Fréttablaðið - 18.03.2005, Qupperneq 8
1Hver verður að öllum líkindum næstibankastjóri Alþjóðabankans?
2Hvað er gert ráð fyrir mörgum nýjumíbúðum við Mýrargötu?
3Hvað heitir ný plata færeysku söng-konunnar Eivarar Pálsdóttur?
SVÖRIN ERU Á BLS. 42
VEISTU SVARIÐ?
8 18. mars 2005 FÖSTUDAGUR
ALÞINGI Stuðningsmenn skák-
meistarans Bobby Fischer áttu
fund með allsherjarnefnd Alþing-
is í gærmorgun. Þeir lögðu fram
upplýsingar um atburðarásina í
Japan, viðræður sínar við jap-
anska stjórnmála- og embættis-
menn og möguleika Fischers á að
losna frá Japan.
Stuðningsmenn Fischers telja
sig hafa sterkar vísbendingar um
að Fischer verði sleppt lausum
hafi hann íslenskt ríkisfang og
honum leyft að fara til Íslands.
„Þessar upplýsingar eru ekki
staðfestar af stjórnvöldum held-
ur er þetta haft eftir samtölum
við menn. Nú þurfum við að
leggja mat á þessi gögn. Það er
spurning hvaða áhrif þau hafa á
framvindu málsins,“ segir Bjarni
Benediktsson, formaður allsherj-
arnefndar, og vill ekkert segja
um það hvenær málefni Fischers
verði næst tekið fyrir eða líkurn-
ar á því að Fischer fái íslenskt
ríkisfang. Ákveði allsherjarnefnd
að veita Fischer ríkisborgararétt
þá segir Bjarni að afgreiðsla
málsins taki aðeins örfáa daga.
Fischer er nú laus úr einangr-
un í innflytjendabúðunum í Jap-
an. Hann hringdi til íslenskra
vina sinna í gær og sagði að síð-
ustu fjórir dagar hefðu verið
martröð. - ghs
Paul Wolfowitz á að baki langan feril
á sviði öryggis- og varnarmála og
óhætt er að segja að hann sé einn af
haukunum í ríkisstjórn Bush.
Fæddur 22. desember 1943.
Menntun BS-gráða í stærðfræði frá
Cornell-háskóla og doktorsgráða í
stjórnmálafræði frá University of
Chicago.
Starfsferill Á árunum 1970-73 kenndi
Wolfowitz við Yale-háskólann og
nokkru síðar við Johns Hopkins há-
skólann í Washington. 1983 sest hann
í stól aðstoðarutanríkisráðherra í mál-
efnum A-Asíu og Kyrrahafsríkja. 1986-
1989 gegnir Wolfowitz svo embætti
sendiherra Bandaríkjanna í Indónesíu
en árin þar á eftir starfar hann í Penta-
gon. Frá árinu 2001 hefur Wolfowitz
verið aðstoðarlandvarnaráðherra.
Skoðanir Paul Wolfowitz er einn
helsti hugmyndafræðingur svo-
nefndra nýíhaldsmanna (neo-
conservatives). Undir lok tíunda ára-
tugarins mótaði óformlegur félags-
skapur þeirra það sem eftir 11. sept-
ember 2001 varð hryggjarstykkið í
utanríkisstefnu Bush. Rauði þráður-
inn í þeirri stefnu gengur út á að ekki
sé nægilegt að halda óvinveittum
ríkjum í skefjum með efnahagsþving-
unum og slíku heldur sé réttlætan-
legt að grípa til árása gegn þeim að
fyrra bragði. Írak fékk að kenna á
þessari stefnu.
Þótt Wolfowitz sé mikill stuðnings-
maður Ísraela, enda af gyðingaætt-
um, er hann einn fárra nýíhalds-
manna sem telja að stofna eigi
palestínskt ríki.
Ekki eru allir á eitt
sáttir um Wolfowitz
Tilnefning Paul Wolfowitz í bankastjórastól Alþjóðabankans hefur vakið
blendin viðbrögð í heiminum. Leiðtogum Breta og Japana líst vel á manninn
en talsmönnum hjálpar- og þróunarstofnana síður.
ALÞJÓÐABANKINN Óhætt er að segja
að heimsbyggðin skiptist í tvö
horn í afstöðu sinni til tilnefn-
ingar Paul Wolfowitz í embætti
bankastjóra Alþjóðabankans.
Þeir sem munu á endanum véla
um málið eru þó hlynntir skipan-
inni.
George W. Bush tilkynnti í
fyrradag ákvörðun sína um að til-
nefna Paul Wolfowitz aðstoðar-
landvarnaráðherra í bankastjóra-
embætti Alþjóðabankans. „Wolfo-
witz er heiðarlegur og maður sem
lætur sér annt um aðra,“ saði
forsetinn í samtali við frétamenn.
Meginverkefni stofnunarinnar
er að ráðast gegn fátækt og
byggja upp efnahagslíf þróunar-
landanna. Sérsvið Wolfowitz eru
hins vegar varnar- og öryggismál.
Þegar við bætist að hann var einn
helsti skipuleggjandi innrásar-
innar í Írak kom engum á óvart að
tilnefningin yrði gagnrýnd.
Bush upplýsti í gær að hann
hefði rætt um tilnefninguna við
helstu ráðamenn heimsins, til
dæmis Tony Blair, Gerhard
Schröder, Jacques Chirac og
Junichiro Koizumi, forsætisráð-
herra Japans. Í París var stað-
fest að tilnefningin „hefði verið
meðtekin“ en annars tjáðu ráða-
menn sig þar ekki um málið.
Koizumi og Jack Straw, utanrík-
isráðherra Breta, hafa hins veg-
ar báðir lýst yfir ánægju sinni
með Wolfowitz.
Talsmenn þróunar- og hjálpar-
samtaka hafa hins vegar gagn-
rýnt tilnefninguna harðlega og
jafnvel fordæmt hana. Fjölmiðlar
í þriðja heiminum hafa sömu-
leiðis látið í ljós tortryggni um að
skipan Wolfowitz sé liður í að
tryggja viðskipta- og öryggis-
hagsmuni Bandaríkja-manna í
þróunarlöndunum. Þá hafa
fyrrverandi og núverandi starfs-
menn Alþjóða-bankans lýst yfir
furðu sinni, þar á meðal er Joseph
Stiglitz, fyrrverandi bankastjóri
og nóbelsverðlaunahafi.
Þetta er í annað skiptið á fá-
einum vikum sem Bush útnefnir
harðlínumann í áhrifastöðu hjá
alþjóðastofnun. Á dögunum skip-
aði hann John Bolton, fyrrverandi
aðstoðarutanríkisráðherra, sem
sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum.
Stjórn bankans tekur lokaá-
kvörðun um ráðninguna og þar
hafa auðugustu þjóðir heims tögl-
in og hagldirnar. Bandaríkjamað-
ur situr jafnan í stól bankastjóra
Alþjóðabankans á meðan Evrópu-
maður veitir Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum forstöðu. Bandaríkin
beittu neitunarvaldi í fyrra þegar
stungið var upp á Þjóðverja sem
forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins.
Gagnrýnendum til huggunar
má geta þess að árið 1968 var
ekki síður umdeildur maður skip-
aður bankastjóri. Það var Robert
McNamara, varnarmálaráðherra
í ríkisstjórnum John F. Kennedy
og Lyndon B. Johnson og helsti
arkitekt Víetnamstríðsins. Hann
er af mörgum talinn einn farsæl-
asti stjórnandi Alþjóðabankans
fyrr og síðar.
sveinng@frettabladid.is
Hæstiréttur:
Refsing var
þyngd
DÓMSMÁL Hæstiréttur þyngdi í
gær refsingu síbrotamanns sem
dæmdur hafði verið fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur í tveggja ára
fangelsi í október síðastliðnum
fyrir margvísleg brot. Var það
mat dómsins að vegna fyrri saka-
ferils væri rétt að bæta sex mán-
uðum við dóm héraðsdóms.
Maðurinn var sakfelldur í hér-
aði fyrir rán, akstur án ökuréttar,
ölvunarakstur og að hafa fíkniefni
í fórum sínum. Hæstiréttur tók
tillit til að um þriðja rán mannsins
var að ræða og fannst hæfilegt að
dæma viðkomandi í fangelsi í tvö
ár og sex mánuði. -aöe
HVIÐUR Í VESTMANNAEYJUM
Lögregla og björgunarsveitir í
Vestmannaeyjum aðstoðuðu fólk
við að festa lausamuni þegar
verstu vindhviðurnar gengu yfir í
gær. Fór vindhraði í 35 vindstig á
tímabili en engum varð meint af.
FÁIR Á SJÓ Óvenjufá skip voru á
sjó í gær. Bræla var sunnanlands
og hafís norðanlands og sögðu
vaktmenn hjá tilkynningarskyldu
skipa að óvenjurólegt væri á
vaktinni vegna þessa.
Heimdallur um RÚV:
Úr kruml-
um ríkisins
RÍKISÚTVARPIÐ Heimdallur, félag
ungra sjálfstæðismanna í Reykja-
vík segir að leysa þurfi Ríkis-
útvarpið úr „krumlum ríkis-
valdsins“ og koma fyrirtækinu á al-
mennan markað. Í ályktun sem fé-
lagið sendi frá sér í gær segir að
nauðsynlegt sé að selja RÚV hið
snarasta. „Jafnframt er Heim-
dallur andvígur þeim áformum
að stofna sameignarfélag um rekst-
ur Ríkisútvarpsins. Ástæða þess er
sú að ábyrgð ríkisins á rekstrinum
mun eftir sem áður vera ótakmörk-
uð,“ segir í ályktuninni.
„Núverandi fyrirkomulag er
með öllu óásættanlegt þar sem
brotið er á þeirri grundvallar-
reglu að ríkið eigi ekki að vera í
samkeppni við einkarekin fyrir-
tæki á markaði.“ - sda
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
■ KANADA
SÆMUNDUR PÁLSSON
Sæmundur og fleiri stuðningsmenn Bobby
Fischer fóru á fund allsherjarnefndar Al-
þingis í gærmorgun og lögðu fram nýjar
upplýsingar. Formaður nefndarinnar vill
fullvissu fyrir því að þær standist ef Fischer
á að fá íslenskan ríkisborgararétt.
Paul Wolfowitz:
Hugmyndafræðingur haukanna
LAGT Á RÁÐIN
Paul Wolfowitz og George W. Bush ræddu málin í Hvíta húsinu í fyrradag. Wolfowitz hefur
síðastliðin ár verið afar handgenginn forsetanum og mótað mjög utanríkisstefnu hans.
M
YN
D
/A
P
SÝKNAÐIR AF HRYÐJUVERKUM
Dómstóll í Kanada hefur sýknað
tvo indverska síkha af ákærum
um að hafa sprengt upp tvær
flugvélar Air India árið 1985 með
þeim afleiðingum að 331 fórst.
Önnur var á flugvelli í Tókýó, hin
á flugi yfir Atlantshafi. Ættingjar
fórnarlambanna eru ævareiðir.
Stuðningsmenn Bobby Fischer funduðu með allsherjarnefnd:
Óvíst hvort Fischer fái ríkisborgararétt