Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2005, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 01.05.2005, Qupperneq 25
7 ATVINNA Starfsmaður í grænmetisvinnslu Hollt og Gott ehf. óskar eftir að ráða starfsmann til starfa í vinnslu fyrirtækisins í Reykjavík. Vinnutími er frá kl. 04.00 á morgnana til kl. 12.00 á hádegi. Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur Reynisson, framleiðslustjóri í síma 575-6054. Icelandair er fyrirtæki í forystu á alþjóðamarkaði í ferðaþjónustu.Við erum í öflugri sókn og sækjumst eftir einstaklingum til að taka þátt í uppbyggingu okkar á komandi árum. Markaðsstjórar / Sölustjórar Vilt þú markaðssetja Ísland og vaxa með okkur? • Icelandair er kraftmikið ferðaþjónustufyrirtæki sem tekur þátt í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði. • Icelandair er framsækið fyrirtæki, leiðandi í ferða- þjónustu á Íslandi, leiðandi í markaðssetningu á Internetinu og í fremstu röð í þróun upplýsinga- tækni. • Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni félagsins. Hjá Icelandair starfa um þúsund manns af mörgum þjóðernum í tíu löndum. • Icelandair leggur áherslu á að starfsmenn félagsins séu þjónustusinnaðir og tilbúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni í alþjóðlegu starfs- umhverfi. • Icelandair leggur áherslu á þjálfun starfsmanna og símenntun, hvetur starfsmenn til heilsuræktar og styður við félagsstarf starfsmanna. • Icelandair er reyklaust fyrirtæki. Við leitum að öflugu fólki sem hefur reynslu af markaðs- og sölumálum og almennum stjórnunarstörfum til starfa við stjórnunarstörf á Íslandi og erlendis. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi fullan vilja og getu til að búa og starfa erlendis til nokkurra ára. Starfssvið: • Ábyrgur fyrir greiningu á sölutölum og markaðsupplýsingum • Þróa markaðsáætlanir og stýra framkvæmd þeirra • Útbúa markaðs- og söluskýrslur • Ábyrgur fyrir Internetsölu og markaðssetningu á Internetinu • Ábyrgur fyrir markaðssamskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila • Starfsmannastjórnun • Útbúa auglýsingaáætlanir Hæfniskröfur: Við leitum eftir kraftmiklum og áhugasömum einstaklingum með háskólamenntun í markaðs- og sölufræðum. Viðkomandi þurfa að hafa frumkvæði og brennandi áhuga á að ná góðum árangri í starfi. Hér er um krefjandi og spennandi störf að ræða í heimi ferðamála og alþjóðlegrar markaðssetningar. Reynsla í markaðs- og sölumálum er nauðsynleg. Mjög góð enskukunnátta er skilyrði. Hér er um framtíðarstörf að ræða og þurfa við- komandi að geta hafið störf sem fyrst. Umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir að flytjast milli starfa og vera tilbúnir að starfa um tíma erlendis hjá Icelandair. Skriflegar umsóknir óskast sendar inn á veffangi Icelandair www.icelandair.is/umsokn eigi síðar en 9. maí. Heilbrigðisstofnun Austurlands Egilsstöðum Geislafræðingur óskast til starfa Frá 01.06.2005 ( eða eftir nánara samkomu- lagi ) eru staða geislafræðings við Heilbrigð- isstofnun Austurlands á Egilsstöðum laus til umsóknar. Einnig vantar geislafræðing til af- leysinga yfir sumarmánuðina júní til ágúst. Stofnunin samanstendur af, 2 deildum; heilsugæslustöð og sjúkradeild, auk heilsu- gæslusels á Borgarfirði. Heilsugæslan og sjúkradeildin eru í sömu byggingu. Þjónustusvæðið, Egilsstaðalæknishérað, er víðáttumikið og dreifbýlt. Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupsstað er í um einnar klukkustundar akstursfjarlægð og þar er skurðlæknir, lyflæknir og svæfingalæknir. Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Laun eru samkvæmt kjarasamningi geislafræðinga Frekari upplýsingar veita Pétur Heimisson yfirlæknir og Þórhallur Harðarson rekstrar- stjóri í síma 471 1400. Héraðið og Egilsstaðir. Í læknishéraðinu voru 1. des 2004 tæplega 3200 manns, þar af ca. 1700 á Egilsstöðum. Veruleg íbúafjölgun er í héraðinu í tengslum við nýhafnar virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir. Á Egilsstöðum eru leikskólar, deildaskiptur grunnskóli, mennta- skóli og háskólasetur er nýtekið til starfa. Aðstaða til íþróttaiðk- unar er góð, einn fullkomnasti frjálsíþróttavöllur landsins, íþrótta- hús og ný sundlaug, níu holu golfvöllur og stutt í skíðasvæði. Hestamennska er vaxandi og metnaðarfull uppbygging nýs svæðis er lokið. Tónlistar- og menningarlíf er öflugt og mjög góðir tónskólar á Egilsstöðum og nærsveitum. Á Egilsstöðum eru þrjú hótel þar af eitt IcelandairHotel, mörg öfl- ug verslunar- og þjónustufyrirtæki og fer þeim fjölgandi. Fullkom- inn flugvöllur og 3-5 flugferðir til Reykjavíkur alla daga. Til Seyðis- fjarðar er 20 mínútna akstur, en þaðan siglir ferjan Norræna til Norðurlanda. Vegasamgöngur í héraðinu og til nágrannabyggða á fjörðum eru mjög góðar, enda lega Egilsstaða frábær, í miðju veganeti Austurlands. Ferðamennska er mikil, bæði á sumrum og vetrum og býður svæðið uppá ótal möguleika til útivistar og ferðalaga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.