Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 69
FÓTBOLTI Fylkismenn unnu verðskuldaðan sigur á Þrótti á Laugardalsvellinum í gær. Gestirnir stjórnuðu leiknum ef frá er talinn góður kafli undir lok fyrri hálfleiksins þar sem Þróttarar skoruðu mark og voru betri aðilinn. „Fyrri hálfleikur slapp kannski af okkar hálfu en sá síðari var frekar slakur. En eftir markið hættum við einhverra hluta vegna og vorum ekki í neinu standi til að mæta þeim eftir hálfleikinn,“ sagði Þróttarinn Ingvi Sveinsson eftir leik. „Við hefðum átt að skora 4-5 mörk í síðari hálfleiknum,“ sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „En sigurinn var sætur, sérstaklega í ljósi tapleiks- ins gegn KR í síðustu viku.“ Eins og Þorlákur segir hefðu Fylkismenn með réttu átt að vera löngu búnir að tryggja sér sigurinn áður en markið kom á elleftu stundu. „Fótboltalega séð erum við búnir að spila mjög vel en það virðist vanta gæði uppi við markið. Við erum að sækja fram á öllu liðinu en vantar að klára sóknirnar. Björgólfur og Sævar Þór hafa átt í meiðslum en eru allir að koma til baka.“ Þorlákur hefur þó ekki áhyggjur af sínum mönnum. „Það er ferskur blær í liðinu, enda með mikið af ungum mönnum í liðinu.“ Einn þeirra, Albert Brynjar, var ekki í hópnum gegn KR en nýtti tækifærið vel nú og skoraði sigurmarkið. „Loksins skoraði hann sitt fyrsta mark í alvöru meistaraflokksleik. Við vissum að það hlyti að koma að því,“ sagði Þorlákur. Valur Fannar Gíslason skoraði jöfnunarmark Fylkis á 55. mínútu með skalla eftir horn, rétt eins og gegn KR, nema nú í rétt mark. Páll Einarsson gerði mark Þróttar úr víti. eirikurst@frettabladid.is MÁNUDAGUR 23. maí 2005 21 Upplýsinga- og margmiðlunarsvið Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina Sérsvið: Bókband Grafísk miðlun* Ljósmyndun Prentun* Veftækni* Nettækni* Tækniteiknun Margmiðlunarskólinn 2ja ára nám þar sem umsækjendur þurfa að hafa lokið tveggja ára námi í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum, lokið námi af listnámsbrautum, tölvubrautum eða öðru sambærilegu námi. * Kennt á haustönn 2005 Tölvusvið Tölvubraut Forritun Netkerfi Rafiðnasvið Grunnnám rafiðna Rafvirkjun Rafeindavirkjun Rafveituvirkjun Rafvélavirkjun Símsmíði Sérdeildasvið Sérdeild Nýbúabraut Almennt svið Almennar námsbrautir Nám til stúdentsprófs Málmtæknisvið Grunnnám bíliðna Málmtæknibraut Gull- og silfursmíði Byggingasvið Grunnnám bygginga- og Húsasmíði Húsgagnasmíði mannvirkjagreina Múrsmíði Veggfóðrun Málaraiðn Hönnunarsvið Listnámsbraut Almenn hönnun Keramik Hársnyrting Klæðskurður Kjólasaumur SÍMI 522 6500 • FAX 522 6501www.ir. is • ir@ir. is G Ú ST A Innritun fyrir alla aðra en þá sem ljúka grunnskólaprófi í vor: Innritun: 25. og 26. maí, kl. 12–16. Innritun í fjarnám: Innritun í fjarnám hefst 24. maí á vef skólans www.ir.is Innritun í kvöldskóla: Innritun í fjarnám hefst 24. maí á vef skólans www.ir.is Allar nánari upplýsingar á www.ir.is og á skrifstofu skólans, síma 522 6500. Traust menntun í framsæknum skóla IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK INNR ITUN LÁNSHÆ FT NÁM 1-2 Valsvöllur, áhorf: 1052 Ólafur Ragnarsson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 5–18 (1–6) Horn 2–12 Aukaspyrnur fengnar 7–13 Rangstöður 2–4 1-0 Páll Einarsson, víti (29.) 1-1 Valur Fannar Gíslason (55.) 1-2 Albert Brynjar Ingason (90.) *BESTUR Á VELLINUM ÞRÓTTUR 3–5–2 Fjalar 7 Eysteinn 5 Jens 7 (73. Ólafur –) Dusan Jaic 5 Freyr 6 Páll 6 Halldór 6 Hallur 5 Ingvi 6 Maruniak 6 (80. Henning –) Sævar 5 (65. Þórarinn 4) FYLKIR 4–4–2 Bjarni Þórður 7 Helgi Valur 7 Ragnar 6 Valur Fannar 7 Gunnar Þór 6 Viktor Bjarki 6 Guðni Rúnar 6 Finnur 7 Eyjólfur 6 (89. Jón Björgvin –) Sævar Þór 6 (32. Albert Brynjar 7) Björgólfur 6 (69. Björn Viðar 6) Þróttur Fylkir Naumur en gó›ur Fylkissigur Fylkismenn sóttu flrjú stig í Laugardalinn í gær er li›i› vann firótt, 2–1. Nú voru fla› Fylkismenn sem skoru›u sigurmarki› á lokamínútunum eftir a› hafa veri› hinum megin vi› fla› bor› í 1. umfer›inni. FYRIRLIÐINN JAFNAR Valur Fannar Gíslason skallar hér boltann í mark þróttar og jafnar leik liðanna í laugardalnum í gær. Þetta var fyrsta mark Vals Fannars í rétt mark í sumar en hann bætti þarna fyrir sjálfsmarkið gegn KR í síðustu umferð. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI LEIKIR GÆRDAGSINS Landsbankadeild karla: STAÐAN: FH 2 2 0 0 8–1 6 KR 2 2 0 0 3–1 6 FRAM 2 1 0 1 3–1 3 VALUR 1 1 0 0 3–1 3 ÍA 1 1 0 0 1–0 3 FYLKIR 2 1 0 1 3–3 3 KEFLAVÍK 2 1 0 1 3–5 0 ÞRÓTTUR 2 0 0 2 1–3 0 ÍBV 2 0 0 2 2–6 0 GRINDAVÍK 2 0 0 2 2–8 0 1. deild karla: VÍKINGUR Ó.–KS 1–0 1–0 Ejub Purisevic (8.). FJÖLNIR–KA 2–0 1–0 Pétur Markan, 2–0 Sigmundur Ástþórsson. VÖLSUNGUR–BREIÐABLIK 0–1 0–1 Kristján Óli Sigurðsson (16.). ÞÓR AK.–VÍKINGUR R. 1–1 0–1 Jón Guðbrandsson (12.), 1–1 Steinn Símonarson, víti (84.). Þýski handboltinn: FLENSBURG–DÜSSELDORF 31–26 Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyrir Düsseldorf en Markús Máni Michaelson komst ekki á blað. KIEL–ESSEN 32–25 Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur fyror Essen og skoraði 9 mörk. MINDEN–LEMGO 29–30 Logi Geirsson skoraði 3 mörk fyrir Lemgo. PFULLINGEN–WILHELMSHAVENER 32–30 Gylfi Gylfason skoraði 3 mörk fyrir Wilhelmsh. GROSSWALLSTADT–WETZLAR 36–34 Snorri Steinn GUðjónsson skoraði 12/2 mörk fyrir Grosswallstadt og Einar Hólmgeirsson bætti við 5 Róbert Sighvatsson var markahæstur hjá Wetzlar með sex mörk. HAMBURG–MAGDEBURG 28–26 Arnar Atlason var markahæstur hjá Magdeburg með 5 mörk og Sigfús Sigurðsson skorað 3 mörk. Vináttulandsleikur í körfu: ÍSLAND–ENGLAND 63–77 Stig Íslands: Hildur Sigurðard.17 (8 fráköst, 5 stoðs.), Helena Sverrisd. 12 (5 fráköst), Helga Jónasdóttir 8 (8 fráköst), Birna Val- garðsdóttir 7, Signý Hermannsdóttir 5 (8 frá- köst, 5 varin), Þórunn Bjarnad. 4, Rannveig Randversd. 4, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 3, Bryndís Guðmundsd. 2, Alda Leif Jónsd. 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.