Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 8
1Hvað heitir nýkjörinn varaformaðurSamfylkingarinnar? 2Hvaða land sækist um þessar mundireftir fullri aðild að Evrópusamband- inu? 3Hvað heitir nýtt olíufyrirtæki semselur skipaolíu í Neskaupstað? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 23. maí 2005 MÁNUDAGUR Kínversk stjórnvöld setja reglur um velsæmi: Ekki bor›a af kvenlíkömum KÍNA Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að banna að matur sé bor- inn fram á nöktum kvenlíkömum á veitingastöðum í landinu. Í til- kynningu frá viðskiptaráðuneyt- inu í Peking segir að slíkt athæfi sé ósiður sem brjóti í bága við al- mennt velsæmi. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að hinni nýju reglugerð sé einnig ætlað að hamla gegn því að fyrirtæki noti naktar sýningar- stúlkur til að auglýsa vöru sína. Frá þessu greinir fréttavefur BBC með vísan til Xinhua-frétta- stofunnar kínversku. Að bera fram sushi á nöktum eða nærri því nöktum stúlkum hefur lengi verið vinsælt í Japan. Japanskur veitingastaður í Suð- vestur-Kína var í fyrra sektaður fyrir að bjóða upp á slíkt. ■ HREYSTIVERK Ökumaður sýndi fádæma hreysti eftir að sand- flutningabíl sem hann ók hvolfdi á Þjórsárdalsvegi í bítið á sunnudagsmorgun. Bíllinn lenti út af veginum og tættist nánast í sundur. Maðurinn komst út úr sundurtættu flakinu og gekk eftir hjálp tæpa þrjá kílómetra á næsta bæ. Reyndir lögreglumenn telja það ótrúlega heppni að maðurinn skuli hafa sloppið lifandi þar sem bíllinn var verulega illa farinn. Maðurinn, sem er á þrítugs- aldri, missti annan skóinn í velt- unni og gekk 400 metra á einum skó uns hann tók hann af sér líka og gekk rúma tvo kílómetra á sokkaleistunum. Næturfrost var á þessum slóðum og allnokkur vindur sem maðurinn hafði í fangið á göngunni. Íbúar á bænum Fossnesi vöknuðu við að barið var hraust- lega að dyrum klukkan sex í gærmorgun. „Við hrukkum upp úr rúminu og fórum til dyra og úti fyrir stóð bekkjarbróðir dóttur okkar, alblóðugur í and- liti með stórt sár á höfðinu og á sokkaleistunum. Hann var greinilega stórslasaður,“ segir Sigrún Bjarnadóttir, bóndi á Fossnesi. „Hann var við fulla meðvitund og ósköp feginn að vera kominn til manna enda hafði hann verið hræddur um að sofna á leiðinni en það hefði sennilega gert út af við hann. Við hringdum á sjúkrabíl og maðurinn var sprautaður með morfíni enda sárþjáður. Þegar lögreglumennirnir komu voru þeir afar hissa að sjá hann sitj- andi með fulla meðvitund inni í stofu, enda höfðu þeir séð hvernig bíllinn var leikinn. Ein- hverjir minntust á Guðlaug Friðþórsson úr Vestmannaeyj- um í þessu samhengi.“ Sigrún segir manninn vera stæðilegan strák af mjög öflugu kyni enda standi að honum annáluð hreystimenni af Skeiðum. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild og reyndist þó nokk- uð slasaður, með nokkur brotin bein, skorinn og lemstraður. Hann er ekki í lífshættu og þurfti ekki að fara í aðgerð en var lagður inn á spítalann til eftirlits. Bíllinn er gerónýtur. Lögreglan á Selfossi rannsakar nú tildrög slyssins en talið er að maðurinn hafi sofnað undir stýri. brynhildurb@frettabladid.is Stórmeistari lagður: Íslenskur skáksigur ÍÞRÓTTIR Ingvar Ásmundsson skákmeistari lagði rússneska stórmeistaran Aleksandr Karp- atchev að velli í 2. umferð alþjóð- lega skákmótsins í Salou á Spáni í gær. Þetta er annar sigur Ingvars og er hann því í fyrsta til tíunda sæti. Óskar Bjarnason, sem einnig keppir á mótinu, sigraði Spánverj- an Emilio Caballero Gomez- Casero en Óskar tapaði í fyrstu umferð fyrir Oleg Korneev og er í 29.-54. sæti en 77 skákmenn taka þátt í mótinu. - jse „NAKIÐ SUSHI“ Kínversk stjórnvöld til- greina bæði velsæmis- og hreinlætis- ástæður fyrir banni við „nöktu sushi“. Gekk slasa›ur flrjá kílómetra Ma›ur slapp ótrúlega vel frá bílveltu í fijórsárdal í gær. Beinbrotinn og lemstra›ur gekk hann skólaus um flriggja kílómetra lei› eftir hjálp á næsta bæ. Á SLYSSTAÐ Í GÆRMORGUN Sandflutningabíllinn er gerónýtur og þykir ótrúlegt að öku- maðurinn skuli hafa sloppið lifandi frá veltunni, enda lagðist stýrishús bílsins saman. Var háttsettur hjá Saddam: Sleppt vegna veikinda ÍRAK, AP Yfirvöld í Írak hafa látið lausan úr fangelsi einn þeirra manna sem voru háttsettir í stjórn Saddams Husseins á sínum tíma. Að sögn íraska innanríkisráðherrans er maðurinn, Ghazi Hammud al- Obeidi, dauðvona vegna maga- krabbameins á lokastigi. Al-Obeidi var héraðsstjóri í suður-írösku borginni Kut og hátt- settur í Baath-flokkinum. Hann er sá fyrsti úr hópi þeirra 55 manna úr innsta hring sem hernámsyfirvöld lögðu mesta áherslu á að handsama, sem látinn hefur verið laus. Af 55 manna listanum ganga ellefu enn lausir. ■ Bechtel semur við austfirsk fyrirtæki: Fólksflutningar á álverssvæ›inu ÁLVER Verktakafyrirtækið Bechtel, sem byggir álver Alcoa–Fjarðaáls við Reyðar- fjörð, hefur gert tvenna samn- inga um flutning á starfsfólki til og frá vinnu. Samningarnir voru gerðir að undangengnu lokuðu útboði í vor og í báðum tilfellum var samið við rótgróin fólks- flutningafyrirtæki á Austur- landi. Samið var við Tanna Travel á Eskifirði um flutning á fólki á milli starfsmannaþorpsins á Haga við Reyðarfjörð og fram- kvæmdasvæðis og miðast ferð- irnar við vaktaskipti kvölds og morgna. Um 1.500 íbúar verða í starfsmannaþorpinu á Haga sumarið 2006 og verður Tanni Travel í samstarfi við SBA á Akureyri um að koma fólkinu til og frá vinnu. Bechtel hefur einnig samið við Austfjarðaleið í Neskaup- stað um flutning á fólki til og frá vinnu frá þeim stöðum sem eru innan við 50 kílómetra frá fram- kvæmdasvæðinu og um rekstur á strætó sem ganga mun innan framkvæmdasvæðisins. Þá mun Austfjarðaleið einnig sjá um akstur frá starfsmannaþorpinu og á Egilsstaðaflugvöll þegar starfsmenn fara í frí. - kk FRAMKVÆMDASVÆÐIÐ Framkvæmdirnar við Fjarðaál ná hámarki sumarið 2006 og þá verða um 1.500 manns í starfsmanna- þorpinu á Haga. LÖGREGLAN Á SELFOSSI GERIR MÆLINGAR Á SLYSSTAÐ Aðkoman á slysstað í Þjórsárdal þótti hrikaleg. Selfosslögreglan fer með rannsókn málsins en talið er að bílstjórinn hafi sofnað við stýrið. Hann gekk slasaður þrjá kílómetra eftir hjálp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.