Fréttablaðið - 23.05.2005, Page 2
2 23. maí 2005 MÁNUDAGUR
Ný tilfelli fuglaflensu greinast í vesturhluta Kína:
Brá›aa›ger›ir fyrirskipa›ar
KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld hafa
fyrirskipað bráðaaðgerðir til að
hindra útbreiðslu fuglaflensu, í
kjölfar þess að í ljós kom að far-
fuglar sem fundust dauðir í vest-
urhluta landsins fyrr í þessum
mánuði hefðu verið sýktir af
veirunni.
Meðal bráðaaðgerðanna er að
loka náttúruverndarsvæðum fyrir
allri umferð. Héraðsyfirvöld á
svæðinu þar sem dauðu farfugl-
arnir fundust hafa fengið fyrir-
mæli um að rannsaka hvort villtir
fuglar sýni einhver einkenni
fuglaflensusmits. Sóttkvíar skulu
settar upp ef þurfa þykir, að því
er Xinhua-fréttastofan kínverska
greindi frá. Bændum á jörðum
sem farfuglar frá Suðaustur-Asíu
eiga leið um hefur verið gert að
bólusetja alifugla á býlum sínum
og almenningi ráðlagt að halda sig
frá öllu fiðurfé.
Tilkynningin um aðgerðirnar
barst samdægurs og kínverska
landbúnaðarráðuneytið greindi
frá því að farfuglar sem fundust
dauðir í Qinghai-sýslu í Vestur-
Kína 4. maí hefðu verið sýktir af
skæðasta afbrigði veirunnar. ■
Tekist á um athafnir Bandaríkjahers í Afganistan:
Skæruli›ar felldir og fangamál rætt
AFGANISTAN, AP Bandarískar her-
sveitir í Afganistan felldu tólf
skæruliða sem réðust á hermenn í
eftirlitsleiðangri við landamærin
að Pakistan á laugardag, að því er
talsmaður hersins greindi frá í
gær. Jafnframt fordæmdi tals-
maður Sameinuðu þjóðanna mis-
þyrmingu fanga sem uppvíst
hefur orðið að voru stundaðar í
herstöð Bandaríkjahers í landinu.
Richard Provencher, talsmað-
ur SÞ í Afganistan, sagði aðfarirn-
ar „algerlega óafsakanlegar“.
„Alvara þessara brota kallar á að
öllum hlutaðeigandi verði refsað,“
sagði hann og krafðist þess að
afganskir fulltrúar sem rannsök-
uðu málið fengju aðgang að
Bagram-herbúðum Bandaríkja-
hers norðan við Kabúl, þar sem
misþyrmingarnar áttu sér stað.
Nýjar upplýsingar um misþyrm-
ingarnar komu fram í grein í New
York Times fyrir helgi, þar sem
vitnað er í trúnaðarskýrslu sem
unnin var fyrir Bandaríkjaher.
Fangamisþyrmingarnar verða með-
al mála sem rædd verða er Hamid
Karzai, forseti Afganistans, hittir
George W. Bush Bandaríkjaforseta
í Hvíta húsinu í dag. ■
SJÁVARÚTVEGUR „Ég býst að geta
skilað einhverjum afla í land,“ seg-
ir Þórður Magnússon, skipstjóri
Engeyjarinnar, stærsta skips ís-
lenska flotans.
Engey RE 1 lagði að bryggju við
Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn um
miðjan dag í gær. Skipið, sem er í
eigu HB Granda, er engin smá-
smíð; það er 105 metra langt, 20
metra breitt og 7.800 brúttótonn að
þyngd og 26 skipverjar eru um
borð.
Skipið var smíðað á Spáni fyrir
rúmum áratug en HB Grandi
keypti það síðastliðið haust og lét
gera upp í Póllandi. „Það er frá-
bært að sigla þessu skipi, það læt-
ur vel að stjórn,“ segir Þórður
Magnússon, skipstjóri á Engey.
Togarinn verður notaður til veiða á
loðnu, síld og kolmunna. Endur-
bætur á skipinu miðuðust við að
útbúa það sem best til uppsjávar-
veiða og er allur vinnslubúnaður-
inn nýr, þar á meðal tuttugu lóðrétt
frystitæki og sjö sjálfvirkar síld-
arflökunarvélar.
Þórður er bjartsýnn á veiðarnar
enda er tækjabúnaður skipsins
eins og best verður á kosið og af-
kastageta þess feikileg; afli er sjó-
kældur um leið og honum er dælt
um borð og þangað til hann er flak-
aður. Flökunum er pakkað um borð
og rúmar frystigeymsla skipsins
um tvö þúsund bretti. Hægt er að
frysta allt að 250 tonn á sólarhring
og fiskimjölsverksmiðjan um borð
afkastar allt að því 150 tonnum af
hráefni á sólarhring.
Allar íbúðir í skipinu eru nýjar
og aðstaða skipverja um borð er
ein sú besta sem völ er á í íslensku
fiskiskipi. Þórður segist gera ráð
fyrir að láta úr höfn fljótlega eftir
sjómannadag, en fram að því verð-
ur skipið undirbúið til veiða.
Á föstudag gefst gestum og
gangandi tækifæri á að fara um
borð og skoða skipið. Þá verður
skipið einnig til sýnis á Akranesi
áður en það heldur í sína fyrstu
veiðiferð. Þórður segist hlakka mik-
ið til að sigla Engeynni út á mið og
að fram undan séu spennandi tímar.
bergsteinn@frettabladid.is
VEIKUR SJÓMAÐUR DREGINN UPP Í TF-LIF
Vel gekk að koma sjúklingnum um borð í
þyrluna þótt nokkur sjógangur hafi verið.
Gæslan í sjúkraflugi:
Fékk bei›ni
frá Madríd
SJÚKRAFLUG Sækja varð veikan sjó-
mann í gær úr spænska togaran-
um Hermanos Gandon Quadro,
sem var á karfaveiðum 220 sjó-
mílur suðvestur af Reykjanesi.
Þótti skipverjum allt benda til
þess að hann hefði fengið botn-
langakast. Landhelgisgæslunni
barst beiðni frá björgunarstöðinni
í Madríd um ellefuleytið í gær og
var þyrla Gæslunnar komin í loft-
ið rétt fyrir klukkan eitt.
Þar sem þyrlan átti langt flug
fyrir höndum og flugvél Land-
helgisgæslunar var biluð fékk
þyrlan öryggisfylgd frá einni af
þyrlum varnarliðsins. Sjúkraflug-
ið gekk vel, að sögn læknis. - jse
LÖGREGLUMÁL
FÓTBROTNAÐI VIÐ GULLFOSS
Kona um sjötugt fótbrotnaði þeg-
ar hún var ásamt ferðahóp í skoð-
unarferð við Gullfoss um miðjan
dag í gær. Sjúkrabíll frá Selfossi
náði í konuna og fór með hana á
sjúkrahús í Reykjavík. Konan,
sem er ensk, var mjög kvalin
þegar náð var í hana.
Annríki hjá lögreglu:
Ví›a ölva›ir
ökumenn
LÖGREGLUMÁL Margir keyrðu fullir
um helgina að sögn lögreglu víða
um land. Tólf ökumenn voru til að
mynda stöðvaðir á höfuðborgar-
svæðinu í fyrrinótt.
Lögreglan í Keflavík stöðvaði
ungan ökumann alldrukkinn undir
stýri sömu nótt og hafði lögreglu-
maður orð á því að stimpillinn á
ökuskírteini hans hefði varla verið
þornaður, en pilturinn fékk skírtein-
ið nokkrum dögum áður.
Á Norðurlandi hafði lögreglan
afskipti af sex ökumönnum vegna
ölvunaraksturs og á Austfjörðum
greip lögreglan tvo stúta við stýri.
- jse
Smit á norsku sjúkrahúsi:
Hermanna-
veiki sta›fest
NOREGUR Staðfest var í gær að
banamein þriggja aldraðra sjúk-
linga á sjúkrahúsi í Fredrikstad í
Noregi hefði verið hermannaveiki.
Á fréttavef Aftenposten kemur
fram að alls hafi 21 sjúklingur á
sjúkrahúsinu smitast af sjúk-
dómnum svo vitað sé.
Enn fremur hefur verið til-
kynnt um tvö hermannaveikitil-
felli á öðrum norskum sjúkrahús-
um. Báðir voru þessir sjúklingar
nýlega í Fredrikstad eða ná-
grenni. Smituppsprettunnar er
ákaft leitað og hefur verið gripið
til ráðstafana með það fyrir aug-
um að fyrirbyggja frekara smit. ■
Lengd námskeiðsins er14 kennslustundir. Kennt er 3 kvöld
frá kl. 18.00 – 21.00. Innritun og upplýsingar í síma 544 2210.
Verð kr. 15.000,- (Innifalin er ný kennslubók á íslensku).
Stillingar stafrænna myndavéla,
myndir færðar yfir í tölvuna og æfð
meðferð þeirra í tölvu. Skipulag
myndasafns í tölvu og grundvallar-
lagfæringar. Útprentun mynda,
myndir skrifaðar á CD, myndir sendar
í tölvupósti. Tvö skemmtileg, ókeypis
myndvinnsluforrit á Netinu kynnt.
Hagnýtt og skemmtilegt námskeið um öll helstu
grundvallaratriði stafrænna myndavéla og meðferð stafrænna
mynda í heimilistölvunni.
STAFRÆNAR MYNDAVÉLAR
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is
SPURNING DAGSINS
Lú›vík, tóku börnin völdin?
„Já. Tæplega þrjúhundruð manna hópur
hefur mikil áhrif.“
Á nýafstöðnum landsfundi Samfylkingarinnar var
kosið til embættis varaformanns og Ágúst Ólafur
Ágústsson var kjörinn með töluverðum meiri-
hluta atkvæða. Ágúst hefur haft mikinn stuðning
ungs fólks í Samfylkingunni, sem fjölmennti á
fundinn. Lúðvík Bergvinsson var einn þeirra sem
buðu sig fram til varaformanns.
HALDI SIG FRÁ FIÐURFÉ Kínversk stúlka og
kjúklingur kjá framan í hvort annað á
markaði í Peking í gær. Stjórnvöld hafa
ráðið fólki frá því að koma nálægt fiðurfé
vegna hættu á útbreiðslu fuglaflensu.
Umhverfismál:
Kínverjar
vilja samstarf
ALÞJÓÐASAMSKIPTI Mikill vilji er hjá
yfirvöldum í borginni Qingdao í
Kína að starfa með Íslendingum á
sviði umhverfismála, bæði milli
stofnana og fyrirtækja. Þetta kom
fram á fundi sem Sigríður Anna
Þórðardóttir umhverfisráðherra
átti í fyrradag með fulltrúum um-
hverfisyfirvalda í borginni, sem er
meðal stærstu hafnarborga lands-
ins. Við þetta tækifæri var undir-
ritaður samningur um frysti-
geymslu fyrir fiskafurðir á milli
Atlantis og Kínverskra aðila að við-
stöddum forseta Íslands.
Í Qingdao er nú starfandi fisk-
vinnslufyrirtæki í eigu Íslend-
ings. -jse
KARZAI Í BANDARÍKJUNUM Hamid Karzai Afganistanforseti og ríkisstjóri Massachusetts,
Mitt Romney, hlýða á þjóðsöngva við komu Karzais til Logan-flugvallar. Hann hélt ræðu í
Boston-háskóla í gær.
ENGEY RE 1 Skipið er 105 metra langt og 20 metra breitt. Áhöfnin telur 26 manns. Hægt er að frysta allt að 250 tonn á sólarhring.
Stærsta skip flotans
komi› til hafnar
Skuttogarinn Engey RE 1 lag›i a› bryggju í Reykjavík í gær. Skipi› er í eigu
HB Granda. fia› er afar vel búi› og afkastageta fless mikil. Skipstjórinn b‡st
vi› a› halda á mi›in eftir sjómannadag.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
SUÐUR-AFRÍKA
TÁNINGAR DRUKKNA Sjö suður-
afrískar táningsstúlkur á skóla-
ferðalagi drukknuðu í gær undan
austurströnd landsins. Allstór
hópur unglinga, á aldrinum 16-17
ára, hafði stungið sér til sunds
snemma morguns áður en strand-
verðir voru mættir til vinnu og
lenti í útsoginu.
INDLAND
SPRENGT Í DELÍ Einn maður lét
lífið og að minnsta kosti 49 særð-
ust er sprengjur sprungu í tveim-
ur bíóhúsum í indversku höfuð-
borginni Delí í gær. Í báðum bíó-
um var verið að sýna kvikmynd
sem trúarleiðtogar síkha hafa
gagnrýnt mjög og telja niður-
lægja trú þeirra.