Fréttablaðið - 18.03.2005, Síða 44
„Flest börn fermast í kringum páska
en við fermum líka á sumardaginn
fyrsta, á hvítasunnu og svo af og til
alveg fram á haust. Við finnum vel
að áreitið er ekki eins mikið þegar
kemur fram á árið. Það er svona ró-
legra andrúmsloft,“ segir hún.
Gagnrýni hennar beinist meðal
annars að fjölmiðlum og öllum
þeim sem senda póst inn um lúg-
una ýmist stílaðan á fermingar-
barnið eða foreldra þess. Hún segist
markvisst taka þennan póst til hlið-
ar en þetta sé eitt af því sem fólk
þurfi að taka afstöðu til. Aðspurð
upplýsir hún að fjölskyldan sé byrj-
uð að ræða það hvernig haldið
verði upp á fermingardag dóttur-
innar: „Hana langar að bjóða nán-
ustu vinum og aðstandendum heim
– þeim sem hún þekkir vel.“
Séra Sigríður segir ferm-
ingarundirbúninginn frábæran
tíma sem auðvelt sé að nýta vel
með börnunum enda sé hægt að
hvetja þau til umhugsunar um
margt gagnlegt, til dæmis hvað það
skipti miklu máli að hlúa að sjálf-
um sér sem manneskju og velja rétt,
því sá sem meti sjálfan sig geti
miðlað til annarra.
Henni sárnar sú tortryggni sem
henni finnst oft koma fram gagn-
vart börnum og þeirra játningu á
fermingardaginn. „Við skyldum
ekki gera lítið úr því sem börnin
hugsa og þeirri trú sem þau bera í
brjósti sínu. Aldrei er sagt við þann
sem heldur upp á stórafmæli: „Þú
ert nú bara að þessu fyrir gjafirnar“.
Fermingardagurinn er stór dagur í
lífi hvers og eins. Þá fær ferming-
arbarnið athygli og viðurkenningu
á því að það sé mikilvægur einstak-
lingur í okkar samfélagi og hlýtur
blessun og fyrirbæn fyrir framtíð
sinni. Auðvitað höldum við upp á
slíkan dag. Verðum bara að ákveða
hvernig best er að gera það og vera
skynsöm.“
Séra Sigríður kveðst sjokkeruð
yfir sjónvarpsauglýsingu sem hefur
birst á skjánum undanfarið þar sem
fjármálafyrirtæki er að auglýsa sig
vegna ferminganna og auglýsingin
er tekin upp í kirkju. „Mér varð
hugsað til þess þegar Jesú hreinsaði
musterið af fjársýslumönnunum,“
segir hún. „Við verðum að hafa í
huga þegar við notum kirkjuna sem
bakgrunn að þetta er hús sem fólk
á sínar viðkvæmustu stundir í líf-
inu í, bæði í gleði og sorg, og að
vera með kjánaskap í guðshúsi get-
ur sært fólk. Það er alveg ótrúlegt
hvað við göngum langt í vitleys-
unni. Fermingin á að vera látlaus,
dýrmæt og gleðileg stund fyrir
barnið og alla fjölskylduna.“
gun@frettabladid.is
F
Silfurhringur
m/Sirconia
kr. 1.990
Silfurmen
m/Sirconia
kr. 1.390
16 ■■■ { FERMINGAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Opið 10-18
www.atson.is
Tilboðsviku
lýkur í dag!
Ásnum - Hraunbæ 119 - Sími 567 7776
Opið virka daga kl. 11:00-18:00
Opið á laugardögum
Glæsilegir toppar og bolir
Einnig mikið úrval af dömusettum
» FASTIR PUNKTUR
Látlaus, dýrmæt og gleðileg stund
Séra Sigríður Kristín Helgadóttir hefur þjónað í Fríkirkjunni í Hafnarfirði frá árinu
2000. Hún er fjögurra dætra móðir og elsta dóttirin á að fermast á hvítasunnunni í vor.
Séra Sigríður er fylgjandi því að dreifa fermingunum yfir vorið og sumarið og jafnvel
alveg fram á haust.
Með væntanlegum fermingarbörnum í Fríkirkjunni í Hafnarfirði.
Séra Sigríður með dóttur sinni og ferm-
ingarbarni, Ólöfu Eyjólfsdóttur.
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/H
AR
I
Í Bandaríkjunum eru fermingar-
veislur eins mismunandi og þær
eru margar en sú athöfn sem mest
líkist íslenskri fermingu er bat
mitzvah fyrir stúlkur og bar mitz-
vah fyrir stráka í gyðingdómi.
Börn ganga til kirkju í þrjú ár í lúterskum
söfnuðum. Í mörgum kalvínistareglum eru
alls ekki gefnar gjafir og eru Bandaríkjamenn
mun hófsamari í gjafakaupum en við Íslend-
ingar. Áherslan er lögð á trúna og það sem
gerist innan veggja kirkjunnar.
Aftur á móti halda kaþólikkar stórar veisl-
ur og gefa gjafir og virðist slíkt hafa færst í
aukana á síðustu misserum. Í kaþólskum sið
verður biskup að ferma og því er athöfnin
bundin eftir áætlun biskups en ekki páskun-
um.
Stærstu veislurnar halda hins vegar
gyðingarnir og jafnast þær næstum því á við
brúðarveislur. Athöfnin á sér stað þegar
gyðingur hefur náð þrettán ára aldri og eftir
athöfnina er hann kominn í fullorðinna
manna tölu. Ekkert er til sparað og hver fjöl-
skylda eyðir eins og efni leyfa.
Sinn er siður...
...í landi hverju