Fréttablaðið - 01.05.2005, Síða 10

Fréttablaðið - 01.05.2005, Síða 10
Við kaup KB banka á Sing- er&Friedlander verður til banki með eigið fé upp á 200 milljarða og eignir upp á 2.000 milljarða. KB banki hefur með yfirtöku og innri vexti nær tífaldast að stærð á tveggja ára tíma- bili. Kaupin í Bretlandi nú eru enginn endapunktur á vaxtarskeiði bankans. Hafliði Helgason fjallar um vöxtinn og kaupin á S&F. Fyrir réttum tveimur árum síðan birti Kaupþing banki uppgjör sitt. Forstjóri bankans, Hreiðar Már Sigurðsson, var sáttur við rekstr- arárangurinn. Hagnaðurinn á fyrsta ársfjórðungi 2003 nam 800 milljónum og heildareignirnar 228 milljörðum. Tveimur árum síðar er sami forstjóri einnig sáttur við upp- gjör fyrstu þriggja mánaða árs- ins. Hagnaðurinn er ellefu millj- arðar og heildareignirnar tæpir 1.700 milljarðar króna. Samhliða uppgjörinu er upplýst að stjórn breska bankans Singer&Fried- lander mæli með yfirtökutilboði KB banka í breska bankann. Eftir þá yfirtöku er KB banki um það bil níu til tíu sinnum stærri en hann var fyrir tveimur árum. Eftir innlimun S&F verða heildar eignir bankans yfir tvö þúsund milljarðar og eigið fé yfir tvö hundruð milljarðar króna. Mark- aðsvirði bankans er yfir 350 milljarðar króna, sem gerir KB banka sjöunda stærsta banka Norðurlanda og áttunda stærsta fjármálafyrirtækið. Þetta eru miklar breytingar á tveimur árum og áfram verður stefnt að vexti. Með þriðjung í Carnegie Miðað við kauptilboð KB banka í S&F er breski bankinn metinn á um 64 milljarða króna, þar af á KB banki fyrir tæp 20 prósent. Það væri synd að segja að kaupin nú kæmu á óvart. Allt frá því að KB banki keypti tæplega tíu prósenta hlut í S&F í nóvember 2003 hafa flestir verið þeirrar skoðunar að KB banki ætlaði sér að kaupa breska bankann. Þegar fyrstu kaupin voru gerð átti S&F 35 prósenta hlut í Carnegie sem var seldur skömmu eftir kaup KB banka. Var talið að Svíarnir hefðu þrýst á um að S&F seldi hlut sinn, af ótta við að KB banki stefndi að yfirtöku á Carnegie. Það mun þó ekki hafa verið meiningin á þeim tíma, en nú er Burðarás stærsti hluthafinn í Carnegie. Fyrir réttu ári jók KB banki hlut sinn í S&F í tæplega 20 prósent og þeir fáu sem velkst höfðu í vafa um fyrirætlanir KB banka voru nú sannfærðir. Yfir þetta tímabil hafa fjölmargir ís- lenskir fjárfestar veðjað á yfirtöku og keypt hlut í breska bankanum. Burðarás keypti tæplega tíu pró- senta hlut og varð það til þess að gengið hækkaði. Margir eru þeirr- ar skoðunar að kaup Burðaráss hafi seinkað því að KB banki lét til skara skríða. Fleiri stoðir í Bretlandi Kaupin nú eiga sér langan aðdrag- anda og að sögn Hreiðars Más eru þrjú ár síðan byrjað var að skoða bankann. KB banki hefur átt menn í stjórn bankans og sam- vinna verið á milli bankanna. KB banki gaf sér því góðan tíma í að kynnast lykilstarfsmönnum bank- ans. Efti langt tilhugalíf virðast stjórnendur Singer& Friedlander una glaðir við að fá nýjan eiganda. Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður KB banka, og Hreiðar Már hafa margsinnis lýst mark- miðum bankans í útrásinni, sem eru að starfa á sem flestum svið- um bankastarfsemi í öllum Norð- urlöndunum og í Bretlandi. Með kaupunum á Singer er KB banki búinn að koma upp öflugri starf- semi á öllum sviðum bankastarf- semi, nema í verðbréfamiðlun. Líklegt er að bankinn muni á næstunni annað hvort kaupa verð- bréfamiðlun eða stofna sína eigin. Finnland og Noregur eftir Sigurður Einarsson hefur lýst því yfir að bankinn sé nokkuð sáttur við núverandi starfsemi bankans í Svíþjóð og Danmörku. Bretland hefur nú bæst í þann hóp, en bankinn horfir til þess að bæta fleiri stoðum við starfsemi sína í Noregi og Finnlandi. Bankinn hefur skilgreint Norðurlöndin og Bretland sem kjarnamarkað sinn, en á aðalfundi bankans sagði Sig- urður að horft yrði til tækifæra í nágrannalöndum kjarnamarkað- ar. Margir telja líklegt að bankinn horfi til fjármálafyrirtækja sem komið hafa upp starfsemi í Eystrasaltsríkjunum. Íslenskir fjárfestar eru meðal þeirra sem fjárfest hafa á þeim slóðum og norrænir bankar hafa verið að koma þar upp starfsstöðvum. Stjórnarformaður bankans hafði í fyrri ræðum og kynningum á bankanum látið kjarnamarkaðinn duga þegar stefnu bankans var lýst. Í orð hans á aðalfundinum má því lesa að hann hafi talið tímabært að opna á fleiri svæði. Hvergi nærri hættir Fjármálafyrirtæki í Mið- og Norð- ur-Evrópu gætu því verið til skoð- unar í bankanum. Stærð bankans gerir það að verkum að nú er úr mun meiri flóru að velja. Kaup á Singer&Friedlander hefðu verið stór biti fyrir KB banka fyrir að- eins nokkrum misserum. Nú er bit- inn vel viðráðanlegur. KB banki er orðinn verðmætara fyrirtæki en Skandia, sem einhvern tímann hefðu þótt tíðindi. Næsti banki til að vaxa yfir er bankinn og trygg- ingafélagið Sampo í Finnlandi. Sú stefna sem nú er að skila KB banka í hóp sjö stærstu banka Norðurlanda var mörkuð fyrir nokkrum árum. Kaupþing ætlaði sér þá að verða leiðandi fjárfest- ingarbanki á Norðurlöndum. Þá þótti mörgum það harla ólíkleg framtíðarsýn. Nú er staðan sú að miðað við hvernig til hefur tekist síðustu örfá árin er markmiðið síður en svo fjarlægt og líkurnar á að staðar verði numið engar. ■ ÞEKKJAST VEL Sigurður Einarsson og samstarfsfólk hans hófu að kynna sér breska bankann Singer&Friedlander fyrir þremur árum. Hann og Tony Shearer, forstjóri S&F, þekkjast því vel nú þegar stjórn breska bankans hefur mælt með því við hluthafa að þeir taki tilboði KB banka. 10 1. maí 2005 SUNNUDAGUR vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is Stærð bankans gerir það að verkum að nú er úr mun meiri flóru að velja. Kaup á Singer&Fried- lander hefðu verið stór biti fyrir KB banka fyrir aðeins nokkrum misserum. Nú er bitinn vel við- ráðanlegur. KB banki er orðinn verðmætara fyrirtæki en Skandia, sem einhverntímann hefðu þótt tíðindi. Næsti banki til að vaxa yfir er bankinn og tryggingafélagið Sampo í Finnlandi. HELSTU STÆRÐIR SAMEINAÐS BANKA UM ÁRAMÓT 2004 – Í MILLJÖRÐUM KRÓNA* KB banki Singer & Friedlander Sameinaður banki Rekstur: Hreinar vaxtatekjur 18,9 10,7 29,6 Hreinar þóknanatekjur 13,3 4,5 17,8 Rekstrartekjur samtals 48,6 15,6 64,2 Hagnaður 15,8 3,2 19,0 Efnahagur*: Heildareignir 1675,6 334,8 2010,5 Útlán 1188,6 192,6 1381,2 Innlán 226,1 182,8 408,9 Eigið fé 157,3 43 200,3 Eignir í stýringu 508,0 449 957,0 *Miðað er við áramótauppgjör hjá S&F en uppgjör fyrsta ársfjórðungs hjá KB banka. YFIRTÖKUR KAUPÞINGS Á FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJUM 2001 Sofi Finnland 2002 JP. Nordiska Svíþjóð 2003 Búnaðarbankinn Ísland 2003 Norvestia Finnland 2004 A Sundvall Noregur 2004 FIH Danmörk 2005 Singer& Friedlander Bretland Tífaldast á tveimur árum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.