Fréttablaðið - 01.05.2005, Side 63

Fréttablaðið - 01.05.2005, Side 63
SUNNUDAGUR 1. maí 2005 27 Framherjinn MatejaKezman vill komast burtu frá Chelsea eftir tímabilið ef fyrirséð er að hann fái ekki meiri tækifæri en hann hef- ur fengið í ár. Þetta staðfesti hann við fjöl- miðla í gær. „Ég er ekki tilbúinn að verma varamannabekkinn enn eitt árið og mun ræða við eigandann, Roman Abramovich, um framhald- ið,“ sagði Kezman og bætti við að hann vissi að PSV, liðið sem hann var hjá áður en hann var keyptur til Chelsea, myndi ávallt bjóða hann velkominn aftur. Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingurúr GKG, lék á fjórum höggum yfir pari í gær á Áskorendamóti á Spáni og er samtals sex höggum yfir pari. Hann fékk fjóra skolla á síðari 9 hol- um vallarins eftir að hafa leiki fyrstu níu holurnar á pari. Skautafélag Akureyrar varð áföstudag Íslandsmeistari í íshokkí karla en þá sigraði liðið erkifjendur sína úr Skautafélagi Reykjavíkur 7- 1 í fjórðu úrslitaviðureign liðanna. Reykvíkingar komu nokkuð á óvart með sigri í fyrsta leik rimmunar en Akureyringar svöruðu með sigri í þeim 3 næstu og tryggðu sér titilinn. ÚR SPORTINU Alan Curbishley, knattspyrnustjóriCharlton, hefur tilkynnt miklar breytingar á leikmannahópi liðsins fyrir næsta tímabil og kveðst hann afar ósáttur við framgöngu sinna manna á síðustu vikum. Charlton hefur aðeins unnið einn leik í síðustu 11 leikjum og segir Curbishley að þetta sé versti kaflinn á hans þjálfaraferli hjá Charlton. „Ég hef verið hér í fjórtán ár og þetta er verra en þegar við féllum. Það hefur verið kvalafullt að horfa upp á þetta. Það er ljóst að við munum reyna að bæta okkur á öllum vígstöðvum fyrir næsta ár og ég hef verið að leita að leikmönnum í allar stöður á vellin- um,“ sagði Curbishley. Fernando Hierro, hinn spænskivarnarmaður Bolton og fyrrver- andi leikmaður Real Madrid, segir að Chelsea geti ekki borið sig sam- an við lið Real og að Jose Mour- inho og félaga vanti enn töluvert upp á að ná Real að gæð- um. „Í fyrra var Real valið besta lið aldar- innar. Það eru nægilega góð rök til að sýna að Chelsea á enn nokkuð langt í land. Félagið er á réttri leið og með snjallan framkvæmdastjóra. En fyrir mér er þetta ekki spurning, Real er betra,“ segir Hierro. Phoenix Suns virðist óstöðvandi íNBA-boltanum þessa dagana og í fyrrinótt komst liðið í 3-0 í einvígi sínu við Memphis. Phoenix sigraði með tuttugu stig- um, 110-90, í Memphis, og réðu heimamenn ekkert við Amare Stoude- mire, miðherja gestanna, sem skoraði 30 stig í leiknum. „Hann er einfaldlega of grimmur fyrir mína menn. Við höfum engan til að stöðva hann,“ sagði Bonzi Wells, bakvörður Memphis, eftir leikinn. Enn er óvíst hvort Juan PabloMontoya keppi fyrir McLaren í Barcelona-kappakstrinum næstu helgi vegna axlarmeiðslanna sem hann hlaut fyrir nokkrum vikum. Montoya sjálfur þrá- ir ekkert heitara en að aka en vitað er að læknar McLaren-liðsins munu enga áhættu taka. „Það er ekki víst að ég verði í nógu góðu formi því að vöðvar í öxlinni hafa rýrnað. Ákvörðun um málið verður tekin í miðri viku,“ segir Montoya. Fari svo að Kólumbíumaðurinn verði fjarver- andi er líklegast að Alexander Wurz komi í hans stað. Rio Ferdinand, leikmaður Man.Utd., kom fram í breskum fjöl- miðlum í gær til að útkljá endan- lega þær vangaveltur sem komið hafa upp að und- anförnu um framtíð hans hjá félaginu. Ferdinand segist hvergi annars stað- ar vilja vera en hjá Man. Utd. og að hann hafi aldrei haldið öðru fram. Hann segir ástæðuna fyrir því að hann hafi ekki enn skrifað undir nýj- an samning vera þá að umboðs- maður hans sé erlendis. „Þetta tek- ur sinn tíma en um leið og samn- ingur sem hentar báðum aðilum er á borðinu mun ég skrifa undir hann,“ segir Ferdinand. Spænski miðjumaðurinn hjáBarcelona, Xavi, ætlar ekki að ræða framtíð sína fyrr en að tímabil- inu loknu en hann hefur verið sterk- lega orðaður við Chelsea að undan- förnu. Vitað er að Jose Mourinho er mikill aðdáandi spænska leikstjórn- andans og vill hann til sín ef Steven Gerrard ákveður að vera áfram hjá Liverpool. „Ég hef hug á því að klára feril minn hjá Barcelona en sumarið er tíminn til að líta í kringum sig. Nú vill ég að- eins hjálpa Barcelona að verða spænskur meistari,“ segir Xavi. ÚR SPORTINU Ég stefndi alltaf að þessu Jón Arnór Stefánsson er enn í skýjunum eftir að hafa orðið Evrópumeistari með liði sínu Dynamo St. Petersburg á fimmtudaginn. Hann segir að með sigrinum hafi langþráð markmið nást. KÖRFUBOLTI „Tilfinningin er yndis- leg. Að vinna Evróputitil er nokkuð sem allir íþróttamenn í Evrópu stefna að og það er ótrú- legt að sá draumur hafi ræst hjá mér. Alveg frábært,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, sem á fimmtu- daginn varð fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópumeistari í körfubolta. Þrátt fyrir að tveir dagar væru liðnir frá því að Jón Arnór og félagar í Dynamo St. Pet- ersburg tryggðu sér titilinn var okkar maður ennþá í skýjunum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Jón Arnór segir að sigur í keppninni hafi verið markmið Dynamo frá því fyrir tímabilið. „Þetta var alltaf takmark liðs- ins og einnig mitt persónulega tak- mark. Við vissum að þetta væri okkar keppni því í henni getum við stillt upp okkar allra sterkasta liði og spilað nákvæmlega eins og við viljum,“ segir Jón Arnór en í rúss- nesku deildakeppninni er liðum skylt að vera ávallt með tvo heimamenn inni á vellinum og því fá hinir mörgu öflugu erlendu leikmenn Dynamo ekki að spila eins mikið og ef allt væri eðlilegt. Í Evrópukeppninni eru hins vegar engar takmarkanir og þegar allur leikmannahópur Dynamo fær að njóta sín standast fáir liðinu snún- ing. Jón segir að allt hafi orðið vit- laust eftir að titillinn var í höfn. „Þetta var alvöru. Þjálfararnir og stjórnarmennirnir misstu sig alveg í sigurvímunni, hlupu inn á völlinn til að samfagna leikmönn- unum og það voru mikil læti. Þetta var alveg æðislegt,“ segir Jón Arnór, sem kveðst ekki hafa verið nægilega sáttur með sinn leik. „Þetta var ekki alveg minn dagur. Ég var ekki að hitta vel en var staðráðinn í að láta það ekki á mig fá. Ég spilaði mína vörn og barðist og hugsaði bara um að hjálpa liðinu að vinna leikinn,“ segir Jón Arnór en hann skoraði níu stig á þeim 29 mínútum sem hann spilaði í leiknum og hitti úr þremur af 12 skotum sínum í leiknum. Aðspurður um spennustigið hjá sjálfum sér sagðist Jón hafa beðið eftir leikjunum í marga daga. „Alveg frá því að við tryggðum okkur sæti í undanúrslitum hef ég verið nánast eins og lítill krakki. Ég var búinn að bíða spenntur eftir þessari helgi og auðvitað var maður með smá hnút í maganum. En þannig á það líka að vera. Ef þessi hnútur fer getur maður alveg eins hætt í körfubolta,“ sagði Jón. Bróðir Jóns Arnórs, handbolta- maðurinn Ólafur Stefánsson, er einnig kominn í úrslitaleik Meist- aradeildar Evrópu í handbolta og það gæti því vel farið svo að fjöl- skyldan muni hafa tvo Evrópu- meistara á sínum snærum næsta árið. „Já, hann verður að vinna. Hann má ekki vera minni maður en ég,“ segir Jón Arnór og hlær. „Nei, en að öllu gríni slepptu þá vona ég innilega að hann vinni titilinn líka. Hann á það skilið.“ vignir@frettabladid.is DYNAMO ST. PETERSBURG Leikmenn Dynamo fögnuðu ákaft eftir að Evrópumeistaratitillinn var í höfn. Jón Arnór þriðji frá hægri í efri röð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Arjen Robben var ekki í hópnum gegn Bolton í gær: Robben kominn í kuldann? HANDBOLTI Enginn íslenskur handknattleiksmaður var valinn í 20 manna úrvalslið þýsku úr- valsdeildarinnar, sem mætir þýska landsliðinu í stjörnuleik þann 31. maí. Fyrir fram var talið að Guðjón Valur Sigurðs- son ætti ágætis möguleika á að komast í liðið en hinir feiki- öflugu hornamenn Stefan Kretzschmar úr Magdeburg og Lars Christiansen úr Flensburg voru teknir fram yfir Guðjón Val. Flensburg á flesta leik- menn í liðinu, fjóra talsins, en þar á eftir koma Kiel og Nordhorn með þrjá leikmenn hvort. ■ STJÖRNULIÐIÐSHÓPURINN: Leikmenn: Zoran Djordjic Wallau Peter Gentzel Nordhorn Stefan Kretzschmar Magdeburg Lars Christiansen Flensburg Goran Sprem N-Lübbecke Christian Schwarzer Lemgo Klaus-Dieter Petersen Kiel Andrej Klimovets Flensburg Sören Stryger Flensburg Jan Filip Nordhorn Johan Pettersson Kiel Blazenko Lackovic Flensburg Bruno Souza Göppingen W. Lochmann Großwallstadt Nebojsa Golic Wetzlar Igor Lavrov Wallau Ljubomir Vranjes Nordhorn Renato Vugrinec Magdeburg Roman Pungartnik Kiel Kyung-Shin Yoon Gummersbach Þjálfarar: Noka Serdarusic Kiel Ola Lindgren Nordhorn Valið í stjörnuleik: Enginn Íslendingur Íslensku ungmennaliðin í körfubolta á leið á Norðurlandamót í næstu viku: 18 ára landsliðið vann A-landsliðið KÖRFUBOLTI Fjögur íslensk ung- lingalandslið eru á leið á Norður- landamót unglinga í körfubolta í næstu viku og hafa liðin fjögur verið að leggja lokahönd á undir- búning sinn. Meðal þessa hafa verið æfingaleikir og 18 ára lands- lið kvenna gerði sér þannig lítið fyrir og vann A-landsliðið í æfingaleik í Keflavík í gær, 68-64. Reyndar eru nokkrir af leik- mönnum 18 ára landsliðsins þegar búnir að vinna sér sæti í A-liðinu en að öðru leyti var þarna saman- komið A-landslið kvenna sem er á leiðinni á Smáþjóðaleikana um næstu mánaðamót. 18 ára landsliðið hafði foryst- una stærsta hluta leiksins og náði meðal annars 12 stiga forskoti í lok fyrri hálfleiks en staðan í hálfleik var 33-40 fyrir 18 ára liðið. A-landsliðið tók sig á í seinni hálfleik og komst meðal annars yfir í 47-46 en þá svöruðu ungu stelpurnar með 12 stigum í röð og unnu að lokum fjögurra stiga sigur eftir spennandi lokamínútur. Helena Sverrisdóttir átti mjög góðan leik hjá 18 ára liðinu, skor- aði 29 stig, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugs- dóttir skoraði 13 stig og Bryndís Guðmundsdóttir var með 10 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá A-liðinu voru þær Signý Hermannsdóttir og Birna Val- garðsdóttir með 14 stig hvor og Hildur Sigurðardóttir skoraði 13 stig. Signý tók auk þess 11 fráköst og Hildur var með 10 fráköst (6 í sókn) og 4 stoðsendingar. 18 ára landsliðið er að stórum hluta skipað stúlkum sem urðu Norðurlandameistarar með 16 ára landsliðinu á síðasta ári en þjálfari þess er Ágúst Björgvinsson, þjálf- ari Hauka og þjálfari ársins í 1. deild kvenna á síðasta tímabili. ooj@frettabladid.is UNNU A-LANDSLIÐIÐ Stelpurnar í 18 ára landsliðinu gerðu sér lítið fyrir og unnu A- landsliðið í æfingaleik í gær. FÓTBOLTI Breskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að Arjen Robben og Jose Mourinho hjá Chelsea hefði lent saman fyrir helgi vegna þess að sá fyrrnefndi neitaði að spila frá fyrstu mínútu í leiknum gegn Liverpool í Meist- aradeildinni í síðustu viku. Robben er nýbúinn að ná sér eftir að hafa verið meiddur nánast samfellt í rúma þrjá mánuði og vill að sögn ekki eiga á hættu að meiðslin taki sig upp. Samkvæmt fréttum frá Bret- landi eru það ekki síður leikmenn Chelsea sem eru ósáttir við fram- komu Robben og vakti það athygli að hann var ekki í leikmanna- hópnum gegn Bolton í gær. Hvorki Mourinho né aðrir for- ráðamenn Chelsea fengust til að tjá sig um málið eftir leikinn í gær en ekki ber að útiloka þann möguleika að Robben hafi ein- faldlega verið hvíldur í gær fyrir síðari leikinn gegn Liverpool á þriðjudaginn. Írski vængmaðurinn Damien Duff náði ekki að standast læknis- skoðun fyrir leikinn gegn Liver- pool í síðustu viku og bjuggust flestir við því að Robben kæmi inn í byrjunarliðið beint í hans stað á vinstri vængnum. Því kom það talsvert á óvart að sjá Eið Smára Guðjohnsen í þeirri stöðu. Talsmaður Chelsea vísaði orð- rómnum á bug fyrir leikinn gegn Bolton í gær og sagði hann sam- band Mourinho og Robben vera frábært. „Fregnir um að ósætti hafi komið upp fyrir leikinn gegn Liverpool eru ósannar,“ bætti tals- maðurinn við í gær. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.