Fréttablaðið - 01.05.2005, Side 2

Fréttablaðið - 01.05.2005, Side 2
2 1. maí 2005 SUNNUDAGUR Reyna að komast hjá sorpgjaldi: Urðað fyrir utan Sorpustöð UMHVERFISMÁL „Við erum að finna allt mögulegt fyrir utan stöðina þegar við komum í vinnuna,“ segir Andrés Garðarsson, starfs- maður Sorpustöðvarinnar í Selja- hverfi. Þegar hann kom til vinnu sinnar í fyrradag beið hans þrjú- hundruð fermetra teppi sem óprúttnir menn höfðu skilið þar eftir til að komast hjá útgjöldum. Þannig spöruðu þeir sér fimmtán- hundruð krónur en starfsmenn Sorpu áttu í miklu basli með að koma teppinu í gám. Starfsmennirnir eru þó ýmsu vanir því ekki er óvanalegt að þeir finni þvottavélar, ísskápa og elda- vélar fyrir utan stöðina. „Maður kemur til vinnu með hnút í mag- anum og spyr bara hvað bíði manns í dag,“ bætir Andrés við. Endrum og sinnum kemur það líka fyrir að viðskiptavinir hreyti ónotum í starfsmenn og jafnvel hótunum. Þessu hefur Sorpa brugðist við með því að bjóða starfsmönnum sínum upp á nám- skeið hjá sálfræðingi. „Þetta er eins konar áfallahjálp,“ segir Andrés, sem segir viðskiptavini Sorpu þó almennt góða. „Þetta er enginn ruslaralýður,“ bætir hann við og hlær. – jse STYKTARSÖFNUN „Ég er hvergi banginn þótt illa hafi farið síðast,“ segir Kjartan Jakob Hauksson, sem hyggst nú klára siglingu sína umhverfis landið. Fyrir tveimur árum gerði hann síðustu tilraun, sem lauk með brotlendingu í Rekavík norður af Bolungarvík en þá hafði hann siglt frá Reykjavík. Á sjómannadaginn, 5. júní, ætlar hann að taka upp þráðinn aftur og leggja af stað frá Bolungarvík, sigla þrjú þúsund kílómetra leið til Reykjavíkur og loka þar með hringnum. Hann áætlar að ferðin taki sex til átta vikur. „Nú verð ég á mun hraðskreið- ari bát sem getur brotið öldurnar svo ég fái ekki brimið á mig og brjóti bátinn líkt og gerðist síð- ast,“ segir kappinn. Einnig er lík- legt að veðrið muni verða hag- stæðara að þessu sinni en síðast hófst ferðin í lok ágúst og var haustlægðin komin á kreik. Á meðan á ferðinni stendur mun Sjálfsbjörg safna fjármagni í svo- kallaðan Hjálparliðasjóð en félagið vill vekja athygli á möguleikum hreyfihamlaðra við þetta tækifæri. -jse Fækkað um helming í hernum á 15 árum Jafnt og þétt hefur dregið úr umsvifum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár. Hermönnum hefur fækkað um helming á 15 árum og íslensk- um starfsmönnum um tæp 40 af hundraði. VARNARLIÐIÐ Hermönnum á Kefla- víkurflugvelli hefur fækkað um ríflega helming frá 1990. Þá voru tæplega 3.300 hermenn hérlendis en þeir voru um 1.450 í byrjun þessa árs. Íslenskum starfsmönn- um varnarliðsins fækkaði um 38 af hundraði á sama tíma, úr 1.086 í 674. Þrátt fyrir þessa fækkun eru umsvif varnarliðsins enn veruleg hérlendis og fjárhagsleg áhrif af veru þess umtalsverð. Þannig námu heildargreiðslur til íslenskra aðila á vegum varnarliðsins árið 2003 samtals tæpum tólf milljörðum króna á árinu 2003. Að launakostn- aði frátöldum skiptast greiðslur fyrir verktöku og kaup á vörum og þjónustu þannig að fyrirtæki og stofnanir á Suðurnesjum fengu ríf- lega tvo og hálfan milljarð í sinn hlut en fyrirtæki og stofnanir á höfuðborgarsvæðinu og í öðrum landshlutum samtals tæpa fimm milljarða króna. Sjötíu af hundraði þeirra sem starfa fyrir varnarliðið eru búsettir á Suðurnesjum. Nettótekjur íslenska hagkerf- isins á síðasta ári af viðskiptum og þjónustu við varnarliðið, áður- greindir tólf milljarðar, samsvara einu og hálfu prósenti af vergri landsframleiðslu en til saman- burðar námu fjárhagsleg umsvif varnarliðsins 2,6 prósentum af vergri landsframleiðslu árið 1990. Til hliðsjónar kostaði rekstur varnarliðsins á síðasta ári um 18 milljarða króna; um 250 milljónir dollara. Tölur um fjölda hermanna segja ekki alla söguna um fjölda þeirra sem hér dvelja í tengslum við varnarliðið. Þær tölur eru mun hærri þegar fjölskyldur her- manna eru reiknaðar með. Heild- arfjöldi þeirra sem hér dvöldu á vegum hersins árið 1990 var þannig um fimm þúsund manns en var liðlega 3.330 í upphafi þessa árs. - ssal Þýskt fyrirtæki: Íranar fá upplýsingar FRANKFURT, AP Þýsku tímaritin Der Spiegel og Focus sögðu í gær að þýskt fyrirtæki lægi nú undir grun um að selja hergögn til Íran. Der Spiegel segir að fyrirtækið sé grunað um að hafa allt frá 2002 selt Írönum tækni til að byggja eldflaugar. Focus segir að fyrir- tækið heiti Tira, og að sendingar þess til Íran hafi verið stöðvaðar af vinveittum njósnurum í Dubai síðla árs 2004. Bæði tímaritin segja að tæknin sem seld var hafi verið notuð til að byggja upp meðaldrægar eld- flaugar sem geti borið kjarna- vopn. Ísrael og ýmsar herstöðvar Bandaríkjanna eru innan þess svæðis sem eldflaugarnar ná til. ■ ■ SÝRLAND AFTUR VINIR ÍRAKA Utanríkisráð- herra Sýrlendinga, Farouk al- Sharaa, sagði á laugardag að land sitt væri að endurreisa stjórn- málasamband við Írak eftir rúm- lega tveggja áratuga kulda. Sam- skipti á milli landana tveggja versnuðu eftir að Sýrlendingar stilltu sér upp við hlið Írana í Írak-Íran stríðinu 1980. Stjórn- málasambandi var slitið árið 1982. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLVELTA Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á þjóðveginum rétt við Ingólfshvol um fimmleytið síðdegis í gær með þeim afleið- ingum að bifreiðin fór út af veg- inum og valt nokkrar veltur. Öku- maðurinn hlaut höfuðáverka og var sendur á sjúkrahús í Reykja- vík til rannsóknar. Bíllinn er ónýtur, að sögn lögreglunnar á Selfossi. TEKIN MEÐ FÍKNIEFNI Þrjú ung- menni voru tekin með lítilræði af kannabisefnum í Hveragerði í fyrrinótt. Voru þau undir áhrif- um áfengis og fíkniefna og vakti hegðan þeirra grunsemdir lög- reglunnar á Selfossi. Þau gistu fangageymslur lögreglunnar í fyrrinótt en voru svo yfirheyrð í gær og sleppt að því loknu. Óðs manns æði: Tekinn á 180 UMFERÐARMÁL Lögreglan í Reykja- vík stöðvaði í fyrrinótt ökumann á bifhjóli þar sem hann ók á 180 kíló- metra hraða eftir Kringlumýrar- braut en þar er leyfilegur hámarks- hraði 80 kílómetrar á klukkustund. Hann má búast við ökuleyfissvipt- ingu og háum sektum. Lögreglan segir að með þessu athæfi hafi maðurinn stefnt sjálf- um sér og samborgurum sínum í hættu þar sem hann hefði ekki getað brugðist við neinu óvæntu frá öðrum ökumönnum og því hafi þetta verið óðs manns æði. - jse Holtasmára 1 • 201 Kópavogur Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasiða: www.apollo.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 Öll verðdæmi í tvíbýli með öllu! Nánari upplýsingar á www.apollo.is Spánnýir sólarsmellir í júní - og Kaupmannahöfn í kaupbæti 68.990 kr. Kanaríeyjar 64.990 kr. Djerba í Túnis 64.990 kr. Sharm el Sheikh í Egyptalndi draCretsaM udnuM !aninusívá aðref 64.990 kr. Cesme í Tyrklandi frá 59.990 kr. Krít, Kos, Ródos, Samos og Zakynhtos í Grikklandi SPURNING DAGSINS Steinunn, hvenær hefst svo til- tektin innanhúss? „Ég er búin að gera hreint fyrir mínum dyrum.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri tók til fyrir utan Ráðhúsið á föstudag en þá hófst hreins- unarátak Reykjavíkurborgar. Formaður Vinstri grænna: Átti hlut í átta fyrirtækjum STJÓRNMÁL Þingmenn Vinstri grænna hafa birt lista yfir eignir sínar. Þrír þeirra eiga h l u t a b r é f ; Steingrímur J. Sigfússon for- maður, Jón B j a r n a s o n , N o r ð u r l a n d i vestra, og Ög- mundur Jónas- son, Reykjavík. Steingrímur átti hlutabréf í átta fyrirtækjum um áramót, mest í Hraðfrystistöð Þórshafnar en líka í Efnalaug Suð- urlands, Fjallalambi, Seljalaxi, Ís- landsbanka, Landssímanum, Marel og Sparisjóði Þórshafnar og ná- grennis. Jón átti hlut í Hólalaxi og Stofn- sjóði Kaupfélags Skagfirðinga og Ögmundur átti hlut í Landsbankan- um. - ghs ANDRÉS GARÐARSSON Starfsmenn Sorpu finna allt mögu- legt fyrir utan stöðina þegar þeir koma til vinnu. Í fyrradag beið þeirra þetta þrjúhundruð fermetra teppi. KJARTAN J. HAUKSSON Kjartan er hvergi banginn og ætlar að klára hringferðina sem hófst fyrir tveimur árum en fyrri hálfleik lauk með brotlendingu norður af Bolungarvík. Hann fékk í gær nýjan bát til fararinnar. Rær í kringum landið í þágu hreyfihamlaðra: Sjóbrotsmaður klárar túrinn FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N HEILDARGREIÐSLUR TIL ÍSLENSKRA AÐILA VEGNA VARNARLIÐSINS ÁRIÐ 2003 (í milljörðum króna) Laun og launatengd gjöld 4.293.591.297 Verklegar framkvæmdir 2.730.713.641 Vörukaup, hiti og rafmagn 1.169.597.679 Þjónustusamningar þar með taldir við Ratsjárstofnun, lögreglu og tollgæslu 3.018.933.893 Ferðakostnaður og tómstundaiðja 85.359.026 Póstur, pökkun og vöruflutningar 581.852.216 Einkaneysla 1.322.082 Samtals kr. 11.881.369.834 VARNARLIÐIÐ Verulega hefur fækkað í sveitum Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár. STEINGRIMUR J. SIGFÚSSON.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.