Fréttablaðið - 03.05.2005, Side 2

Fréttablaðið - 03.05.2005, Side 2
2 3. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Úrvinnsla samræmdra prófa tefst: Útskrift án prófskírteina GRUNNSKÓLARNIR Margir grunn- skólar landsins útskrifa nemend- ur sína úr tíunda bekk í vor án þess að geta afhent þeim prófskír- teini. Samræmdu prófunum var seinkað vegna tafa á skólastarfi sem urðu út af kennaraverkfall- inu. Sigurgrímur Skúlason, svið- stjóri prófadeildar Námsmats- stofnunar, sagði allt líta út fyrir að hægt væri að skila prófskír- teinum 6.-8. júní. En betur má ef duga skal því skólaslit eru fyrirhuguð í mörgum grunnskólum fyrir þann tíma. Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Ár- bæjarskóla, sem ætlar að slíta sín- um skóla 6. júní, segir að óhjá- kvæmilega verði skólaslitin með öðrum blæ en venjulega og þykir það miður. Honum hefði þótt eðli- legt ef reynt hefði verið að flýta yfirferð prófanna til að gera skól- unum mögulegt að ljúka skóla- starfi með eðlilegum hætti. Fleiri stórir skólar eiga að öllum líkind- um eftir að lenda í sömu vandræð- um. Það er því ljóst að allstór hluti tíundubekkinga fer út í sumarið prófskírteinalaus. - oá OLÍUFÉLÖGIN Samkvæmt úrskurði Samkeppnisstofnunar áttu olíu- félögin að greiða sekt upp á rúm- lega einn og hálfan milljarð vegna ólöglegs verðsamráðs. Í gær rann svo út fresturinn sem þau höfðu til að standa skil á sínum greiðsl- um. Aðspurður sagðist Stefán Kjærnested, varafjársýslustjóri ríkisins, ekki hafa heimild til að gefa upp hvort olíufélögin hefðu innt greiðslur sínar af hendi en þau hefðu þó frest til klukkan fimm til að millifæra. Jónas Guðbjörnsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Olíu- félagsins, sagði Olífélagið ekki ætla að greiða sinn hluta fyrr en fjármálaráðuneytið hefði svarað formlega spurningum um banka- ábyrgð. Þó væri ekki ætlun Olíu- félagsins að skorast undan því að greiða sinn hluta, einungis að hafa allt á hreinu. Árni Ármann Árnason, fjár- málastjóri Skeljungs, sagði Skelj- ung hafa greitt sinn hluta án at- hugasemda fyrir frestinn enda væri stefna félagsins að borga alla reikninga án tafar. Ekki náð- ist í fjármálastjóra Olís við gerð þessarar fréttar. - oá ATVINNUMÁL „Takmarkið er að út- rýma ólöglegu vinnuafli hér á landi með öllum þeim ráðum sem við höfum,“ segir Grétar Þor- steinsson, forseti Alþýðusam- bands Íslands. Sambandið hefur í samstarfi við sín aðildarfélög sett af stað sérstakt átak, Einn réttur – ekkert svindl, gegn þeim atvinnu- rekendum sem misnota erlent vinnuafl til að skapa sér sam- keppnisforskot. Þeim hefur fjölgað til muna hérlendis sem ráða til margvís- legra starfa fólk erlendis frá og oftast nær á mun lægri launakjör- um en hér tíðkast. Hefur verka- lýðshreyfingin gagnrýnt stjórn- völd fyrir hægagang gagnvart þeim er brjóta lög með þeim hætti og vonast er til að hugarfars- breyting verði á æðstu stöðum með þessu framtaki. Grétar segir ekki veita af, því það erlenda vinnuafl sem hér vinnur fyrir brot af þeim launum sem Íslend- ingar fá sé ógn við það samfélag sem landinn býr við. „Félagsleg undirboð af þessum toga ógna því samfélagi sem við höfum barist í áratugi við að koma á fót og með þessu átaki er ætlun- in að bregðast við. Það höfum við verið að gera hingað til en nú skerum við upp herör gegn starf- semi af þessu tagi og höfum til að mynda sérstaklega ráðið tvo aðila til þess að vinna að átakinu. Þeirra hlutverk verður fyrst og fremst kynning og eftirlit en einnig að uppræta ólöglega atvinnustarf- semi og félagsleg undirboð með því að koma upplýsingum um slíkt á framfæri við stjórnvöld.“ Alþýðusambandið hefur af þessu tilefni gefið út upplýsinga- bæklinga fyrir erlent verkafólk en einnig upplýsingar um erlent vinnuafl fyrir þá atvinnurekend- ur sem margir hverjir þekkja ekki hvaða lög gilda um erlenda starfsmenn. Grétar segist vona að átak sem þetta dugi til að stemma stigu við þeirri fjölgun ólöglegra starfsmanna sem raun virðist vera á hér á landi en ekkert er vitað um raunverulegt umfang þess á landsvísu. „Þegar árið er liðið förum við yfir stöðuna og hverju átakið hefur skilað og höldum því áfram ef ástæða þyk- ir til.“ albert@frettabladid.is Ungmenni með fíkniefni: Þrettán ára í forsvari LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Selfossi gerði húsleit í Hveragerði um síð- ustu helgi vegna gruns um að fíkniefnaneysla væri þar viðhöfð og reyndist sú raunin. Eigandi hússins var þó hvergi sjáanlegur en í hans stað hafði 13 ára drengur lyklavöldin og umboð húseigand- ans meðan hann hafði brugðið sér til mánaðar vinnudvalar. Lögreglunni hafði tveim dögum áður borist grunur um að húseig- andinn veitti ungmennum fíkni- efni og áfengi í húsi sínu en við húsleit fundust aðeins tól til fíkni- efnaneyslu en engin fíkniefni. Í seinni húsleitinni fundust hinsveg- ar amfetamín og kannabisefni en enginn húseigandi. – jse Hörmulegt slys: Hundur drap stúlku DANMÖRK Hundur beit átta ára gamla stúlku í Danmörku til bana um helgina. Atburðurinn átti sér stað í bænum Lihme við Limafjörð á Jótlandi. Hundurinn sem var af teg- undinni Briard var aflífaður þegar í stað. Stúlkan var gestkomandi á heim- ili vina sinna þegar þetta gerðist en tveggja ára gamall hundur fjöl- skyldunnar var bundinn úti í garði. Hún gekk að honum til að klappa honum en þá réðst hann skyndilega á hana og beit hana í hálsinn. Briard-hundar eða bríi eins og hann heitir á íslensku eru franskir að uppruna, á stærð við labrador- hunda og að öllu jöfnu taldir mein- lausir. ■ SPURNING DAGSINS Ögmundur, er ástæða til að óttast Steingrím J.? Nei, enda auður hans ekki mikill. Það þyrfti ekki að jafna kjörin í landinu mikið til að allir yrðu auðmenn af þess- ari stærðargráðu. Ögmundur Jónasson varaði við auðmönnum í 1. maí ræðu sinni. Steingrímur J. Sigfússon á hluta- bréf í átta fyrirtækjum. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Norsk flugvél: Magalenti í Hammerfest NOREGUR Norsk farþegaflugvél magalenti á flugvellinum í Hammerfest í Noregi á sunnudag. Engin alvarleg slys urðu á fólki. Vélin er af gerðinni Dash-8 og um borð í henni voru 27 farþegar og þriggja manna áhöfn. Vélin var að koma inn til lendingar en vegna sviptivinda ákvað flugmaðurinn að hætta við lendingu. Í sama mun skall sterkur vindsveipur á vél- inni sem skall harkalega á flug- brautinni. Lendingarbúnaður öðru megin brotnaði og rann vélin stjórnlaust eftir brautinni. Hún stöðvaðist 20 metrum frá bensíndælum. ■ Sprenging í vopnabúri: 28 biðu bana KABÚL, AP Að minnsta kosti 28 biðu bana og 13 særðust þegar vopnabúr sem geymt var í kjallara á heimili afgansks stríðsherra sprakk í loft upp. Atburðurinn átti sér stað í þorpinu Bashgah, 125 kílómetra norður af Kabúl. Sprengingin var svo öflug að hús í nágrenninu stór- skemmdust, þar á meðal moska þorpsins. Allstór hluti landsins er undir stjórn svonefndra stríðsherra og einkaherja þeirra. Starfsmenn Sam- einuðu þjóðanna hafa undanfarin misseri reynt að fá þá til að skila vopnum sínum sem mörg hver eru komin til ára sinna en það hefur gengið erfiðlega. ■ HVALFJARÐARGÖNGIN LOKUÐUST Loka varð Hvalfjarðargöngunum um stuttan tíma um miðjan dag í gær vegna áreksturs sem þar varð. Ekki var um meiðsl á fólki að ræða og komst umferð á að nýju tíu mínútum seinna. NÓG KOMIÐ Eitt skal yfir alla ganga og munu eftirleiðis tveir starfsmenn ASÍ sérstaklega vera á varð- bergi gagnvart ólöglegu vinnuafli. VIÐ KÁRAHNJÚKA Í kjölfar þess að Impregilo notaði erlendar áhafnarleigur til að verða sér úti um vinnu- afl hafa íslenskir atvinnurekendur séð sér leik á borði. Eðli málsins samkvæmt veit þó enginn hversu margir ólöglegir verka- menn starfa hér á landi en talið er að þeir skipti nokkrum tugum ef ekki hundruðum. Skera upp herör gegn lögbrjótum Alþýðusamband Íslands hefur hafið sérstakt átak gegn ólöglegu vinnuafli í landinu. Átakið Einn réttur – ekkert svindl mun fremur beinast að þeim atvinnurekendum sem lög brjóta en verkafólkinu sjálfu. OLÍUTANKAR VIÐ ÖRFIRISEY Olíufélögin áttu að borga sektirnar í gær. Olíufélögin borgi sekt sína: Greiðslufresturinn liðinn Kjarnavopn: Sáttmálinn endurmetinn SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Kofi Ann- an, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti Bandaríkjamenn og Rússa í gær til að skera k j a r n a v o p n a - birgðir sínar nið- ur svo að hvor þjóð myndi að- eins hafa yfir nokkur hundruð kjarnaoddum að ráða. Mánaðarlöng ráðstefna samtakanna um endur- skoðun sáttmálans um takmörkun kjarnavopna hófst í gær en 35 ár eru síðan hann gekk í gildi. 189 ríki eiga aðild að sáttmálanum. Norður-Kóreumenn sögðu sig nýlega frá sáttmálanum og Íranar eru að reyna að koma sér upp kjarnavopnum. Því óttast menn að sáttmálinn geti verið í hættu. ■ ÁRBÆJARSKÓLI Nemendur Árbæjarskóla fara út í sumarið án þess að fá einkunnir úr samræmdum prófum. KOFI ANNAN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.