Fréttablaðið - 29.05.2005, Qupperneq 6
6 29. maí 2005 SUNNUDAGUR
Kosningar hefjast í Líbanon, þær fyrstu eftir að Sýrlendingar fóru frá landinu:
Kosi› um arfleif› Hariri
LÍBANON, AP Líbanar ganga í dag að
kjörborðinu og kjósa sér nýtt þing í
fyrsta sinn eftir að Sýrlendingar
hurfu frá landinu með hermenn
sína og leyniþjónustu.
Kosningarnar eru haldnar í
skugga morðsins á Rafik Hariri,
fyrrum forsætisráðherra Líbanons,
sem var ráðinn af dögum í febrúar.
Ganga sumir svo langt að segja að
kosningarnar snúist í raun um arf-
leifð forsætisráðherrans fyrrver-
andi. Stór veggspjöld með myndum
af Hariri víða í höfuðborginni
styrkja þetta viðhorf.
Afstaðan til samskipta Líbanons
við Sýrland hafa einnig mikið að
segja um úrslitin. Í höfuðborginni
er meiri andstaða við Sýrlendinga
en í suðurhluta landsins þar sem
Hezbollahskæruliðar eru áhrifa-
miklir, þeir hafa notið stuðnings
Sýrlendinga. Fleira hefur þó áhrif
einkum og sér í lagi ætterni og fjöl-
skyldutengsl sem hafa mikið að
segja í líbönskum stjórnmálum. ■
Úrskurður vegna Upplýsingamiðstöðvar ferðamála:
Reykjavíkurborg fær engan frest
SAMKEPPNISRÁÐ Áfrýjunarnefnd
samkeppnismála felldi úr gildi
frest sem samkeppnisráð hafði
veitt Reykjavíkurborg til að
skipta upp starfsemi Upplýsinga-
miðstöðvar ferðamála og bjóða
hluta af starfseminni út. Að öðru
leyti staðfesti áfrýjunarnefndin
úrskurð samkeppnisráðs.
Áfrýjandi var Ferðaþjónusta
Reykjavíkur ehf. sem vildi meina
að Upplýsingamiðstöð ferðamála
nyti ólöglegrar samkeppnisstöðu
um bókanir á gistingu og þjón-
ustu vegna opinberra styrkja frá
Reykjavíkurborg. Samkeppnis-
ráð féllst á rökstuðninginn og
gerði Höfuðborgarstofu að bjóða
út rekstur bókunarþjónustunnar.
Borgin fór fram á frest til 1. októ-
ber á grundvelli þess að vont
væri að gera skipulagsbreyting-
ar á háannatíma ferðaþjónust-
unnar. Samkeppnisráð veitti
frestinn.
Ferðaþjónusta Reykjavíkur
ehf. áfrýjaði sem fyrr segir þeim
úrskurði til áfrýjunarnefndar
samkeppnismála sem felldi frest-
inn úr gildi og því ber Höfuð-
borgarstofu að hlíta úrskurði
samkeppnisráðs að fullu fyrir 1.
júlí og skilja að fullu á milli bók-
unarþjónustu og annarrar þjón-
ustu. -oá
Segir samfélagi›
framlei›a öryrkja
Gó› menntun, há laun, glæsilegt útlit og lífsgæ›i eru kröfur samfélagsins. fieir
sem ekki standa undir fleim lenda utan gar›s og enda sem öryrkjar. Úrræ›i skort-
ir og yfiri›jufljálfi á ge›svi›i Landspítalans segir starfsfólk vera a› gefast upp.
HEILBRIGÐISMÁL „Samfélagið er að
búa til öryrkja,“ segir Sylviane Pét-
ursson yfiriðjuþjálfi á Landspítala
háskólasjúkrahúsi. Hún hefur starf-
að við iðjuþjálfum á geðsviði
Landspítalans síðastliðin 24 ár. Hún
gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir
þá stöðu sem skapast hefur hér á
landi.
Samkvæmt tölum Hagfræði-
stofnunar Háskóla Íslands fjölgaði
öryrkjum hér um fjörutíu prósent á
árunum 1998 til 2003.
„Umræðan um að fólk sé að
svíkja út örorkubætur er byggð á
misskilningi,“ segir Sylviane.
„Kröfur okkar samfélags nú eru að
fólk hafi góða menntun, há laun, sé
glæsilegt og vel klætt. Stórt hlutfall
unglinga flosnar upp eftir grunn-
skólann og fer ekki í framhalds-
menntun. Þeim sem ekki ná að vera
innan þessa ramma sem velferðar-
þjóðfélagið setur, fer að líða illa. Af-
leiðingarnar eru í fyrstu minnimátt-
arkennd og vanlíðan sem síðan get-
ur þróast í streitueinkenni. Viðkom-
andi endar hjá lækni, sem með-
höndlar vandann sem sjúkdóm í
stað þess að skoða umhverfisþætti.
Þarna þyrfti að grípa strax inn í og
hjálpa fólki til að greina orsakir
vandans og vinna sig út úr honum.
En það eru engin úrræði til staðar,
ekki fyrr en fólk þarf að sækja að-
stoð á geðsvið LSH, jafnvel á bráða-
deild, þá orðið verulega veikt.“
„Tvö síðastliðin ár höfum við
staðið frammi fyrir því að geta ekki
meðhöndlað allan þann fjölda fólks
sem þarf endurhæfingu. Við erum
að gefast upp. Ung börn eru að bíða
mánuðum, jafnvel árum saman, eft-
ir því að fá mat og greiningu á
barna- og unglingageðdeild LSH.
Stór hluti unglinga sem flosnar upp
úr námi er framtíðaröryrkjar.“
Sylviane segir, að 25 manns séu
nú á biðlista eftir þjónustu á göngu-
deild geðsviðsins. Þeir komist ekki
að fyrr en um áramót. Um helming-
ur þeirra sé fæddur 1980 til 1985.
Verið sé að taka inn fólk sem hafi
beðið síðan í janúar.
„Þeir sem á þurfa að halda fá
endurhæfingarbætur í 18 mánuði,“
segir hún. „Sá tími er stundum út-
runninn áður en meðferðinni er lok-
ið, því biðlistar eru svo langir. Bæt-
urnar geta því fokið fyrir ekki neitt
á meðan fólkið verður veikara og
veikara. Auka þarf úrræði til
starfsendurhæfingar, þannig að
hægt sé að grípa strax inn í þegar
fólk er að flosna upp úr vinnu eða
skóla. Með því má koma í veg fyrir
að það komi illa veikt inn á bráða-
deildirnar.
„Yfirvöld félagsmála, mennta-
mála og heilbrigðismála verða að at-
huga þennan mikla og vaxandi
vanda frá rótum og gera ráðstafan-
ir til að snúa þessari þróun við“
jss@frettabladid.is
Ungir framsóknarmenn:
Vilja halda í
vaxtabæturnar
STJÓRNMÁL Ungir framsóknarmenn
leggjast gegn því að vaxtabóta-
kerfið verði afnumið.
Stjórn Sambands ungra fram-
sóknarmanna segir í ályktun að
vaxtabætur séu eitt besta tækifæri
sem stjórnvöld hafa til að hjálpa
fólki við að koma sér þaki yfir höf-
uðið. Þá segja þeir að ekki megi
koma í bakið á því unga fólkið sem
hefur stofnað til skulda vegna
íbúðakaupa og tekið vaxtabætur
með í reikninginn við ákvörðun um
húsnæðiskaup.
Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra hefur sagt að til greina komi
að afnema vaxtabótakerfið.
- bþg
Greiðslur til friðargæsluliða:
Enginn
misskilningur
FRIÐARGÆSLUSTÖRF Vegna ummæla
Steinars Arnar Magnússonar
friðargæsluliða um að misskiln-
ingur milli stofnana hefði valdið
því að friðargæsluliðar hefðu
ekki fengið bætur frá Trygging-
arstofnun vill Karl Steinar
Guðnason, forstjóri Tryggingar-
stofnunar, árétta að einskis
misskilnings hafi gætt af hálfu
Tryggingastofnunar.
Hann segir svör utanríkis-
ráðuneytisins við beinum spurn-
ingum hafa verið á þá lund að
friðargæsluliðarnir hefðu ekki
verið í vinnu þegar að slysið átti
sér stað.
Síðar komu fram nýjar upp-
lýsingar frá utanríkisráðuneyt-
inu og var þá fyrri ákvörðun
endurskoðuð.
-jse
Á að reisa íbúðabyggð í Viðey,
Engey, Akurey og Geldinga-
nesi?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Eiga Skorrdælingar að sameinast
nágrannasveitarfélögum sínum?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
46,8%
53,2%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
GÓÐ GJÖF Lionsmenn í Nirði og starfs-
menn á Landspítala Grensási þegar gjöfin
var afhent.
Lionsmenn í Nirði:
Gáfu flrettán
sjónvörp
FÉLAGSMÁL Lionsmenn komu fær-
andi hendi á Grensás fyrr í þessari
viku þegar þeir afhentu þrettán
sjónvarpstæki sem þeir höfðu safn-
að fyrir.
Það voru félagar í Lionsklúbbn-
um Nirði sem færðu deild R-3 að
Grensási að gjöf þrettán sjónvarps-
tæki með innbyggðum DVD-spilara
ásamt festingum á veggi. Formaður
Lionsklúbbsins Njarðar, Hörður
Sigurjónsson, afhenti gjöfina í at-
höfn í skála á deildinni.
Með gjöf Lionsmanna verða
komin sjónvarpstæki á allar sjúkra-
stofur deildarinnar. Við þetta tæki-
færi söng Gerðubergskórinn nokk-
ur lög og færði deildinni að gjöf
fjóra geisladiska. Ingibjörg S. Kol-
beins hjúkrunardeildarstjóri á R-3
veitti gjöfunum viðtöku. -jss
UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ FERÐAMÁLA Áfrýjunarnefnd samkeppnismála felldi úr gildi fresti
sem Reykjavíkurborg hafði fengið til að fara að fyrirmælum ráðsins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
SYLVIANE PÉTURSSON „Velferðarkerfið get-
ur ekki staðið undir þeim mikla vanda,
sem vaxandi örorka leiðir af sér, til lengd-
ar, segir Sylviane Pétursson, yfiriðjuþjálfi á
Landspítala - háskólasjúkrahúsi.
KOSNINGARNAR UNDIRBÚNAR Embættismenn undirbjuggu kosningarnar í gær. Hér sjást
nokkrir þeirra bera atkvæðaseðla inn á kjörstað.
LOTTÓ
ENGINN MEÐ FIMM RÉTTA Fyrsti
vinningur í Lottóinu gekk ekki út
í gærkvöldi. Fyrsti vinningur
verður því þrefaldur í næstu
viku, hann var rúmar sex milljón-
ir í gær. Fjórir voru með fjórar
tölur réttar og bónustöluna að
auki og fær hver og einn 136 þús-
und krónur. Tölur kvöldsins eru
7, 21, 22, 24 og 28, bónustalan 29.