Fréttablaðið - 18.03.2005, Side 67

Fréttablaðið - 18.03.2005, Side 67
HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15 16 17 18 19 20 21 Föstudagur MARS ■ ■ LEIKIR  19.00 Keflavík og Þróttur mætast í Reykjaneshöllinni í 2. riðli A-deildar deildarbikars karla í fótbolta.  19.15 Völsungur og FH mætast í Boganum í 2. riðli A-deildar deildarbikars karla í fótbolta.  19.15 Stjarnan og Selfoss mætast í Ásgarði í 1. deild karla í handbolta.  19.15 Fram og FH mætast í Framhúsinu í 1. deild karla í handbolta.  19.15 Afturelding og Grótta/KR mætast á Varmá í 1. deild karla í handbolta.  20.30 Höttur og Stjarnan mætast á Egilsstöðum í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta.  20.30 Valur og Breiðablik mætast í Valsheimilinu í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta.  21.00 Breiðablik og FH mætast í Fífunni í A-deild deildarbikars kvenna í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.15 Þú ert í beinni! á Sýn.  18.00 Upphitun á Skjá einum.  18.15 Olíssport á Sýn.  19.30 Meistaradeildin í fótbolta á Sýn. Fréttaþáttur um Meistaradeildina í fótbolta.  20.00 World Series of Poker á Sýn.  21.30 Barist fyrir gott málefni á Sýn. Bein útsending frá hnefaleikaveislu á Broadway.  00.30 NBA-boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Indiana Pacers og Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. FÖSTUDAGUR 18. mars 2005 31 Utah Jazz tapaðisjöunda leik sín- um í röð þegar liðið sótti Indiana Pacers heim í NBA-körfu- boltanum í fyrrinótt. Stephen Jackson var stigahæstur heima- manna með 28 stig og lokatölur urðu 103-84. Pacers berst nú fyrir sæti í úrslitakeppninni en liðið er sem stendur í sjöunda sæti Austurdeildarinnar, sextán og hálfum sigurleik á eftir Miami Heat sem situr sem fastast í efsta sætinu. Jacques Villeneuve,ökumaður hjá Sauber í Formúlu 1 kappakstrinum, kannast ekki við að tilraunaökumaðurinn Anthony Davidson eigi að taka sæti sitt í liðinu eftir slakan árangur í fyrstu keppni tímabilsins sem fram fór í Melbourne í Ástralíu fyrir hálfum mánuði síðan. „Hef ekki lesið það né séð það og er al- veg sama,“ sagði Villeneuve sem varð 13. í mark í Melbourne. Næsta keppni fer fram í Kúala Lúmpúr í Malasíu um helgina. Forráðamenn Orlando Magic íNBA-körfuboltanum ákváðu í vik- unni að reka þjálfarann Johnny Davis eftir sjötta tapleik liðsins í röð. Ron Ekker, aðstoðarþjálfari liðsins, hefur verið ráðinn í hans stað. „Okkur fannst þörf á nýjum leiðtoga og nýrri stefnu hjá liðinu,“ sagði John Weisbrod, fram- kvæmdastjóri Magic. Ole Gunnar Solskjær, leikmaðurManchester United, er vongóð- ur um að snúa aftur á völlinn í haust. Solskjaer, sem er 32 ára að aldri, hef- ur ekkert leikið með United í vetur eftir aðgerð á hné. Norð- maðurinn knái full- yrti að endurhæfing- in væri á góðri leið. „Ég finn ekkert til þegar ég skokka en hins vegar kemur smávægilegur verkur þegar ég bæti við hraðann,“ sagði Solskjaer. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM FÓTBOLTI Dregið verður í 8-liða úr- slitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í dag en athygli vakti að Arsenal og Manchester United duttu út í 16-liða úrslitum á meðan Chelsea og Liverpool tryggðu sér áframhaldandi þátttökurétt í keppninni. Chelsea var reyndar með bakið upp við vegg eftir fyrri viðureign liðsins við Barcelona sem fór 2-1 fyrir Börsungum. Jose Mourinho og lærisveinar hans voru ekki af baki dottnir og unnu seinni leikinn á Stamford Bridge 4-2 og slógu þar með Barcelona úr leik. Mour- inho olli töluverðu fjaðrafoki inn- an UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, og var kallaður „óvinur fótboltans“ af Volker Roth, yfir- manni dómaramála hjá UEFA. Liverpool vann báða leikina gegn þýska liðinu Bayer Leverku- sen 3-1 og samanlagt 6-2. „Það var ánægjulegt að komast áfram því við vitum hvað þessi keppni er mikilvæg aðdáendum liðsins,“ sagði Rafael Benitez, knatt- spyrnustjóri Liverpool. Önnur lið í pottinum ásamt Liverpool og Chelsea eru Bayern Munchen, Juventus, PSV Eind- hoven, AC Milan, Lyon og Inter Milan. RAFAEL BENITEZ KNATTSPYRNU- STJÓRI LIVERPOOL Segir árangur liðsins í Meistaradeildinni mikilvægan fyrir stuðn- ingsmenn liðsins. Drátturinn í Meistaradeild Evrópu fer fram í dag og Liverpool er annað enskra liða sem er í pottinum: Mjög mikilvæg keppni fyrir stuðningsmenn Liverpool

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.