Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2005, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 18.03.2005, Qupperneq 78
42 Leikararnir Guðrún Bjarnadóttir og Martin Compston hlutu í fyrradag verðlaun fyrir leik sinn í myndinni Niceland á kvikmyndahátíðinni Faces of Love sem haldin var í Moskvu dagana 8.-16. mars. Leikar- arnir hlutu The Silver Arrow sem besta rómantíska parið fyrir leik sinn. Friðrik Þór Friðriksson tók við verðlaununum fyrir hönd Guðrúnar og Martins. Friðrik Þór leikstýrði myndinni, sem var byggð á handriti Huldars Breiðfjörð, en það var Zik- Zak sem framleiddi myndina. Besta rómantíska parið í Nicelandi VERÐLAUN TIL NICELANDS Martin Compston hlaut verðlaun fyrir leik sinn í myndinni Niceland ásamt Guðrúnu Bjarnadóttur. Á myndinni er Martin ásamt leikkonunni Kerry Fox sem einnig lék í Niceland. Draugasetrið á Ströndum hyggst á næstunni senda galdramann til Afr- íkuríkisins Malaví að kveða þar nið- ur drauga. Bingu wa Mutharika, forseti Malaví, hefur flúið úr 300 herbergja höll sinni í höfuðborginni Lilongwe af ótta við draugagang og kemur nú helst ekki í höllina til að vinna nema í björtu. Starfsfólk Draugasetursins rakst á frétt um þessa reimleika á vefsíðu BBC-fréttastofunnar og sendi þegar í stað tölvuskeyti til Malaví þar sem galdramaður á Ströndum bauð fram þjónustu sína. „Við bíðum ennþá eftir svari. Við förum ekkert fyrr en við erum bún- ir að semja um greiðslu,“ segir Sig- urður Atlason hjá Draugasetrinu, sem reyndar á frekar erfitt með að muna nafn forsetans í Malaví og nefnir hann ýmist Bingó, Bongó eða Bimbó í stuttu spjalli við blaðamann Fréttablaðsins. „En við höfum gríðarlega reynslu hérna í að kveða niður hvers kyns drauga, sérstaklega þessi tiltekni galdramaður.“ Galdramaðurinn hefur verið afar iðinn við að kveða niður drauga á Ströndum síðustu misserin. Svo iðinn reyndar að menn eru farnir að saka hann um að fara offari. „Hér fyrir vestan er búið að kveða niður flesta drauga núorðið, þannig að það er orðið hálf ein- manalegt hér um að litast. Þess vegna langar okkur að taka þessa útrás og æfa okkur á draugum í öðr- um ríkjum. Þá getum við haft okkar til sýnis.“ Þessa dagana er galdramaðurinn að svipast um eftir réttum náttúru- efnum sem þarf í galdur af þessu tagi. Sumt af því er helst að finna í fjöru, og hafa menn á Galdrasetrinu nokkrar áhyggjur af hafísnum sem gæti gert fjöruferðir dálítið erfiðar. Galdramaðurinn hefur einnig svolitlar áhyggjur af því að draug- arnir í forsetahöllinni í Malaví líkist sumir hverjir nagdýrum. Sjálfum er galdramanninum frekar illa við nagdýr. „Annars erum við óhræddir að fást við verkefni af þessu tagi,“ seg- ir Sigurður, sem hikar þó svolítið þegar hann er spurður hvort ráða- menn í Malaví hafi örugglega húmor fyrir þessu framtaki Draugasetursins. „Ég ætla rétt að vona það,“ segir hann loks. „Annars verðum við bara að gera okkur ósýnilega, en það kunnum við nú líka.“ ■ GALDRAMAÐUR Á STRÖNDUM Ætlar að kveða niður drauga í Afríkuríkinu Malaví þar sem forsetinn hefur flúið höll sína vegna reimleika. GALDRASETRIÐ Á STRÖNDUM: HYGGST SENDA GALDRAMANN TIL MALAVÍ Draugabani sendur til Afríku ...fær Jónas Kristjánsson fyrir að setjast aftur í ritstjórastólinn á DV þar sem hann settist fyrst fyrir þrjátíu árum. HRÓSIÐ Lárétt: 2 verkfæri, 6 tónn, 8 kassi, 9 hrædd, 11 á fæti, 12 póll, 14 svikull, 16 bardagi, 17 lit- laus, 18 arinn, 20 til, 21 hluti andlits. Lóðrétt: 1 kjötkássa, 3 drykkur, 4 eðli, 5 undir- förul, 7 eiga í útistöðum við, 10 megnaði, 13 sarg, 15 stjórna, 16 ílát, 19 ofn. Lausn: Lárétt: 2töng,6as,8lár, 9rög,11tá,12 skaut,14ótrúr, 16at,17grá, 18stó,20 að,21kinn. Lóðrétt: 1fars,3öl,4náttúra,5grá, 7 sökótti,10gat,13urg,15ráða,16ask, 19ón. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Paul Wolfowitz. 500. Tröllabundin. Er gamli skólinn dottinn út? Karlmenn í dag eru farnir að láta ganga á eftir sér eins og litlar príma- donnur. Þeir byrja á því að hita mann upp og sýna áhuga. Hringja mikið og senda sms-skila- boð. Það er náttúrulega skilyrði fyrir okkur stelp- urnar að vera erfiðar til að byrja með. Maður svarar ekki alltaf sms-unum eða símanum, er upptekin og lætur ganga svolítið á eftir sér. Þegar þeir eru orðnir vissir um að áhuginn sé gagn- kvæmur er það nýjasta nýtt að borga í sömu mynt og haga sér eins. Þá er víst mest kúl að svara ekki í símann og senda eins atkvæðis sms eins og: ok, jebb eða nóbb. Er þetta alvöru karl- mennska? Svo ef maður tekur illa í þetta og hættir að vera í sambandi þá verða þeir alveg vitlausir, skilja ekki neitt í neinu og vilja allt fyrir mann gera. Einn vinur minn var til dæmis heitur fyrir stelpu sem hann fékk númerið hjá en lét það bíða að hringja í hana í heilar 2 vikur til að halda örugg- lega kúlinu og ekki virðast örvæntingarfullur. Svo þegar honum var virkilega farið að langa að hitta hana aftur hringdi hann í hana nokkrum sinnum og fékk aldrei svar. Þá var hann barasta búinn að missa tækifærið og hún orðin fúl á móti! Frekar súrt fyrir hann þar sem hann var ekki með neitt sérstaklega margar í símaskránni til að hringja í. Ég er ansi hrædd um að barátta okkar kvenna fyrir jafnrétti sé farin að skila sér í þessari mynd. Mér finnst alveg sjálfsagt að jafnréttið ráði ríkjum. Að við fáum sömu laun og tækifæri og þeir og að karlmenn fái barneignafrí og þátttökurétt í kvennahlaupinu. Þetta er samt einum of langt gengið. Það er svo sjarmerandi þegar karlmaður opnar fyrir manni hurðina, býður manni út að borða og fer eftir reglum gamla skólans. Kaldhæðnin er hins vegar sú að ef þeir fara of mikið eftir þessum reglum til dæmis með því að kaupa blóm þegar maður er rétt að kynnast eða skrifa ljóð þá verður manni flökurt, maður fær klígju og missir áhugann. Uppskriftin að því að heilla konu er: mikið af herramennsku, smá töffaraheit, fullt af næsheit- um, mjög takmörkuð væmni og láta henni finn- ast hún vera ótrúlega mikilvæg og ómissandi. Harmonísering er lykillinn! REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR VILL AÐ JAFNRÉTTIÐ RÁÐI RÍKJUM EN... Nýi skólinn ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S R O L 26 34 2 0 2/ 20 05 » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FÖSTUDÖGUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.