Fréttablaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 22
Eftir dimma éljatíð í íslenskri fjöl- miðlaumræðu virðist nú von um uppstyttu. Hroðvirknisleg og óvönduð tilraun til að setja ís- lenskum fjölmiðlum starfsum- hverfi síðastliðið vor hefur skilið eftir sig flakandi sár og fráleit ráðning á fréttastjóra Útvarps með jafnvel enn fráleitari rök- stuðningi og varnarræðum í kjöl- farið hefur framkallað depurð hjá þeim sem fylgjast með. Tvennt hefur nú gerst sem bendir til að þessari þunglyndismóðu sé að létta. Í fyrsta lagi berast þær fréttir úr fjölmiðlanefnd mennta- málaráðherra að þar kunni að vera að myndast þverpólitísk samstaða um reglur og ramma fyrir fjöl- miðla og hins vegar hefur mennta- málaráðherra lagt fram frumvarp um Ríkisútvarpið, sem líta má á sem gagnlegt framlag til skyn- samlegrar umræðu um almanna- útvarp á Íslandi. Frumvarpið hef- ur vissulega ýmsa galla en þar eru engu að síður stigin skref sem lík- leg eru til að sníða af ýmsa van- kanta á núverandi skipan þessara mála. Sé fyrst horft til hugsanlegs samkomulags í fjölmiðlanefndinni hljóta það að teljast nokkur tíðindi að þverpólitísk samstaða hafi myndast – eða sé nálægt því að myndast – um eignarhald á fjöl- miðlum og þann almenna starfs- ramma sem íslenskir fjölmiðlar eiga að búa við. Það dregur það fram, sem raunar margir vissu, að hitinn og heiftin í deilunum um fjölmiðlafrumvarpið og tilraunina til lagasetningar var ekki sprott- inn af því að ógerlegt var að ná samkomulagi um efnisatriði máls- ins sjálfs. Átökin áttu þvert á móti rætur í vinnubrögðum og virðing- arleysi fyrir þeim möguleika að hægt væri að ræða málið til sam- eiginlegrar niðurstöðu. Verði það raunin, að samkomulag náist í nefndinni, er það rós í hnappagat bæði formanns hennar, Karls Ax- elssonar, og menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdótt- ur, sem bæði hafa sýnt umtals- verðan áhuga á að ná sem víðtæk- astri sátt. Þetta gæti bent til þess að fjölmiðlaumræðan sé á leið upp úr flokkspólitískum hjólför- um átakastjórnmála og yfir í sátta- og samtalsstíl sem er lík- legri til að skila yfirveguðum og farsælum niðurstöðum. Það er því sérstaklega mikil- vægt að umræðan um frumvarp menntamálaráðherra lendi ekki í þessum flokkspólitísku skotgröf- um. Frumvarpið hefur þegar vakið upp veruleg viðbrögð og gagnrýni bæði frá hægri og vinstri ef svo má segja. Annars vegar hafa ýmsir stjórnarand- stæðingar haft af því áhyggjur að frumvarpið tryggi ekki sjálfstæði og möguleika ríkisútvarpsins nægjanlega vel og hins vegar hafa talsmenn einkarekinna fjölmiðla bent á að með þessu frumvarpi sé samkeppnisstaða á fjölmiðla- markaði skekkt enn meira en verið hefur. Hefur Óli Björn Kára- son á Viðskiptablaðinu meira að segja gengið svo langt að tala um aðför að frjálsri fjölmiðlun. Það er einmitt í þessum ágreiningi sem mikilvægasta atriðið varðandi frumvarpið liggur – hinum hug- myndafræðilega ágreiningi. Sá ágreiningur snýst um það hvort hér eigi yfirleitt að vera ríkis- eða almenningsútvarp sem tryggi fjöl- breytni og setji ákveðin viðmið og staðla sem aðrir fjölmiðlar í land- inu verða að bera sig saman við, eða hvort markaðurinn eigi að fá að ráða í ríkari mæli en nú er. Frumvarpið tekur ótvírætt af skarið með þetta – stjórnarmeiri- hlutinn vill slíkt almennings- útvarp. Það vill stjórnarandstaðan líka. Að því leyti má segja að Óli Björn og skoðanabræður hans hafi orðið undir. En auðvitað er heil- mikið svigrúm til ágreinings varð- andi útfærslu. Ólíklegt er hins vegar að slík útfærsluatriði eigi að þurfa að valda djúpstæðum ágreiningi ef umræðan dettur ekki ofan í skotgrafirnar. Þannig eru augljóslega fjölmörg atriði sem skoða verður vandlega og með opnum huga og má nefna þrjú atriði sem dæmi þar um. Í fyrsta lagi er ástæða til að halda því opnu að einhverjar takmarkanir verði þegar til lengdar lætur settar á að- gengi RÚV að auglýsingamarkaði. Í öðru lagi er brýnt að skilgreina betur stöðu útvarpsstjóra og tryggja að hann sé ekki um of háður menntamálaráðherra og stjórn félagsins á hverjum tíma. Eins og þetta er í frumvarpinu leikur vafi á sjálfstæði þessa lyk- ilstarfsmanns gagnvart hinu póli- tíska valdi. Í þriðja lagi þarf að gera það erfiðara fyrir hið póli- tíska vald að breyta stofnskrá Rík- isútvarpsins, en eins og þetta er virðist ráðherra hafa það í hendi sér með því að setjast niður og kalla sjálfan sig félagsfund í fé- laginu. Mikilvægast er að umræðan taki mið af því – bæði frá hendi stjórnar og stjórnarandstöðu – að það er í raun þverpólitísk samstaða um aðalatriði. Þess vegna er líklegt að sátta- og samtalsstíllinn, sem á end- anum varð ofan á í fjölmiðlanefnd- inni, skili betri árangri en átakastíll rembingsstjórnmálanna. ■ M egingallinn við frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnars-dóttur menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er aðstofnuninni er ætlað of víðtækt og of almennt hlutverk. Margir höfðu vænst þess að ráðherrann myndi kynna frumvarp þar sem starfsemi og rekstri Ríkisútvarpsins yrðu sett hófleg mörk þannig að víðtæk samstaða gæti orðið um framtíðarhlut- verk stofnunarinnar. Þess í stað virðist opnað á stórfellda út- þenslu Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði. Jafnframt eru tekj- urnar auknar með upptöku nefskatts í stað afnotagjalda án þess að nokkrar hömlur séu settar á samkeppnina við einkastöðvar um auglýsingar. Ólíklegt er að víðtækur áhugi væri á því að efna til ríkis- reksturs á útvarpi ef tæknin væri fyrst nú að koma til sögunnar. Útvarpsrekstur á vegum ríkisins á sér hins vegar sögulegar for- sendur og án efa er meirihluti manna þeirrar skoðunar að rétt sé að halda úti ríkisútvarpi. Í því sambandi staldra menn einkum við öryggishlutverk slíkrar stofnunar, fréttaþjónustu og menningar- miðlun. Ríkisútvarpið nýtur enn fremur velvilja landsmanna enda hefur allur þorri þjóðarinnar alist upp við starfrækslu þess og þjónustu sem oft hefur verið til mikillar fyrirmyndar. Frumvarpið um Ríkisútvarpið telur verkefni þess upp í heilum átján greinum. Gallinn er sá að verkefnin eru svo almenn og víð- tæk að nánast má segja að hvert og eitt þeirra sé ærið fyrir heila stofnun. Frekar hefði átt að fara þá leið að marka Ríkisútvarpinu einfaldari bás og skapa stofnuninni um leið rausnarleg skilyrði til að uppfylla takmarkaðra hlutverk. Í því sambandi hefði mátt horfa til svonefndra „almenningsútvarpsstöðva“ í nágrannalöndunum og vestanhafs. Í útvarpslagafrumvarpinu skortir Ríkisútvarpið skýr sérkenni sem réttlæta stöðu þess og samkeppni við einka- rekna miðla. Nú á dögum er það viðurkennd meginregla að ríkið eigi ekki að hafa með höndum rekstur í samkeppni við einstaka menn og félög. Öll undantekning frá því þarf að vera studd skýrum rökum og rétt- látum. Ef friður og samstaða á að takast um framtíð Ríkisútvarps- ins, eins og æskilegt er, verður að endurskoða ákvæði útvarpslaga- frumvarpsins um hlutverk stofnunarinnar. Það þarf að þrengja það og skerpa til muna. Sjötta grein útvarpslagafrumvarpsins hefur vakið upp spurn- ingar um hver sé raunveruleg framtíðarsýn menntamálaráðherra og ríkisstjórnarinnar um hlutverk Ríkisútvarpsins. Þar er stofn- uninni veitt víðtæk heimild til að standa að annarri starfsemi „á sviði dagskrárgerðar eða til nýtingar á tæknibúnaði þess, sérþekk- ingu starfsmanna þess og aðstöðu þess að öðru leyti“. Hætt er við að lítill friður verði um Ríkisútvarpið fái það svo opna lagaheimild til viðbótar við þau forréttindi sem felast í nefskattinum sem fær- ir stofnuninni tvöþúsund og fimmhundruð milljónir á silfurfati. Hugmyndin um að Ríkisútvarpið verði framvegis svokallað „sameignarfélag“ er ankannaleg í ljósi þess að eigandinn er einn og engin áform eru uppi um að breyting verði á því. Þetta er þó létt- vægt miðað við þau atriði er snúa að hlutverki stofnunarinnar og samkeppni við aðra ljósvakamiðla. Alþingi þarf að gefa sér góðan tíma til að fara yfir frumvarpið og gera á því þær breytingar sem skapað geta frið og samstöðu um Ríkisútvarpið til lengri tíma. ■ 18. mars 2005 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Alvarlegir gallar eru á útvarpslagafrumvarpinu. Marka þarf RÚV skýran bás FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG SAMKOMULAG Í FJÖLMIÐLANEFND BIRGIR GUÐMUNDSSON Þetta gæti bent til þess að fjölmiðla- umræðan sé á leið upp úr flokkspólitískum hjólförum átakastjórnmála og yfir í sátta- og samtalsstíl sem er líklegri til að skila yfirveg- uðum og farsælum niður- stöðum. ,, Von um breyttan tón? Útgefandi verður ritstjóri Anna Kristine Magnúsdóttir staldraði stutt við sem ritstjóri Skýja, tímaritsins sem farþegar Flugfélags Íslands fá í hendurnar þegar þeir eru komnir í loft- ið. Benedikt Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri og aðaleigandi útgáfufé- lagsins Heims, sem heldur Skýjum úti, er sjálfur sestur í ritstjórastólinn og hefur Jón G. Hauks- son, ritstjóra Frjálsrar verslunar, sér til halds og trausts. Ský hefur fengið svolitla andlits- lyftingu og er ætlunin að auka upplagið með því að dreifa tímaritinu framvegis ókeypis með Frjálsri verslun. Starfsmannavelta hefur verið allnokkur hjá útgáfufélaginu Heimi á undanförnum mánuðum og er það líklega öðrum þræði í sparnaðar- og hagræðingarskyni sem útgefandinn sest sjálfur í ritstjórastól. Vond hugmynd María Sigrún Hilmarsdóttir háskóla- nemi gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir að bjóða Háskólanum í Reykjavík lóðir í Vatnsmýrinni, steinsnar frá flugvellinum og útivistarsvæði borgarbúa: „Vegna nálægðar við Nauthólsvík og Öskjuhlíð telja margir að útivist og afþreying eigi frekar heima á þessu svæði en bygg- ingar og bílastæði,“ skrifar María á vefritið tikin.is. „Ef Háskólinn í Reykja- vík fær þarna aðstöðu, þá stöðvast frekari þróun útivistar í tengslum við Nauthólsvíkina. Svæðið hefur ekki verið skipulagt. Ljóst er að skipulagsferlið verður mjög þungt í vöfum því búast má við miklum deilum varðandi ráð- stöfun landsins. Efast má um að Há- skólinn í Reykjavík verði einu sinni byrjaður að byggja þegar hann þyrfti í raun að taka húsakynnin í notkun. Nóg er umferðin um Miklubraut og Bú- staðaveg kvölds og morgna, þótt ekki bætist við nokkur þúsund bílar til við- bótar á háannatíma. Kannanir sýna að fjórir af hverjum fimm háskólanemum fara á einkabíl til skóla. Háskólinn í Reykjavík þarf meira andrými en borgin býður á flugvallarsvæðinu.“ gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.