Fréttablaðið - 18.03.2005, Side 6

Fréttablaðið - 18.03.2005, Side 6
6 18. mars 2005 FÖSTUDAGUR Héðinsfjarðargöng aftur á dagskrá: Bæjarstjóri bíður með brosið SAMGÖNGUR „Ég bíð með brosið þangað til ráðherra tilkynnir þetta formlega á laugardaginn kemur,“ segir Runólfur Birgisson, bæjarstjóri á Siglufirði. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur boðað til fundar í bænum um helgina þar sem vonir standa til að hann tilkynni hvenær fram- kvæmdir við Héðinsfjarðargöng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar hefjist formlega. Gangagerðinni var frestað á sínum tíma vegna ótta við þenslu- áhrif vegna stóriðjuframkvæmd- anna á Austurlandi en ekki þykir lengur hætta á slíku enda aðeins tvö til þrjú ár áður en þeim fram- kvæmdum lýkur. Héðinsfjarðar- göngin eru rúmlega tíu kílómetra löng og eru íbúar svæðisins al- mennt sammála um nauðsyn slíkra ganga. Runólfur segir fyrir liggja að þó að kostnaður við göngin sé áætlaður sex milljarðar króna þá sé enginn vafi í sínum huga að byggðir norðanlands eflist til mikilla muna með göngum. „Það er óumdeilt í mínum huga að ávinningurinn verður mikill. Þegar liggur fyrir að Siglufjörður og Ólafsfjörður rugli reytum sín- um saman hvað varðar stjórn- sýslu og ýmislegt annað eftir að göngin eru komin. Þannig sparast strax miklir fjármunir auk þess sem ferðaþjónustan hér ætti að njóta góðs af.“ Ekki náðist í samgönguráð- herra vegna málsins. - aöe Verðkönnun ASÍ: Unnin eftir nákvæmum reglum VERÐSTRÍÐIÐ Verði í Bónus var sleppt í verðkönnun sem verð- lagseftirlit Alþýðusambands Ís- lands birti á miðvikudagskvöld. ASÍ telur að starfsmaður Bónuss, sem var í Krónunni þegar verið var að taka þar niður verð, hafi haft óeðlileg afskipti af könnun- inni með því að fylgjast með starfsmanni ASÍ. Bónus hafi hugsanlega náð að breyta verði hjá sér. „Við vinnum þetta eftir ná- kvæmum og þröngum reglum sem við mótuðum í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu til að ekki kæmu upp svona deilur. Það er ekki hægt að una við að reynt sé að hafa afskipti af verð- könnun eða ná forskoti í verði. Okkar hlutverk er að tryggja jafnræði og hlutleysi við þessa verðupptöku. Eina leiðin sem við getum farið er að fella viðkom- andi fyrirtæki út úr könnuninni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að Bónus sé ósammála þeim mál- flutningi ASÍ að starfsmaður Bónuss hafi reynt að hafa af- skipti af verðkönnuninni en treysti því að könnunin sé unnin af heilindum og ASÍ geri sitt besta. - ghs Segja RÚV styrkt í samkeppnisrekstri Ríkisútvarpinu eru ekki lagðar meiri skyldur á herðar en einkafjölmiðlunum í nýju frumvarpi þrátt fyrir að fá á þriðja milljarð í styrk frá ríkinu. Þetta segja forsvarsmenn 365 og Skjás eins. RÍKISÚTVARPIÐ „Það er of mikið á Ríkisútvarpið lagt að þurfa að standa í samkeppni á auglýs- ingamarkaði. Kostnaður Ríkis- útvarpsins við að vera á aug- lýsingamarkaði er meiri en auglýsingatekjurnar sem það nær inn,“ segir Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365. „Til þess að vera samkeppnis- færit á auglýsingamarkaði þarf Ríkisútvarpið að fjárfesta í dýru efni, svo sem The Sopranos og Desperate Housewives, til þess að halda uppi ákveðnu áhorfi. Ríkisútvarpið gæt nýtt fjármuni sína miklu betur með því að framleiða innlent menningar- efni og uppfylla þannig betur skyldur sínar sem almennings- útvarp,“ segir Gunnar Smári. Hann segist enn fremur ekki skilja hvers vegna taka þurfi 2.500 milljónir krónur af al- mannafé til þess að bjóða megi upp á sams konar fjölmiðlaefni og aðrir fjölmiðlar geri. „Þetta er eins og ef Land- spítalinn fengi 2.500 milljónir af almannafé og þyrfti ekkert endilega að sinna sjúkum heldur gæti opnað líkamsræktarstöð,“ segir Gunnar Smári. „Rökin fyrir því að taka 2.500 milljónir af almenningi í rekstur RÚV hljóta að vera þau að búa til fjöl- miðlaefni sem aðrir fjölmiðlar bjóða ekki upp á, eins og skyld- ur almenningsútvarps gera ráð fyrir.“ Magnús Ragnarsson, sjón- varpsstjóri Skjás eins, segir að í frumvarpinu séu Ríkisútvarp- inu ekki lagðar miklar skyldur á herðar umfram aðrar sjón- varpsstöðvar þrátt fyrir að fá á þriðja milljarð króna frá ríkinu í rekstur auk þess að keppa á aug- lýsingamarkaði. „Skjár einn þarf að hlíta nýj- um úrskurði um að þurfa að verja íslenska tungu og vera með íslenska þuli á enskum fót- boltaleikjum. Það virðist sem einkageirinn þurfi að sinna öll- um sömu kvöðum og Ríkis- útvarpið,“ segir Magnús. „Ég hefði viljað sjá meiri afmörkun á því sem á að heyra undir hlut- verk almenningsútvarps og þess sem einkageirinn sinnir. Ég sé ekki af hverju halda þarf úti ríkisútvarpi sem styrkt sé af almannafé, ef það hefur svo litlar umframkvaðir.“ Hann bendir á að í frumvarp- inu séu sérstök ákvæði sem segi að RÚV eigi að sinna afþreying- ar- og skemmtiefni. „Ríkis- útvarpinu er beinlínis gerð laga- skylda að vera í beinni sam- keppni við einkageirann,“ segir Magnús. sda@frettabladid.is Héraðsdómur Reykjavíkur: Dæmdur fyrir líkamsárás DÓMSMÁL Maður var í gær dæmd- ur í þriggja mánaða fangelsi vegna líkamsárásar á veitinga- staðnum Kaffi Austurstræti í des- ember 2003. Gekk hann þar í skrokk á viðskiptavini með þeim afleiðingum að sá hlaut ökklabrot af. Við dóminn var til þess litið hversu langan sakaferil hinn ákærði átti að baki en hann hefur verið dæmdur alls 29 sinnum fyrir margvísleg brot á almenn- um hegningarlögum. - aöe Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið LAUGARDAG Tilboð stórlúða 1.490,- humar 1.290,- rækjur 990,- Viltu prjóna inniskó? Skreyta flík með blóma- útsaumi eða hekla tösku? Þessi skemmtilega bók er full af spennandi verkefnum með nákvæmum leiðbeiningum sem auðvelt er að fylgja. Frábær bók fyrir allar stelpur - stórar sem smáar! KOMIN Í VERSLANIR! Prjóna, hekla, sauma ... Verð aðeins 2.490kr. Á að veita Bobby Fischer ríkis- borgararétt? SPURNING DAGSINS Í DAG: Notarðu internetið daglega? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 54% 46% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN HÉÐINSFJARÐARGÖNG GUÐMUNDUR MARTEINSSON Framkvæmdastjóri Bónuss segir verslunina treysta því að könnun ASÍ sé unnin af heilindum. GYLFI ARNBJÖRNSSON Framkvæmdastjóri ASÍ segir verðkannanir unnar eftir nákvæm- um og þröngum reglum sem settar hafi verið til að ekki komi upp deilur um niðurstöðurnar. STJÓRNENDUR 365 OG SKJÁS EINS Gunnar Smári Egilsson og Magnús Ragnarsson eru sammála um að nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið skekki samkeppnisstöðuna á markaðnum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.