Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 20
Ég er búin að vera í Hlíð síð-an 1948, að ég kom sem að-stoðarstúlka á bæinn hér
fyrir ofan. Ég kom úr Húnavatns-
sýslu, er fædd á Lækjarmóti og
var árum saman með ríka heim-
þrá norður,“ segir Hólmfríður
Sigurðardóttir, bóndi í Hlíð í
Garðabæ.
„Maðurinn minn var einkabarn
á þessu heimili, en dvölin hér varð
örlagaför. Meira en ég ætlaði.
Fyrstu árin fannst mér bæði ljótt
og leiðinlegt að koma hingað og
var illa við að hafa sjóinn heima
við tún. Ég hef alltaf verið hrædd
við hafið og þá sem eru á sjó, það
er eitthvað innbyrgt. Kannski
vatnshræðsla,“ segir Hólmfríður
og bætir við að áratugi hafi tekið
að sætta sig við sjóinn í túninu.
Bæði saga og leikrit voru skrifuð
af Sigurði Ólafssyni í Hlíð, um
eiginmann Hólmfríðar, Kristin
Gíslason heitinn, þegar yfir hann
flæddi á skeri við bæinn og kall-
aðist „Kiddi flæddi á skeri“.
„Í dag finnst mér fallegt hér,
þótt ég líti sjaldnast á sjóinn. Ég
vissi ekki annað en að við Kristinn
myndum búa sér þegar ég kæmi
hingað, en þetta var alltaf eitt
samkrull. Svona var þetta á þeim
tíma, fjölskyldur bjuggu saman
undir sama þaki, sem er kúnst
þegar taka þarf tillit til annarra
sem hafa ráðið á bænum alla tíð.
Það getur víst aldrei orðið eðli-
legt, því konan verður ekki hús-
móðir á sínu heimili, eins og ég
ímynda mér að sé búi maður einn
með maka sínum og börnum,“
segir Hólmfríður sem eignaðist
góða vini í tengdaforeldrum sín-
um sem bæði dóu í hárri elli
heima í Hlíð.
„Kristinn dó fyrir rúmum
þrettán árum, en hann fékk Park-
insonveiki. Ég er hjartabiluð og
var viss um að ég færi á undan
honum, en þakka nú Guði fyrir að
hafa lifað hann því hann mátti
ekki af mér sjá og enginn mátti
hjálpa honum nema ég.“
Maður Hólmfríðar var með-
hjálpari í Garðakirkju í þrettán ár
og sjálf var Hólmfríður í sóknar-
nefnd hátt í tuttugu ár.
„Ég unni þessari kirkju eins
heitt og leið alltaf svo vel í henni,
jafnvel þótt ég væri ein. Beinin
mun ég bera í kirkjugarðinum við
hlið mannsins míns þegar þar að
kemur,“ segir Hólmfríður, en
Garðakirkja átti jörðina Hlíð eins
og aðrar í sveitinni.
„Garðabær hirti þær allar á
bak við okkur því auðvitað áttum
við fyrsta kauprétt. Vitaskuld urð-
um við sár og ég vildi að stofnuð
yrðu samtök til að sporna á móti
þessu, en það kom aldrei til. Þetta
var búið og gert. Ég hef verið svo
heppin að yngri sonur minn hefur
gert mér kleift að vera hérna,
hann hefur átt alla sína ævi í Hlíð
og heldur því áfram þótt við séum
bara tvö í heimili. Hann hefur
sagt að ég fari aldrei á elliheimili,
þótt ég hafi sjálf lagt til að hann
fyndi sér konu og byggi hér án
mín, en honum finnst það ekki
koma til greina. Það er ósköp in-
dælt að vita af þessum hlýja hug,
en þetta er fórn hjá honum.“
Í Hlíð eru enn nokkrar kindur
sem Hólmfríður rýr sjálf og hirð-
ir daglega, og nú sér hún fram á
lok sauðburðar.
„Geti maður stillt sig inn á að
fylgjast með skepnum þannig að
hvert dýr hafi sitt einkenni, og
unnið vináttu þeirra, þá er það
ekki eins lítilfjörlegt og mörgum
finnst.
Skepnur hafa tilfinningu fyrir
því hvernig komið er fram við
þær. Í dag er stefnt að því að
minnka fjáreign á Íslandi, en ég
veit ekki hvar á að taka gjaldeyri
þegar kaupa þarf kjöt frá útlönd-
um né hvaða sjúkdómar koma
með því,“ segir Hólmfríður hugsi
og bætir við að hún sé nú fjórum
sinnum lengur að vinna verkin en
áður.
„Þetta er tómur roluskapur í
mér og dagurinn fer í ekki neitt.
Það er aldrei frídagur þegar mað-
ur er með skepnur. Ég er aldrei
einmana og langsáttust við að
vera hér áfram, þótt gott sé að
vera annað slagið innan um fólk.
Ég er í eðli mínu félagsvera, en
samt hlédræg. Þrjósk við sjálfa
mig og viðkvæm sál. Það er öllum
frjálsara að vera út af fyrir sig,“
segir Hólmfríður, sem getur ekki
hugsað sér að fá byggðina nær en
nú er.
„Burtséð frá því að ég hrekk
bráðum upp af og kemur þetta
ekki við, þá er þetta eina græna
svæðið frá Kjós á Kjalarnesi og
syðst suður á Reykjanesi.
Hér vil ég sjá fallegt útivistar-
svæði með golfvelli eða öðru sem
nútíminn krefst, auk þess sem
nauðsynlegt er fyrir ungdóminn
að vita að hér í Garðabæ var eitt
sinn búskapur og allt annað líf en
nú tíðkast.“
20 29. maí 2005 SUNNUDAGUR
Vitaskuld ur›um vi› sár
Bærinn Hlí› í Gar›abæ
er eitt af sí›ustu kotun-
um í sveitinni milli Hafn-
arfjar›ar og Álftaness.
Ábúandinn Hólmfrí›ur
Sigur›ardóttir féll
óvænt fyrir einkasyninum
í Hlí› flegar hún kom í
vist á næsta bæ ári› 1948.
Nú b‡r hún ein me› fá-
einum kindum, ungri tík
og hjálpsömum syni sín-
um. fiórdís Lilja Gunn-
arsdóttir naut fuglasöngs
og fri›sældar á hla›inu
austan vi› Hafnarfjör›.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
HÓLMFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, BÓNDI Í HLÍÐ Í GARÐABÆ „Geti maður stillt sig inn á að fylgjast með skepnum þannig að hvert dýr hafi sitt einkenni, og unnið vináttu þeirra, þá er það ekki eins lítilfjörlegt og mörgum
finnst. Skepnur hafa tilfinningu fyrir því hvernig komið er fram við þær.“
SÁTT VIÐ SJÓINN Í TÚNINU „Ég hef alltaf verið hrædd við hafið og þá sem eru á sjó, það er eitthvað innbyrgt. Kannski vatnshræðsla.“