Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 8
1Hvað heitir nýkjörinn varaformaðurSamfylkingarinnar?
2Hvaða land sækist um þessar mundireftir fullri aðild að Evrópusamband-
inu?
3Hvað heitir nýtt olíufyrirtæki semselur skipaolíu í Neskaupstað?
SVÖRIN ERU Á BLS. 30
VEISTU SVARIÐ?
8 23. maí 2005 MÁNUDAGUR
Kínversk stjórnvöld setja reglur um velsæmi:
Ekki bor›a af kvenlíkömum
KÍNA Kínversk stjórnvöld hafa
ákveðið að banna að matur sé bor-
inn fram á nöktum kvenlíkömum
á veitingastöðum í landinu. Í til-
kynningu frá viðskiptaráðuneyt-
inu í Peking segir að slíkt athæfi
sé ósiður sem brjóti í bága við al-
mennt velsæmi.
Í tilkynningu ráðuneytisins
segir að hinni nýju reglugerð sé
einnig ætlað að hamla gegn því að
fyrirtæki noti naktar sýningar-
stúlkur til að auglýsa vöru sína.
Frá þessu greinir fréttavefur
BBC með vísan til Xinhua-frétta-
stofunnar kínversku.
Að bera fram sushi á nöktum
eða nærri því nöktum stúlkum
hefur lengi verið vinsælt í Japan.
Japanskur veitingastaður í Suð-
vestur-Kína var í fyrra sektaður
fyrir að bjóða upp á slíkt. ■
HREYSTIVERK Ökumaður sýndi
fádæma hreysti eftir að sand-
flutningabíl sem hann ók hvolfdi
á Þjórsárdalsvegi í bítið á
sunnudagsmorgun. Bíllinn lenti
út af veginum og tættist nánast í
sundur. Maðurinn komst út úr
sundurtættu flakinu og gekk
eftir hjálp tæpa þrjá kílómetra á
næsta bæ.
Reyndir lögreglumenn telja
það ótrúlega heppni að maðurinn
skuli hafa sloppið lifandi þar sem
bíllinn var verulega illa farinn.
Maðurinn, sem er á þrítugs-
aldri, missti annan skóinn í velt-
unni og gekk 400 metra á einum
skó uns hann tók hann af sér líka
og gekk rúma tvo kílómetra á
sokkaleistunum. Næturfrost var
á þessum slóðum og allnokkur
vindur sem maðurinn hafði í
fangið á göngunni.
Íbúar á bænum Fossnesi
vöknuðu við að barið var hraust-
lega að dyrum klukkan sex í
gærmorgun. „Við hrukkum upp
úr rúminu og fórum til dyra og
úti fyrir stóð bekkjarbróðir
dóttur okkar, alblóðugur í and-
liti með stórt sár á höfðinu og á
sokkaleistunum. Hann var
greinilega stórslasaður,“ segir
Sigrún Bjarnadóttir, bóndi á
Fossnesi. „Hann var við fulla
meðvitund og ósköp feginn að
vera kominn til manna enda
hafði hann verið hræddur um að
sofna á leiðinni en það hefði
sennilega gert út af við hann.
Við hringdum á sjúkrabíl og
maðurinn var sprautaður með
morfíni enda sárþjáður. Þegar
lögreglumennirnir komu voru
þeir afar hissa að sjá hann sitj-
andi með fulla meðvitund inni í
stofu, enda höfðu þeir séð
hvernig bíllinn var leikinn. Ein-
hverjir minntust á Guðlaug
Friðþórsson úr Vestmannaeyj-
um í þessu samhengi.“ Sigrún
segir manninn vera stæðilegan
strák af mjög öflugu kyni enda
standi að honum annáluð
hreystimenni af Skeiðum.
Ökumaðurinn var fluttur á
slysadeild og reyndist þó nokk-
uð slasaður, með nokkur brotin
bein, skorinn og lemstraður.
Hann er ekki í lífshættu og
þurfti ekki að fara í aðgerð en
var lagður inn á spítalann til
eftirlits. Bíllinn er gerónýtur.
Lögreglan á Selfossi rannsakar
nú tildrög slyssins en talið er að
maðurinn hafi sofnað undir
stýri.
brynhildurb@frettabladid.is
Stórmeistari lagður:
Íslenskur
skáksigur
ÍÞRÓTTIR Ingvar Ásmundsson
skákmeistari lagði rússneska
stórmeistaran Aleksandr Karp-
atchev að velli í 2. umferð alþjóð-
lega skákmótsins í Salou á Spáni í
gær.
Þetta er annar sigur Ingvars og
er hann því í fyrsta til tíunda sæti.
Óskar Bjarnason, sem einnig
keppir á mótinu, sigraði Spánverj-
an Emilio Caballero Gomez-
Casero en Óskar tapaði í fyrstu
umferð fyrir Oleg Korneev og er í
29.-54. sæti en 77 skákmenn taka
þátt í mótinu.
- jse
„NAKIÐ SUSHI“ Kínversk stjórnvöld til-
greina bæði velsæmis- og hreinlætis-
ástæður fyrir banni við „nöktu sushi“. Gekk slasa›ur
flrjá kílómetra
Ma›ur slapp ótrúlega vel frá bílveltu í fijórsárdal í
gær. Beinbrotinn og lemstra›ur gekk hann skólaus
um flriggja kílómetra lei› eftir hjálp á næsta bæ.
Á SLYSSTAÐ Í GÆRMORGUN Sandflutningabíllinn er gerónýtur og þykir ótrúlegt að öku-
maðurinn skuli hafa sloppið lifandi frá veltunni, enda lagðist stýrishús bílsins saman.
Var háttsettur hjá Saddam:
Sleppt vegna
veikinda
ÍRAK, AP Yfirvöld í Írak hafa látið
lausan úr fangelsi einn þeirra
manna sem voru háttsettir í stjórn
Saddams Husseins á sínum tíma. Að
sögn íraska innanríkisráðherrans er
maðurinn, Ghazi Hammud al-
Obeidi, dauðvona vegna maga-
krabbameins á lokastigi.
Al-Obeidi var héraðsstjóri í
suður-írösku borginni Kut og hátt-
settur í Baath-flokkinum. Hann er
sá fyrsti úr hópi þeirra 55 manna úr
innsta hring sem hernámsyfirvöld
lögðu mesta áherslu á að handsama,
sem látinn hefur verið laus.
Af 55 manna listanum ganga
ellefu enn lausir. ■
Bechtel semur við austfirsk fyrirtæki:
Fólksflutningar á álverssvæ›inu
ÁLVER Verktakafyrirtækið
Bechtel, sem byggir álver
Alcoa–Fjarðaáls við Reyðar-
fjörð, hefur gert tvenna samn-
inga um flutning á starfsfólki til
og frá vinnu. Samningarnir voru
gerðir að undangengnu lokuðu
útboði í vor og í báðum tilfellum
var samið við rótgróin fólks-
flutningafyrirtæki á Austur-
landi.
Samið var við Tanna Travel á
Eskifirði um flutning á fólki á
milli starfsmannaþorpsins á
Haga við Reyðarfjörð og fram-
kvæmdasvæðis og miðast ferð-
irnar við vaktaskipti kvölds og
morgna. Um 1.500 íbúar verða í
starfsmannaþorpinu á Haga
sumarið 2006 og verður Tanni
Travel í samstarfi við SBA á
Akureyri um að koma fólkinu til
og frá vinnu.
Bechtel hefur einnig samið
við Austfjarðaleið í Neskaup-
stað um flutning á fólki til og frá
vinnu frá þeim stöðum sem eru
innan við 50 kílómetra frá fram-
kvæmdasvæðinu og um rekstur
á strætó sem ganga mun innan
framkvæmdasvæðisins. Þá mun
Austfjarðaleið einnig sjá um
akstur frá starfsmannaþorpinu
og á Egilsstaðaflugvöll þegar
starfsmenn fara í frí.
- kk
FRAMKVÆMDASVÆÐIÐ Framkvæmdirnar
við Fjarðaál ná hámarki sumarið 2006 og
þá verða um 1.500 manns í starfsmanna-
þorpinu á Haga.
LÖGREGLAN Á SELFOSSI GERIR MÆLINGAR Á SLYSSTAÐ Aðkoman á slysstað í Þjórsárdal
þótti hrikaleg. Selfosslögreglan fer með rannsókn málsins en talið er að bílstjórinn hafi
sofnað við stýrið. Hann gekk slasaður þrjá kílómetra eftir hjálp.