Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 20
4 23. maí 2005 MÁNUDAGUR Sumarblómin eru komin í gróðrarstöðvarnar og þótt hitastigið hafi ekki verið þess- um kæru plöntum hagstætt til þessa hlýtur það að breytast næstu daga. Nú er að minnsta kosti rétti tíminn til að spá og spekúlera í tegundunum. Sumarblómin eru misjafnlega við- kvæm. Hávaxin blóm þurfa skjól- góðan stað og öll þurfa þau að vera sólarmegin hluta dagsins. Blóm sem keypt eru í pottum er oft betra að setja í stærri potta ef þau fara ekki ofan í beð eða ker. Það skilar sér í meiri blómgun. Hengiplöntur eru mjög vinsæl- ar á svalir, skjólveggi og í ker og eru lóbelíur og petúníur (tóbaks- horn) þar í fararbroddi. Báðar teg- undirnar fást í nokkrum litum. Náttúrulegar plöntur eru líka í tísku. Þar fer fremst í flokki margarítan (chrysanthemum), sem minnir helst á baldursbrá. Hún get- ur bæði verið í beðum og kerum. Þrátt fyrir tískusveiflur eru margir íhaldssamir og kaupa sömu tegundirnar í sömu beðin ár eftir ár. Stjúpurnar eru alltaf sí- gildar, litskrúðugar og harðgerar og eru þægilegri í meðförum en margar aðrar plöntur. Því eru þær mikið notaðar í beð. Þegar plantað er í blómaker þarf að tryggja að blómin fái nóg vatn. Nái regnvatn í þau þarf það að geta lekið út en standi kerið undir skyggni þarf að vökva vel. Til að frárennsli sé gott þurfa að vera göt á botni kersins og setja þarf vikur, steina eða leirkúlur í botninn því með tímanum þjapp- ast moldin niður og getur stíflað frárennslið. Svo er líka gott að bæta vatnskristöllum í moldina, sem gera það að verkum að ekki þarf að vökva eins oft, en það get- ur komið sér vel ef eigendur þurfa bregða sér af bæ. ■ Fosshálsi 1 110 Reykjavík simi 525-0800 www.baðheimar.is Victory böð með eða án nudds í úrvali Skipasund 82, 104 Reykjavík – S. 552 – 6255 www.ammaruth.is • Opið virka daga 14-18 Úrval gullfallegra gjafa. Antík fer aldrei úr tísku! Að sjálfsögðu sólarmegin Margarítan minnir á baldursbrána, sem mörg okkar þekkja úr vegköntum og sáðsléttum. Járnurt er bæði til sem garðajurt og hengiplanta. Hún þarf gott skjól og sól- ríkan stað. Pelargóníur voru vinsæl stofublóm en hafa nú færst út fyrir veggi hússins og pluma sig vel í kerjum á skjólgóðum stað. Þær eru fjölærar. Petúníur (súrfeníur) eru sólelskar plönt- ur sem blómstra ríkulega allt sumarið. Bæði til uppréttar og sem hengiplöntur. Henta vel í ker. Dalíur eru dásamleg blóm en full við- kvæm fyrir útivist á Íslandi. Garðskál- arnir eru þeirra kjörlendi. Stjúpurnar eru til í ótal afbrigðum. Þær eru eins og sniðnar að íslenskum að- stæðum, harðgerar og litfagrar og þríf- ast vel í beðum, ekki síður en kerjum. M YN D IR /B VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.