Fréttablaðið - 18.03.2005, Síða 80

Fréttablaðið - 18.03.2005, Síða 80
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Besti vinurinn Léttur öllari Slímseta guðanna Það er ekki einleikið hvað mann-kynið er þróunarfatlað, þótt við höfum eytt þúsundum ára í að þróa endalaus kerfi sem eiga að tryggja réttindi lýðsins. Við höfum skáldað hugtök eins og lýðræði, almannaheill, samhjálp, jafnrétti og hvað það allt heitir, en þegar upp er staðið erum við á sama stað og við vorum á þjóðveldisöld, sama stað og fyrstu hundrað árin eftir að land byggðist, sama stað og í norrænni goðafræði, sama stað og í grískri goðafræði og ef- laust væri hægt að leita enn aftar. En þetta dugar. Í ÖLLUM goðafræðum heimsins eru guðir sem hafa fátt þarfara að bardúsa en að ástunda valdníðslu á dauðlegum mönnum. Skella á hörmungum eins og uppskeru- bresti, aflaleysi, farsóttum og hentisemidauða þegar þeim sýnist. Umbuna og refsa að eigin geðþótta og án þess að nokkurt mannlegt afl fái rönd við reist. Hér á landi urðu strax til goðorð. Þeir sem voru ofan á í tilverunni skipuðu sér þar með í guðatölu og léku sín hlut- verk samkvæmt því. Og þótt við eigum elsta Alþingi í heimi er það bara brandari. Hvað gerðist þar? JÚ, þegar þjóðin var kristnuð lagðist eitt erfðagoðið undir feld og ákvað að þjóðin skyldi kristn- ast. Dálítið gerræðislegt athæfi. Svona er þetta enn í dag. Slímseta ríkisstjórnarinnar hefur rænt hana raunveruleikaskyni. Meðlimir hennar virðast halda að þeir séu ódauðlegir. Þeir setja á nýja skatta að geðþótta sem valda uppskeru- bresti í pyngjum lýðsins (nefskatt- ur), umbuna meðaljónum og van- hæfum vinum sínum með stöðu- veitingum (fréttastjóri) og refsa þeim sem ekki skjalla þá í verkum sínum (þrælsjóaðir fréttamenn). Þeir rústa skólakerfinu, sem sést best á því hversu valbrautum í framhaldsskólum hefur fækkað á síðastliðnum áratug, sem og heil- brigðiskerfinu, sem sést á því hversu mikið hlutur sjúklinga í sjúkra- og lyfjakostnaði hefur auk- ist á sama tíma. ÍSLAND er eitt af ríkustu löndum heims. En á kostnað hvers? Þjóðin verður veikari, þjakaðri og píndari með hverjum deginum sem líður. Í þágu hverra vinnur þessi guð? SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR BAKÞANKAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.