Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 8
Hundrað daga orrustan er hafin um
völdin í Reykjavík. Flokkarnir sem
berjast um Ráðhúslyklana eru ann-
ars vegar Sjálfstæðisflokkur sem
hefur að mörgu leyti átt erfitt upp-
dráttar í stjórnarandstöðu undan-
farinna ára og hinsvegar sambland
vinstri- og miðjuflokka undir regn-
hlíf Reykjavíkurlistans sem hefur á
síðustu vikum og mánuðum minnt á
eðli sitt; málamiðlunarstjórnmálin
verða alltaf leiðigjörn til lengdar.
Einhvers staðar í fjarska eru svo
frjálslyndir sem virðast umfram
allt óháðir.
Átakalínurnar á næstu mánuð-
um verða á milli D-lista og R-lista.
Þeim síðarnefnda er lífsnauðsyn að
sannfæra borgarbúa um að sam-
heldni ríki innan listans, svo og að
sýna fram á að samsteypa flokk-
anna hafi eitthvað lengur fram að
færa annað en ósk um enn frekari
völd. Sá fyrrnefndi verður að láta
af leiðindum sínum; hætta sífelldu
tuði um bága fjárhagsstöðu og allt
sem heyrir fortíðinni til ... þess
heldur að hann boði eitthvað nýtt.
Og nú hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn rumskað.
Og gott betur.
Borgarfulltrúar gamla flokks-
ins böðuðu út blöðum sínum eins
og bláklukkur að vori á fimmtu-
dag. Á vel stýrðum blaðamanna-
fundi lögðu þeir fram djarfa, mót-
aða og aðlaðandi framtíðarsýn
sem varðar byggðaþróun í
Reykjavík. Og þeim tókst ætlun-
arverk sitt; að hreyfa við fólki – og
þess utan að ná nokkru frum-
kvæði í umræðunni um helsta úr-
lausnarefni í borgarsamfélaginu;
skipulagsmál.
Það gildir jafnt um gamla
flokka sem nýja að ferskleiki
verður að leika um stefnumið
þeirra, enda þótt gömul stefnu-
festa megi vissulega fylgja með í
bland. Reykjavíkurlistinn hefur
verið upptekinn af innra þrefi um
einskis nýta hluti að undanförnu
og komið til dyranna eins og illa
rakaður svefnpúki að morgni. Það
stafar ekki lengur nokkur ferskleiki
af þeim lista. Og ef hann tekur sig
ekki á á næstu mánuðum verður
erfitt fyrir hann að snyrta ásjónu
sína.
Frumkvæðið í reykvískri pólitík
er núna sjálfstæðismanna.
Á fundinum á fimmtudag tókst
borgarstjórnarliði Sjálfstæðis-
flokksins að hrista upp í syfjulegri
stjórnmálaumræðu borgarinnar og
leggja fram byggðaáætlun sem
bragð er að. Flokkurinn hefur tekið
ískrandi beygju í byggðamálum og
er það vel; gömlu hugðarefni hans,
Breiðholtin og síðar Grafarvogur-
inn eru svo gott sem fullbyggð – og
í stað þess að halda enn lengra upp
á heiðarnar í kringum Reykjavík –
sem D-listinn vildi ólmur á sinni tíð
– er stefnan tekin niður á strönd þar
sem borgin iðar hvað ákafast af lífi.
Þetta er vel.
Loksins þorir einhver að minnast
á það fyrir alvöru að reisa byggðir í
eyjunum við Sundin blá. Loksins
hverfa menn frá þeim misskilningi
að landfyllingar heyri til umhverf-
isspjalla og stökkvi nokkrum
margæsum á burt úr matarkistu
sinni. Loksins er lögð fram heillandi
hugmynd sem gerir ráð fyrir nýrri
byggð fyrir þrjátíu þúsund íbúa á
eyjunum á sunnanverðum Kolla-
firði; nákvæmlega á þeim stað sem
lengi vel hefur verið talinn til feg-
urstu svæða borgarlandsins .
Þegar flogið er yfir höfuðborg-
ina undrast menn jafnan lögun
byggðarinnar. Hún teygir sig eins
og ræma frá Seltjarnarnestá og
þaðan í dældum og skellum upp á
heiðar, skorin sundur af mikilli
braut sem liggur um hana miðja og
skipti henni að lokum í tvö pólitísk
kjördæmi. Yfir Kollafirðinum sér
til nokkurra eyja – og væri það ekki
fyrir nálægðina við sjálfa miðborg-
ina, mætti álykta sem svo að þar
væri að líta nokkrar vonlausar eyði-
jarðir sem menn hefðu yfirgefið í
eymd sinni og volæði sakir einangr-
unar og ómenningar. En það er ekki
svo; jafnt Engey og Viðey rísa hátt í
Íslandsögunni, jafnt þeirri félags-
legu og atvinnulegu, að ekki sé talað
um hina menningarlegu – og þar var
heillandi mannlíf í mannsaldra,
langt fram á síðustu öld.
Með nútímatækni er næsta auð-
velt að tengja þessar perlur við
meginland borgarinnar. Og vel að
merkja; engin ástæða er til að við-
halda einangrun þeirra, miklu frek-
ar er að fylla þær lífi á ný – borgar-
landið er dýrt og þegar saman fer
hátt verð og náttúrufegurð með
ómældu útsýni til allra átta, er eng-
in ástæða til að snúa sér undan og
góna enn frekar upp á heiðarnar.
Mikill hluti af strandlengju
Reykjavíkur hefur farið undir illa
þefjandi iðnaðarstarfsemi. Það er
skammsýni. Enda eru menn óð-
ara að breyta gömlum atvinnu-
hjöllum í íbúðarhús og heilu
bryggjuhverfin. Þetta á við um
Reykjavík og aðrar höfuðborgir
Evrópu. Fólk þráir nálægðina við
sjó og strandir. Úthverfastefnan
getur verið kostur í stöðunni en
hún má heldur ekki vera eina
valið í byggðamálum; á næstunni
munu æ fleiri borgarbúar líta á
það sem sjálfsagðan hlut að reisa
heimili sitt í sæmilegum
þrengslum nálægt miðborginni, í
þokkalegu návígi við annað fólk,
með öðrum orðum... í borg.
Dreifbýlishugsunarhátturinn
í uppbyggingu borgarsamfélags-
ins hefur verið ríkjandi í þau
hundrað ár sem Reykjavík hefur
verið að byggjast upp. Áherslan
á heilu hektarana í kringum
hverja einbýlishúsalóð hefur
gert það að verkum að borgar-
landið hefur þanist út og minnir
á flæmi sem milljónaborgir
þurfa umleikis. Gríðarlegt magn
af timbri hefur þurft til að smíða
verandir yfir allan mosann í
görðunum. Og gífurlega um-
hirðu hefur þurft til að sinna öll-
um almenningsgörðunum sem alla
jafna hafa litið afskaplega vel út á
pappírum landslagsarkitektanna en
eru jafnan mannlausir í veruleikan-
um.
Sjarmi borgar er þéttleiki og
skjól. Reykjavík heldur hvorki
vatni né vindum. Þar eru flestar
götur breiðgötur. Þar hefur
aðaláherslan verið lögð á að flytja
fólk búferlum austur á gróðurlaus-
ar heiðar. Loksins benda einhverjir
í aðra átt. Og það kom í hlut sjálf-
stæðismanna að vakna af þeim
fastasvefni sem byggðamálin hafa
verið í á undanförnum áratugum.
Smáskammtalækningar Reykjavík-
urlistans, svo sem á slippsvæðinu,
eru góðra gjalda verðar, en að mikl-
um mun eru hugmyndir sjálfstæðis-
manna mynduglegri.
Þeir hafa tekið frumkvæðið í
hundrað daga orrustunni. Þeirra
hugmyndum þarf að hrinda í fram-
kvæmd. ■
F réttablaðið birti í gær fyrsta þáttinn í fréttaskýringum umsölu ríkisbankanna. Annar þáttur er í blaðinu í dag og næstudaga fylgja fleiri eftir. Það var mikið verk að vinna að þessum
þáttum og blaðamaðurinn Sigríður Dögg Auðunsdóttir hefur fátt
annað gert í nokkrar vikur en að afla gagna og ræða við menn sem
tengdust þessari miklu einkavæðingu. Í fyrstu virtist verkefnið vera
sem ókleifur hamar. Eftir samtöl hér og þar, gögn héðan og þaðan,
skýrðist myndin hægt og bítandi. Árangurinn er einhver merkasta
úttekt sem íslenskur fjölmiðill hefur gert. Það eru ekki margir fjöl-
miðlar á Íslandi sem hafa getu, kjark og sjálfstraust til að ráðast í
verk sem þetta. Fréttablaðið hefur það sem til þarf og Fréttablaðið á
eftir að gera meira. Fréttablaðið er stolt í dag.
Andstaðan við verkið var sumstaðar mikil. Til að vinna að þessari
miklu úttekt hefur Fréttablaðið og blaðamaðurinn sem hefur annast
verkið mætt andbyr og oft miklum. 19. apríl var framkvæmdanefnd
um einkavæðingu beðin um fundagerðir vegna sölu Búnaðarbank-
ans. Því erindi var synjað og hefur synjuninni verið áfrýjað til úr-
skurðarnefndar um upplýsingamál. Fréttablaðið bað um fleiri gögn.
Alltaf kom sama svarið, synjað. Nei, er eina svarið og það verður
gaman að sjá hvernig úrskurðarnefndin bregst við. Hvort upplýs-
ingalögin dugi til að opinberar bækur um stærstu einkavæðinguna
til þessa, verði opnar almenningi fyrir tilstuðlan Fréttablaðsins.
Sumt er ekki hægt að koma í veg fyrir. Til að mynda getur enginn
komið í veg fyrir áræðni blaðamanns. Blaðamaður getur spurt og
spurt aftur og aftur. Það getur enginn bannað. Það getur heldur eng-
inn bannað að flett sé í ummælum ráðamanna, bæði þau sem féllu
fyrir fáum árum og þau sem síðan hafa fallið. Það getur enginn bann-
að að borin séu saman orð og efndir.
Kannski er það öðrum en fjölmiðlum nær að spyrja hvað hefur
valdið sinnaskiptum og skoðanaskiptum. Kannski spyrja minni spá-
menn í stjórnmálum foringja sína, foringja sem þeir hafa fylgt blint
árum saman, hvers vegna þetta og hvers vegna hitt. Kannski kemur
að því.
Kaupendur bankanna eru um margt ólíkir. Samsonarnir áttu nóg
af peningum. Voru harðir, vildu fá banka á því verði sem þeir vildu
borga. Og fengu banka á því verði sem þeir vildu borga. Annað var
með S-hópinn. Til að hann gæti keypt banka urðu landsfeðurnir að
taka þátt í leiknum. Ekki allir af vilja, en þegar viðskiptahagsmunir
vinanna skiptu suma þeirra meira máli en þátttaka í ríkisstjórn, fór
svo að hagsmunagæsluaðallinn hafði betur, og allir undu glaðir við
sitt.
Fyrir Íslendinga var það mikil blessun að bankarnir voru einka-
væddir og þeir sem eiga þá nú eru langtum betri eigendur en þeir
sem ríkið valdi til að stýra bönkunum voru nokkurn tíma, langtum
betri. Fréttablaðið er ekki að skrifa greinaflokka um það, heldur
hvernig staðið var að sölunni, sinnaskiptunum og hvernig kaupin
gerðust á eyrinni.
Þegar óskað er upplýsinga er svarið venjulegast nei. Steinar eru
lagðir í götu þess sem leitar upplýsinga. En það stöðvar hann ekkert,
ekki einu sinni svarið nei. Ef einhver vill ekki að hlutirnir séu skýrð-
ir og biður Fréttablaðið miskunnar, er svarið nei. ■
29. maí 2005 SUNNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
SIGURJÓN M. EGILSSON
Fréttablaðið hefur gert mikla úttekt á einkavæðingu ríkisbank-
anna. Fram kemur að margt gerðist áður en bankarnir voru
seldir. Ekki er víst að allir fagni framtaki blaðsins.
Nei
FRÁ DEGI TIL DAGS
Kannski spyrja minni spámenn í stjórnmálum for-
ingja sína, foringja sem fleir hafa fylgt blint árum
saman, hvers vegna fletta og hvers vegna hitt.
Stökktu til
Rimini
2. júní frá kr. 29.990
Verð kr. 29.990 í viku
/ kr. 39.990 í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. hjón með 2
börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur.
Flug, skattar, gisting og íslensk
fararstjórn. Stökktu tilboð 2. júní.
Verð kr. 39.990 í viku
/ kr. 49.990 í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð í
1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og
íslensk fararstjórn.
Stökktu tilboð 2. júní.
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til
Rimini þann 2. júní. Njóttu fegursta
tíma ársins á þessum vinsælasta
sumarleyfisstað Ítalíu við frábæran
aðbúnað. Þú bókar og tryggir þér
sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu
að vita hvar þú gistir.
100 daga orrustan
Griðastaður róttæklinga
Lesbók Morgunblaðsins er ekki bara
vettvangur fyrir póstmódernískt hug-
myndaflug gáfumanna úr háskólasam-
félaginu. Hún er líka einn af síðustu
griðastöðum vinstri róttæklinga hér á
landi. Þeir sem vilja rifja upp tungutak
kreppuáranna eða 68-kynslóðarinnar
finna áreiðanlega fyrir unaðsstraum
þegar lesnir eru pistlar með gömlum
Þjóðviljafyrirsögnum eins og „arð-
ræningi“, en eina slíka, ágætlega
stílaða og íhugunarverða, mátti
einmitt finna í Lesbókinni í gær.
Svo þversagnarkennt sem það er,
er tilefnið Kínaför fyrrverandi ritstjóra
Þjóðviljans, núverandi forseta Ís-
lands, herra Ólafs Ragnars
Grímssonar.
Arðræningjar
Höfundur greinarinnar í Lesbókinni,
Guðni Elísson bókmenntafræðingur,
gagnrýnir forseta Íslands harðlega fyrir
að liðsinna íslenskum kaupsýslumönn-
um í Kína sem hann kallar „arðræn-
ingja“. Guðni harmar að fólk sé hætt
að skilja þetta „máttuga orð“. Hann
segist sakna þeirra „gömlu góðu daga
þegar vinstri hreyfingin var ekki grænt
og grunlaust framboð heldur
breiðfylking hvatvísra ideólóga,
því þá hafi íslenskar „auðvalds-
og athafnabullur“ verið „löðr-
ungaðar með orðinu mörgum
sinnum á dag, eins og þær
áttu skilið, eftir að
hafa rænt peningum
fólksins í landinu“.
Einn þeirra sem mest hafi notað orðið
hafi einmitt verið Ólafur Ragnar Gríms-
son.
Þrælakista í Kína
Guðni talar um að Íslendingar reki
þrælakistu í Kína og nefnir í því sam-
bandi verksmiðju Sjóvíkur í Qingdao,
sem hann segir að sé „dulbúin sem
frystihús“; þar ræni íslenskir athafna-
menn kínverskar stúlkur æskunni og
heilsunni, „að ekki sé talað um arðinn
af vinnu sinni“. Vinnuharkan þar sé gíf-
urleg. „Herra Ólafur Ragnar Grímson
sagði margt eftir heimsóknina í frysti-
húsið,“ skrifar Guðni, „en ekkert af því
sem hann hefði átt að segja. Kannski
gat hann ekki sagt það sem hann vildi
en þá hefði hann átt að þegja.“
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
TÍÐARANDINN
SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON
Sjarmi borgar er flétt-
leiki og skjól. Reykjavík
heldur hvorki vatni né vindum.
fiar eru flestar götur brei›götur.
fiar hefur a›aláherslan veri›
lög› á a› flytja fólk búferla-
flutningum austur á gró›ur-
lausar hei›ar. Loksins benda
einhverjir í a›ra átt. Og fla›
kom í hlut sjálfstæ›ismanna a›
vakna af fleim fastasvefni sem
bygg›amálin hafa veri› í á
undanförnum áratugum.
,,
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
KN
IN
G
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N