Fréttablaðið - 29.05.2005, Page 4
4 29. maí 2005 SUNNUDAGUR
Frakkar kjósa um stjórnarskrá Evrópusambandsins í dag:
Örlíti› fleiri segjast kjósa á móti
FRAKKLAND, AP Mjög mjótt er á
mununum fyrir þjóðaratkvæða-
greiðsluna um stjórnarskrá Evr-
ópusambandsins samkvæmt síð-
ustu skoðanakönnun sem birt
var í gær. Samkvæmt henni
segja 52 prósent Frakka nei við
stjórnarskránni en 48 prósent
já.
Allar skoðanakannanir sem
birtar hafa verið að undanförnu
gefa til kynna að Frakkar hafni
stjórnarskrársáttmálanum. Öll
25 aðildarríki Evrópusambands-
ins þurfa að staðfesta sáttmál-
ann til að hann taki gildi.
Frakkar eru ekki einir um að
stefna samþykkt stjórnarskrár-
sáttmálans í hættu. Á miðviku-
dag greiða Hollendingar at-
kvæði um sáttmálann, skoðana-
kannanir þar sýna að þrír af
hverjum fimm landsmönnum
séu andvígir honum.
„Ef Frakkar segja nei, sem er
alvarleg höfnun, og Hollending-
ar fylgja í kjölfarið, held ég að
sáttmálinn heyri í raun sögunni
til,“ sagði John Palmer, sérfræð-
ingur í Evrópumálum. ■
Bæta flarf samskipti
fljó›arflokkanna
Kofi Annan segir a› enn flurfi a› bæta a›stö›u fólks í Darfur flrátt fyrir a› líf
fless hafi batna› a› undanförnu. Hann kom til héra›sins í gær til a› kynna sér
a›stæ›ur og ræ›a vi› rá›amenn.
SÚDAN Ástandið í Darfur hefur
batnað en stjórnvöld á svæðinu
þurfa að gera meira til að bæta
aðstöðu þeirra hundruð þúsunda
einstaklinga sem hafa flúið of-
beldi í héraðinu. Þetta sagði Kofi
Annan, framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, þegar hann kom
í dagslanga heimsókn til Darfur-
héraðs í Súdan í gær.
Annan ræddi við Al-Haj Atal-
mannan Idris héraðsstjóra sem
sagði honum hvernig reynt væri
að bæta samskipti þjóðflokkanna
sem byggja Darfur. Þannig væri
leitast við að gera svæðið frið-
vænlegra og líf íbúanna betra en
áður. Annan tók undir með hér-
aðsstjóranum að ástandið hefði
batnað en sagði þörf á að gera
meira svo ástandið gæti talist
eðlilegt.
„Við ræddum þörfina á að
gera allt sem í okkar valdi stend-
ur til að koma á friði í Darfur og
tryggja að bændur geti snúið
aftur til jarða sinna, gróðursett,
ræktað og uppskorið. Annars
horfum við fram á neyðaraðstoð
sem á eftir að reyna mjög á getu
alþjóðasamfélagsins til að bregð-
ast við,“ sagði Annan að fundin-
um loknum.
Síðasta fimmtudag var haldin
ráðstefna í Addis Ababa, höfuð-
borg Eþíópíu, og var markmið
hennar að safna fé til friðar-
gæslu í héraðinu. Þrátt fyrir ein-
dregin bænarorð Kofi Annan, að-
alritara Sameinuðu Þjóðanna,
söfnuðust aðeins um 13 milljarð-
ar íslenskra króna. Þar af komu
8,5 milljarðar frá Kanada. Sam-
tök Afríkuríkja töldu að alls
þyrftu að safnast tæpir 30 millj-
arðar, en samtökin sjá um friðar-
gæsluna í héraðinu. Charles
Snyder, fulltrúi Bandaríkjanna á
ráðstefnunni, sagði að til að ljúka
átökunum þyrfti Atlantshafs-
bandalagið að styðja við bakið á
samtökunum. Hann taldi að þau
hefðu í raun verið að leita eftir
utanaðkomandi stuðningi. Fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins sagði bandalagið á fund-
inum tilbúið að veita alla þá að-
stoð sem óskað væri eftir. „En
Samtök afríkuríkja verða að
halda um stýrið.“ ■
Flugslysaæfing:
Gekk vel
fyrir sig
AKUREYRI Flugslysaæfing var hald-
in á Akureyrarflugvelli um helg-
ina. Yfir þrjú hundruð manns tóku
þátt í æfingunni og voru heil-
brigðisstarfsfólk, björgunarsveit-
ir, lögreglan, slökkviliðs- og
sjúkraflutningamenn, að
ógleymdum miklum fjölda fólks
sem lék slasaða, í aðalhlutverk-
um.
Að sögn Árna Birgissonar, æf-
ingastjóra hjá Flugmálastjórn Ís-
lands, gekk æfingin nokkuð vel.
„Það komu upp örlitlir hnökrar í
kringum fjarskipti, en að öðru
leyti gekk þetta alveg ágætlega,“
sagði Árni. - mh
Impregilo:
Borgi fyrir
yfirvinnu
DÓMSMÁL Impregilo var dæmt til að
greiða Austfjarðaleið 122 þúsund
krónur auk dráttarvaxta fyrir
ógreidda yfirvinnu bílstjóra. Að
auki þarf Impregilo að greiða Aust-
fjarðaleið 100 þúsund krónur í máls-
kostnað.
Impregilo hefur þegar greitt
rúmar 5,6 milljónir af rúmum 5,7
milljónum sem Austfjarðaleið taldi
sig eiga inni hjá fyrirtækinu. Hlífar
Þorsteinsson, framkvæmdastjóri
Austfjarðaleiðar, segir þetta alls
ekki hafa komið sér á óvart. „Þetta
var alveg ljóst af okkur hálfu, þarna
var einfaldlega ekki búið að ljúka
greiðslum fyrir umsamda þjón-
ustu,“ sagði Hlífar.
- mh
TEKINN Á 150 Lögreglan í Stykk-
ishólmi stoppaði tvo ökumenn á
ofsahraða á Snæfellsnesi um
helgina. Annar var á rúmlega 150
kílómetra hraða en hinn á rúm-
lega 140.
Mögnuð saga
edda.is
Komin
í kilju
„Ævar Örn skrifar afar lipran
texta, samtölin eru þjál og
spennufléttan haganlega
samansett.“
- Silja Björk Huldudóttir, Mbl.
„Bók sem unnendur íslensku
spennusögunnar mega ekki
láta fram hjá sér fara.“
- Ingibjörg Rögnvaldsdóttir,
bokmenntir.is
LÖGREGLUFRÉTTIR
TÉKKLAND
MIÐ-AUSTURLÖND
FÍKNIEFNAMÁL
VEÐRIÐ Í DAG
HANDTEKNIR TVISVAR Í SÖMU
VIKUNNI Tveir karlmenn á Sel-
fossi hafa verið handteknir
tvisvar síðustu daga fyrir að hafa
ólögleg fíkniefni undir höndum.
Þeir voru handteknir á laugardag
eftir að tíu til fimmtán grömm af
kannabisefnum fundust í fórum
þeirra. Þá var einnig handtekin
kona sem var hjá þeim og ætlaði
að kaupa efni af þeim.
GEISLAVIRKT VATN LAK ÚT Um
3.000 lítrar af geislavirku vatni
láku úr tékknesku kjarnorkuveri
nærri landamærunum að Austur-
ríki. Talsmaður kjarnorkuversins
sagði þó að hvorki umhverfinu né
starfsmönnum versins stafaði
hætta af lekanum.
ÞJÁLFA FLEIRI LÖGREGLUMENN
Palestínska heimastjórnin ætlar að
ráða 5.000 manns til starfa í örygg-
issveitir sínar til að tryggja öryggi
meðan Ísraelar hverfa frá land-
nemabyggðum á Gazasvæðinu.
Þetta er gert vegna skorts á sam-
hæfingu við Ísraelsstjórn um brott-
hvarfið.
KJÓSA UM FANGA Ísraelska stjórnin
greiðir í dag atkvæði um hvort
sleppa eigi 400 palestínskum föng-
um úr fangelsi. Fangarnir eru með-
al þeirra sem Ariel Sharon forsætis-
ráðherra hét að veita frelsi þegar
samið var vopnahlé milli Ísraela og
Palestínumanna.
KOSNINGAAUGLÝSINGAR SKOÐAÐAR
Búist er við að stjórnarskránni verði hafn-
að í Frakklandi í dag og Hollandi á mið-
vikudag.
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
64,60 64,90
117,69 118,27
80,88 81,34
10,87 10,93
10,12 10,18
8,79 8,85
0,60 0,60
95,84 96,42
GENGI GJALDMIÐLA 27.05.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
112,50 -0,01%
RAFRÆN KOSNINGAKERFI Mælt er með að
rafrænum kosningakerfum verði hent í
Bandaríkjunum en þau verða notuð í
Frakklandi í dag.
Miami-Dade:
Vill henda
tölvunum
BANDARÍKIN, AP Best væri að henda
rafrænum kosningakerfum sem
keypt voru eftir forsetakosning-
arnar árið 2000 og kaupa í þeirra
stað skanna sem flokka og telja at-
kvæðaseðla. Þetta er mat Lester
Sola, yfirmanns kosningakerfis-
ins í Miami-Dade-sýslu, sem var í
brennidepli vegna talningar at-
kvæða í kosningabaráttu George
W. Bush og Al Gore.
Sola segir almenning hafa svo
litla trú á rafræna kosningakerf-
inu að besta leiðin til að auka til-
trú fólks á kosningakerfinu sé að
henda kerfinu sem kostaði and-
virði 1,6 milljarða króna. ■
KOFI ANNAN Í SÚDAN Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur ferðast um Afríku
síðustu daga til að ræða um og kynna sér ástandið í hinu stríðshrjáða héraði Darfur.
M
YN
D
/A
P