Fréttablaðið - 18.03.2005, Page 43

Fréttablaðið - 18.03.2005, Page 43
Markmið mitt er að verða stórstjarna • hæstu vextir bankareikninga • bundinn til 18 ára • verðtryggður • fyrir 15 ára og yngri • engin þjónustugjöld eða þóknun Inneign á Framtíðarreikningi Íslandsbanka er fermingargjöf sem vex og gerir krökkum dagsins í dag unnt að hrinda markmiðum og draumum framtíðarinnar í framkvæmd. Peningagjöf inn á Framtíðarreikning er frábær gjöf frá ömmum, öfum, frænkum, frændum, systkinum og vinum. Gefðu fermingargjöf sem vex Fermingarglaðningur: Þegar þú gefur fermingarbarninu 5.000 kr. eða meira í inneign á Framtíðarreikning bætir Íslandsbanki 2.000 kr. við. Tilboðið gildir til 31. mars 2005. 2 7 4 1 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { FERMINGAR } ■■■ 15 Ávextir og blóm á tertur Ótal möguleikar eru til að búa til skemmtilegar og fallegar skreytingar á tertu. Það eina sem til þarf er ímyndunarafl. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /V AL LI Skreyting á tertum skiptir heilmiklu máli og því mikilvægt að vanda til verks. Það þarf alls ekki að vera flók- ið og þarf ekki meira en nokkra fallega og litríka ávexti sem er smekklega raðað á tertuna og þá er málið leyst. Jarðarber eru alltaf falleg á tertur, en það er einnig hægt að nota kíví eða bláber eða einhvern af hinum sérkennilegu nýju ávöxtum sem fást í stórmörkuðum. Sniðugt er jafnvel að velja ávexti eftir litum sem falla að servíettunum og kertunum sem notuð eru á veisluborðið. Málið er bara að leika sér aðeins og láta ímyndunaraflið ráða og þess vegna hægt að skreyta tertuna með lifandi blómum. Þannig er hægt að raða rós- um, fjólum eða gleym-mér-ei blóm- um á tertuna, sem gerir hana sumar- lega og líflega. Ef vafi leikur á hvort blómin séu hættuleg eða óæt er ein- faldlega hægt að hringja í garðyrkju- fræðing og spyrjast fyrir um það.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.