Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 43
13 TILKYNNINGAR Auglýsing um inntöku nýnema í Lögregluskóla ríkisins 2006 Ákveðið hefur verið að taka inn a.m.k. 32 nýnema í almennt lögreglunám í Lögregluskóla ríkisins árið 2006. Námið hefst í byrjun janúar og lýkur með lokaprófum um miðjan desember. UM NÁMIÐ: Lögregluskóli ríkisins er sjálfstæð stofnun sem starfar samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 og reglugerð um Lögregluskóla ríkisins nr. 490/1997. Grunnnám miðar að því að veita haldgóða fræðslu í almennu lögreglustarfi. Námið skiptist í þrjár annir. Skólagjöld eru engin. Fyrsta önnin (GD I), sem er ekki launuð en lánshæf námsönn, stendur fram í maímánuð. Nemarnir teljast ekki til lögreglumanna en þeir sem standast kröfur á önninni fara í launaða starfsþjálfun (GD II) í lögregluliði á höfuðborgarsvæðinu í fjóra mánuði. Að lokinni starfsþjálfuninni tekur við launuð þriðja önn (GD III) í Lögregluskólanum sem lýkur með lokaprófum um miðjan desember. Lögreglunemar klæðast búningi almennra lögreglumanna, sem þeir fá án endurgjalds. Á fyrstu námsönn er bún- ingurinn án lögreglueinkenna. Lögreglunemar í starfsþjálfun (GD II) stunda vaktavinnu og þá og einnig á þriðju námsönn í skólanum (GD III) teljast þeir til lögreglumanna og fá greidd laun skv. kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra. ALMENN SKILYRÐI: Sérstök valnefnd velur nema í Lögregluskólann úr hópi umsækjenda. Henni ber að velja hæfustu umsækjendurna til náms og eru ákvarðanir hennar endanlegar. Í samræmi við það sem fyrir er mælt í lögreglulögum þarf umsækjandi að uppfylla eftirtalin skilyrði: a) vera íslenskur ríkisborgari, 20-35 ára. Valnefnd getur vikið frá aldurshámarkinu við sérstakar aðstæður, b) ekki hafa gerst brotlegur við refsilög. Valnefndin getur þó vikið frá þessu ef til álita kemur smávægilegt brot sem umsækjandi kann að hafa framið eða ef langt er um liðið frá því að það var framið, c) vera andlega og líkamlega heilbrigður. Umsækjandi þarf að staðfesta það með vottorði læknis síns. Trúnaðarlæknir skólans leggur sjálfstætt mat á vottorðið og skilar valnefnd áliti sínu, d) hafa lokið að minnsta kosti tveggja ára almennu framhaldsnámi eða öðru sambærilegu námi með full nægjandi árangri eða starfsþjálfun sem jafna má til slíks náms, e) hafa gott vald á íslensku, einu Norðurlandamáli auk ensku eða þýsku, f) hafa almenn ökuréttindi til bifreiðaaksturs, g) vera syndur, h) standast inntökupróf í íslensku og þreki og önnur próf sem valnefnd ákveður, s.s persónuleikapróf eða sálfræðipróf. SÉRSTÖK SKILYRÐI: i) Auk ofangreindra almennra hæfisskilyrða, sem mælt er fyrir um í lögreglulögum hefur valnefndin sett fram ákveðin viðmið til að starfa eftir og birtast þau í sérstökum verklags- og vinnureglum sem nefndin styðst við til að tryggja að samræmis gæti við mat á hæfi umsækjenda en markmið nefndarinnar, sam kvæmt lögreglulögum, er að velja til náms þá sem hún telur vera hæfasta. Nefndin leggur einnig fyrir próf í tveimur tungumálum og almennri þekkingu. AÐ HVERJUM ER LEITAÐ? Leitað er eftir hraustum, duglegum, jákvæðum, kurteisum, reglusömum og liprum körlum og konum sem eiga auðvelt með mannleg samskipti. Litið er sérstaklega til menntunar og reynslu sem getur nýst umsækjendum í lögreglustarfinu. SKIL UMSÓKNA OG ÚRVINNSLA: Þeir sem uppfylla framangreind skilyrði og ætla að sækja um skólavist við Lögregluskólann, fyrir skólaárið 2006, skulu skila rétt útfylltum umsóknareyðublöðum ásamt staðfestum afritum af gögnum frá menntastofnun um að þeir hafi lokið tilskildu framhaldsnámi. Umsóknargögnum, sem verður ekki skilað aftur, skal komið til valnefndar Lögregluskólans fyrir 5. maí 2005, merkt: Valnefnd Lögregluskóla ríkisins Krókhálsi 5b 110 Reykjavík. Eyðublöð fyrir læknisvottorð, (sérstakt form), verða afhent þegar viðtal við umsækjendur fer fram. Ekki dugar að skila öðrum vottorðum. Tekið skal fram að ekki er hægt að senda umsóknir vélrænt enda verða staðfest afrit skólaskírteina að fylgja. Reynt verður að svara öllum umsóknum fyrir 10. júní. Konur sem uppfylla skilyrðin, og áhuga hafa á lögreglunámi, eru sérstaklega hvattar til að sækja um inngöngu í skólann. Þegar umsóknir liggja fyrir fer valnefndin yfir þær. Þeir umsækjendur sem taldir eru hæfir, samkvæmt umsókn og skila nauðsynlegum fylgiskjölum, verða boðaðir í inntökupróf sem fara fram í Lögregluskólanum dagana 22-26 ágúst. Sjúkrapróf verður aðeins haldið einu sinni og fer fram 5. september. Skilyrði fyrir að mega þreyta það próf er að umsækjandi hafi sannanlega verið veikur á próftímabilinu og skili sérstöku læknisvottorði. Öðrum gefst ekki kostur á að þreyta sjúkraprófið. Þeir umsækjendur sem standast inntökupróf verða, að þeim loknum, boðaðir í viðtal við valnefnd. Viðtölin fara fram í skólanum í september. Stefnt er að því að niðurstöður liggi fyrir í í síðasta lagi í fyrrihluta október. Nánari upplýsingar um námið, inntökuprófin, umsóknareyðublöð og handbók valnefndar, er hægt að nálgast á lögregluvefnum, www.logreglan.is, undir Lögregluskóli ríkisins / inntaka nýnema. Reykjavík 6. apríl 2005 RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN Félagsmenn Matvæla- og veitingasambands Íslands og Rafiðnaðarsambands Íslands Til hamingju með daginn. Tökum þátt í hátíðarhöldum dagssins og mætum síðan í 1. maí kaffi í félagsmiðstöðinni að Stórhöfða 31. Stjórnir RSÍ og Matvís Stendur með þér! fyrir 1. maí Félagsmenn Eflingar-stéttarfélags Hátíðarhöldin 1. maí hefjast með kröfugöngu frá Hallgrímskirkju kl. 13.30 Félagar og fjölskyldur – fjölmennum í gönguna og tökum þátt í útifundinum á Ingólfstorgi. Hittumst svo í 1. maí kaffi í Kiwanishúsinu við Engjateig strax að útifundinum loknum. Mætum öll Stjórn Eflingar-stéttarfélags Félagsmenn Trésmiðafélags Reykjavíkur og Félags veggfóðrara- og dúklagningasveina. Mætið í kröfugöngu og á útifund verkalýðsfélagana í dag. Að loknum útifundinum er félagsmönnum og fjölskyldum þeirra boðið í kaffi í Akoges salin að Sóltúni 3. Trésmiðafélag Reykjavíkur, Félag veggfóðrara- og dúklagningasveina. 1. maí í Reykjavík Launafólk! Kröfuganga dagsins fer frá Skólavörðuholti Safnast verður saman framan við Hallgrímskirkju kl. 13.00 Gangan leggur af stað kl. 13.30 Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika fyrir göngu Útifundurinn hefst á Ingólfstorgi kl. 14.10 Ávarp Þórunn Sveinbjörnsdóttir, 1. varaformaður Eflingar stéttarfélags. Tónlist Hljómsveitin Jagúar. Ávarp Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Gamanmál Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson, leikarar. Ávarp Hulda Katrín Stefánsdóttir, formaður Iðnnemasambands Íslands. Tónlist Hljómsveitin Jagúar. Fundarstjóri Súsanna B. Vilhjálmsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina. Einn réttur – Ekkert svindl ! S t é t t a r f é l ö g i n í R e y k j a v í k B S R B B a n d a l a g h á s k ó l a m a n n a K e n n a r a s a m b a n d Í s l a n d s I ð n n e m a s a m b a n d Í s l a n d s Félagsmenn fjölmennum í kröfugöngu 1. maí! Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.