að Bandaríkjamenn og banda-
menn þeirra myndu áfram styðja
við uppbyggingu og lýðræðisvæð-
ingu í landinu. ■
Kjalarnes:
Rúður
brotna í roki
VEÐUR Þrjár rúður brotnuðu í Klé-
bergsskóla á Kjalarnesi fyrir
hádegi í gær í allnokkru hvass-
viðri. Ein rúðan brotnaði þegar
gluggi fauk upp en tvær aðrar
þegar borð sem var á skólalóðinni
fauk á glugga.
Iðnaðarmenn voru snöggir á
staðinn til að gera tímabundið við
það skemmdist. Ekki þurfti að
gera hlé á skólastarfi vegna brotnu
rúðanna eða hvassviðrisins.
Mjög hvasst var víða um landið
í gær. Undir Eyjafjöllum fór vind-
hraði upp í 40 metra á sekúndu.
- ss
SPURNING DAGSINS
Mugison, ætlarðu aldrei suður?
„Maður á heima þar sem hjartað er og
það er alltaf hér fyrir vestan, þótt
búkurinn skjótist suður.“
Ísfirðingurinn Örn Elías Guðmundsson, betur
þekktur sem Mugison, er aðalsprautan að baki
rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem verður
hluti af dagskrá Skíðavikunnar á Ísafirði um pásk-
ana.
■ ÍRAK
FORSÆTISRÁÐHERRA DANA Í
HEIMSÓKN Anders Fogh Rasmus-
sen fór í óvænta heimsókn til
Íraks í gær. Ríkisstjórn hans
studdi innrásina fyrir tveimur
árum dyggilega og er nú 501
danskur hermaður í landinu.
RITSTJÓRAR DV
Jónas Kristjánsson mun nú ritstýra DV ásamt Mikael Torfasyni.
HORFT Á SJÓNVARPIÐ
Fjölmiðlafyrirtækjum sem
þegar búa yfir dreifikerfi
verður skylt að veita nýjum
fyrirtækjum á fjölmiðla-
markaði aðgang.
■ DANMÖRK
REIÐHJÓLAÞJÓFNAÐIR ALGENGIR
Reiðhjólaþjófnaðir eru þrisvar
sinnum algengari í Danmörku en
í Svíþjóð og sex sinnum algengari
en í Finnlandi. 500 þúsund reið-
hjól eru í Danmörku og er tæp-
lega fimm þúsund stolið árlega.
■ NOREGUR
HNEYKSLI Á MJÓLKURMARK-
AÐNUM Salan hjá stærsta
mjólkursamlagi Noregs hefur
hrunið eftir að upp komst að
það reyndi að beita bolabrögð-
um til að klekkja á keppinauti
sínum. Norðmenn kunnu ekki
að meta slíkar brellur og tóku
að kaupa vörur þess sem svínað
var á. Sölutapið er metið á einn
milljarð íslenskra króna.
BORGARSTJÓRINN
„Við lítum svo á og það er mín bjargfasta
trú að leikskólinn eigi að vera almenn
grunnþjónusta sem samfélagið á að veita
án þess að vera með íþyngjandi gjald-
töku,“ segir Steinunn Valdís.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
SKEMMDIR BÍLAR
Margir bílanna skemmdust töluvert í
árekstrinum.
Hellisheiðin:
Tíu bíla
árekstur
LÖGREGLA Tíu bíla árekstur varð í
Hveradalsbrekku á Hellisheiði
síðdegis í gær. Einn maður var
fluttur með sjúkrabíl á Landspít-
alann og nokkrir aðrir hlutu
minniháttar meiðsli. Að sögn lög-
reglu skemmdust sumir bílanna
töluvert.
Loka þurfti Hellisheiðinni
fyrir umferð á meðan verið var að
færa bílana af veginum. Vegurinn
var aftur opnaður fyrir umferð
um klukkan sjö í gærkvöldi. Mik-
ið hvassviðri og blindbylur var á
þessum slóðum þegar slysið varð.
- th