Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 2
2 23. maí 2005 MÁNUDAGUR Ný tilfelli fuglaflensu greinast í vesturhluta Kína: Brá›aa›ger›ir fyrirskipa›ar KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld hafa fyrirskipað bráðaaðgerðir til að hindra útbreiðslu fuglaflensu, í kjölfar þess að í ljós kom að far- fuglar sem fundust dauðir í vest- urhluta landsins fyrr í þessum mánuði hefðu verið sýktir af veirunni. Meðal bráðaaðgerðanna er að loka náttúruverndarsvæðum fyrir allri umferð. Héraðsyfirvöld á svæðinu þar sem dauðu farfugl- arnir fundust hafa fengið fyrir- mæli um að rannsaka hvort villtir fuglar sýni einhver einkenni fuglaflensusmits. Sóttkvíar skulu settar upp ef þurfa þykir, að því er Xinhua-fréttastofan kínverska greindi frá. Bændum á jörðum sem farfuglar frá Suðaustur-Asíu eiga leið um hefur verið gert að bólusetja alifugla á býlum sínum og almenningi ráðlagt að halda sig frá öllu fiðurfé. Tilkynningin um aðgerðirnar barst samdægurs og kínverska landbúnaðarráðuneytið greindi frá því að farfuglar sem fundust dauðir í Qinghai-sýslu í Vestur- Kína 4. maí hefðu verið sýktir af skæðasta afbrigði veirunnar. ■ Tekist á um athafnir Bandaríkjahers í Afganistan: Skæruli›ar felldir og fangamál rætt AFGANISTAN, AP Bandarískar her- sveitir í Afganistan felldu tólf skæruliða sem réðust á hermenn í eftirlitsleiðangri við landamærin að Pakistan á laugardag, að því er talsmaður hersins greindi frá í gær. Jafnframt fordæmdi tals- maður Sameinuðu þjóðanna mis- þyrmingu fanga sem uppvíst hefur orðið að voru stundaðar í herstöð Bandaríkjahers í landinu. Richard Provencher, talsmað- ur SÞ í Afganistan, sagði aðfarirn- ar „algerlega óafsakanlegar“. „Alvara þessara brota kallar á að öllum hlutaðeigandi verði refsað,“ sagði hann og krafðist þess að afganskir fulltrúar sem rannsök- uðu málið fengju aðgang að Bagram-herbúðum Bandaríkja- hers norðan við Kabúl, þar sem misþyrmingarnar áttu sér stað. Nýjar upplýsingar um misþyrm- ingarnar komu fram í grein í New York Times fyrir helgi, þar sem vitnað er í trúnaðarskýrslu sem unnin var fyrir Bandaríkjaher. Fangamisþyrmingarnar verða með- al mála sem rædd verða er Hamid Karzai, forseti Afganistans, hittir George W. Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. ■ SJÁVARÚTVEGUR „Ég býst að geta skilað einhverjum afla í land,“ seg- ir Þórður Magnússon, skipstjóri Engeyjarinnar, stærsta skips ís- lenska flotans. Engey RE 1 lagði að bryggju við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn um miðjan dag í gær. Skipið, sem er í eigu HB Granda, er engin smá- smíð; það er 105 metra langt, 20 metra breitt og 7.800 brúttótonn að þyngd og 26 skipverjar eru um borð. Skipið var smíðað á Spáni fyrir rúmum áratug en HB Grandi keypti það síðastliðið haust og lét gera upp í Póllandi. „Það er frá- bært að sigla þessu skipi, það læt- ur vel að stjórn,“ segir Þórður Magnússon, skipstjóri á Engey. Togarinn verður notaður til veiða á loðnu, síld og kolmunna. Endur- bætur á skipinu miðuðust við að útbúa það sem best til uppsjávar- veiða og er allur vinnslubúnaður- inn nýr, þar á meðal tuttugu lóðrétt frystitæki og sjö sjálfvirkar síld- arflökunarvélar. Þórður er bjartsýnn á veiðarnar enda er tækjabúnaður skipsins eins og best verður á kosið og af- kastageta þess feikileg; afli er sjó- kældur um leið og honum er dælt um borð og þangað til hann er flak- aður. Flökunum er pakkað um borð og rúmar frystigeymsla skipsins um tvö þúsund bretti. Hægt er að frysta allt að 250 tonn á sólarhring og fiskimjölsverksmiðjan um borð afkastar allt að því 150 tonnum af hráefni á sólarhring. Allar íbúðir í skipinu eru nýjar og aðstaða skipverja um borð er ein sú besta sem völ er á í íslensku fiskiskipi. Þórður segist gera ráð fyrir að láta úr höfn fljótlega eftir sjómannadag, en fram að því verð- ur skipið undirbúið til veiða. Á föstudag gefst gestum og gangandi tækifæri á að fara um borð og skoða skipið. Þá verður skipið einnig til sýnis á Akranesi áður en það heldur í sína fyrstu veiðiferð. Þórður segist hlakka mik- ið til að sigla Engeynni út á mið og að fram undan séu spennandi tímar. bergsteinn@frettabladid.is VEIKUR SJÓMAÐUR DREGINN UPP Í TF-LIF Vel gekk að koma sjúklingnum um borð í þyrluna þótt nokkur sjógangur hafi verið. Gæslan í sjúkraflugi: Fékk bei›ni frá Madríd SJÚKRAFLUG Sækja varð veikan sjó- mann í gær úr spænska togaran- um Hermanos Gandon Quadro, sem var á karfaveiðum 220 sjó- mílur suðvestur af Reykjanesi. Þótti skipverjum allt benda til þess að hann hefði fengið botn- langakast. Landhelgisgæslunni barst beiðni frá björgunarstöðinni í Madríd um ellefuleytið í gær og var þyrla Gæslunnar komin í loft- ið rétt fyrir klukkan eitt. Þar sem þyrlan átti langt flug fyrir höndum og flugvél Land- helgisgæslunar var biluð fékk þyrlan öryggisfylgd frá einni af þyrlum varnarliðsins. Sjúkraflug- ið gekk vel, að sögn læknis. - jse LÖGREGLUMÁL FÓTBROTNAÐI VIÐ GULLFOSS Kona um sjötugt fótbrotnaði þeg- ar hún var ásamt ferðahóp í skoð- unarferð við Gullfoss um miðjan dag í gær. Sjúkrabíll frá Selfossi náði í konuna og fór með hana á sjúkrahús í Reykjavík. Konan, sem er ensk, var mjög kvalin þegar náð var í hana. Annríki hjá lögreglu: Ví›a ölva›ir ökumenn LÖGREGLUMÁL Margir keyrðu fullir um helgina að sögn lögreglu víða um land. Tólf ökumenn voru til að mynda stöðvaðir á höfuðborgar- svæðinu í fyrrinótt. Lögreglan í Keflavík stöðvaði ungan ökumann alldrukkinn undir stýri sömu nótt og hafði lögreglu- maður orð á því að stimpillinn á ökuskírteini hans hefði varla verið þornaður, en pilturinn fékk skírtein- ið nokkrum dögum áður. Á Norðurlandi hafði lögreglan afskipti af sex ökumönnum vegna ölvunaraksturs og á Austfjörðum greip lögreglan tvo stúta við stýri. - jse Smit á norsku sjúkrahúsi: Hermanna- veiki sta›fest NOREGUR Staðfest var í gær að banamein þriggja aldraðra sjúk- linga á sjúkrahúsi í Fredrikstad í Noregi hefði verið hermannaveiki. Á fréttavef Aftenposten kemur fram að alls hafi 21 sjúklingur á sjúkrahúsinu smitast af sjúk- dómnum svo vitað sé. Enn fremur hefur verið til- kynnt um tvö hermannaveikitil- felli á öðrum norskum sjúkrahús- um. Báðir voru þessir sjúklingar nýlega í Fredrikstad eða ná- grenni. Smituppsprettunnar er ákaft leitað og hefur verið gripið til ráðstafana með það fyrir aug- um að fyrirbyggja frekara smit. ■ Lengd námskeiðsins er14 kennslustundir. Kennt er 3 kvöld frá kl. 18.00 – 21.00. Innritun og upplýsingar í síma 544 2210. Verð kr. 15.000,- (Innifalin er ný kennslubók á íslensku). Stillingar stafrænna myndavéla, myndir færðar yfir í tölvuna og æfð meðferð þeirra í tölvu. Skipulag myndasafns í tölvu og grundvallar- lagfæringar. Útprentun mynda, myndir skrifaðar á CD, myndir sendar í tölvupósti. Tvö skemmtileg, ókeypis myndvinnsluforrit á Netinu kynnt. Hagnýtt og skemmtilegt námskeið um öll helstu grundvallaratriði stafrænna myndavéla og meðferð stafrænna mynda í heimilistölvunni. STAFRÆNAR MYNDAVÉLAR Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is SPURNING DAGSINS Lú›vík, tóku börnin völdin? „Já. Tæplega þrjúhundruð manna hópur hefur mikil áhrif.“ Á nýafstöðnum landsfundi Samfylkingarinnar var kosið til embættis varaformanns og Ágúst Ólafur Ágústsson var kjörinn með töluverðum meiri- hluta atkvæða. Ágúst hefur haft mikinn stuðning ungs fólks í Samfylkingunni, sem fjölmennti á fundinn. Lúðvík Bergvinsson var einn þeirra sem buðu sig fram til varaformanns. HALDI SIG FRÁ FIÐURFÉ Kínversk stúlka og kjúklingur kjá framan í hvort annað á markaði í Peking í gær. Stjórnvöld hafa ráðið fólki frá því að koma nálægt fiðurfé vegna hættu á útbreiðslu fuglaflensu. Umhverfismál: Kínverjar vilja samstarf ALÞJÓÐASAMSKIPTI Mikill vilji er hjá yfirvöldum í borginni Qingdao í Kína að starfa með Íslendingum á sviði umhverfismála, bæði milli stofnana og fyrirtækja. Þetta kom fram á fundi sem Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra átti í fyrradag með fulltrúum um- hverfisyfirvalda í borginni, sem er meðal stærstu hafnarborga lands- ins. Við þetta tækifæri var undir- ritaður samningur um frysti- geymslu fyrir fiskafurðir á milli Atlantis og Kínverskra aðila að við- stöddum forseta Íslands. Í Qingdao er nú starfandi fisk- vinnslufyrirtæki í eigu Íslend- ings. -jse KARZAI Í BANDARÍKJUNUM Hamid Karzai Afganistanforseti og ríkisstjóri Massachusetts, Mitt Romney, hlýða á þjóðsöngva við komu Karzais til Logan-flugvallar. Hann hélt ræðu í Boston-háskóla í gær. ENGEY RE 1 Skipið er 105 metra langt og 20 metra breitt. Áhöfnin telur 26 manns. Hægt er að frysta allt að 250 tonn á sólarhring. Stærsta skip flotans komi› til hafnar Skuttogarinn Engey RE 1 lag›i a› bryggju í Reykjavík í gær. Skipi› er í eigu HB Granda. fia› er afar vel búi› og afkastageta fless mikil. Skipstjórinn b‡st vi› a› halda á mi›in eftir sjómannadag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SUÐUR-AFRÍKA TÁNINGAR DRUKKNA Sjö suður- afrískar táningsstúlkur á skóla- ferðalagi drukknuðu í gær undan austurströnd landsins. Allstór hópur unglinga, á aldrinum 16-17 ára, hafði stungið sér til sunds snemma morguns áður en strand- verðir voru mættir til vinnu og lenti í útsoginu. INDLAND SPRENGT Í DELÍ Einn maður lét lífið og að minnsta kosti 49 særð- ust er sprengjur sprungu í tveim- ur bíóhúsum í indversku höfuð- borginni Delí í gær. Í báðum bíó- um var verið að sýna kvikmynd sem trúarleiðtogar síkha hafa gagnrýnt mjög og telja niður- lægja trú þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.