Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 38
22 23. maí 2005 MÁNUDAGUR
Margir taka allt of lítið eftir því sem er í kringum þá og æða bara áfram án þess að heyra eða sjá. Greyin styttur bæjarins sem
enginn nennir að horfa á, jafnvel þó þær séu sumar allsberar, eru ekki einar um afskiptaleysið því fjölmörg listaverk prýða
höfuðborgarsvæðið án þess að fólk sem keyrir þó kannski framhjá daglega veiti þeim teljandi eftirtekt. En verkin eru til mik-
illar prýði á borgum og bæjum og ástæða til að minna á tilvist þeirra. Hér eru þó aðeins örfá útilistaverk, þau eru miklu miklu
fleiri og eiginlega úti um allt ef vel er að gáð. Prófaðu að vera með augun opin næst þegar þú átt leið milli staða...
Útilistaverk á almannafæri
Farðu milli staða með augun opin.
HÖNNUN heitir þetta verk eftir Magnús
Tómasson. Steinarnir á stólfótunum
bíða þess að einhver setjist svo þeir geti
stokkið af stað. Verkið var keypt eftir samsýn-
ingu listamanna í tilefni af 25 ára afmæli
Garðabæjar.
BARNÆSKA MÍN eftir Magnús Kjartans-
son stendur á Víðistaðatúninu í Hafnar-
firði. Verkið er járnkassi á hjólum, fullur af
fjörugrjóti, og liggur keðja niður með hlið
kassans. Vekur eflaust hugljúfar minningar hjá
einhverjum.
VATNSHARPAN á Ingólfstorgi myndar
skemmtilega andstöðu við næsta ná-
granna, Hlöllabáta, og leikur fallegu lögin sín
allt sumarið þrátt fyrir sóðalega umgengni allt
um kring á kvöldin og um helgar.
TRÚARBRÖGÐ eftir Ásmund Sveinsson
stendur við Kirkjubraut á Seltjarnarnesi.
Frummynd þessa járnskúlptúrs er frá 1956. Í
verkinu má sjá hálfmánann og krossinn mæt-
ast og margs konar þríhyrnd form vísa til heil-
agrar þrenningar en einnig til viðleitni alls til
æðri upphafningar og sameiningar. Hringurinn
er tákn eilífðar og einingar.
„SERENADA“ syngur kvöldljóð sín fyrir
íbúa Garðabæjar. Höfundur er Helgi
Gíslason.
FALLANDI GENGI eftir Inga Hrafn
Hauksson stendur efst í Árbæjarhverf-
inu sem áminning um fallvaltleika heimsins.
VERKIÐ stendur fyrir utan Gerðarsafn í
Kópavogi og er eftir Gerði Helgadóttur.
Erfiðlega gekk að komast að því hvað það
heitir en víst er að það myndar fallegt mót-
vægi við ferhyrndan byggingarstílinn á blokk-
inni í baksýn.
ÞESSI ábúðarfulli haus með gaddakylf-
una innan seilingar stendur fyrir utan
Súfistann í Hafnarfirði og fær vonandi kaffi-
skammtinn sinn reglulega. Verkið er eftir Sverri
Ólafsson og er frá 1990.
MÁ BJÓÐA ÞÉR SÆTI? Verkið 100 ára
einsemd eftir Sverri Ólafsson bíður þess
að einhver taki við vaktinni á Víðistaðatúninu.
JÖTNARNIR eftir Grím Marínó Steindórs-
son hafa gætt Fjarðarkaupa frá árinu
2000 og það er ekki fýsilegt að lenda í klón-
um á þeim.
1
3
5
7 8 9 10
4
6
2
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10