Fréttablaðið - 29.05.2005, Síða 16

Fréttablaðið - 29.05.2005, Síða 16
16 29. maí 2005 SUNNUDAGUR NÁM Í GEISLA- OG LÍFEINDAFRÆÐI Frá háskólaárinu 2005-2006 mun læknadeild Háskóla Íslands bjóða upp á nám við nýja skor, geisla-og lífeindafræðiskor. Umsóknareyðublöð eru á vefsetri Háskólans, www.hi.is, einnig í Nemendaskrá í Aðalbyggingu v. Suðurgötu. Umsóknum skal fylgja staðfest afrit af stúdentsprófskírteini. Inntökuskilyrði er stúdentspróf af bóknámsbraut. Einnig teljast nemendur sem lokið hafa námi frá frumgreinadeild Tækni- háskóla Íslands uppfylla inntökuskilyrði. Fjöldi stúdenta sem tekinn verður inn í námið er takmarkaður við 10 nemendur í geislafræði og 15 nemendur í lífeindafræði. Samkeppnispróf verður haldið að loknu fyrsta misseri (í desember). Umsóknarfrestur er til 5. júní 2005. Nánari upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu læknadeildar http://www.hi.is/nam/laek/. NÝTT NÁM VIÐ LÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS É g sá strax kvikmynd í bók-inni,“ segir Reynir Lyngdalleikstjóri um skáldsöguna Mýrina. Sem kunnugt er mun Reynir leikstýra kvikmynd byggðri á þessari skáldsögu Arn- aldar Indriðasonar. Þetta er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Reynir leikstýrir og það er óhætt að segja að hann ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, bókin er jú sjálfsagt ein sú víð- lesnasta hér á landi. „Jú, það er vissulega krefjandi að gera mynd eftir bók sem allir hafa lesið,“ seg- ir Reynir og kímir. „En þetta er fyrst og fremst frábær saga og mesta áskorunin er að koma henni á filmu; frásagnarformið er flókið og það er flakkað fram og til baka í tíma. En það sem mér finnst mest heillandi við Mýrina er að hún spyr spurninga til dæmis hvenær má satt kyrrt liggja og hvort það sé til þess fallið að valda meiri hörmungum að grafa í leyndar- málum fortíðarinnar? Hún veitir svo sem ekkert svörin, enda er það ekki tilgangurinn. En eins og allar góðar sögur sækir hún á mann og ég varð strax spenntur fyrir því að gera mynd eftir henni.“ Fjögurra ára aðdragandi Aðdragandinn að gerð myndar- innar hefur verið langur og má rekja fjögur ár aftur í tímann þeg- ar Reynir hitti Baltasar Kormák, framleiðanda myndarinnar, á Eddu-verðlaununum. „Við fórum að spjalla saman og þá kom upp úr dúrnum að Baltasar var nýbúinn að kaupa kvikmyndaréttinn að Mýrinni. Hann bað mig um að lesa bókina með það í huga að ég kæmi að því á einhvern hátt að þróa verkefnið áfram. Ég er því búinn að ganga með þessa mynd í mag- anum í þrjú til fjögur ár.“ Reynir lítur þó ekki á þennan langa undirbúning sem dragbít. „Það sést kannski ekki á mér, en ég er tiltölulega agaður leikstjóri. Skipulag skiptir mig miklu máli og ég vil vita nákvæmlega hvað ég ætla að gera þegar ég fer í tök- ur. Þess vegna hefur mér einmitt þvert á móti fundist það frábært að geta unnið þetta á svona löng- um tíma og fá tækifæri til að þróa handritið í ýmsar áttir og fanga kjarna sögunnar. Ég hef unnið handritið ásamt Jóni Atla Jónassyni leikskáldi og Edward Weiman og við höfum flakkað fram og til baka með uppbygging- una, farið frá bókinni og aftur til hennar og erum loksins orðnir sáttir við útkomuna.“ Sumum kom á óvart að Ingvar E. Sigurðsson hefði verið valinn í aðalhlutverk Erlends rannsóknar- lögreglumanns og bera við að í bókunum komi hann fyrir sem öllu eldri og þrekvaxnari en Ingv- ar. Reynir segist hafa haft minnst- ar áhyggjur af útliti og aldri Er- lends þegar hann valdi Ingvar í rulluna. „Að öllum ólöstuðum er Ingvar E. Sigurðsson flottasti leikari landsins og þótt víðar væri leitað. Ég þurfti leikara sem getur borið heila mynd uppi og það get- ur Ingvar tvímælalaust. Hann er líka dálítið aldurslaus týpa og get- ur auðveldlega leikið sér yngri menn og eldri. Erlendur er flók- inn karakter, óvæginn en góður maður með mikla sorg á bakinu. Það þarf virkilega góðan leikara til að skila þessu á tjaldið og ég treysti engum betur en Ingvari til þess.“ Sextán ára starfsaldur Þó að þetta sé fyrsta kvikmynd Reynis í fullri lengd verður hann seint sagður nýgræðingur í stétt kvikmyndargerðarmanna. Hann státar af sextán ára starfsaldri og er ekki orðinn þrítugur. „Ég byrjaði að gera kvikmyndir þeg- ar ég var þrettán ára. Ég og Arn- ar Jónasson, vinur minn, fórum að gera stuttmyndir og með fullri hógværð verður að segjast við vorum bara frekar fagmannlegir. Við fengum margar góðar hug- myndir og unnum til verðlauna þegar við vorum fjórtán eða fimmtán ára og það má ennþá horfa á merkilega mikið af þessu.“ Kvikmyndadelluna segist Reynir hafa fengið í arf frá föður sínum sem er líka forfallinn safn- ari teiknimyndasagna. „Ég var alltaf dálítið lengi að lesa og sótti því í teiknimyndasögurnar. Ég féll algjörlega fyrir þessum frá- sagnarstíl; hvernig maður getur notað myndir til að segja sögur af fólki. Þetta hugsa ég að hafi laðað mig að kvikmyndagerð og sem leikstjóri hef ég sérstakan áhuga á sjónrænum útfærslum.“ Nítján ára gamall hélt Reynir til Spánar til að nema kvik- myndagerð og dvaldi þar í fjögur ár. Þegar hann sneri aftur heim hélt hann áfram að gera stutt- myndir og hefur unnið til fjölda verðlauna. Þá hefur hann fengist við auglýsingagerð síðan hann sneri heim frá námi og starfar fyrir kvikmyndafyrirtækið Pega- sus í dag. Hann segir að auglýs- ingarnar hafi reynst sér dýrmæt reynsla. „Ég var einmitt að fara yfir þetta um daginn og áttaði mig á að ég er búinn að gera óskaplega margar auglýsingar. Ég verið heppinn því flest þess- ara verkefna voru skemmtileg en það sem skiptir mestu máli er reynslan. Fólk í þessu fagi reynir að koma sér í öll þau verkefni í kvikmyndum sem það getur því þannig fær það reynslu. Fólk vinnur til að læra og í mínu til- felli hefur það skilað sér.“ Þá seg- ir Reynir stuttmyndagerðina ekki síst hafa þroskað hann sem kvik- myndagerðamann. „Stuttmyndin býður manni upp á svo mörg tækifæri á að prófa eitthvað nýtt í frásögn og tækni og það skilar sér ótvírætt í önnur verkefni. Ég veit að ég á aldrei eftir að hætta að gera stuttmyndir.“ Mýrin er engin endastöð Í rauninni liggur beint við að spyrja hvers vegna Reynir hefur ekki gert mynd í fullri lengd áður? „Ég hugsa að það hafi ekki verið tímabært fyrir mig fyrr. En Baltasar fékk mig til að leikstýra Mýrinni vegna þess að hann treysti mér til þess og ég finn að ég er tilbúinn.“ Og það eru ýmis teikn á lofti um að fleiri ungir kvikmyndagerðarmenn séu að verða tilbúnir. „Sem betur fer eru margir ungir leikstjórar að gera sig gildandi. Fyrstu myndir leik- stjóra eru oftar en ekki hlaðnar ákveðinni orku sem greinin þarf á að halda. Ég er til dæmis mjög spenntur yfir Mýrinni og ég vona að það komi til með að skila sér í myndina. Það verða auðvitað aðrir að dæma um það þegar þar að kemur.“ Reynir segir að andrúmsloftið í íslenskri kvikmyndagerð ein- kennist í dag af velvild á milli manna. Það skýrist ef til vill af því að aðstæður til kvikmynda- gerðar hafi breyst til hins betra, til dæmis eigi menn hægara um vik að fjármagna myndir. „Skýrasta birtingarmyndin er ef til vill sú að kvikmyndagerðar- menn geta leyft sér að horfa til framtíðar. Það er ekki langt síðan menn þurftu að leggja allt í söl- urnar fyrir eitt verkefni, sem gat allt eins orðið þeirra síðasta. Og margir urðu því miður illa úti. En þetta virðist sem betur fer hafa breyst. Eins spenntur og ég er fyrir Mýrinni til dæmis, finnst mér gott að hafa í huga að það eru svo margar sögur sem á eftir að segja. Mýrin er engin enda- stöð.“ ■ Finn a› ég er loksins tilbúinn Reynir Lyngdal leikstjóri er um flessar mundir a› undirbúa tökur á M‡r- inni eftir samnefndri skáldsögu Arnaldar Indri›asonar. Bergsteinn Sigur›sson spjalla›i vi› Reyni um stuttmyndir og augl‡singar, Erlend lög- reglumann, Ingvar leikara og breyttar a›- stæ›ur í íslenskri kvik- myndager›. REYNIR LYNGDAL Þó að Reynir sé innan við þrítugt telur starfsaldur hans sextán ár. Hann fékk áhugann á kvikmyndum frá föður sínum sem er líka forfallinn teikni- myndasögusafnari. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.