Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 66
„Ég held að öllum þingmönnum sé nauðsynlegt að prófa að vinna þau störf sem tilheyra þeirra mála- flokki,“ segir Magnús Þór Haf- steinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sem ætlar að drífa sig á síld í sumar. Magnús verður háseti á Bjarna Ólafssyni AK 70. „Mágur minn er skipstjóri, þetta er hálfgerð fjöl- skylduútgerð. Ég frétti að hann vantaði afleysingarmann og spurði hvort ég mætti koma með. Það reyndist auðsótt mál.“ Skipið lagði úr höfn í gærkvöldi og verð- ur að veiðum fram að sjómanna- dag. Bjarni Ólafsson hefur verið á kolmunnaveiðum hingað til en ætlar að skipta yfir í síld, þar sem verð á henni er hagstætt um þess- ar mundir. „Þó ég hafi verið á mörgum fiski- og rannsóknarskip- um í gegnum tíðina hef ég aldrei áður farið á síld,“ segir Magnús, sem fagnar nýjum vinnuvett- vangi, þó tímabundinn sé. „Það er gott að komast burt og tæma hug- ann. Ég skil símann og tölvuna eftir, sem er kærkomin tilbreyt- ing.“ Magnús telur það ekki aðeins sjálfum sér hollt að fara á sjó, heldur muni það reynast honum mikilvæg reynsla á þingi þar sem hann situr jú í sjávarútvegsnefnd. „Síldin er auðvitað hápólitískt mál milli okkar og Norðmanna. Svona reynsla er líka öllum þingmönn- um mikilvæg. Alþingi við Austur- völl er lokaður heimur og tengsl okkar við fólkið í landinu eru oftar en ekki í gegnum fjölmiðla. Þetta er góð leið til að komast í beinni tengsl við mannlífið,“ segir þingmaðurinn, sem býst við að mæta endurnærður og frískur á Alþingi í haust. ■ 18 23. maí 2005 MÁNUDAGUR HENRIK JOHAN IBSEN (1828 – 1906) lést þennan dag. TÍMAMÓT: ALÞINGISMAÐUR Á SÍNA FYRSTU SÍLDARVERTÍÐ Gott að komast í bein tengsl við mannlífið „Þú skalt aldrei klæðast þínum fínustu buxum ef þú ætlar að berjast fyrir frelsi og sannleika.“ Henrik Johan Ibsen var norskt leikskáld. Hann skrifaði meðal annars leikrit- ið Þjóðníðinginn og er einna þekktastur fyrir leikritið um Pétur Gaut. timamot@frettabladid.is MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Á sínum tíma safnaði Magnús myndarlegu skeggi en rakaði það síðar af. Hann gerir þó ráð fyrir að leyfa því að spretta aftur á sjónum. Yfir 100 börn og sex kennarar voru tekin í gíslingu í barnaskóla í norðurhluta Hollands á þessum degi árið 1977. Gíslatökumennirnir voru frá Mólúkkaeyjum í Austur- Indíónesíu, sem hafði verið hluti af nýlendu Hollendinga. Töluvert er um innflytjendur frá Mólúkkaeyjum í Hollandi og aukin krafa hafði verið á hollensk yfir- völd að berjast fyrir sjálfstæði eyj- anna innan Indónesíu. Gíslatökumennirnir réðust á skól- ann um morguninn, slepptu 15 mólúkkískum börnum og söfnuðu hinum inn í tvær skólastofur og huldu gluggana með dagblöðum. Á sama tíma tóku sjö aðrir Suður- Mólúkkabúar lest traustataki með um 50 farþegum innanborðs nærri bænum Groningen en slepptu börnum og gamalmenn- um. Ein kona slapp úr skólanum og urðu lögreglumenn að berhátta sig til að fá að fylgja henni af svæðinu til að sýna fram á að þeir væru óvopnaðir. Fjórum dögum síðar var öllum börnum úr skólan- um sleppt eftir að upp kom iðra- kveisa. Fjórir kennarar urðu eftir í gíslingu ásamt þeim sem voru um borð í lestinni. Þann 11. júní, 20 dögum eftir að gíslatakan hófst, réðst hollenski herinn inn í lestina og skólann. Sex gíslatökumenn og tveir farþegar létust í miklum byssubardaga í lestinni. Á næstu mánuðum og árum bættu hollensk yfirvöld félagslegar aðstæður Mólúkkabúa í landinu. 23. MAÍ 1977 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1849 Um 45 bændur úr Skaga- firði ríða að Möðruvöllum í Hörgárdal og biðja Grím Jónsson amtmann um að segja af sér. 1934 Ræningjaparið Bonnie og Clyde eru skotin og drepin af lögreglu. 1945 Heinrich Himmler fremur sjálfsmorð í breskum fangabúðum. 1960 SS-foringinn Adolf Eich- mann er handsamaður í Argentínu. 1985 Alþingi samþykkir þings- ályktun um að á Íslandi verði ekki staðsett kjarn- orkuvopn. 1987 Hannes Hlífar Stefánsson verður heimsmeistari sveina í skák, þá 14 ára að aldri. Tvöföld gíslataka í Hollandi                      !"#$%   & '      ()*     ( +' &,    + % ( "#)  - ( ( "./)   0 1.'      '"1/2   3  (  + &, +  '  (0 ( )   0 ' + &     ) 5  *%   + - &"64"" 7 &"4".8    '   "8"7 (9 0: 9"#.;' *    +    '  <  )  0+3 2 +    ) ( '#"' ".17*  0  =  &+   %(0 + > 9 )  7    < '                             ! "      7   ,1/?6:)+ 7 (,  &+'7* +3 +?   - ,&  +  %    ' ,  +0@            A    +'     ) /      ANDLÁT Sigurður Björgvinsson, frá Garði í Mý- vatnssveit, lést föstudaginn 20. maí. Sigurjón G. Sigurjónsson, Birkigrund 71, Kópavogi, lést föstudaginn 20. maí. Jóhanna Ásdís Jónasdóttir, Mánatúni 2, Reykjavík, lést föstudaginn 20. maí. JAR‹ARFARIR 13.00 Torfi Ásgeirsson, Dalbraut 14, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík. 15.00 Hallgrímur Egill Sandholt, verk- fræðingur, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 15.00 Steinunn Margrét Norðfjörð, Ljósvallagötu 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu. 1933 Joan Collins leikkona 1951 Anatoli Karpov, skákmeistari 1961 Drew Carey, gamanleikari 1966 Helena Bonham Carter, leikkona AFMÆLI Þórhallur Sigurðsson leikstjóri er 59 ára. Viðar Halldórsson, fyrr- verandi knattspyrnu- kappi, er 52 ára. Árni Páll Árnason lög- maður er 39 ára. Erna Guðrún Kaaber rithöfundur er 32 ára. FÆDDUST fiENNAN DAG Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. Hestaíþróttir og lögreglustörf: Unnur Birna er Ungfrú Ísland „Mér líður ofsalega vel. Þetta var algjör draumur,“ segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, sem kjörin var Ungfrú Ísland á föstudaginn var. „Ég átti alveg eins von á þessu, við stefndum allar að þessu marki og þegar maður stefnir að einhverju verður maður að gera ráð fyrir að það gangi upp.“ Það er í nógu að snúast hjá fegurstu konu landsins, sem þjálf- ar af kappi fyrir hestaíþróttamót sumarsins og hefur sumarstörf hjá lögreglunni á Keflavíkurflug- velli í næstu viku. „Ég ákvað að prófa eitthvað nýtt og fór því í inntökupróf í vikunni og náði því. Mig langar að fara í lögfræði í Háskólanum í Reykjavík næsta vetur en á eftir að fá svar.“ Hún er þó ekki meira en svo viss um hvað nýfenginn titill ber í skauti sér. „Ég veit ekki alveg hvað tekur við en fer á fund með framkvæmda- stjóra á morgun og þá skýrist þetta allt saman,“ segir hin önnum kafna Ungfrú Ísland, sem notaði helgina til að hvíla sig fyrir kom- andi daga. - bb NÝKJÖRIN UNGFRÚ ÍSLAND Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, Ungfrú Ísland 2005, á að eigin sögn annasamt sumar í vændum en hún þjálfar fyrir hestamót og er að hefja störf sem lögreglukona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.