Fréttablaðið - 01.05.2005, Page 21

Fréttablaðið - 01.05.2005, Page 21
3 ATVINNA Fræðslu- og framkvæmdastjóri ber ábyrgð á rekstri og starfsemi Prenttæknistofnunar, sem hefur það meginhlutverk að þjóna prentiðnaði varðandi menntunarmál, hvort heldur er á sviði sí- og endurmenntunar eða grunnmenntunar. Prenttæknistofnun er fræðsludeild prentiðnað- arins og vinnur náið með þeim aðilum sem bera ábyrgð á starfshæfni í greininni. Helstu verkefni á sviði fræðslumála: • Greinir þarfi r prentiðnaðarins fyrir þekkingu og færni með því að fylgjast vel með því sem er að gerast í greininni hér heima og erlendis • Vinnur að uppfyllingu þarfa prentiðnaðarins fyrir sí- og endurmenntun í samstarfi við lykilfólk innan prentiðnaðarins, innlendar og erlendar menntastofnanir og systurfélög • Skipuleggur fræðslustarfi ð, þróar námstilboð vor og haust ár hvert og annast markaðs- setningu og framkvæmd þess • Annast ráðgjöf til prentiðnaðarins varðandi kennslufræðilegan þátt sí- og endurmennt- unar • Stuðlar að bættri grunnmenntun í bókiðn- greinum með námskeiðum fyrir kennara, námsefnisgerð, eftirliti og öðrum skyldum verkefnum samkvæmt nánara samkomulagi við yfi rvöld menntamála Helstu verkefni daglegs reksturs: • Fjármálastjórnun • Samstarf við fræðslumiðstöðvar iðnaðarins • Sinnir verkefnum á vegum Starfsgreinaráðs í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum • Ritstýrir útgáfu fréttabréfsins ,,Hin svarta list” og vefsetrinu www.pts.is Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun á sviði upplýsinga- eða fjölmiðla- greina og/eða háskólamenntun • Menntun í kennslufræði og/eða reynsla af kennslu æskileg • Þekking á prent- og upplýsingaiðnaði æskileg Við leitum að einstaklingi sem hefur framúr- skarandi samskiptafærni, er sjálfstæður í vinnu- brögðum, hefur frumkvæði til þess að fara nýjar leiðir og hæfi leika til að selja hugmyndir sínar. Viðkomandi verður að geta tjáð sig auðveldlega í ræðu og riti jafnt á íslensku sem ensku og vera fær um að byggja upp traust tengslanet innanlands og utan. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 10. maí nk. Númer starfs er 4479. Hallveigarstíg 1, sími: 590 6400, Fax: 590 6401, netfang: pts@pts.is, www.pts.is FRÆÐSLU- OG FRAMKVÆMDASTJÓRI PRENTTÆKNISTOFNUNAR Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson • Netfang: thorir@hagvangur.is ODDI H ÖN NU N M 16 16 Eigendur Prenttæknistofnunar eru Félag bókagerðarmanna og Samtök iðnaðarins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.