Fréttablaðið - 18.03.2005, Side 66

Fréttablaðið - 18.03.2005, Side 66
30 18. mars 2005 FÖSTUDAGUR > Við gleðjumst yfir því ... ... að það fari saman góð sjónvarpsútsending og góð mæting líkt og raunin var í oddaleikjunum þremur í 1. umferð úrslitakeppn- innar í körfubolta á miðvikudaginn. Frábær auglýsing fyrir körfuna í alla staði. sport@frettabladid.is > Við mælum með ... ... að hnefaleikaáhugamenn og aðrir þeir sem vilja styrkja gott málefni leggi leið sína á Broadway í kvöld en þar stendur Hnefaleikafélag Reykjavíkur fyrir keppni við breska hnefa- leikakappa. Allur ágóði keppninnar mun renna til Regnbogabarna. Aðal frétt dagsins Stórsigur Fylkis á Valencia Fylkismenn eru að gera fína hluti í æfingaferð sinni á Spáni þessa dagana. Í gær bar liðið sigurorð af B- liði Valencia, 2–0, í æfingaleik og skoruðu Sævar Þór Gíslason og Helgi Valur Daníelsson mörk Fylkismanna. Það verður flugeldasýning á Broadway í kvöld þegar Íslendingar og Bretar mæt- ast í boxhringnum. Boðið verður upp á mat og boxsýningu fyrir þá sem vilja en einnig er hægt að mæta eingöngu á hnefaleikasýninguna, sem jafnframt verður í beinni útsendingu á Sýn. Meðal þeirra sem keppa er Skúli „Tyson“ Vil- bergsson en stóri bardagi kvöldsins er á milli Þórðar „Doddy“ Sævarssonar og breska meistarans, Michael Bailey. Skipuleggjendur lofa svakalegum bar- daga enda er Þórður stærsta von Ís- lands í hnefaleikaheiminum og Bailey besti boxari sem hingað hefur komið síðan ólympískir hnefaleikar voru leyfðir á ný. „Þetta verður rosalega skemmtilegt og ég er orðinn mjög spenntur. Ég geri mér samt vel grein fyrir því hversu öfl- ugur maður þetta er. Hann skal samt fá að vinna fyrir hlutunum. Ég er ekki að fljúga hingað frá Danmörku til þess að fela mig í hringnum og hlaupa undan honum. Ég hjóla bara beint í hann,“ sagði Þórður nýlentur frá Danmörku þar sem hann vann silfurverðlaun á danska meistaramótinu. Þórður, sem er 27 ára, hefur æft hnefaleika í sex ár en byrjaði ekki að keppa reglulega fyrr en hann flutti út til Danmerkur seinni hluta síð- asta árs. Í Danmörku passar Þórður börn á daginn og æfir síðan hnefaleika af fullum krafti á kvöldin. „Ég hef bætt mig mikið eftir að ég flutti út enda umhverfið allt annað en hér heima þótt ég sé ekki að gera lítið úr því góða starfi sem menn eru að vinna hér,“ sagði Þórður, sem ætlar sér að sigra á næsta danska meistaramóti. HNEFALEIKAKAPPINN ÞÓRÐUR SÆVARSSON: MÆTIR BRESKA MEISTARANUM Á BROADWAY Í KVÖLD Ætlar ekki að fela sig í hringnum KÖRFUBOLTI Fyrsta umferð úrslitakeppninnar í 1. deild kvenna í körfuknattleik fór fram í gærkvöldi með tveimur leikjum. Keflavík mætti ÍS og þurfti framlengingu til að ná fram úrslitum. Í Grindavík reyndist Rita Williams heima- stúlkum vel og tryggði sigur með vítaskoti er leiktíminn var runninn út. Mikil dramatík einkenndi viðureign Keflavíkur og ÍS. Gestirnir náðu sex stiga forystu þegar þrjár mínútur voru eftir en reynsluboltarnir Anna María Sveinsdóttir og Birna Valgarðs- dóttir settu hvor sinn þristinn og Alex Stewart tryggði síðan Keflavík framlengingu með fjórum síðustu stigum leiksins. Í framlengingunni var Stewart allt í öllu og kórónaði góðan leik sinn. Hún var með 5 af 19 stigum sínum og Keflavík skoraði 6 síðustu stig fram- lengingarinnar. Lokatölur urðu 77-71. Miklar sveiflur voru í leik Grindavíkur og Hauka. Grinda- vík komst 19 stigum yfir í öðrum leikhluta og var 12 stigum yfir í hálfleik, 44-32. Rita Williams var gestunum erfið og skoraði 20 stig á fyrstu 16 mínútum leiksins og áttu Haukar í miklum vandræðum með hana. Haukarnir voru sterkari aðilin í þriðja leikhluta en liðið vann hann með 10 stigum og hafði 8 stiga forystu er 5 mínútu lifðu eftir leiks. Þá fór Williams í gang á ný, skoraði 9 stig á skömmum tíma, meðal annars úr vítaskoti er leiktíminn var úti og tryggði eins stig sigur, 71-70. ■ Þjálfarastyrkir ÍSÍ Verkefnasjóður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands auglýsir hér með til umsóknar styrki fyrir íþróttaþjálfara til að sækja sér menntun eða kynna sér þjálfun erlendis. Veittir verða 8 styrkir, hver að upphæð kr. 50.000,- Við úthlutun verður leitast við að styrkja sem flestar íþróttagreinar. Þjálfarar hvers kyns hópa (afreksmanna, barna og unglinga o.s.frv.) koma jafnt til greina við úthlutun. Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um styrkina. Umsóknum með lýsingu á náms- og starfsferli, auk greinargóðrar lýsingar á fyrirhugaðri ráðstöfun styrksins og ávinningi íþróttahreyfingarinnar af henni, skal skilað til skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, fyrir mánudaginn 11. apríl n.k. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni Laugardal og á heimasíðu ÍSÍ – www.isisport.is Vor 2005 Aðalfundur SÍF hf. verður haldinn föstudaginn 18. mars 2005, kl. 14.00 í Súlnasal Radisson SAS Hótel Saga. Dagskrá: 1. Sk‡rsla stjórnar félagsins um starfsemina á s.l. starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir li›i› starfsár, ásamt sk‡ringum endursko›anda, lag›ur fram til samflykktar. 3. Ákve›in flóknun til stjórnar. 4. Tillögur um breytingar á samflykktum félagsins: a. Breyting á 5. gr.: Fækkun stjórnarmanna úr sjö í fimm. b. Breyting á 7. gr.: Reikningsár félagsins ver›i 1. júlí til 30. júní. 5. Kosning stjórnar félagsins. 6. Kosning endursko›enda félagsins. 7. Tillaga um heimild stjórnar félagsins til a› kaupa hluti í félaginu skv. 55. gr. laga um hlutafélög. 8. Umræ›ur og atkvæ›agrei›slur um önnur mál sem löglega kunna a› ver›a lög› fyrir fundinn e›a fundurinn samflykkir a› taka til me›fer›ar. Hluthöfum er sérstaklega bent á a› fleir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna fla› skriflega til stjórnar félagsins a› minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf a›alfundar. fieir einir eru kjörgengir sem flannig hafa gefi› kost á sér. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á a›alfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi sí›ar en sjö dögum fyrir a›alfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til s‡nis sjö dögum fyrir a›alfund. Atkvæ›ase›lar og önnur fundargögn ver›a afhent á fundarsta› fyrir fundinn. Um kvöldi› ver›ur haldi› a›alfundarhóf fyrir hluthafa, gesti fleirra, framlei›endur og starfsmenn SÍF hf. á Radisson SAS Hótel Saga og hefst hófi› kl. 20.00. Húsi› ver›ur opna› kl. 19.30. Mi›apantanir eru í síma 550 8000. Hafnarfjör›ur, 4. mars 2005 Stjórn SÍF hf. SÍF HF. AÐALFUNDUR E N N E M M / S ÍA / N M 15 4 6 3 ALEX STEWART, LEIKMAÐUR KEFLAVÍKUR Átti stórleik og var sérstaklega mikilvæg í lokin þegar hún skoraði 9 dýrmæt stig á síðustu 6 mínútum leiksins. Stewart var með þrefalda tvennu í leiknum. 1. deild kvenna í körfu: KEFLAVÍK–ÍS 77–71 Stig Keflavíkur: Alex Stewart 19 (13 frák., 10 stoðs.), Birna Valgarðsdóttir 19 (9 frák.), Anna María Sveinsdóttir 14 (11 frák.), Bryndís Guðmundsdóttir 13 (8 frák.), Rannveig Randversdóttir 9 (6 frák), Svava Ósk Stefánsdóttir 3. Stig ÍS: Alda Leif Jónsdóttir 28 (6 stoðs. 4 stolnir), Signý Hermannsdóttir 16 (17 frák.), Angel Mason 7 (12 frák.), Hafdís Helgadóttir 6, Erna Magnúsdóttir 5, Stella Rún Kristjánsdóttir 4, Þórunn Bjarnadóttir 4. GRINDAVÍK–HAUKAR 71–70 Stig Grindavíkur: Rita Williams 31 (6 stoðs.), Svandís Sigurðardóttir 11 (8 frák.), Ólöf Helga Pálsdóttir 9, Sólveig Gunnarsdóttir 7, María Anna Guðmundsdóttir 6, Erla Reynisdóttir 4, Erla Þorsteinsdóttir 2. Stig Hauka: Ebony Shaw 25 (8 frák.), Helena Sverrisdóttir 18 (12 frák., 6 stoðs.), Kristrún Sigurjónsdóttir 16, Ragnheiður Theodórsdóttir 4, Hanna Hálfdanardóttir 4, Pálína Gunnarsdóttir 3. Keflavík og Grindavík eru komin með forystu eftir fyrstu umferð úrslitakeppninnar í 1. deild kvenna í körfuknattleik sem hófst í gærkvöldi. Mikil dramatík

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.