Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 1
HÚSNÆÐI „Því miður er raunin sú að margir byggingarstjórar rækja ekki skyldur sínar og biðja ekki um úttekt á þeim húsum sem þeir reisa,“ segir Magnús Sædal Svav- arsson, byggingarfulltrúi Reykja- víkurborgar. Íbúar í fimm ára gömlu fjölbýl- ishúsi í Grafarholti íhuga að höfða mál vegna vanefnda verktakanna og galla á byggingunni. Engin lokaúttekt var gerð á húsinu fyrr en íbúi fór þess á leit við bygging- arfulltrúa að það yrði gert. Bygg- ingin er ekki lögformlega risin fyrr en slík úttekt hefur verið gerð og ýmsar tryggingar taka ekki gildi fyrr en þá. Þegar loka- úttektin var loks gerð kom í ljós að byggingin stóðst ekki ýmis grundvallarskilyrði, til dæmis um brunavarnir. Þá leka nokkrar íbúðanna og sums staðar hefur kvarnast úr múrverkinu. Verktak- arnir eru í gjaldþrotameðferð og geta ekki lokið við bygginguna. Magnús segir ábyrgðina á loka- úttekt liggja hjá byggingarstjórun- um, en eigendur íbúðanna sem og tryggingafélög sem seldu verktök- unum starfsábyrgðartryggingu einnig geta farið fram á úttekt. „Oft lendir sú vinna sem sneri að byggingarstjóranum á yfirvöldum. Þetta getur kostað tafir og er dýrt,“ segir Magnús. Hann segir að staða íbúa í tilfelli sem þessu fari eftir samningum þeirra við verktakann. „Fólk getur lent í því að þurfa að ljúka við bygginguna á eigin kostn- að og er í slíkum tilfellum hrein- lega að tvígreiða fyrir íbúðina.“ Íbúar fjölbýlishússins í Grafar- holti fara fram á að fá greitt úr tryggingarsjóði byggingarstjóra. Þeir bíða nú eftir skýrslu frá dómskvöddum matsmanni áður en þeir ákveða frekari aðgerðir. - bs MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Mest lesna bílablaðið Karlar 20-40 ára Lestur bílaablaða samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup maí 2005 29% 45% SKÝJAÐ MEÐ KÖFLUM sunnan og vestan til. Stöku él á Norður- og Austurlandi og gæti skúrað lítið eitt suðaustan til. Hiti 0-9 stig að deginum, mildast sunnan til. VEÐUR 4 MÁNUDAGUR Dómari hættir Stefán Pálsson er hættur sem dómari í Gettu betur. Óvíst er hver tekur við. Logi Berg- mann heldur þó áfram. FÓLK 30 23. maí 2005 - 135. tölublað – 5. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Mexíkóforseti: Mó›ga›i blökkumenn MEXÍKÓ, AP Vicente Fox, forseti Mexíkó, reyndi í gær að skýra ummæli sem hann lét falla og full- trúar banda- rískra blökku- manna tóku mjög illa. Fyrr í mán- uðinum var haft eftir Fox í út- varpsviðtali að Mexíkanar í Bandaríkjunum tækju þar að sér störf „sem ekki einu sinni svartir vilja“. Fox tjáði sig fyrst í gær um þau viðbrögð sem ummæli hans fengu og sagði að þau hefðu verið mistúlkuð. Hann hefði í umræddu viðtali verið að gagnrýna ströng ný innflytjendalög sem banda- ríska öldungadeildin samþykkti fyrir skemmstu, en þau setja fjölda mexíkóskra ríkisborgara í Bandaríkjunum í vanda. ■ Erum miklu betri en Færeyingar í handbolta Íslensku handboltalandsliðin unnu alla fjóra leikina gegn Færeyingum í heimsókn karla- og kvennaliðsins til Færeyja um helgina. ÍÞRÓTTIR 23 MARKI FAGNAÐ Tryggvi Guðmundsson fór á kostum og skoraði þrjú mörk fyrir FH-inga í stórsigri þeirra á Grindvíkingum í gær. Tryggvi skoraði þar með fyrstu þrennu sumarsins í efstu deild Íslandsmóts karla og er kominn með fjögur mörk í tveimur leikjum. Heimir Guð- jónsson, fyrirliði FH, rekur Tryggva hér koss á kollinn eftir að hann skoraði eitt marka sinna. Velur óhef›bundin s‡ningarr‡mi MATTHÍAS MOGENSEN Í MIÐJU BLAÐSINS » • hús • fasteignir Björn Roth rifjar upp hænsnaslátrun PÖNKSVEITIN BRUNI BB FÓLK 30 » EINU SINNI VAR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S IG U R JÓ N G U Ð JÓ N S ÞÝSKALAND Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagðist í gær vilja að kosningum til Sam- bandsþingsins yrði flýtt um heilt ár, til komandi hausts, í kjölfar mikils ósigurs jafnaðarmanna- flokksins SPD í héraðsþingkosn- ingum í Nordrhein-Westfalen. Flokkurinn hafði haldið um stjórntaumana í þessu fjölmenn- asta sambandslandi Þýskalands í 39 ár samfleytt er kristilegir demókratar unnu þar afgerandi sigur í gær. Það kom flestum á óvart er Schröder og Franz Müntefering, formaður SPD, tilkynntu eftir að fyrstu tölur gáfu afhroð flokksins til kynna, að þeir myndu leggja það til á flokksstjórnarfundi í dag, mánudag, að kosningum til Sambandsþingsins yrði flýtt og þær látnar fara fram strax í haust. „Þetta er pólitískt sjálfsmorð,“ sagði einn furðu lostinn flokks- maður sem mættur var á kosn- ingavöku í höfuðstöðvar flokks- ins í Berlín, eftir því sem greint er frá á fréttavef Der Spiegel. Schröder sagði úrslitin í þessu kjarnavígi SPD þýða að gefa bæri kjósendum í landinu öllu tæki- færi til að segja skýrt hverjir þeir vildu að stjórnuðu því. Úr- slitin græfu verulega undan því umboði sem hann og ríkisstjórnin hefðu til þess hlutverks og því væri það eina rétta að boða kosn- ingar strax. Sjá einnig síðu 4 - aa Þýskir jafnaðarmenn bíða afhroð í héraði: Schröder bo›ar kosningar í haust GERHARD SCHRÖDER Kanslarinn segir ekki annað hægt en að flýta kosningum. Íslandsmótið í knattspyrnu: Tryggvi me› flrennu FÓTBOLTI Tryggvi Guðmundsson skoraði fyrstu þrennu Íslands- mótsins þegar Íslandsmeistarar FH sóttu Grindvíkinga heim og sigruðu örugglega, 5-1. FH-ingar hafa byrjað Ís- landsmótið af krafti, unnið tvo fyrstu leiki sína og skorað átta mörk í þeim. Þar af hefur Tryggvi Guðmundsson, sem sneri heim úr atvinnumennsku fyrir mótið, skorað helminginn. Þrír aðrir leikir fóru fram í efstu deild karla í gær. Fylkir vann Þrótt 2-1 á Laugardals- velli, Keflvíkingar lögðu Eyja- menn 3-2 á útivelli og í Vestur- bænum báru KR-ingar sigurorð af Frömurum með einu marki gegn engu. Síðasti leikur annarrar um- ferðar fer fram á Hlíðarenda í kvöld þar sem heimamenn í Val taka á móti Skagamönnum. Sjá síður 20 til 23 VICENTE FOX Þingmaður á síld Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður er farinn til sjós sem háseti á síldarbátnum Bjarna Ólafssyni. TÍMAMÓT 18 Krefjast bóta vegna vanrækslu verktaka Verulegar skemmdir hafa komi› fram á n‡legu húsi í Grafarholti. Íbúarnir vilja bætur en eru í vanda flar sem verktakinn er í gjaldflrotame›fer›. Algengt er a› byggingarstjórar ræki ekki skyldur sínar, segir byggingarfulltrúi Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.