Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 1
HÚSNÆÐI „Því miður er raunin sú
að margir byggingarstjórar rækja
ekki skyldur sínar og biðja ekki
um úttekt á þeim húsum sem þeir
reisa,“ segir Magnús Sædal Svav-
arsson, byggingarfulltrúi Reykja-
víkurborgar.
Íbúar í fimm ára gömlu fjölbýl-
ishúsi í Grafarholti íhuga að höfða
mál vegna vanefnda verktakanna
og galla á byggingunni. Engin
lokaúttekt var gerð á húsinu fyrr
en íbúi fór þess á leit við bygging-
arfulltrúa að það yrði gert. Bygg-
ingin er ekki lögformlega risin
fyrr en slík úttekt hefur verið
gerð og ýmsar tryggingar taka
ekki gildi fyrr en þá. Þegar loka-
úttektin var loks gerð kom í ljós
að byggingin stóðst ekki ýmis
grundvallarskilyrði, til dæmis um
brunavarnir. Þá leka nokkrar
íbúðanna og sums staðar hefur
kvarnast úr múrverkinu. Verktak-
arnir eru í gjaldþrotameðferð og
geta ekki lokið við bygginguna.
Magnús segir ábyrgðina á loka-
úttekt liggja hjá byggingarstjórun-
um, en eigendur íbúðanna sem og
tryggingafélög sem seldu verktök-
unum starfsábyrgðartryggingu
einnig geta farið fram á úttekt.
„Oft lendir sú vinna sem sneri að
byggingarstjóranum á yfirvöldum.
Þetta getur kostað tafir og er dýrt,“
segir Magnús. Hann segir að staða
íbúa í tilfelli sem þessu fari eftir
samningum þeirra við verktakann.
„Fólk getur lent í því að þurfa að
ljúka við bygginguna á eigin kostn-
að og er í slíkum tilfellum hrein-
lega að tvígreiða fyrir íbúðina.“
Íbúar fjölbýlishússins í Grafar-
holti fara fram á að fá greitt úr
tryggingarsjóði byggingarstjóra.
Þeir bíða nú eftir skýrslu frá
dómskvöddum matsmanni áður en
þeir ákveða frekari aðgerðir. - bs
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Mest lesna
bílablaðið
Karlar 20-40 ára
Lestur bílaablaða
samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup maí 2005
29%
45%
SKÝJAÐ MEÐ KÖFLUM sunnan og
vestan til. Stöku él á Norður- og Austurlandi
og gæti skúrað lítið eitt suðaustan til. Hiti
0-9 stig að deginum, mildast sunnan til.
VEÐUR 4
MÁNUDAGUR
Dómari hættir
Stefán Pálsson er hættur sem
dómari í Gettu
betur. Óvíst
er hver
tekur við.
Logi Berg-
mann heldur
þó áfram.
FÓLK 30
23. maí 2005 - 135. tölublað – 5. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
Mexíkóforseti:
Mó›ga›i
blökkumenn
MEXÍKÓ, AP Vicente Fox, forseti
Mexíkó, reyndi í gær að skýra
ummæli sem hann lét falla og full-
trúar banda-
rískra blökku-
manna tóku mjög
illa. Fyrr í mán-
uðinum var haft
eftir Fox í út-
varpsviðtali að
Mexíkanar í
Bandaríkjunum
tækju þar að sér
störf „sem ekki
einu sinni svartir vilja“.
Fox tjáði sig fyrst í gær um
þau viðbrögð sem ummæli hans
fengu og sagði að þau hefðu verið
mistúlkuð. Hann hefði í umræddu
viðtali verið að gagnrýna ströng
ný innflytjendalög sem banda-
ríska öldungadeildin samþykkti
fyrir skemmstu, en þau setja
fjölda mexíkóskra ríkisborgara í
Bandaríkjunum í vanda. ■
Erum miklu betri en
Færeyingar í handbolta
Íslensku handboltalandsliðin
unnu alla fjóra
leikina gegn
Færeyingum í
heimsókn
karla- og
kvennaliðsins
til Færeyja
um helgina.
ÍÞRÓTTIR 23
MARKI FAGNAÐ Tryggvi Guðmundsson fór á kostum og skoraði þrjú mörk fyrir FH-inga í stórsigri þeirra á Grindvíkingum í gær. Tryggvi
skoraði þar með fyrstu þrennu sumarsins í efstu deild Íslandsmóts karla og er kominn með fjögur mörk í tveimur leikjum. Heimir Guð-
jónsson, fyrirliði FH, rekur Tryggva hér koss á kollinn eftir að hann skoraði eitt marka sinna.
Velur óhef›bundin
s‡ningarr‡mi
MATTHÍAS MOGENSEN
Í MIÐJU BLAÐSINS »
• hús • fasteignir
Björn Roth rifjar upp
hænsnaslátrun
PÖNKSVEITIN BRUNI BB
FÓLK 30 »
EINU SINNI VAR
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
IG
U
R
JÓ
N
G
U
Ð
JÓ
N
S
ÞÝSKALAND Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands, sagðist í
gær vilja að kosningum til Sam-
bandsþingsins yrði flýtt um heilt
ár, til komandi hausts, í kjölfar
mikils ósigurs jafnaðarmanna-
flokksins SPD í héraðsþingkosn-
ingum í Nordrhein-Westfalen.
Flokkurinn hafði haldið um
stjórntaumana í þessu fjölmenn-
asta sambandslandi Þýskalands í
39 ár samfleytt er kristilegir
demókratar unnu þar afgerandi
sigur í gær.
Það kom flestum á óvart er
Schröder og Franz Müntefering,
formaður SPD, tilkynntu eftir að
fyrstu tölur gáfu afhroð flokksins
til kynna, að þeir myndu leggja
það til á flokksstjórnarfundi í
dag, mánudag, að kosningum til
Sambandsþingsins yrði flýtt og
þær látnar fara fram strax í
haust.
„Þetta er pólitískt sjálfsmorð,“
sagði einn furðu lostinn flokks-
maður sem mættur var á kosn-
ingavöku í höfuðstöðvar flokks-
ins í Berlín, eftir því sem greint
er frá á fréttavef Der Spiegel.
Schröder sagði úrslitin í þessu
kjarnavígi SPD þýða að gefa bæri
kjósendum í landinu öllu tæki-
færi til að segja skýrt hverjir
þeir vildu að stjórnuðu því. Úr-
slitin græfu verulega undan því
umboði sem hann og ríkisstjórnin
hefðu til þess hlutverks og því
væri það eina rétta að boða kosn-
ingar strax.
Sjá einnig síðu 4
- aa
Þýskir jafnaðarmenn bíða afhroð í héraði:
Schröder bo›ar kosningar í haust
GERHARD SCHRÖDER Kanslarinn segir ekki
annað hægt en að flýta kosningum.
Íslandsmótið í knattspyrnu:
Tryggvi me›
flrennu
FÓTBOLTI Tryggvi Guðmundsson
skoraði fyrstu þrennu Íslands-
mótsins þegar Íslandsmeistarar
FH sóttu Grindvíkinga heim og
sigruðu örugglega, 5-1.
FH-ingar hafa byrjað Ís-
landsmótið af krafti, unnið tvo
fyrstu leiki sína og skorað átta
mörk í þeim. Þar af hefur
Tryggvi Guðmundsson, sem
sneri heim úr atvinnumennsku
fyrir mótið, skorað helminginn.
Þrír aðrir leikir fóru fram í
efstu deild karla í gær. Fylkir
vann Þrótt 2-1 á Laugardals-
velli, Keflvíkingar lögðu Eyja-
menn 3-2 á útivelli og í Vestur-
bænum báru KR-ingar sigurorð
af Frömurum með einu marki
gegn engu.
Síðasti leikur annarrar um-
ferðar fer fram á Hlíðarenda í
kvöld þar sem heimamenn í Val
taka á móti Skagamönnum.
Sjá síður 20 til 23
VICENTE FOX
Þingmaður á síld
Magnús Þór
Hafsteinsson
alþingismaður er
farinn til sjós
sem háseti á
síldarbátnum
Bjarna
Ólafssyni.
TÍMAMÓT 18
Krefjast bóta vegna
vanrækslu verktaka
Verulegar skemmdir hafa komi› fram á n‡legu húsi í Grafarholti. Íbúarnir vilja
bætur en eru í vanda flar sem verktakinn er í gjaldflrotame›fer›. Algengt er a›
byggingarstjórar ræki ekki skyldur sínar, segir byggingarfulltrúi Reykjavíkur.