Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 56
20 1. maí 2005 SUNNUDAGUR Súrrealískt ástand í litlu samfélagi REYÐARFJÖRÐUR Ástandið í Fjarða- byggð er óvenjulegt og að mörgu leyti súrrealískt. Aldrei fyrr hefur önnur eins uppbygging og framkvæmdir átt sér stað í Ís- landssögunni og óvíst er hvort þetta endurtekur sig nokkurn tím- ann. Uppi á Kárahnjúkum er bygging stíflunnar í fullum gangi og niðri á Reyðarfirði eru fram- kvæmdir af margvíslegum toga. Og samt eru framkvæmdirnar við sjálft álverið bara rétt að hefjast. Meginþunginn verður í lok þessa árs og byrjun næsta og þá verða starfsmennirnir líka flestir. Það er ekki bara verið að byggja stærsta álver Íslands, höfn í Reyðarfirði og jarðgöng til Fáskrúðsfjarðar heldur er líka risin ný verslunarmiðstöð með úr- vali verslana við hafnarsvæðið á Reyðarfirði; Krónan er komin inn á matvörumarkaðinn, veiðibúðin hefur flutt sig um set inn í versl- unarmiðstöðina og tískuverslunin Pex hefur verið opnuð en hún er systurverslun tískuverslunar í Neskaupstað. Til viðbótar verða Lyfja og ÁTVR í Molanum auk þess sem bæjarskrifstofurnar flytja þangað líka. Pólverjarnir koma bráðum Starfsmannaþorpið á Haga, sem dags daglega gengur undir heitinu FTV eða Fjardaál Team Village, er að rísa og hefur risið í grennd við Reyðarfjörð. Þar búa nú tæplega 300 starfsmenn, þar af um 80-90 prósent Íslendingar. Á næstu vikum og mánuðum fjölgar starfs- mönnunum verulega og koma þá til landsins pólskir byggingamenn. Í allt er talið að starfsmennirnir verði um 800 í lok ársins og að fjöldinn nái hámarki sínu á næsta ári, fari upp í 1.500-1.800 starfs- menn. Framkvæmdirnar við álverið ganga vel og samkvæmt áætlun. Jarðvinnan er í fullum gangi, hönn- un sömuleiðis og verið er að setja upp undirstöðurnar fyrir álverið áður en bygging kerskálanna hefst. Þeir eru tveir, rúmlega tveggja kíló- metra langir en í allt eru bygging- arnar 95 þúsund fermetrar undir þaki. Hönnun og byggingafram- kvæmdir haldast nánast í hendur en hönnuðirnir eru aðeins á undan framkvæmdaliðinu í sinni vinnu. Á Reyðarfirði er allt fullt af fólki, bæði innlendu og erlendu, og peningarnir flæða inn í þjóðfélag- ið. Eftirspurn er svo mikil eftir fasteignum til kaups eða leigu að fasteignaverð hefur hækkað um 100 prósent á tveimur árum og fasteignagjöldin í samræmi við það. Guðmundur Bjarnason bæjar- stjóri segir að margir íbúanna hafi ekki látið í ljós mikla hrifningu með það en við því sé ekkert að gera. Sérstaklega kannast hann við gagnrýni frá eldra fólki en bendir á að nú geti menn keypt og selt fast- eignir sínar, sem ekki hafi verið hægt áður. Álverið ekki draumavinnustaðurinn Þegar rætt er við íbúana kemur í ljós að flestir þeirra fagna fram- kvæmdunum. Gagnrýnisraddirnar fara ekki hátt en vafalaust eru þær þó fyrir hendi. Ungviðið sér til dæmis ekki endilega álverið sem sinn draumavinnustað, þrátt fyrir allt. Anna Steinunn Baldvinsdóttir, 15 ára, er þeirrar skoðunar. Hún segir að framkvæmdirnar séu fín- ar en telur að það sé örugglega ekki gaman að vinna í álverinu. Hún fagnar hins vegar nýju versl- unarmiðstöðinni og segir það mik- inn kost að þurfa ekki að fara til Egilsstaða til að kaupa sér tísku- fatnað. Anna Steinunn ætlar að verða hárgreiðslukona þegar hún er orðin stór. Vinkona hennar, Guðrún Erla Víðisdóttir, sem einnig er 15 ára, telur hins vegar vel koma til greina að vinna í álverinu þegar hún verð- ur eldri. Straumurinn af aðfluttu vinnu- afli hjá Bechtel og öðrum verktök- um á svæðinu er frekar einlitur. Þetta virðast fyrst og fremst vera einhleypir karlmenn, aðallega í yngri kantinum, þó að auðvitað sé eitthvað af konum sem kemur að framkvæmdunum og þá kannski fyrst og fremst á aðalskrifstofunni. Sérstaklega er það meðal erlendu starfsmannanna hjá hinu alþjóð- lega verktakafyrirtæki Bechtel. Afþreyingarstjóri sér um skemmtunina Starfsmennirnir láta vel af aðstöð- unni á svæðinu enda er þarna allt til alls. Ráðinn hefur verið afþrey- ingarstjóri, Guðmundur Gíslason bæjarfulltrúi, og sér hann til þess að fjölbreytt afþreying sé fyrir hendi. Mötuneytið er stórt, bjart og snyrtilegt og maturinn lítur vel út. Matseðillinn er fjölbreyttur og ætti hver að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er fiskur eða kjöt, pasta eða salat. Og eftirréttirnir eru ekkert slor. Vel er búið að þeim sem búa í starfsmannaþorpinu. Þar verða nokkrar afþreyingarmiðstöðvar, ein á hverja 200 íbúa, setustofur í hverjum skála, góðar sjónvarps- stofur með fjölbreyttu sjónvarps- efni, bar og skemmtistaður og lítil verslun. Munurinn á starfsmanna- þorpinu við Reyðarfjörð og starfs- mannabúðunum við Kárahnjúka og Egilsstaðir er kannski sá að stefnt er að því að vinna alla uppbygg- ingu á Reyðarfirði í takt við það samfélag sem fyrir er. Þannig verður lítið úrval í versluninni, rétt brýnustu nauðsynjar, því að ætlast er til að starfsmennirnir sæki sem mesta þjónustu inn á Reyðarfjörð. Starfsmennirnir ættu því að bland- ast nokkuð vel því samfélagi sem fyrir er. Ekki verður betur séð en að starfsmenn Bechtel séu ánægðir með aðstöðuna og kostinn. Óvenju- miklar öryggisráðstafanir eru hjá Fjarðaáli og Bechtel. Óviðkomandi fá hvorki að fara um framkvæmda- svæðið né starfsmannaþorpið án leyfis og í fylgd stjórnenda, sem er afar óvenjulegt á Íslandi þar sem menn eru vanir að geta farið um frjálsir og að vild. Gestir sem heimsækja álversstæðið og starfs- mannaþorpið fá öryggisbúnað: passa, hjálm, öryggisskó með stáltá og gult vesti, og eru svo lóðs- aðir um. Allt gert fyrir starfsfólkið Húsin í starfsmannaþorpinu eru innflutt frá Ungverjalandi; mjög sterkleg, snyrtileg og góð hús sem henta vel íslenskum aðstæðum. Þar er ljóst að ekki er tjaldað til einnar nætur því Bechtel ætlar sér ekki að þurfa að bæta húsin eða breyta þeim þegar reynsla er komin á starfsemina eins og MOLINN Árni Magnússon gerði sér ferð frá Eskifirði til að versla í Krónunni á Reyðarfirði fyrir helgina. Þetta var í annað sinn sem hann kom í Molann en hann var í hópi þeirra sem komu fyrir rúmlega viku síðan þegar verslunarmið- stöðin var opnuð. Árna leist mjög vel á verslun Krónunnar í Molanum, fyrst og fremst vöruúrvalið og verðið. „Þetta er gott verð og skemmtileg verslun,“ sagði hann og taldi tvímæla- laust að matvöruverðið færi lækkandi með tilkomu Krónunnar. „Maður vonar að þetta haldist. Það eru sjálfsagt ein- hver opnunartilboð í gangi núna en maður vonar að þetta sé komið til að vera,“ sagði hann. Árni átti von á því að versla reglulega í Molanum en áður hefur hann keyrt í Bónus á Egilsstöðum til að kaupa inn. Hann var ánægður með framkvæmd- irnar fyrir austan. Þungaflutningarnir trufluðu hann ekkert enda búsettur á Eskifirði og hann taldi jákvætt að fólki færi fjölgandi, bæði á Reyðarfirði og Eskifirði. -ghs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ÁRNI MAGNÚSSON FRÁ ESKIFIRÐI Árni Magnússon, íbúi á Eskifirði, gerði sér ferð til Reyðarfjarðar til að kaupa inn í síðustu viku. Hann var ánægður með vöruúrvalið og verðið. Viðskiptavinur í Molanum: Matvöruverðið fer lækkandi Gríðarleg bjartsýni ríkir í Fjarðabyggð nú þegar framkvæmdirnar eru þar í fullum gangi en ástandið er auðvitað ekki „eðlilegt“. Stríður straumur er af þungavinnuflutningum um bæinn á hverjum degi. Fasteignaviðskipti hafa aldrei verið blómlegri og samkeppni er í matvöruverslun. GOTT AÐ FÁ TÍSKUVERSLUNINA Mæðgurnar Svana Bjarnadóttir og Anna Steinunn Bald- vinsdóttir með vinkonu Önnu Steinunnar, Guðrúnu Erlu Víðisdóttur. Svana starfar í skólaseli og er við nám í háskólanum. Hún er ánægð með að fá matvöruverslunina, telur úrvalið betra og verðið lægra. Anna Steinunn fagnar því að þurfa ekki að fara annað til fatakaupa. STARFSMANNAÞORPIÐ Á HAGA Húsin í starfsmannaþorpinu eru innflutt, traust og snyrtileg og líta vel út. Á húsunum eru merkingar, hér er t.d. afþreying fyrir hendi. Á öðrum stað er mötuneytið, kallað Golden Duck, en það nafn kom til þegar erlendur starfsmaður reyndi að segja Gott kvöld á íslensku. FRAMKVÆMDIR Í FJARÐABYGGÐ Álver í Reyðarfirði Höfn í Reyðarfirði Verslunarmiðstöð á Reyðarfirði Verslun í Neskaupstað Hitaveita á Eskifirði Bygging grunnskóla og viðbyggingar við grunnskóla og leikskóla á Reyðar- firði, Eskifirði og í Neskaupstað Útisundlaug og endurbygging sundlaugar á Norðfirði og Eskifirði Fjölnota íþróttahús fyrirhugað á Reyðarfirði Bíó og veitingastaður í Félagslundi á Reyðarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.