Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 18
Pólýhúðun S: 544 5700 * www.polyhudun.is Smiðjuvegi 1 * 200 Kópavogur Þessir byggja til framtíðar... ...og við hjálpuðum þeim. Vilt þú byggja til framtíðar? Eigum á lager 350 RAL liti Pólýhúðun ehf Innbakað Duftlakk á alla málma Pólýhúðum: Utanhússklæðning álgluggar bárujárn stálvirki handrið gler sólbekki vatnsbretti o.fl. o.fl El ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Kettir gera gjarnan þarfir sínar í blómabeð og sandkassa bæjarins fólki til hins mesta ama. Mörg húsráð eru til um hvernig eigi að halda köttunum í burtu og þar á meðal er fólki ráðlagt að grafa hvítlauk niður í kringum beð- in en tvennum sögum fer af því hvort það virki. Hjá Dýraríkinu fengust þær upplýsing- ar að í 75 prósentum tilfella virki að setja efni sem kallast „Get off“ í kring- um beð og sandkassa, en það fæst bæði í úða- og gelformi. Efnið er skað- laust. Þá sé einnig hægt að setja sítrónusafa eða úða ilmvatni, eða hverju því sem ber með sér lykt sem kettinum líkar illa við, en hafa skal í huga að nota ekki efni sem eru skað- leg umhverfinu og lífverum. Ekki nægir að setja efnið bara einu sinni við beðið eða sandkassann, held- ur þarf að gera það oft og reglulega til þess að það virki sem skyldi. Úðaefni þarf jafnvel að bera á tvisvar á dag, en efni í gelformi þarf að setja út á tveggja vikna fresti og oftar ef það rignir. ]HandriðAthuga þarf handrið við tröppur reglulega og tryggja að það sé nægilegaöruggt, og að hvergi séu lausar festingar eða spýtur. Það sama gildir umsvalahandrið þar sem öryggið skiptir miklu máli.[ Listamaðurinn Matthías Mog- ensen velur óhefðbundin sýn- ingarrými fyrir myndirnar sín- ar. Í gær lauk sýningu hans í gamla Ó. Johnson og Kaaber- húsinu sem hann hefur mikið dálæti á. „Þetta hús hefur aldrei áður ver- ið notað fyrir sýningar. Hér var áður kaffibrennsla en húsið hef- ur staðið lengi autt og er í hálf- gerðri niðurníðslu sem er synd því að þetta er ákaflega fallegt hús,“ segir Matthías sem fer iðu- lega ótroðnar slóðir þegar hann sýnir listaverkin sín. „Ég vinn þannig að ég reyni að finna óhefðbundna staði til að sýna á. Hef til dæmis sýnt í fatabúðum, leikhúsum og skólum. Sýningarn- ar eru þá þess eðlis að þær eru ekki auglýstar neitt sérstaklega. Fólki er komið skemmtilega á óvart því það fer kannski í leik- hús eða í verslunarmiðstöð og sér þá sýningu í leiðinni.“ Matthías er mjög ánægður með húsið og segir það henta vel undir sýning- ar. „Þetta er skemmtilegt hús og hér þurfti ekki að breyta miklu. Ég þurfti að laga til og þrífa en annars hentaði húsið fullkom- lega. Það þarf til að mynda varla lýsingu hér inni því gluggarnir eru svo stórir og fallegir.“ Matthías hefur mikinn áhuga á gömlum byggingum og lítur á þau sem listaverk og menningar- arf sem eigi að fylgja næstu kyn- slóð. „Gamall arkitektúr þarf allt of oft að víkja og við erum of fljót að rífa gömul hús til að byg- gja ný. Þetta er pólitískt vanda- mál og allt of algengt hér á landi. Þetta er eins og að brenna gamlar bækur eða fara inn á listasafn og mála yfir gömlu myndirnar þar því litirnir þeirra passa ekki lengur. Þess vegna sæki ég eftir því að fá að sýna á svona stöðum og stundum getur slíkt vakið fólk til umhugsunar og orðið til þess að húsið öðlist nýtt líf í stað þess að verða rifið,“ segir Matthías sem bjargaði meðal annars gam- alli eldspýtnaverksmiðju í Sví- þjóð sem átti að rífa en er nú not- uð sem sýningarrými. Sýningin gekk vel og Matthí- as efast ekki um að húsið hafi haft eitthvað með það að segja. „Hér er allt önnur stemmning en á hefðbundnum söfnum eða galleríum og gestirnir voru ánægðir með það. Margir sem komu á sýninguna voru vegfar- endur sem áttu leið hjá og vildu fá að skoða þetta fallega hús sem hefur staðið autt svo lengi. Margir þeirra vildu sjá ein- hverja starfsemi í húsinu og ég vona að því verði fundið nýtt hlutverk. Þannig má segja að húsið hafi hjálpað mér og ég reyni að hjálpa húsinu.“ ■ Skemmtilegt hús sem vonandi fær nýtt hlutverk Kettirnir hraktir úr görðum MARGIR ERU ÓSÁTTIR VIÐ AÐ KETTIR GANGI LAUSIR OG GERI ÞARFIR SÍNAR Í GARÐA ÞEIRRA – EKKI SÍST Í SANDKASSA ÞAR SEM UNG BÖRN ERU GJARNA AÐ LEIK. Kettir gera oft þarfir sínar í garða fólks og eru hin mesta plága þegar þeir eigna sér sandkassa barnanna. „Hér er allt önnur stemmning en á hefðbundnum söfnum eða galleríum og gestirnir voru ánægðir með það,“ segir Matthías um gömlu kaffibrennsluna. Allt upp á vegg Það má hengja nánast hvað sem er á veggina. 1. Hengið fallegt teppi á vegginn. Það má vera rúmteppi, fallegur borð- dúkur eða jafnvel gólf- motta. Til hagræðis má festa teppið á bambus- stöng og hengja síðan upp eins og mynd. 2. Falleg og sérstök flík fer ein- nig vel á vegg, skírnarkjóll eða fornfatnaður. 3. Hljóðfæri eru góð hug- mynd og gefa heimilinu menningarlegt yfirbragð. Fyllið upp á milli með nótnablöðum. 4. Körfur eru flottar og líka hægt að setja eitthvað í þær eins og til dæmis þurrkuð blóm. 5. Diskar og plattar eru skemmtilega gam- aldags veggja- skraut. 6. Fallegur spegill sem speglar eitthvað fallegt í stof- unni gerir allt rýmið stærra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.