Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2005, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 18.03.2005, Qupperneq 24
Ís Taktu ísinn úr frystinum og láttu standa á borði í 8 til 10 mín- útur áður en þú stingur í hann skeið. Berðu hann fram í kældum skálum og láttu hann strax í frystinn eftir að búið er að setja hann í skálarnar.[ ] Sími 533 1020 Útsalan í fullum gangi Skeifunni 11d sími 568 6440 Allt í eldhúsið Smoothies 100% ávöxtur engin aukaefni enginn viðbættur sykur arka Réttir kvöldsins Fordrykkur í boði hússins M/ þriggja rétta seðlinum Canasta Cream Forréttur verð f/ einrétta verð f/ þriggja rétta máltíð Humarsúpa kr. 850 m/ rjómatoppi og hvítlauksbrauði Aðalréttir Smjörsteiktur skötuselur kr. 2.950 kr. 3.890 m/ hvítvínssósu , grænmeti og bakaðri kartöflu Lambafillet kr. 2.980 kr. 3.890 m/ sherrybættri sveppasósu, grænmeti og bakaðri kartöflu Nautalundir kr. 3.150 kr. 3.990 m/chateaubriandsósu, grænmeti og bakaðri kartöflu Eftirréttur Súkkulaðifrauð kr. 690 Borðapantanir í síma 562 1988 Veitingahúsið Madonna Rauðarárstíg 27 www.madonna.is Vistvænir íslenskir plómutómatar Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir og plómutómataplönturnar í gróðurhúsinu í Friðheimum. Plómutómatar eru kjötmeiri en venjulegir tómatar og henta því vel til matargerðar. Þeir eru nú ræktaðir árið um kring í Biskupstungum. Plómutómatar eru þeir tómatar sem mest eru notaðir til niður- suðu og þurrkunar. Þeir henta líka mjög vel til þess, þar sem þeir eru kjötmeiri en aðrir tómatar og ekki eins safaríkir. Gott er að búa til tómatsósur og pottrétti, bökur og þess háttar úr plómutómötum, en þeir eru einnig góðir í salöt, þar sem þeir eru sérlega bragðmiklir, sérstaklega ef þeir eru vel þroskaðir. Það er líka gott að steikja plómutómata og baka, þar sem ekki kemur eins mikill safi úr þeim og öðrum tómötum. Plómutómata á ekki að geyma í kæli, fremur en aðra tómata. Þeir eru bestir þegar þeir eru hárauðir en þó enn stinnir og þéttir. Ef nota á þá í sósu eða súpu mega þeir þó vel vera farnir að mýkjast. Nú eru íslenskir plómutómatar komnir á markaðinn. Þeir eru ræktaðir af Knúti Rafni Ármann og Helenu Hermundardóttur, garðyrkjubændum á Friðheimum í Biskupstungum og eru þau fyrst til að rækta þessa tómata í heils- ársræktun. „Hér eftir ættu að vera til íslenskir plómutómatar árið um kring,“ segir Knútur Rafn. „Þetta er hluti af því sem við garðyrkjubændur erum að vinna í sem er að bjóða upp á þær tegundir sem neytendur vilja. Viðtökurnar hafa verið góðar og allt hefur selst sem hefur farið á markað,“ segir Knútur og bendir á að ræktunin í Friðheimum sé vottuð vistvæn ræktun. Ölgerðin Egill Skallagrímsson hefur sett á markað Egils Páskabjór, Egils Malt Páskabjór og Tuborg Påske- bryg, nýjar bjórtegundir sem eru til sölu í Vínbúðunum. Egils Páskabjór er bragðmikill 5% lagerbjór sem minnir á þýsk- an bjór og býr yfir miklu jafn- vægi og fyllingu. Egils Páskabjór kom fyrst á markað páskana 2003 og kostar 33 cl flaska nú 189 krónur. Tuborg Påskebryg er bjór sem Tuborg-verksmiðjurnar hafa sett á markað fyrir páska í áratugi og er fjölmörgum Íslendingum að góðu kunnur. Þetta er lagerbjór, 5,7%, fallega gylltur með keim af karamellu- eftirbragði. Kostar 33 cl flaska 187 krónur. Egils Malt Páskabjór er sætur og dökkur maltbjór, 5,6%, með mikilli fyllingu og góðu eftirbragði. Egils malt páskabjór er til í 33 cl flöskum og kostar flaskan 169 krónur. Páskabjórar frá Ölgerðinni verða til sölu í Vínbúðunum fram yfir páska. Einnig mun Ölgerðin selja páskabjór til veitingastaða og veislu- sala. ■ EGILS OG TUBORG: Páskabjóraþrenna BALSAM-PLÓMUTÓMATAR 6-8 plómutómatar, þroskaðir 4 msk. ólífuolía 1 tsk. sykur, helst hrásykur nýmalaður pipar salt 1/2 tsk. basilíka, þurrkuð (má sleppa) balsamedik 300 g pasta, t.d. tagliatelle hnefafylli af klettasalati Ofninn hitaður í 140˚C. Tómatarnir skornir í fjórðunga eftir endilöngu. Dá- lítilli olíu dreift í eldfast mót og tómöt- unum raðað í það (hýðið látið snúa niður). Svolitlum sykri dreift yfir, tómatarnir kryddaðir með pipar, salti og e.t.v. þurrkaðri basilíku, og síðan er balsamedikinu ýrt yfir ásamt afgangin- um af olíunni. Sett í ofninn og bakað í 45-60 mínútur, eða þar til tómatarnir eru hálfþurrir og unaðs- lega bragðmiklir. Pastað soðið í salt- vatni samkvæmt leið- beiningum á umbúð- um, hellt í sigti og síð- an hvolft í skál eða á fat. Olíunni af tómöt- unum ýrt yfir og klettasalatinu blandað saman við. ómötun- um raðað ofan á. PLÓMUTÓMATAR Í KRYDDOLÍU 6-8 plómutómatar, þroskaðir 10-12 mintulauf eða basilíkublöð nokkur piparkorn salt 300 ml ólífuolía 4-5 hvítlauksgeirar Tómatarnir skornir í fjórðunga eftir endilöngu. Nokkrir tómatbátar settir í krukku, 2-3 mintulauf, 2-3 piparkorn og svolítið salt, síðan meiri tómatar og þannig koll af kolli þar til tómatarnir eru uppurnir. Þrýst létt ofan á til að þjappa tómötunum ögn. Olía og hvít- laukur sett í pott, hitað og látið krauma í nokkrar mínútur en þess gætt að hvítlaukurinn brenni ekki. Sjóðheitri olíunni og hvítlauknum er svo hellt yfir tómatana. Látið kólna al- veg og geymt í kæli í að minnsta kosti sólarhring. Þá má nota tómatana sem meðlæti með ýmsum mat, út á pasta, í salöt og margt annað. Þeir geymast í nokkra daga og svo má nota olíuna, t.d. í salatsósur og til að bragðbæta ýmsa rétti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.