Fréttablaðið - 01.05.2005, Page 4

Fréttablaðið - 01.05.2005, Page 4
4 1. maí 2005 SUNNUDAGUR Árásir í Kaíró: Sprengt og skotið á ferðamannasvæðum KAÍRÓ, AP Tvennt lést og að minnsta kosti tíu særðust í gær í tveim árásum á vinsælum ferða- mannastöðum í Kaíró í Egypta- landi. Talið er að hin látnu hafi bæði verið árásarfólk. Sam- kvæmt heimildum AP-fréttastof- unnar er talið að árásirnar séu tengdar. Í fyrra tilvikinu stökk maður fram af brú í miðborg Kaíró með sprengju innanklæða með þeim afleiðingum að sprengjumaður- inn lést og þrír Egyptar og fjórir ferðamenn særðust; ísraelsk hjón, sænskur maður og ítölsk kona. Sár þeirra eru ekki talin alvarleg. Að sögn innanríkisráðuneytis- ins í Egyptalandi var lögreglan að elta manninn þegar hann stökk og sprengdi sprengjunna. Hann var grunaður um aðild að sprengjuárás á markaði þann 7. apríl þar sem tveir Frakkar og Bandaríkjamaður létust. Um tveimur klukkustundum síðar hófu tvær konur skothríð í ferðamannarútu í gamla hluta borgarinnar. Önnur þeirra lést og talið er að hin hafi særst þegar lögreglusveitir skutu á móti. Tveir Egyptar til viðbótar særðust í árásinni, en allir ferða- mennirnir í rútunni eru taldir heilir á húfi. ■ Utangarðsmenn til höfuðs leiðindunum Alls kyns utangarðsframboð lífga upp á annars spennulitla kosninga- baráttuna fyrir þingkosningarnar í Bretlandi á fimmtudaginn. BRETLAND, AP Þingkosningar fara fram í Bretlandi á fimmtudag- inn. Mörgum hefur þó þótt skorta á spennu í kosningabar- áttuna enda benda allar skoðana- kannanir til að Verkamanna- flokkur Blairs forsætisráðherra fái endurnýjað umboð til að halda um stjórnartaumana þriðja kjörtímabilið í röð. Þeim til upp- lyftingar sem þykir svo spennu- laus kosningabarátta leiðinleg vill til að upp á hana lífga menn eins og „gólandi lávarðurinn“ Alan Hope, Biro lávarður og Kapteinn Beany. Allt í allt eru um 3.500 manns í framboði fyrir meira en 100 flokka í 646 kjördæmum Stóra- Bretlands. Þessir frambjóðendur spanna allt litróf stjórnmálanna, frá harðlínukommúnistum til hægriöfgamanna. Sumir vonast til að athyglin sem þeir fá sem frambjóðendur nýtist til að vekja athygli á einstökum málum, svo sem Íraksstríðinu eða lögleið- ingu hassneyslu. Aðrir eru einfaldlega sérvitr- ingar: Flokkur herskáu Elvis- kirkjunnar og Nýi þúsaldar- baunaflokkurinn eru dæmi um slík framboð. „Ég veit að ég mun ekki sigra,“ segir Alan „gólandi lávarður“ Hope, glaðsinna leið- togi Opinbera skrímslis- hringlandi-brjálæðinga-flokks- ins (The Official Monster Raving Loony Party). „Það eina sem ég vil er að fá kannski fimm til sex þúsund atkvæði, bara til að koma hinum flokkunum til að hugsa: hvað erum við að gera rangt?“ Flokkur Hopes hefur verið kallaður „guðfaðir“ slíkra sprell- framboða í Bretlandi enda stofn- aður fyrir 41 ári. Kosningamottó hans hefur frá upphafi verið „Kjósið brjálað; þið vitið að það er vit í því“. Sporgönguflokkarn- ir eru nú orðnir margir. Þar á meðal er Nýi þúsaldar-bauna- flokkurinn, en fyrir honum fer Kapteinn Beany, sjálfskipuð ofurhetja sem baðar sig í bökuð- um baunum, og Flokkur herskáu Elvis-kirkjunnar, sem Biro lávarður, einlægur aðdáandi rokkkóngsins, fer fyrir. Flokkur Biros berst meðal annars fyrir því að bannað verði að auglýsa ruslfæði í skólum og á sjúkra- húsum, vegna þess að „Elvis var fíkinn í ruslfæði og við vitum öll hvað það gerði honum“. - aa Bæjarstjórinn í Fjarðabyggð: Húsin tengd hitaveitu í júní HITAVEITA Verið er að leggja hita- veitu á Eskifirði og verða fyrstu húsin tengd í júní. „Farið var í skipulega leit í Fjarðabyggð eftir sameiningu sveitarfélagsins og er hitaveitan á Eskifirði niðurstaðan af því,“ segir Guðmundur Bjarna- son, bæjarstjóri í Fjarðabyggð. Leitað er að heitu vatni á Reyð- arfirði og í Norðfirði en áður voru firðirnir alltaf taldir köld svæði. Leitin er lengra komin á Reyðar- firði; þar hafa fundist „góðar vís- bendingar“ en ekki er búið að staðsetja tilraunaholur. - ghs Eiturlyf á Akureyri: Með hassið í hárinu DÓMSMÁL Maður og kona hlutu á föstudag dóm í Héraðsdómi Norður- lands eystra fyrir að hafa í fyrra í tvígang reynt að smygla lítilræði af hassi inn í fangelsið á Akureyri. Fyrst reyndi konan að smygla efninu í hárinu og svo í bréfum sem hún kom með í fangelsið. Þá hlaut maðurinn dóm fyrir að hafa ölvaður og próflaus endað ökuferð utan veg- ar. Konan var sektuð um 30 þúsund krónur en maðurinn dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar. Þá var maður dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir tæp tvö grömm af amfetamíni og 16 e-töflur sem hann var með á sér inni á skemmtistaðnum Sjallanum á Akur- eyri. - óká ■ LÖGREGLUFRÉTTIR KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,12 63,42 120,7 121,28 81,75 82,21 10,978 11,042 10,033 10,093 8,913 8,965 0,6001 0,6037 95,68 96,26 GENGI GJALDMIÐLA 29.04.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 112,91 Veltur á vegum: Vagn og velta SLYS Bílvelta varð á sveitaveginum í Breiðdal um tíuleytið í gærmorgun. Að sögn lögreglunar á Fáskrúðsfirði er vegur þarna mjór og erfiður og þegar mikil vindkviða skall á bíln- um valt hann á hliðina. Ökumann og farþega sakaði ekki og er bíllinn lítið skemmdur. Um níuleytið í fyrrakvöld valt svo tengivagn flutningabíls við þjóðveginn í grennd við Kirkjubæj- arklaustur. Lögreglan á Vík fékk aðstoð frá Björgunarsveit Kirkju- bæjarklausturs við að koma vagnin- um aftur á hjól og var því lokið rétt fyrir miðnætti. - jse ENDUR Í KEA-HRETINU Á ÓLAFSFIRÐI Það er trú margra Norðlendinga að það snjói alltaf þegar KEA heldur vorfund. Þessar endur voru skelkaðar í hretinu og virðast því ekki hafa vitað af fundinum. Snjór fyrir norðan og austan: Árlegt KEA-hret VEÐURFAR „Þetta er bara hið árlega KEA-hret,“ sagði lögreglan á Ólafs- firði um snjóinn sem kyngdi niður í gær. Til frekari útskýringa standa margir Norðlendingar í þeirri trú að það snjói alltaf þegar KEA heldur vorfund sinn. „Ég held þeir hafi verið að funda í gær og það fór bara allt á kaf,“ sagði einn viðmæl- andi Fréttablaðsins fyrir norðan. Á Austfjörðum lentu nokkrir bíl- stjórar í vandræðum í snjónum þar sem flestir voru komnir á sumar- dekk eins og lög gera ráð fyrir. – jse „BRJÁLÆÐINGARNIR“ Alan „gólandi lávarður“ Hope ásamt fleiri virkum flokksmönnum The Official Monster Raving Loony Party. SKJÓTUM UPP FÁNA Fáni Opinbera skrímslis-hringlandi-brjál- æðinga-flokksins, „guðföður“ breskra sprellframboða. SPRENGJUMAÐUR LÁTINN Þau sem létust í árásum í Kaíró í gær voru bæði árásarfólk. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P ÓLÆTI Í SUMARBÚSTAÐ Sumarbú- staðapartí sem tíu ungmenni efndu til í grennd við Kirkjubæjarklaust- ur í fyrrinótt fór á verri veg þegar slagsmál og óspektir upphófust. Lögreglan á Vík var kölluð á svæð- ið um klukkan þrjú til að skakka leikinn og fékk einn partígestanna að sofa úr sér í fangageymslu. Að sögn lögreglunnar virðist of mikil áfengisneysla hafa valdið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.