Fréttablaðið - 18.03.2005, Síða 36
Öll kaþólsk fermingarbörn verða
að kunna að skíra
Um það bil sextíu einstaklingar fermast til kaþólskrar trúar hérlendis á ári hverju.
Fermingin er sakramenti sem gefur fermingarbarninu gjöf eða innsigli heilags anda.
Safnaðarlíf í kaþólsku söfnuðunum
hér á landi er mjög blómlegt og þar
er fermingin afar þýðingarmikil.
Séra Jakob Rolland er prestur kaþ-
ólsku kirkjunnar á Íslandi. Hann
hefur dvalið hérlendis í 20 ár og
þjónar nú við St. Jósefskirkju í
Hafnarfirði.
„Hjá okkur er fermingin sakra-
menti en ekki einungis endurnýjun
skírnarheitanna. Sakramentið veitir
fyllingu heilags anda á svipaðan
hátt og gerðist á hvítasunnu hjá
postulunum. Sakramentið gefur
fermingarbarninu gjöf eða innsigli
heilags anda,“ segir séra Jakob
spurður um muninn á fermingu í
lútersku og kaþólsku.
Hann segir fermingarbörnin
verða að kunna skil á grundvallar-
atriðum trúarinnar og kunna að
skíra. „Í þjóðkirkjunni er stundum
talað um að ferma börn upp á fað-
irvorið en hjá okkur verða þau líka
að kunna að skíra því í neyðartil-
felli verða allir kaþólskir menn að
geta það. Þau læra einnig nokkrar
bænir en mikilvægast er að vera
virkur í sinni trú, taka þátt í safn-
aðarlífi og mæta í messu.“
Fermingaraldurinn í kaþólskum
sið er misjafn eftir löndum en að
sögn séra Rollands er til siðs að
miða ferminguna við fjórtán ára
aldur hér á landi. Að jafnaði eru
um sextíu einstaklingar fermdir ár-
lega að kaþólskum sið, bæði börn
og fullorðnir.
„Við bindum okkur ekki við
vorin heldur er það tími biskupsins
sem ræður því hvenær fermt er.
Það er alltaf biskupinn sem fermir
vegna þess að biskuparnir eru eft-
irmenn postulanna og gjöf heilags
anda tengist postulunum sem
fengu hann fyrstir á hvítasunn-
unni. Það voru þeir sem með
handayfirlagningu gáfu áfram
þessa gjöf og því við hæfi að eftir-
menn þeirra, biskuparnir, gefi hana
við ferminguna. Fermingin var
kölluð biskupun í gamla daga og
fyrir siðaskipti var talað um „að
biskupa“ fólk. Það heyrir til undan-
tekninga ef það er ekki sjálfur bisk-
upinn sem fermir.“
Séra Jakob segir athöfnina fara
þannig fram að biskupinn leggur
hendur yfir börnin og fer með
fermingarbæn sem er ákall um
heilagan anda. Svo gerir hann
krossmark á enni barnsins með
heilagri olíu sem er þá eins konar
smurning. Altarissakramentið er
alltaf veitt í messunni hjá okkur
svo það er ekki sérstakt fyrir ferm-
inguna en vissulega taka ferming-
arbörnin þátt í því að meðtaka blóð
og líkama Krists.“
8 ■■■ { FERMINGAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Séra Jakob Rolland
segir ferminguna
ekki bundna við
vorið heldur sé það
undir biskupnum
komið hvenær
fermt sé – enda er
það alltaf bisk-
upinn sem annast
ferminguna.
„Ég man þetta varla lengur, það er
svo óralangt síðan ég fermdist,“
segir Steindór Hjörleifsson leikari,
en reiknar út að fermingarárið hans
hafi borið upp árið 1939. „Ég átti
heima vestur í Hnífsdal og við vor-
um ekki nema tveir sem fermdumst
saman. Við fórum inn á Ísafjörð í
fermingarfræðsluna, ég man vel
eftir prestinum, séra Marinó Krist-
inssyni, sem var nýbyrjaður og
söng afskaplega vel. En þetta var
allt minna í sniðum í þá daga og
fermingarveislan lítið kaffiboð með
nánustu fjölskyldu og engar stór-
kostlegar gjafir. Kaupmenn höfðu
engan hag af fermingum á þessum
tíma þó börn fengju yfirleitt ný föt
og klippingu.“
Steindór var á fermingarárinu
sínu farinn að róa til fiskjar með
pabba sínum og hélt af stað í róður
nóttina eftir ferminguna. „Þetta var
á kreppuárunum og tíðkaðist að
strákar á þessum aldri væru farnir
að vinna af kappi.“
Þótt fermingarveislan sé Stein-
dóri ekki mjög minnisstæð átti
hann skemmtilegan fermingardag.
„Það gekk leigubíll milli Ísafjarðar
og Hnífsdals og einhverja ferming-
arpeninga höfðum við fermingar-
bræðurnir fengið. Peningana not-
uðum við strax á fermingardaginn,
keyptum okkur far með leigubíln-
um og fórum inn á Ísafjörð til að
skoða fermingarstelpurnar nánar.
Við fengum auðvitað ekkert út úr
því, það sást ekki tangur né tetur af
stelpunum sem voru bara hjá sín-
um fjölskyldum að halda upp á
ferminguna.“
Steindór segir að þrátt fyrir að
fermingarundirbúningur og til-
standið hafi aukist sé fermingin
alltaf jafn falleg. „Hvað getur verið
fallegra en fermingarbarn?“ segir
hann. „Þetta er alltaf jafn yndisleg
athöfn og fegurðin einstök í unga
fólkinu okkar.“
Steindór tók leigubíl inn á Ísafjörð til að
skoða stelpur á fermingardaginn.
Með fermingarpeningana í stelpuleit
Steindór Hjörleifsson leikari reri líka til fiskjar nóttina eftir ferminguna.