Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 10
LAURA BUSH Á MUSTERISHÆÐ Bandaríska forsetafrúin Laura Bush heimsótti helgustu staði Jerúsalem í gær, Grátmúrinn og al- Aqsa-moskuna. Hér er hún á leið úr mosk- unni, umkringd öryggisvörðum. Forsetafrú- in reyndi í Mið-Austurlandaferð sinni að bæta ímynd Bandaríkjanna þar um slóðir. 10 23. maí 2005 MÁNUDAGUR Veðurfar síðustu daga: Næturfrost hægir á gró›urvexti VEÐUR Veðurstofa Íslands segir frostanætur hafa verið alltíðar það sem af er maímánuði, en gróð- ur vex hægar af þeim sökum. „Lætur nærri að í innsveitum hafi mælst frost aðra hverja nótt,“ segir í tilkynningu Veður- stofunnar. Þannig eru frostnætur sagðar hafa verið tólf á Hjarðar- landi í Biskupstungum og þrettán á Staðarhóli í Aðaldal, það sem af er mánuðinum. „Í Reykjavík hefur næturfrost einnig verið oft- ar en venja er til eða átta sinnum líkt og á Akureyri.“ Hingað til hefur mánuðurinn verið heldur kaldari en í meðalári á landinu, en á Norðurlandi hefur meðalhiti undanfarin þrjú ár verið svipaður á saman tíma, frá 1. til 21. maí. Veðurstofan segir að það sem af er mánuðinum hafi einnig verið þurrt og úrkoman mælst um eða innan við 10 millimetrar í flestum landshlutum, að undan- skildu Norðausturlandi, og tiltek- ur að af þessum völdum hafi gróð- urframvinda verið heldur hæg þetta vorið, þar sem bæði nætur- frostið og þurrkarnir hægi á vexti gróðurs. Jafnframt er þó bent á að maímánuð einkenni jafnan hár loftþrýstingur með björtu veðri og lítilli úrkomu, þar sem norðanátt er gjarnan ríkjandi. - óká Íslensk augnrannsókn vekur heimsathygli Hófdrykkja dregur úr líkum á sk‡myndun á auga en reykingar auka flær og sömulei›is vinna úti undir beru lofti. Ni›urstö›ur rannsóknarinnar hafa vaki› mikla athygli og me›al annars veri› kynntar í virtum læknatímaritum austan hafs og vestan. RANNSÓKNIR Rannsókn íslenskra lækna á ýmsum aldursbundnum augnsjúkdómum hefur vakið at- hygli víða um heim. Meðal þess sem hún leiðir í ljós er samband milli hóflegrar neyslu áfengis og minni hættu á að fólk fái ákveðna ský- myndun á augasteini. Reykingar þrefalda hins vegar líkurnar á ský- myndun á augasteini og sama er að segja um vinnu úti undir beru lofti. Rannsóknin sem er þekkt undir nafninu Reykjavíkurrannsóknin var fyrst gerð árið 1996 að frum- kvæði Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar í Genf. Friðbert Jónasson, yfirlæknir á augnlækn- ingadeild Landsspítala – háskóla- sjúkrahúss og prófessor við lækna- deild Háskóla Íslands, hefur stýrt rannsókninni í samvinnu við pró- fessor K. Sasaki við augndeild há- skólans í Uchinada í Japan. „Rannsóknin náði upphaflega til 1050 manns í Reykjavík 50 ára og eldri og var síðan endurtekin árið 2001 og náði þá til 846 ein- staklinga úr upphaflega hópnum,“ segir Friðbert. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið kynntar víða um heim á undanförnum árum með fyrir- lestrum og blaðagreinum og hafa greinar til dæmis birst í öllum helstu læknatímaritum um augn- sjúkdóma austan hafs og vestan. Rannsóknin náði til fjölmargra þátta, svo sem áhrifa útfjólu- blárra geisla sólar, reykinga, áfengisneyslu, mataræðis og fleira. Hvað áfengisneysluna áhrærir segir Friðbert að svo virðist sem ekki skipti máli í hvaða formi áfengisins er neytt. „Þeir sem neyta áfengis í hófi, til dæmis eitt glas af víni þrisvar til fjórum sinnum í viku niður í tvisvar í mánuði, eru í heldur minni áhættu á að fá ákveðið form af skýi á augastein en þeir sem aldrei neyta og þeir sem neyta meira áfengis,“ segir Friðbert. Hann segir langlíklegast að það séu andoxunaráhrif alkóhólsins sem hafi þessi áhrif. Að sögn Friðberts er enn verið að vinna niðurstöður upp úr rann- sóknunum og gerir hann ráð fyrir því að sú vinna taki tvö til þrjú ár til viðbótar. Síðan er ekki útilokað að rannsóknin verði endurtekin einu sinni enn á næsta ári þannig að hún nái yfir tíu ára tímabil. ssal@frettabladid.is FJÖLMIÐLAR Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Íslenska sjón- varpsfélagsins, sem meðal annars rekur Skjá einn, hefur afsalað sér vörumerkinu „Silfur Egils“ til Egils Helgasonar, þáttastjórnanda á Stöð 2. Magnús mætti í lokaþátt Silfurs Egils í gær og afhenti Agli afsal til staðfestingar þessu. Deilur hafa staðið um réttinn á notkun vörumerkisins og stefndi í lögfræðiþras milli 365 – ljósvaka- miðla og Íslenska sjónvarps- félagsins. Magnús sagðist hins vegar hafa tekið þá ákvörðun að afsala vörumerkinu til Egils, enda löng hefð fyrir notkun Egils á því. Egill Helgason var að vonum ánægður með tíðindin en hann hefur skrifað undir merkjum Silfurs Egils í áratug, fyrst í Alþýðublaðinu sáluga. - þe Deilur settar niður: Egill á nú Silfur Egils 6.888 kr. Tæki sem auðvelda vorverkin ALTO háþrýstidælur R V 20 34 Tilbo ð maí 2 005 ALTO háþr ýstidæ lur á tilboð sverð i Nilfisk ALTO Compact Þrýstingur: 120 bör Vatnsmagn: 440 l/klst Nilfisk ALTO Compact Þrýstingur: 100 bör Vatnsmagn: 300 l/klst 15.888 kr. Nilfisk ALTO Excellent Þrýstingur: 135 bör Vatnsmagn: 500 l/klst 28.888 kr. Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Opn unar tími í ve rslun RV: FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P VORBLÍÐA Í REYKJAVÍK Veðrið lék við Reykvíkinga seinni partinn í gær, þó svo að það sem af er mánuði hafi tíðarfar verið heldur kaldara en í meðalmánuði síðustu ár. Þrátt fyrir nokkuð næturfrost það sem af er vori hafa túlípanarnir þó náð að blómstra í bænum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K BJÖRGUNARÆFING Á POLLINUM Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar hífir björgunar- sveitarmann úr björgunarskipinu Sigurvin frá Siglufirði á Akureyrarpolli. Landsþing á Akureyri: Æf›u björgun á Pollinum ÆFING Um 600 manns voru á Akur- eyri á laugardag og föstudag í tengslum við fimmta landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þinginu lauk síðdegis á laugar- dag en fyrr um daginn var björg- unaræfing á Akureyrarpolli með þátttöku fimm stórra björgunar- skipa, varðskipsins Týs, þyrlu Landhelgisgæslunnar og fjölda smærri björgunarbáta. Heimsókn björgunarsveita- manna til Aukureyrar lauk með fjölmennri árshátíð Landsbjargar í Íþróttahöllinni á laugardags- kvöld þar sem meðal annars var fylgst með söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva á 40 fer- metra skjá. - kk SILFRIÐ Í GÆR Egill Helgason þáttastjórnandi og Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, lögðu í gær niður deilur um vörumerkið „Silfur Egils“. FRIÐBERT JÓNASSON OG ÁRSÆLL ARNARSON Læknarnir sem stýrt hafa rannsókn á ald- ursbundnum augnsjúkdómum á Íslandi. Niðurstöðurnar hafa vakið athygli víða um heim. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.