Fréttablaðið - 01.05.2005, Síða 62

Fréttablaðið - 01.05.2005, Síða 62
26 1. maí 2005 SUNNUDAGUR Flokkur Innlausnartímabil Innlausnarverð* 1995 1.fl. B 10 ár 2.5.2005 139.001kr. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Innlausnarverð er höfuðstóll og verðbætur.* Reykjavík, 29. apríl 2005 Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram hjá Lánasýslu ríkisins, Borgartúni 21, 2. hæð, hjá Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1 Reykjavík, og bönkum og sparisjóðum um land allt. 1995 1.fl. B 10 ár 2.5.2005 69.500kr. 1995 1.fl. B 10 ár 2.5.2005 1.390.006kr. Greiðslumiði nafnverð 100.000 50.000 1.000.000 kr. kr. kr. Diego Armando Maradona að léttast: Boca Juniors vill fá Maradona sem þjálfara FÓTBOLTI Knattspyrnugoðsögninni Diego Maradona hefur verið boð- in staða yfirþjálfara unglinga hjá sínu fyrrum liði, Boca Juniors í Argentínu. Þetta staðfesti forseti félagsins, Mauricio Macri, á blaðamannafundi í gær, en bætti við að Maradona ætti enn eftir að gefa svar við starfstilboðinu. Það nýjasta sem er að frétta af Maradona er að nú hefur hann misst rúmlega 30 kíló síðan hann fór í magaaðgerð fyrir nokkrum vikum. Að sögn vina Argentínu- mannsins eru allir ólmir í að hjálpa honum að komast á rétt ról og er það að bjóða honum atvinnu hluti af því. Maradona er talinn dýrðlingur hjá Boca Juniors eftir að hafa alist upp hjá félaginu áður en hann sannaði sig sem besti knattspyrnumaður allra tíma. Þykir nafn hans líklegt til að trekkja til Boca efnilegustu knatt- spyrnumenn Argentínu. ■ DIEGO MARADONA Var orðinn lífshættulega feitur á tímabili. DHL-deild karla í hand- bolta fyrsti úrslitaleikur HAUKAR–ÍBV 31–30 (15–14) Mörk Hauka: Vignir Svavarsson 6 (6 skot), Þórir Ólafsson 6 (8/1), Jón Karl Björnsson 6/2 (11/2), Andri Stefan 6 (12, 7 stoðsendingar), Halldór Ingólfsson 4 (7, 4 stoðsendingar), Ásgeir Örn Hallgrímsson 3 (6, 5 stoðsendingar). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 20/1 (af 47/3, 43%), Jónas Stefánsson 3 (af 6, 50%). Mörk ÍBV: Tite Kalandadze 10 (17, allt langskot), Svavar Vignisson 7 (9, 4 mörk á fyrstu 6 mínútum leiksins), Robert Bognar 5 (6), Zoltan Belányi 3/1 (4/1), Samúel Ívar Árnason 3/1 (7/2), Sigurður Ari Stefánsson 2 (8, 8 stoðsendingar þar af 6 inn á línu). Varin skot: Roland Valur Eradze 11/1 (35/3, 31%, varði 7 af fyrstu 14 skotum Hauka), Jóhann Ingi Guðmundsson 5 (af 12, 42%). Deildabikar kvenna BREIÐABLIK–KR 2–2 (3–5 í vítak.) Mörk Hauka: VignÓlína Guðbjörg Viðarsdóttir (60.), Lára Hafliðadóttir (112.) – Ásgerður Ingibergsdóttir (26.), Hrefna Huld Jóhannesdóttir (115.). Petra Fanney Bragadóttir, markvörður KR varði eina af vítaspyrnum Blika á sama tíma og KR nýtti allar fimm vítaspyrnur sínar. KR mætir annaðhvort Val eða ÍBV í úrslitaleiknum. Enska 1. deildin BURNLEY–PLYMOUTH 2–0 Bjarni Guðjónsson sat allan leikinn á varamannabekk Plymouth. COVENTRY–DERBY 6–2 GILLINGHAM–CARDIFF 1–1 IPSWICH–CREWE 5–1 PRESTON–WIGAN 1–1 QPR–NOTTINGHAM FOREST 2–1 READING–WOLVES 1–2 Ívar Ingimarsson hóf leikinn á bekknum fyrir Reading en kom inn á á 62. mínútu. ROTHERDAM–BRIGHTON 0–1 SHEFFIELD UTD–MILLWALL 0–1 STOKE–WATFORD 0–1 Heiðar Helguson skoraði mark Watford á 51. mínútu en Brynjar Björn Gunnarsson lék ekki með vegna meiðsla. Þórður Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Stoke. Þýska Bundeslígan M´GLADBACH–STUTTGART 2–0 1–0 Oliver Neuville (16.), 2–0 Vaclav Sverkos (24.). FREIBURG–B. DORTMUND 2–2 1–0 Wilfried Sanou (11.), 1–1 Ewerthon (37.), 1–2 Jan Koller (40.), 2–2 Ismail Coulibaly (83.). HANSA ROSTOCK–H. BERLIN 2–1 1–0 Tim Sebastian (45.), 2–0 Jari Litmanen (71.), 2–1 Yildray Basturk (74.). KAISERSLAUTERN–B. MÜNCHEN 0–4 0–1 Michael Ballack (19.), 0–2 Roy Makaay (35.), 0–3 Roy Makaay (48.), 0–4 Roy Makaay (67.). SCHALKE–B. LEVERKUSEN 3–3 0–1 Paul Frier (23.), 1–1 Lincoln (30.), 2–1 Lincoln (37.), 3–1 Ebbe Sand (41.), 3–2 Dimitar Berbatov (56.), 3–3 Andrej Voronin (64.). BOCHUM–MAINZ 2–6 0–1 Benjamin Auer (6.), 1–1 Vratislav Lokvenc (26.), 1–2 Michael Thurk (60.), 1–3 Fabian Gerber (65.), 1–4 Antonio Da Silva (68.), 1–5 Benjamin Weigelt (77.), 1–6 Conor Casey (84.), 2–6 Tommy Bechmann (87.). W. BREMEN–A. BIELEFELD 3–0 1–0 Ludovic Magnin (43.), 2–0 Tim Borowski (53.), 3–0 Miroslav Klose (79.). STAÐA EFSTU LIÐA B. MÜNCHEN 31 21 5 5 62–27 68 SCHALKE 31 18 3 10 50–42 57 STUTTGART 31 16 7 8 52–35 55 W.BREMEN 31 16 5 10 62–34 53 H.BERLIN 31 14 11 6 56–30 53 LEIKIR GÆRDAGSINS Haukasigur með minnsta mun Haukar unnu fyrsta úrslitaleikinn gegn ÍBV í handbolta karla með minnsta mögulega mun, 31-30, og það stefnir í jafnt og spennandi úrslitaeinvígi sem fer næst til Eyja á þriðjudaginn. HANDBOLTI Haukar unnu fyrsta úr- slitaleikinn gegn ÍBV með minnsta mun, 31-30, í DHL-deild karla í handbolta en hann fór fram á Ásvöllum í gær. Haukar eru því enn taplausir í úrslitakeppninni í ár en fara næst til Eyja þar sem heimamenn hafa unnið alla fjóra leiki sína í úrslitakepppninni í ár. ÍBV byrjaði betur og náði mest þriggja marka forskoti, 7-10, í fyrri hálfleik en Haukar komust yfir fyrir hlé, ekki síst þökk sé góðri markvörslu Birkis Ívars Guðmundssonar á lokamínútum hálfleiksins en hann varði þá úr þremur dauðafærum og einu víti. Haukar héldu frumkvæðinu síðan út leikinn en það var Jónas Stef- ánsson varamarkvörður sem gull- tryggði sigurinn með því að verja þrumuskot Tite Kalandaze sjö sekúndum fyrir leikslok. Tite var annars nánast óstöðvandi með tíu glæsileg mörk úr langskotum en Eyjaliðið sárvantaði framlag frá fleirum og Roland varði aðeins 1 af 10 skotum í seinni hálfleik áður en honum var skipt út af. Hauka- liðið náði að vinna leikinn þrátt fyrir að stjörnuleikmaður þess, Ásgeir Örn Hallgrímsson, næði sér ekki á strik. Vignir Svavars- son stígur ekki feilspor þessa dag- anna og það var ótrúlegt að fylgj- ast með fyrirliða Hauka leiða sína menn til sigurs. Við vorum ekki sannfærandi „Nú erum við að spila um doll- una, þessa sem við höfum verið að æfa fyrir, og þá er ekkert gefið eftir. Sóknin og vörnin voru bæði ágæt en mér fannst við ósannfær- andi á báðum sviðum. Þeir eru alltaf í hælunum á okkur allan leikinn og við náum aldrei að slá þá í burtu. Ég bíð spenntur eftir öðrum leiknum í Eyjum og von- andi mætir fullt af fólki og býr til mikla stemmningu. Það verður erfitt, þeir unnu fyrstu tvo leikina á móti okkur í vetur og áttu alveg jafn mikið skilið að vinna þennan leik. Þetta var sigur en ekki sann- færandi sigur,“ sagði Vignir í leikslok. Brennan er búin Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, sá björtu hliðarnar þrátt fyrir tap. „Þetta var skemmtileg viðureign og þá sérstaklega seinni hluta leiksins. Þetta er rosalega gaman og þótt við séum hundfúlir með það að tapa þessum leik ætl- um við að skemmta okkur í þess- um úrslitaleikjum og nú er bara að halda áfram. Ég er ósáttur með að við erum bara að fá svona 50% út úr mannskapnum og það eru fjórir leikmenn í liðinu sem ekki ná sér á strik. Við eigum helling inni, við setjumst bara niður á morgun og skoðum þetta. Það má segja að brennan sé búin á þjóð- hátíðinni, nú ætlum við að bjóða upp á aðra dagskrá. Þetta eru jöfn lið og ég býst bara við áframhald- andi skemmtun,“ sagði Erlingur eftir leikinn. Mjög jöfn lið Andri Stefan og Halldór Ing- ólfsson þurftu að taka af skarið þegar Ásgeir Örn Hallgrímsson var klipptur út á hægri vængnum. „Við vorum kannski svolítið taugaspenntir enda rosalega mik- ið undir í fyrsta leik. Við vorum ekki að spila illa en þetta eru tvö mjög góð og jöfn lið og ég held að allir þessir leikir eigi eftir að vera svona spennandi. Við eigum alveg að geta leyst sóknarleikinn en ég hef mestar áhyggjur af því hvað við komum til með að gera í vörn- inni. Við töpuðum stórt í Eyjum í vetur, það verður örugglega fullt hús enda fyrsti úrslitaleikurinn hjá þeim þannig ég býst ekki við öðru en rosa partíi þar. Við erum komnir 1-0 yfir. Ég er kannski ekki jafnpottþéttur á að við vinn- um þetta í þremur leikjum eins og í fyrra en við ætlum að reyna það,“ sagði Andri Stefan eftir leik. ooj@frettabladid.is HANDBOLTI Barcelona hefur væn- lega stöðu fyrir síðari leikinn í úrsliteinvígi Meistarakeppni Evrópu í handbolta gegn Ólafi Stefánssyni og félögum í Ciudad Real eftir aðeins eins marks tap í Madríd í gær. Lokatölur urðu 28-27 í frábær- um handboltaleik en síðari leik- urinn fer fram í Barcelona að viku liðinni. Heimavöllur liðsins er gríðarlega öflugur og tapar liðið venjulega ekki þar jafnvel þó að andstæðingarnir séu firna- sterkt lið á borð við Ciudad. Hins vegar ber að geta að Ciudad vann Barcelona á útivelli í spænsku deildinni um síðustu helgi með tveimur mörkum og það er ekk- ert sem mælir gegn því að liðið geti endurtekið leikinn. Ólafur Stefánsson hefur oft leikið betur með Ciudad en í gær, en hann skoraði þrjú mörk og þar af kom eitt þeirra úr víti. Hussein Zagi var markahæstur Ciudad með fimm mörk en hjá Barcelona var spænski landsliðs- maðurinn Iker Romero atkvæða- mestur með sjö mörk. Þá var einnig leikið í úrslitum EHF-keppninnar í handbolta þar sem Íslendingaliðin Magdeburg og Essen áttust við. Það er skemmst frá því að segja að Magdeburg, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, vann öruggan átta marka sigur, 30-22, á heimavelli sínum og þarf mikið að gerast til að liðið missi niður þetta forskot í síðari leiknum sem fram fer í Essen um næstu helgi. Sigfús Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg en hann lék að mestu aðeins í vörninni. Arnór Atlason komst ekki á blað en markahæstur var Karol Biel- ecki með 10 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson átti ágætis dag fyrir Essen og skoraði fjögur mörk. ■ Barcelona með yfirhöndina gegn Ciudad Fyrri úrslitaleikirnir í Evrópukeppnunum í handbolta fóru fram í gær: ÞRJÚ MÖRK Ólafur Stefánsson skoraði 3 mörk fyrir Ciudad Real í gær. ANDRI GÓÐUR Í SEINNI HÁLFLEIK Andri Stefan tók af skarið í seinni hállfeik og kom þá að átta mörkum, skoraði þrjú sjálfur og átti að auki fimm stoðsendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.