Fréttablaðið - 18.03.2005, Síða 32
4 ■■■ { FERMINGAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Bauðstu öllum sem
þú ætlaðir að bjóða?
Það er ekkert að því
að hringja í fólkið
sem gleymdist.
Athugaðu stöðuna
á blómavösum á
heimilinu. Er nóg til?
Hvar á að setja
gjafirnar?
Áttu nóg af bollum,
glösum, hnífapörum,
diskum, fötum, spöð-
um?
Veit fermingarbarnið af hverju
það er að fermast?
Er búið að skrautskrifa í gesta-
bókina?
Hver ætlar að gæta barna sem
eru of ung til að
hægt sé að hafa
þau með í kirkj-
unni?
Á öll fjölskyldan
hrein og straujuð
spariföt fyrir
daginn?
Er búið
að útnefna
ljósmynd-
ara til að
festa atburðinn
á spjöld fjölskyldu-
sögunnar?
Hvar á að geyma yfirhafnir?
Er búið að útnefna skrásetjara
gjafa (gjarna yngra systkini eða
frændfólk)?
Er búið að panta köku?
Hver ætlar að sækja hana?
Er nóg pláss í ísskápnum fyrir
veitingar?
En í eldhúsinu?
Er búið að hugsa út í borð-
skreytingar? Servíettur? Kerti?
Er nóg af stólum?
En borðum
sem hægt er að
borða við?
Hvar eiga
gestir á
barnsaldri að
vera þannig að
þeir skemmti
sér en trufli
ekki hina full-
orðnu?
Hvar verða
gæludýrin?
Vinkonurnar Sigrún Sesselja Berg-
þórsdóttir og Gígja Hilmarsdóttur
fermast saman í Fríkirkjunni í
Hafnarfirði 15. maí. Af því tilefni
hitti blaðamaður þær vinkonurnar
heima hjá Gígju í miðbæ Hafnar-
fjarðar og mæður þeirra, þær Helga
Guðlaug Einarsdóttir kennari,
mamma Sigrúnar, og Sóley Elías-
dóttir leikkona, mamma Gígju, sem
einnig eru vinkonur eru líka við-
loðandi spjallið að hluta.
Sigrún og Gígja hafa verið í
fermingarfræðslu í vetur og hafa
líka mætt í messur. Þær segja að
rætt hafi verið um lífið og tilveruna
í fermingarfræðslunni, til dæmis
hafi komið hjúkrunarfræðingur og
frætt þau um alnæmi. Fermingar-
barnahópurinn styrkti líka ind-
verskan dreng til náms við góðar
undirtektir. „Það gáfu allir peninga
í þetta,“ segir Gígja.
Stelpurnar eru báðar farnar að
undirbúa ferminguna heima fyrir.
Sigrún er búin að fá fötin, fallegan
hvítan kjól og forláta kúrekastígvél.
Gígja er ekki búin að fá sér fötin
enn þá en segist samt vera búin að
ákveða hvernig þau eiga að vera.
„Ég ætla að fermast í kúrekastígvél-
um, ég er alla vega búin að ákveða
það,“ segir hún.
Ekki stendur á svari þegar stelp-
urnar eru spurðar hvað þeim finnist
skemmtilegast við fermingarundir-
búninginn. „Kaupa fötin og skipu-
leggja veisluna, skrautið og matinn,“
segir Sigrún. „Það er skemmtilegast
að fá föt,“ segir Gígja.
Þær hafa miklar skoðanir á
matnum í veislunni. Gígja ætlar að
hafa hádegismat og Sigrún ætlar
líka að hafa mat. „Samt verður ör-
ugglega hellingur af kökum,“ segir
hún og Gígja tekur undir: „Ég vil
bara ekki hafa snittur og ekki
lúðusalat. Ég vil bara hafa það sem
mér finnst gott.“
Sigrún segir að ekki sé búið að
ákveða hvort fermingarveislan
hennar verði heima eða í sal. Hana
langi meira að vera í sal en mamma
hennar vilji hafa fermingarveisluna
heima. Hins vegar er ákveðið að
fermingarveisla Gígju verði haldin
heima og þannig vill hún hafa það
sjálf. „Mér finnst skemmtilegra í
þannig veislum,“ segir Gígja. Á
mæðrunum er að heyra að þeim
finnist mesta stemmningin vera að
halda fermingarveislu heima, að
undirbúa heimilið undir að taka á
móti mörgum gestum og líka að
standa sjálfur að veitingum með
góðri aðstoð fjölskyldu og vina.
Þær Helga og Sóley ætla til dæmis
að hjálpast að með ákveðna hluti
þannig að hvor um sig útbúi veit-
ingar fyrir báðar veislurnar. „Ég vil
bjóða meira en hundrað manns en
mamma vill minnka þetta,“ segir
Sigrún og kímir og Gígja segir að
það verði frekar fjölmennt hjá sér
en örugglega ekki hundrað manns.
Stelpurnar eru sammála um að
peningar séu góðar fermingargjafir
og greinir þar nokkuð á við mæður
sínar sem nefna til sögunnar alls
kyns nytsamlega hluti sem sniðugt
gæti verið að fá. Þær fallast þó á að
orðabækur gætu komið að góðu
gagni, sömuleiðis eru þær sammála
um að rúm sé góð gjöf en það eigi
helst að vera vel stórt. Þeim þykir
hins vegar lítið til þess koma að fá
svefnpoka, sem veldur furðu bæði
mæðra og blaðamanns.
Fermingarfræðslunni er lokið og
stelpurnar eru spurðar að því hvað
þeim finnist standa upp úr eftir
veturinn. Enn stendur ekki á svari
og nú hjálpast þær að við að segja
frá því þeim er niðri fyrir. „Það var
þegar okkur var skipt upp í stóra og
litla hópa og þau sem voru í litlum
hópi fengu margar fullar skálar af
poppi en við vorum mjög mörg
saman í hóp og fengum eina litla
bastskál með pínulitlu poppi og átt-
um að skipta því á milli okkar. Það
var verið að sýna okkur misskipt-
inguna í heiminum.“
Skemmtilegast að velja fötin
Um miðjan maí fermast þær Sigrún Sesselja og Gígja í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Þær
hlakka til og undirbúningurinn er í fullum gangi.
Gígja Hilmarsdóttir og Sigrún Bergþórsdóttir fermast í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í maí.
Hér eru nokkur atriði sem gætu gleymst. Klippið
þennan lista út og hengið á ísskápinn. Krossið svo út
eða skrifið athugasemdir eftir því sem við á:
Gátlisti fyrir ferminguna
„Ég ætla að fermast í
kúrekastígvélum, ég er
alla vega búin að ákveða
það,“
Fjöldi fermingarskeyta var í eina
tíð fastur liður á hátíðardegi ferm-
ingarbarnsins, og börnin oft tilbúin
með þar til gerðar möppur undir
skeytin. Enn er nokkuð um að fólk
sendi símskeyti, en með nýrri tækni
hefur þó heldur dregið úr skeyta-
sendingum og kveðjur með tölvu-
pósti og SMS-skilaboðum hafa
komið í staðinn.
Þeir sem vilja senda skeyti upp á
gamla mátann geta enn hringt í rit-
símann í síma 1446 og sent skeyti
þaðan. Ritsíminn býður líka upp á
þjónustu á netinu, á siminn.is, og
þar er hægt að sjá hvaða myndir
eru í boði. Hægt er að velja á milli
26 skeyta og kennir margra grasa.
Myndirnar geta verið þjóðlegar,
með fallegum landslagsmyndum,
íslenska fánanum eða Bessastöð-
um, en fyrir þá sem vilja bregða á
leik eru skeyti með mynd af „Strák-
unum“ skemmtilegur kostur. Skeyti
í gegnum ritsímann kostar 730
krónur, en í gegnum netið 830
krónur.
Skátarnir bjóða enn upp á
skeytasendingar en samkvæmt
upplýsingum frá þeim hefur dregið
úr notkun þjónustunnar nema úti á
landi þar sem hefðin er sterk. Þar er
þá hringt í viðkomandi skátafélag,
sem sér um þjónustuna. BÍS hefur í
nokkur ár boðið til sölu þrjár gerð-
ir af skátaskeytum og er um tvenns
konar þjónustu að ræða. Hægt er
að hafa samband í síma 550-9800
við skrifstofu BÍS, sem sér síðan
um að senda skeytið til viðtakanda
í pósti. Skeytin eru póstlögð næsta
virka dag eftir að þau eru pöntuð.
Sending á einu skeyti kostar 700
krónur. Þá er hægt að fara inn á
vef Bandalags íslenskra skáta og
senda skeytið þaðan.
Fallegt að senda skeyti
Skeytasendingum hefur fækkað en enn er þó talsvert úrval
af fermingarskeytum fyrir þá sem vilja halda í hefðina.
Úr mörgum myndum er að velja hjá rit-
símanum.