Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2005, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 01.05.2005, Qupperneq 59
FÓTBOLTI Það á ekki af Liverpool að ganga í ensku úrvalsdeildinni og í gær kastaði liðið svo gott sem frá sér möguleikanum á fjórða sæti deildarinnar með því að ná aðeins jafntefli gegn Middlesbrough á heimavelli, 1-1. Liverpool byrjaði leikinn skelfilega og á 4. mínútu skoraði Szilard Nemeth eftir hörmulegan varnarleik frá Mauricio Pelle- grino, sem heldur Sami Hyypiä út úr liðinu þrátt fyrir skelfilega frammistöðu hverja vikuna á eftir annarri. Liðið tók sig á í síðari hálfleik og uppskar eitt af mörk- um ársins þegar Steven Gerrard þandi netið en þegar yfir lauk höfðu leikmenn Liverpool ekki náð að finna fleiri glufur á sterkri vörn gestanna. Rafael Benitez, stjóri Liver- pool, var öskureiður í leikslok. „Við spiluðum af eðlilegri getu í 20 mínútur í síðari hálfleik. Ann- ars var þetta skítabolti allan leik- inn og við að eyða tíma með því að tefja, gefa aukaspyrnur og ná okkur í spjöld. Þetta var ömur- legt,“ sagði Benitez eftir leikinn en hann þarf að rífa sína menn upp úr öldudalnum og það fljótt, því á þriðjudag fer fram síðari leikurinn gegn Chelsea í Meist- aradeildinni. „Ég get lofað því að þar verður allt önnur frammistaða á boðstól- um. Við erum alltaf svona lélegir í deildinni eftir að hafa keppt í Meistaradeildinni vikuna áður og það er nokkuð sem verður að breytast í framtíðinni,“ bætti Benitez við. Þó að Chelsea hafi tryggt sér sjálfan meistaratitilinn er enn með öllu óljóst hvað lið munu falla en Southampton komst upp úr fallsæti með frábærum sigri á Norwich í spennuþrungnum leik. Harry Redknapp, stjóri Sout- hampton, tók áhættu undir lokin með því að setja framherjann Henri Camara inn á og átti það eftir að borga sig – Senegalinn skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok og gaf Dýrðlingunum þrjú dýrmæt stig sem gætu farið langt með að bjarga liðinu frá falli, enn eitt árið. „Þetta var spurning um heppni en ekki klæki,“ sagði Redknapp eftir leikinn. „Staðan var jöfn og við þurftum að sigra. Hvað átti ég að gera annað? Auðvitað set ég annan framherja inn á til að reyna að vinna leikinn. Og það heppnað- ist.“ -vig SUNNUDAGUR 1. maí 2005 23 Fjölmargir leikir voru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í gær: Ekkert gengur hjá Liverpool STEVEN GERRARD Skoraði stórkostlegt mark í gær gegn Middlesbrough og á þessari mynd fagnar hann því. Því miður náði Liverpool ekki að fylgja eftir með öðru marki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.