Fréttablaðið - 23.05.2005, Qupperneq 20
4 23. maí 2005 MÁNUDAGUR
Sumarblómin eru komin í
gróðrarstöðvarnar og þótt
hitastigið hafi ekki verið þess-
um kæru plöntum hagstætt til
þessa hlýtur það að breytast
næstu daga. Nú er að minnsta
kosti rétti tíminn til að spá og
spekúlera í tegundunum.
Sumarblómin eru misjafnlega við-
kvæm. Hávaxin blóm þurfa skjól-
góðan stað og öll þurfa þau að
vera sólarmegin hluta dagsins.
Blóm sem keypt eru í pottum er
oft betra að setja í stærri potta ef
þau fara ekki ofan í beð eða ker.
Það skilar sér í meiri blómgun.
Hengiplöntur eru mjög vinsæl-
ar á svalir, skjólveggi og í ker og
eru lóbelíur og petúníur (tóbaks-
horn) þar í fararbroddi. Báðar teg-
undirnar fást í nokkrum litum.
Náttúrulegar plöntur eru líka í
tísku. Þar fer fremst í flokki
margarítan (chrysanthemum), sem
minnir helst á baldursbrá. Hún get-
ur bæði verið í beðum og kerum.
Þrátt fyrir tískusveiflur eru
margir íhaldssamir og kaupa
sömu tegundirnar í sömu beðin ár
eftir ár. Stjúpurnar eru alltaf sí-
gildar, litskrúðugar og harðgerar
og eru þægilegri í meðförum en
margar aðrar plöntur. Því eru þær
mikið notaðar í beð.
Þegar plantað er í blómaker
þarf að tryggja að blómin fái nóg
vatn. Nái regnvatn í þau þarf það
að geta lekið út en standi kerið
undir skyggni þarf að vökva vel.
Til að frárennsli sé gott þurfa að
vera göt á botni kersins og setja
þarf vikur, steina eða leirkúlur í
botninn því með tímanum þjapp-
ast moldin niður og getur stíflað
frárennslið. Svo er líka gott að
bæta vatnskristöllum í moldina,
sem gera það að verkum að ekki
þarf að vökva eins oft, en það get-
ur komið sér vel ef eigendur
þurfa bregða sér af bæ. ■
Fosshálsi 1
110 Reykjavík simi 525-0800
www.baðheimar.is
Victory böð
með eða án nudds í úrvali
Skipasund 82, 104 Reykjavík – S. 552 – 6255
www.ammaruth.is • Opið virka daga 14-18
Úrval
gullfallegra gjafa.
Antík fer aldrei úr tísku!
Að sjálfsögðu sólarmegin
Margarítan minnir á baldursbrána, sem mörg okkar þekkja úr vegköntum og sáðsléttum.
Járnurt er bæði til sem garðajurt og
hengiplanta. Hún þarf gott skjól og sól-
ríkan stað.
Pelargóníur voru vinsæl stofublóm en
hafa nú færst út fyrir veggi hússins og
pluma sig vel í kerjum á skjólgóðum
stað. Þær eru fjölærar.
Petúníur (súrfeníur) eru sólelskar plönt-
ur sem blómstra ríkulega allt sumarið.
Bæði til uppréttar og sem hengiplöntur.
Henta vel í ker.
Dalíur eru dásamleg blóm en full við-
kvæm fyrir útivist á Íslandi. Garðskál-
arnir eru þeirra kjörlendi.
Stjúpurnar eru til í ótal afbrigðum. Þær
eru eins og sniðnar að íslenskum að-
stæðum, harðgerar og litfagrar og þríf-
ast vel í beðum, ekki síður en kerjum.
M
YN
D
IR
/B
VA