Fréttablaðið - 01.05.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 01.05.2005, Síða 12
Á þessum degi árið 1970 fylktu Rauðsokkur í skrúðgöngu sem markaði þar með upphaf kvenna- baráttunnar hinnar nýju. Vilborg Dagbjartsdóttir var einn af brautryðjendum hreyf- ingarinnar og man vel eftir göng- unni. „Hugmyndin kviknaði í aprílbyrjun þetta ár,“ rifjar hún upp. „Það höfðu borist fréttir frá Danmörku af hreyfingu sem kall- aði sig Rauðsokkur. Þær höfðu gert usla í Kaupmannahöfn. Ég keypti tímarit þar sem sagt var frá þessari hreyfingu og sýndi það ungum konum sem voru að kenna með mér. Þær töldu að það gæti orðið gaman að gera eitt- hvað þessu líkt hér. Þá fékk ég hugmyndina um að taka þátt í skrúðgöngunni 1. maí og við töld- um okkur geta gert verulegt bimm bamm.“ Vilborg segir að óánægja meðal kvenna hafi lengi kraumað undir yfirborðinu og það var ekki nein tilviljun að þær ákváðu að minna á réttindi sín hinn 1. maí. „Við vildum mótmæla því hvern- ig verkalýðshreyfingin hafði svikið konur. Verkalýðshreyfing- in var kynskipt og konur á mun lægri töxtum en karlar. Giftar konur voru ekki skattborgarar, heldur greiddu eiginmenn þeirra skatt. Það ríkti mikið misrétti og það var ávallt talað um konur sem heimavinnandi húsmæður þótt þær væru á vinnumarkaði. Það hefði ekki verið hægt að reka þetta þjóðfélag ef konur hefðu setið heima.“ Gangan var auglýst í útvarp- inu og konur hvattar til að mæta í rauðum sokkum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og Vilborg segir það hafa komið sér á óvart hversu margar konur dreif að. En það gekk ekki þrautalaust fyrir sig að fá að þramma með í skrúð- göngunni. „Nokkrum verkalýðs- foringjum fannst við vera að lítilsvirða gönguna með fíflalát- um og vildu banna okkur að vera með. Loks samdist okkur um að við fengjum að reka lestina í göngunni, sem og við gerðum.“ Í göngunni fylktu femínistar liði með stóra styttu af Venus í fararbroddi. Styttuna fengu rauðsokkur úr Lýsiströtu Aristó- fanesar sem Brynja Benedikts- dóttir hafði sett upp fyrr um vet- urinn í Háskólabíó. Á styttunni var borði sem á stóð: Manneskja – ekki markaðsvara. „Þetta vakti heilmikla athygli og var upphaf að uppreisn,“ segir Vilborg. „Þó margt sé enn óunnið vöktum við rækilega athygli á því að það er mannréttindabrot að mismuna fólki eftir kyni.“ ■ 12 1. maí 2005 SUNNUDAGUR JOSEPH HELLER (1923-1999) fæddist á þessum degi. TÍMAMÓT: 35 ÁR FRÁ UPPHAFI RAUÐSOKKAHREYFINGARINNAR Mótmæltum svikum við konur „Þegar einhver fullyrðir að ég hafi ekki skrif- að neitt nærri því jafn gott og Catch-22 finnst mér freistandi að spyrja: Hefur það einhver?“ - Bandaríski rithöfundurinn Joseph Heller er frægastur fyrir bók sína Catch-22 sem kom út árið 1961. Í enskri tungu er titill bókarinnar orðinn viðurkennt hugtak yfir að vera á milli steins og sleggju. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Jón B. Kristinsson, húsasmíðameistari, Nónvörðu 2, Keflavík, lést fimmtudaginn 28. apríl. Snorri Pétursson, Hátúni 10b, lést miðvikudaginn 13. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey. AFMÆLI Ragnheiður Torfadóttir, fyrrverandi rektor MR, er 69 ára. Álfheiður Ingadóttir líffræðingur er 54 ára. Unnur Ólafsdóttir veðurfræðingur er 53 ára. Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur er 52 ára. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, blaðamaður og skáld, er 34 ára. Á þessum degi árið 1941 var kvik- myndin Citizen Kane eftir Orson Welles frumsýnd í New York. Orson Welles fæddist árið 1915 og ólst upp í Chicago. Faðir hans var uppfinningamaður og móðir hans konsertpíanisti. Sjálfur var hann mikið undrabarn, varð snemma ljóð- og tónelskur auk þess að vera góður teiknari. Hann ákvað að fara ekki í háskóla og ferðaðist þess í stað um heiminn. Árið 1931 hóf hann leikferil sinn á Írlandi. Hann sneri til Bandaríkj- anna ári síðar en fékk engin hlut- verk á Broadway. Þá flutti hann til Spánar og vann meðal annars fyrir sér sem nautabani. Þegar hann kom aftur til Banda- ríkjanna fékk hann loksins hlutverk í Rómeó og Júlíu á Broadway. Árið 1937 stofnaði Welles Merc- ury-leikhúsið, sem skyldi einbeita sér að leikhúsi á sviði og í útvarpi. Ári síðar flutti Welles leikritið Innrásin frá Mars í útvarpi, sem kom honum á spjöld sögunnar. Flutningur hans þótti svo raunverulegur að margir hlust- endur trúðu að geimverur væru í raun og veru að ráðast á jörðina. Welles var aðeins 25 ára þegar hann kvað sér hljóðs á hvíta tjald- inu. Þá samdi hann, fram- leiddi, leikstýrði og lék í Cit- izen Kane. Titilhlutverkið var byggt á persónu auð- kýfingsins Williams Rand- olph Hearst, sem reyndi allt hvað hann gat til að koma í veg fyrir sýningu myndar- innar. Það bar að vissu leyti árangur því að aðsókn á myndina var dræm. Citizen Kane þykir hins vegar marka straum- hvörf í kvikmyndasögunni hvað myndatöku og uppbyggingu varðar og hafði mikil áhrif á yngri kyn- slóðir kvikmyndagerðarmanna. Oftar en ekki er hún nefnd til sem besta kvikmynd fyrr og síðar. ÚR CITIZEN KANE ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1886 Bandarískir verkamenn hefja verkfall og krefjast átta stunda vinnudags. 1889 Alþjóðlegur frídagur verka- manna haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti. 1923 Alþýðusambandið gengst fyrir hátíðarhöldum og kröfugöngu í Reykjavík í fyrsta sinn í tilefni baráttu- dags verkamanna. 1939 Myndasögurnar um Leður- blökumanninn koma út í fyrsta skipti. 1945 Karl Dönitz aðmírall tekur formlega við völdum í Þýskalandi í kjölfar andláts Adolfs Hitler. 1965 Þyrla ferst við Kúagerði, sunnan Hafnarfjarðar. Fimm fórust. 1967 Elvis Presley giftist Priscillu. 1997 Tony Blair er kjörinn for- sætisráðherra Bretlands. Citizen Kane frumsýnd í New York VERKALÝÐSDAGURINN 1970 Konur dreif að úr öllum áttum til að taka þátt í göngunni og minna á að það er mannréttindabrot að mismuna fólki eftir kyni. VILBORG DAGBJARTSDÓTTIR Taldi sig og sínar geta gert verulegt „bimm bamm“ með mótmælum á verkalýðsdaginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Eiginmaður minn og faðir okkar, Hjálmar S. Helgason Holtagerði 84, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju mánudaginn 2. maí kl. 15. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Kristbjörg Pétursdóttir, Þórir Hjálmarsson, Magni Hjálmarsson. Ástkær fósturfaðir, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Svavar Gíslason vörubílstjóri, frá Viðey, Traðarlandi 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 2. maí kl. 15.00. Ellen Emilsdóttir Svava Svavarsdóttir Geir Svavarsson Jóhanna Svavarsdóttir Jóhannes Svavarsson Esther Svavarsdóttir Jóhannes Björnsson afa- og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jörundur Kristinsson skipstjóri, Foldasmára 11, Kópavogi, sem lést á líknardeild LSH í Kópavogi sunnudaginn 24. apríl sl., verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 4. maí kl 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Auður Waagfjörd Jónsdóttir Kristinn Jörundsson Steinunn Helgadóttir Kristín Bára Jörundsdóttir Eiríkur Mikkaelsson Jón Sævar Jörundsson Rita Sigurgarðsdóttir Alda Guðrún Jörundsdóttir Jóhann G. Hlöðversson Anna Sigríður Jörundsdóttir Bjarni Kr. Jóhannsson Jörundur Jörundsson Áslaug Hreiðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.