Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2005, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 29.05.2005, Qupperneq 15
Á þessum tíma var fram- kvæmdanefndin langt komin í undirbúningi á því að selja Lands- bankann á almennum markaði þar sem enginn einn kaupandi fengi stærri hlut en þrjú til fjögur pró- sent. Það var samkvæmt vilja Davíðs Oddssonar frá því 1997 um dreifða eignaraðild. Þá hafði framkvæmdanefndin fram til þessa unnið út frá því að Landsbankinn yrði seldur fyrst og Búnaðarbankinn í kjölfarið og var það samdóma álit framkvæmda- nefndar og ráðherranefndar á þessum tíma að farsælast væri, miðað við aðstæður á þeim tíma, að salan færi þannig fram. Framkvæmdanefndin hafði í verulega litlum mæli hafið undir- búning að sölu Búnaðarbankans. Taldi framkvæmdanefndin, sem og ráðherranefndin, að Búnaðar- bankinn væri ekki kominn jafn langt á veg og Landsbankinn og því erfiðari í sölu auk þess sem ákveðin vandamál höfðu verið í gangi í bankanum. Þá var ríkis- sjóður enn meirihlutaeigandi í Búnaðarbankanum en var kominn undir helmingshlut í Landsbank- anum. Sú ákvörðun var öllum ljós í framkvæmdanefndinni, að að því gefnu að salan á Landsbankan- um gengi vel yrði ráðist í sölu Búnaðarbankans að henni lokinni og beita ætti sömu aðferðum. Þótti spennandi kostur Framkvæmdanefndinni þótti Samson-hópurinn spennandi kost- ur. Hann væri fjársterkur aðili sem vildi láta taka til sín og nýta jafnframt tækifærin sem bankinn gat ekki nýtt á meðan hann var að svo stórum hluta í eigu ríkisins. Þá var ljóst að Samson-hópurinn væri vel í stakk búinn að greiða fyrir hlutinn að verulegu leyti með erlendu fé, enda umsvif hans mikil í útlöndum. Framkvæmdanefndin ræddi málið á nokkrum fundum sínum og þurfti að taka afstöðu til þess hvort bein sala án undangengins útboðs væri ásættanlegur kostur. Samkvæmt verklagsreglum fram- kvæmdanefndar sem settar voru 1996 var í raun ekki hægt að ganga til viðræðna við Samson- hópinn án þess að gefa öðrum tækifæri á því að gera tilboð í bankann. Í 4. grein reglnanna seg- ir: „Fyrirtæki, sem til stendur að selja, skulu ávallt auglýst almenn- ingi til kaups, þannig að öllum sem áhuga hafa sé tryggður jafn réttur til að bjóða í þau.“ Í fundargerð nefndarinnar frá 5. júlí 2002 segir að nefndarmenn hefðu verið sammála um að heppi- legt væri að klára sölu til kjöl- festufjárfestis í Landsbankanum í mánuðinum og selja 20 prósent í Búnaðarbankanum í september eins og unnið hefði verið út frá og þá yrði hafist handa við undirbún- ing á sölu til kjölfestufjárfestis í Búnaðarbankanum. Þessi stefna varðandi Búnaðarbankann yrði kynnt samhliða áformum um Landsbankann. Ekki samkvæmt vilja fram- kvæmdanefndar Á fundi nefndarinnar 8. júlí voru lögð drög að auglýsingu á að minnsta kosti fjórðungshlut í Landsbankanum eins og ákveðið hafði verið á fundi þremur dögum áður. Á þessum sama fundi, 8. júlí, upplýsti einn nefndarmanna um vilja viðskiptaráðherra til þess að auglýsa 25 til 33 prósenta hlut í báðum bönkum í einu. Fram- kvæmdanefndin ræddi þessa til- lögu en féllst að lokum á að aug- lýsa Landsbankann en tilkynna samhliða auglýsingunni um sölu á Búnaðarbankanum síðar á árinu. Næsta dag sendi starfsmaður framkvæmdanefndarinnar nefnd- armönnum tillögu að auglýsingu um sölu á að minnsta kosti 25 pró- senta hlut í Landsbankanum og jafnframt fréttatilkynningu, þar sem fram kom að ákveðið hefði verið að áfangaskipta einkavæð- ingu Landsbankans og Búnaðar- bankans. Samkvæmt fréttatil- kynningunni yrði 20 prósenta hlutur í Búnaðarbankanum seldur 6. september í gegnum viðskipta- kerfi Kauphallarinnar með svip- uðum hætti og gert hefði verið með jafnstóran hlut í Landsbank- anum. Í síðari hluta september yrði auglýst eftir kaupanda að umtalsverðum hlut í Búnaðar- bankanum. Nefndin áformaði að hittast síðar sama dag til að ganga frá auglýsingunni. Af þeim fundi varð hins vegar ekki því að í millitíðinni fundaði ráðherranefndin og breytti aug- lýsingu framkvæmdanefndar að nefndinni forspurðri. Kom framkvæmdanefndinni á óvart Í stað þess að fara eftir áætlunum framkvæmdanefndarinnar og selja Landsbankann fyrst og ráð- ast í sölu Búnaðarbankans síðar ákváðu ráðherrarnir að selja ætti báða bankana í einu. Ráðherra- nefndin lét breyta drögum fram- kvæmdanefndarinnar að auglýs- ingunni og sem send var til fjöl- miðla næsta dag, hinn 10. júlí. Auglýsingin var svohljóðandi: „Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, fyrir hönd við- skiptaráðherra, óskar eftir til- kynningum frá áhugasömum fjár- festum um kaup á að minnsta kosti 25 prósenta hlut í Lands- banka Íslands hf. og/eða Búnaðar- banka Íslands hf. [...] Í tilkynning- unni skal gera grein fyrir fjár- hagsstöðu, þekkingu og reynslu á fjármálamarkaði, eignarhlut sem viðkomandi óskar eftir kaupum á, hugmyndum um staðgreiðsluverð og áformum varðandi rekstur [bankanna]. [...] Tekið er fram að framangreindur hlutur verður einungis seldur í öðrum bankan- um nú ef viðunandi tilboð fæst og stefnt er að því að hlutur í hinum bankanum verði seldur síðar á ár- inu. [...]“ Auglýsingin var ekki birt er- lendis. Í henni kom fram að við söluna yrði þess gætt að ríkið fengi hámarksverð fyrir eign sína í bönkunum. Af auglýsingunni má ráða að þau atriði sem einkum yrðu vegin og metin þegar kæmi að vali á kjölfestufjárfesti væru fjárhagsstaða, þekking og reynsla á fjármálamarkaði, stærð eignar- hlutar sem óskað er eftir að kaupa, hugmyndir um stað- greiðsluverð og áform um rekst- ur. Vonbrigði í Samson-hópnum Auglýsingin olli nokkrum von- brigðum í Samson því að Björgólf- ur Thor hafði vonast eftir því að geta keypt Landsbankann með verulegu forskoti á þá sem myndu fjárfesta í Búnaðarbankanum. Hann var þeirrar skoðunar að ákvörðun ráðherranefndarinnar um að selja báða bankana í einu hefði meðal annars verið tekin með það fyrir augum að koma í veg fyrir forskot Samson-hópsins á S-hópinn á íslenska fjármála- markaðnum. Fimm hópar skiluðu inn til- kynningum um áhuga sinn á kaup- um í bönkunum þann 25. júlí. Auk Samson, sem samanstóð af Björg- ólfsfeðgum og Magnúsi Þorsteins- syni, voru það Íslandsbanki, Kald- bakur, en honum stýrðu Eiríkur Jóhannsson og Þorsteinn Már Baldvinsson; S-hópurinn svokall- aður, með Ólaf Ólafsson fremstan í flokki, sem þá var samsettur af Eignarhaldsfélaginu Andvöku, Eignarhaldsfélaginu Samvinnu- tryggingum, Fiskiðjunni Skag- firðingi, Kaupfélagi Skagfirðinga, Keri, Samskipum og Samvinnulíf- eyrissjóðnum. Fimmti áhugasami var Þórður Magnússon fyrir hönd fjárfesta. Strax ljóst hverjir fengju Lands- bankann Í lok júlí fundaði framkvæmda- nefnd með hópunum fimm, hverj- um fyrir sig. Með fundarboðinu fylgdi minnisblað þar sem fram komu upplýsingar um þau atriði sem nefndin vildi fá nánari upp- lýsingar um. Efst á blaði var ósk um upplýsingar um hvorum bank- anum hóparnir hefðu meiri áhuga á Áður en fundirnir áttu sér stað tóku að berast skilaboð frá einka- væðingarnefnd til Kaldbaks og S- hópsins að á fundinum með nefnd- inni ættu þeir að segjast hafa meiri áhuga á Búnaðarbankanum en Landsbankanum. Einnig bárust meldingar um það að hóparnir tveir ættu að kanna hvort grund- völlur væri fyrir því að þeir tækju sig saman um að kaupa Búnaðar- bankann. Öllum hlutaðeigandi, báðum megin við borðið, var á þessum tíma þegar orðið ljóst að Samson- hópurinn fengi Landsbankann. Þótt ekki væri talað um það opin- berlega í einkavæðingarnefnd þóttu það ósögð sannindi að aug- lýsingin á sölu hlutar ríkisins í Landsbankanum væri einfaldlega formsatriði. Áformað var að tveir hópar yrðu útilokaðir: Íslandsbanki og Þórður Magnússon. Samson myndi lýsa því yfir við fram- kvæmdanefndina að hann hefði meiri áhuga á Landsbankanum og hinir tveir hóparnir, Kaldbakur og S-hópurinn, myndu segjast frem- ur vilja kaupa Búnaðarbankann. Koma átti á samvinnu þeirra á milli og sameina hópana tvo um Búnaðarbankann og málið yrði þannig leyst farsællega. Þetta gekk hins vegar ekki eftir. Tveir útilokaðir strax Framkvæmdanefndin ákvað fljót- lega að útiloka tvo hópa: Íslands- banka og Þórð Magnússon. Ís- landsbanki var útilokaður því sú pólitíska stefna hafði verið gefin út að salan á Landsbankanum og Búnaðarbankanum mætti ekki leiða til sameiningar banka á Ís- landi. Þórður Magnússon var úti- lokaður vegna þess að honum þótti ekki takast að sýna fram á hvernig hann ætlaði sér að fjár- magna kaupin. Á fyrstu fundum framkvæmd- nefndar með fjárfestahópunum þremur lýstu þeir því allir yfir að þeir hefðu áhuga á báðum bönk- unum og „óhlýðnuðust“ þar með þeim óbeinu fyrirskipunum sem nefndin hafði látið berast til þeirra, að Samson ætti að lýsa yfir áhuga á Landsbankanum og hinir tveir hóparnir á Búnaðarbankan- um. Kaldbakur og S-hópurinn höfðu báðir meiri áhuga á Lands- bankanum. Ólafur Ólafsson, sem fór fyrir S-hópnum, taldi Lands- bankann betri sjálfstæða einingu en Búnaðarbankann og að hann fæli í sér betri tækifæri. Eiríkur Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem fóru fyrir Kald- baki, höfðu af sömu ástæðum meiri áhuga á Landsbankanum enda var Eiríkur vel kunnur innviðum bankans og fyrirkomu- lagi hans eftir að hafa gegnt starfi útibússtjóra Landsbankans á Ak- ureyri um tíma. Björgólfur „stóð sig best“ Framkvæmdanefndin kom á kynningarfundum með fjárfesta- hópunum þremur með Halldóri J. Kristjánssyni, bankastjóra Lands- bankans, og Stefáni Héðni Stef- ánssyni framkvæmdastjóra, sem fram fóru dagana 22. og 23. ágúst. Þar var farið í gegnum glæru- kynningu á bankanum þar sem gerð var grein fyrir helstu atrið- um í rekstri hans. Viðstaddur fundina var starfsmaður einka- væðingarnefndar, Guðmundur Ólafsson, sem hafði verið falið að skila framkvæmdanefnd og ráð- herranefndinni fundargerðum af fundunum. Hann tók niður á blað það sem fram fór á fundinum. Einkavæðingarnefnd komst að þeirri niðurstöðu, eftir að allir þrír hóparnir höfðu fundað með Halldóri og Stefáni Héðni, að Björgólfur Guðmundsson hefði sýnt „mestan áhuga á bankanum“ og hann hafi „staðið sig best“ af öllum fjárfestunum. Var það með- al annars notað sem rökstuðning- ur framkvæmdanefndarinnar síð- ar gagnvart hinum tveimur fjár- festunum þegar útskýra þurfti af hverju ákveðið var að ganga til viðræðna við Samson. Aldrei rætt um verð Hóparnir þrír áttu nokkra fundi með framkvæmdanefnd og þurftu meðal annars að svara spurning- um um framtíðaráætlun sína varðandi Landsbankann. Á loka- fundi framkvæmdanefndar með fjárfestunum hafði ekki enn verið fært í tal hvaða hugmyndir hóp- arnir gerðu sér um verð. Ekki hafði verið hugað að því að hóp- arnir þyrftu að bjóða ákveðið verð fyrir hlut ríkisins í Landsbankan- um. Þegar bjóðendur bentu á að ekki hefði enn verið gert ráð fyrir því að verðtilboð yrði gert kom framkvæmdanefndin með þær skýringar að nefndin hefði hugsað sér að setja inn í ferlið nokkurs konar millistig þar sem hóparnir þrír myndu leggja fram verðtil- boð. Hins vegar hefði fram- kvæmdanefndin ekki enn ákveðið hvernig það millistig ætti að ganga fyrir sig, en bjóðendur yrðu látnir vita. Á lokastigi söluferlisins var því ekki enn farið að huga að verðþætti tilboðanna. Vægi verðs í heildarmati ákveðið eftir á Hinn 28. ágúst fundaði fram- kvæmdanefndin með hópunum þremur hverjum fyrir sig og af- henti þeim bréf þar sem óskað var eftir svörum við fimm atriðum: Hvernig fyrirkomulag eignar- halds yrði, stærð eignarhlutar sem sóst væri eftir, fjármögnun, framtíðarsýn og loks aðrar for- sendur fyrir kaupunum. Framkvæmdanefndin deildi á fundi sínum 30. ágúst um aðferða- fræðina við útboðið og hvert vægi verðs ætti að vera í væntanlegu heildarmati. Steingrímur Ari Ara- son lagði meðal annars á það áherslu á fundinum að samkvæmt vinnureglum framkvæmdanefnd- arinnar ætti að meta tilboðin til staðgreiðsluverðs og ennfremur að ákveða ætti lágmarksverð fyr- ir hlutinn. Hann fékk ekki hljóm- grunn fyrir því innan nefndarinn- ar og vildu nefndarmenn frekar semja um verð við kaupandann við samningaborðið eftir að hann hefði verið valinn. Í skýrslu Ríkisendurskoðanda um söluna á Landsbankanum er bent á að á þessum tímapunkti hefði hvorki verið tekin afstaða til þess hvert vægi einstakra áhersluþátta væri né hvernig meta ætti tilboðin með tilliti til hvers þáttar fyrir sig. Ákveðið var að kalla til fjár- festingabankann HSBC, sem áður hafði unnið að sölu bankans. Eitt helsta verkefni HSBC yrði að meta þá þætti sem áhrif hefðu á val á kaupanda, aðstoð við samn- ingaviðræður og kostgæfnisat- hugun á kaupanda. Á þessum tíma stóðu yfir mikil átök um yfirráðin í VÍS og beið framkvæmdanefnd með að óska eftir verðtilboðum þangað til átökin um VÍS voru yfirstaðin. Þar tókust á Landsbankamenn og S-hópurinn, en báðir réðu yfir helmingshlut í félaginu. Þeim lauk með kaupum S-hópsins á hlut Landsbankans í VÍS. Þegar verðtilboðin í Landsbankann bárust kom í ljós að Samson var með langlægsta tilboðið og því þurfti að finna viðunandi lausn á því hvernig hægt yrði að útskýra valið á Samson sem kaupanda að Landsbankanum. SUNNUDAGUR 29. maí 2005 15 Á morgun verður sagt frá átökunum bak við tjöldin um yfirráðin í VÍS og baráttu milli tveggja eigendahópa, Landsbankans og S-hópsins. Inn í átök- in blönduðust Davíð Oddsson og Hall- dór Ásgrímsson, sem gættu hagsmuna hvors hópsins um sig. Landsbanka- menn halda því fram að Halldór Ás- grímsson hefði hótað Davíð því að hætta við einkavæðingarferlið færi svo að VÍS yrði selt Samson með Lands- bankanum. S-hópurinn segir aðra sögu og kallar átökin „Sex daga stríðið um VÍS“. » ÖLLUM BEIÐNUM HAFNAÐ Fréttablaðið hefur sent sex beiðnir á grundvelli upplýsingalaga til fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins vegna sölunnar á Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Öllum beiðnum hefur verið synjað, nema einni sem ekki hefur borist svar við, og hefur synjununum verið áfrýjað til úrskurð- arnefndar um upplýsingamál. FRÉTTABLAÐIÐ HEFUR ÓSKAÐ EFTIR EFTIRFARANDI UPPLÝSINGUM: 19. APRÍL - Allar fundargerðir framkvæmda- nefndar um einkavæðingu og ráð- herranefndarinnar vegna sölu á Bún- aðarbanka Íslands. Synjað. Fréttablaðið hefur áfrýjað synjuninni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 28. APRÍL - Skýrslur HSBC sem unnar voru fyrir framkvæmdanefnd um einkavæðingu vegna sölu Landsbankans annars vegar og Búnaðarbankans hins vegar. Synjað. Fréttablaðið hefur áfrýjað synjuninni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. - Gögn sem ríkisendurskoðun voru fengin í hendur til að vinna skýrslu um einkavæðingu helstu ríkisfyrir- tækja á árunum 1998-2003. Synjað. Fréttablaðið hefur áfrýjað synjuninni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. - Samningar sem gerðir voru við kaupendur Landsbanka Íslands ann- ars vegar og Búnaðarbankans hins vegar við sölu á hlut ríkisins í bönk- unum á árunum 2002 til 2003. Synjað. Fréttablaðið hefur áfrýjað synjuninni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 3. MAÍ - Niðurstöður úr áreiðanleikakönnun sem HSBC gerði síðla árs 2002 á þá ónafngreindu erlendu banka sem S- hópurinn tilgreindi sem einn af fjár- festum vegna kaupanna á Búnaðar- bankanum. Synjað. Fréttablaðið hefur áfrýjað synjuninni til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 18. MAÍ - Bréfið sem Björgólfur Guðmunds- son og Björgólfur Thor Björgólfsson sendu framkvæmdanefnd um einka- væðingu í lok júní 2002 þar sem þeir lýstu yfir vilja til að kaupa að minnsta kosti þriðjung af heildarhlutafé í Landsbankanum eða Búnaðarbank- anum. Svar hefur ekki borist. » MISTÓKST AÐ SELJA SÍMANN Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hafði unnið að undirbúningi að sölu Símans meira og minna frá því í febrúar 2000 og skilað skýrslu um málið í janúar 2001. Í lok mars var gerður samningur við Búnaðarbankann og Pricewaterhouse Coopers í London og Reykjavík um þjónustu vegna fyrirhugaðrar sölu sem átti að fara fram um vorið. Í júní ákvað ríkisstjórnin hins vegar að fresta sölunni fram í september og síðar var til- kynnt að salan færi fram dagana 19. til 21. september. Skömmu áður en söludagurinn rann upp dundu hins vegar hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin yfir, 11. september 2001. Þrátt fyrir hversu mikil áhrif árásirnar höfðu á hlutabréfamarkaði víðs vegar um heim var ákveðið að fresta ekki sölunni. Skemmst er að segja frá því að salan tókst ekki sem skyldi og seldust einungis 5 pró- sent af hlutabréfum fyrirtækisins af þeim tæpa fjórðungi sem var í boði í fyrsta áfanga. Hlutfallið var of lágt til þess að hægt væri að skrá fyrirtækið á Verðbréfaþingi Íslands eins og stefnt hafði verið að. Í framhaldinu fóru fram óformlegar viðræður við tvo erlenda fjárfesta, danska símafyrir- tækið TDC og fjárfestingafyrirtækisins Providence Equity Partners. Viðræðurnar runnu út í sandinn og eru sagðar hafa strandað vegna þess að verðið á Símanum þótti of hátt. » VÍS KEYPTI EITT PRÓSENT Nokkrum mánuðum áður en útboðið á 20 prósenta hlutnum í Landsbankanum fór fram hafði dótturfyrirtæki bandaríska bankans Wachovia Bank, Philadelphia International Equities, selt 4,25 prósenta hlut sinn í Landsbankanum. Philadelphia International Equities eignaðist bréf sín í Landsbankanum er bankinn keypti ráð- andi hlut í breska bankanum Heritable bank árið 2000. Gengi bréfanna í sölunni var 3,25 og söluverðið því um 946 milljónir króna. Stærstu kaupendurnir voru VÍS, sem keypti 1,25 prósenta hlut, og Líftrygg- ingafélag Íslands, sem keypti eitt pró- sent. Landsbankinn átti umtalsverðan hlut í báðum félögunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.